Morgunblaðið - 02.12.1999, Page 19

Morgunblaðið - 02.12.1999, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 19 LANDIÐ Piparköku- bakstur í Barnabóli Skagaströnd-„Þegar piparkökur bakast, kökugerðarmaður tekur...“ er byrjun á frægum söng úr Dýrunum í Hálsaskógi. Sá söngur átti vel við á piparkökudeginum á leikskólanum Barnabóli á Skagaströnd þegar krakkamir í honum komu þar saman einn laugardagsmorgun ásamt for- eldrum sínum til að baka piparkökur. Það fór fyrir sumum bömunum eins og bakarasveininum að þau vom ekki alveg með uppskriftina á hreinu en þar gripu pabbi og mamma inn í þannig að allir fengu indælar kökur úr ofninum. Sumum krökkunum fannst reyndar óþarfl að vera að baka kökumar og borðuðu deigið af bökun- arplötunum meðan beðið var eftir að koma þeim í ofninn. Þær kökur sem náðu þó að bakast vom síðan skreytt- ar af mikilli list með marglitum glass- úr. Auðvitað þurfti líka að smakka á glassúmum til að vita hvaða munur væri á bragðinu af rauðum og græn- um. Allir krakkamir fóra síðan heim með kökurnar sínar í bauk eða poka til að geyma fram að jólum. Leikfélagið frumsýnir Halta-Billa frá Miðey Húsavík-Leikfélag Húsavíkur frumsýndi sl. föstudag sjónleikinn Haiti-Billi frá Miðey eftir Martin McDonagh í þýðingu Karls Guð- mundssonar og Hallmars Sigurðs- sonar í leikstjórn Hallmars. Leikendur eru Sigurður Hall- marsson, Herdís Birgisdóttir, Ma- rfa Axfjörð, Guðný Þorgeirsdótt- ir, Halla Rún Tryggvadóttir, Sigurður IHugason, Baldur Krist- jánsson, Friðfinnur Hermannsson Sigurður Hallmarsson heiðraður og Jóhann Kr. Gunnarsson. Sköp- uðu þeir heilsteypta og skemmti- lega sýningu sem vel var fagnað á frumsýningu og á eftir að gleðja margan nú í skammdeginu. Þetta var margföld hátíðarsýn- ing því á þessu leikári er Leikfé- lag Húsavíkur 100 ára og aðal- eikari þessarar sýningar, Sigurður Hallmarsson, varð 70 ára 24. október. Sigurður og kona hans, Herdís Birgisdóttir, sem skapar í þessari sýningu eft- irtektarverða persónu, eiga bæði 50 ára leikaraafmæli. Leiðir þeirra á Ieiksviði lágu fyrst sam- an í leikritinu Galdra-Lofti, sem leiddi þau til hjúskapar, sem nú hefur staðið í tæp 50 ár. Börn þeirra tvö hafa haslað sér völl á listabrautinni. Hallmar sem leik- ari og leikstjóri og Katrín sem óperusöngkona. Að lokinni frumsýningu ávarp- aði forseti bæjarstjórnar, Tryggvi Jóhannesson, leikara og sérstak- lega Sigurð og færði honum blómakörfu sem vott þakklætis bæjarbúa fyrir hans mikla og óm- etanlega starf sem hann hefði unnið fyrir menningarmál bæjar og héraðs. Að lokinni 2. sýningu á laugar- dag bauð fjölskylda Sigurðar til mikils veislufagnaðar þar sem veitt var af rausn og margar ræð- ur voru haldnar og Sigurði flutt- ar þakkir fyrir hans mikla og fórnfúsa starf sem eftir hann lægi á 50 ára starfsferli sem spannaði breytt menningar- og félagssvið en hann hefur á listabrautinni víða komið við. Hann er þekktast- ur fyrir leiklistina enda færni hans á því sviði með því besta sem gerist hjá íslenskum leikur- um,“ eins og sagt hefur verið um liann í ritdómi. Tónlistinni hefur hann sinnt, leikið á harmoníku fyrir dansi frá því hann var ung- lingur, stjórnað kórum og hljóm- sveitum auk þess sem mörg mál- verk hans prýða mörg heimilin. Nemendur hans úr barnaskóla Húsavíkur fæddir 1947 fjöl- menntu til Húsavíkur til að fagna góðum kennara en á milli þessa nemendahóps og Sigurðar hefur myndast sérstök vinátta frá því hann leiðbeindi þeim á æskuárun- um. Ath Sendum i póstkröfu. Laugavegi 18b Sími 562-9730 Fax 562-9731 Grænt númer 800- Kringlunni Sími 568-0800 Fax 568-0880 Grænt númer 8006880

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.