Morgunblaðið - 02.12.1999, Side 20

Morgunblaðið - 02.12.1999, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Bónus opnar sérvörumarkað á Laugavegi Aðal- áherslan lögð á leikföng og bækur Á MORGUN, föstudaginn 2. des- ember, verður opnaður sérvöru- markaður á vegum Bónuss. Hann verður til húsa í Kjörgarði þar sem Bónus-matvöruverslun var opnuð fyrir skömmu. Að sögn Finns Magnússonar innkaupa- stjóra hjá Bónus verður sérvör- umarkaðurinn rekinn fram að áramótum í 250 fermetra plássi við hlið matvöruverslunarinnar Morgunblaðið/Kristinn Finnur Magnússon innkaupastjóri hjá Bónus segir að eftir áramót muni Apótekið verða til húsa þar sem sérvörumarkaðurinn er núna. Náttúrulegt C-vitamín eilsuhúsið Skólavöröustíg, Kringlunnl, Smáratorgi en þá verður lyfjaverslunin Apótekið opnað í húsnæðinu. „Þetta er fyrst og fremst bóka-, geisladiska og leik- fangamarkaður en auk þess verðum við með jólavörur, fatnað og skó svo dæmi séu tekin. Finnur segir að lögð verði áhersla á að bjóða alltaf lægsta verð á markaðnum í bókum og geisladiskum og hann bætir við að leikfangaverðið eigi líka að vera lægra en annars staðar. f tilefni opnunarinnar verður nokkuð um verðtilboð og þá sér- staklega á bókum og geisladisk- um. Má þar nefna Steingrím sem mun kosta 2.790 krónur um helgina, Harry Porter 1.590 krónur og Ólafur landlæknir 2.990 krónur. Þá verður geisla- diskurinn Bestu jólalög Björgvins seldur á 1.990 krónur og Pottþétt 18 á 1.990 krónur. Tilboðin gilda í þeim verslunum þar sem bækur og geisladiskar eru seldir í Kópavogi, Holtagörð- um og á Laugavegi. ST0R HUMAR Glæný laxaflök 790 kr. kg. Vestfirskur harðfiskur Stórlúða - Skötuselur - Stórar rækjur Fiskbúðin Vör - Gæðanna vegna Höfðabakka 1 sími 587 5070 Reykvíkingar Munið borgarstjórnarfundinn í dag kl. 17.00. Fundurinn er öllum opinn. Á dagskrá er m.a. fyrri umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2000. Útvarpað verður á Nær •• • ReylÁj ayíkurborg Skrifstofa borgarstjórnar Lampar innkallaðir af markaði hjá IKEA Klemmulampar sem geta verið lífshættulegir IKEA hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna svokallaðra Dinge-lampa en fyrir- tækið hefur þegar selt meira en 200.000 slíka lampa í 16 Evrópu- löndum. Komið hefur í ljós að óþekktm’ fjöldi lampa kann að hafa gallaðan slökkvara sem getur brotnað og orsakað lífshættulegt raflost. I fréttatilkynningunni kemur fram að lamp- inn hafí verið til sölu síðan í júlí á þessu ári Lampana er hægt að fá í ýmsum litum, en gallinn er aðeins tengdur bláum og svörtum lömp- um með svartri snúru. IKEA biður alla þá viðskipta- vini sem eiga þannig lampa að hætta strax að nota hann og senda hann þegar í stað eða skila honum til verslunarinnar í Holtagörðum. IKEA var látið vita af gallanum af viðskiptavini sem hafði sam- band við þjónustudeild IKEA eft- ir að hafa fengið raflost frá lamp- anum. Enn hefur ekki tekist að finna ástæðuna fyrir gallanum en í fréttatilkynningunni kemur fram að það valdi forsvarsmönnum hjá Ikea áhyggjum að slökkvaramir hafi komist í gegnum gæðaprófan- ir sem þegar eru strangari en krafist er af yfirvöldum. Sérhver lampi er prófaður til að ganga úr skugga um að hann virki, meðan á framleiðsluferlinu stendur. í kjölfar þessa atviks hafa yfirmenn hjá IKEA tekið þá ákvörðun að láta framkvæma enn strangari prófanir. Ný herrafataverslun á Netinu Fitt-fatnaður OPNUÐ hefur verið ný herrafata- verslun á Netinu. Verslunin ber nafnið Fitt.is. Vörumar á Fitt.is em hannaðar og framleiddar á Ítalíu. Fitt.is er sérhæfð netverslun og byggir starfsemi sína á samvinnu við erlenda birgja og íslandspóst sem sér um dreifingu innanlands. Þú færð meira fyrir PENINGANA þína ? ? ? Gleraugnaverslunin SJÓNARHÓLL HAFNARFIRÐI & GLÆSIBÆ Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á íslandi í fréttatilkynningu kemur fram að verð á merkjavömnni sé því lægra en almennt gerist í hefðbundnum verslunum. Fitt-fatnaður býður upp á heima- og fyrirtækjakynningar. Á slíkum kynningum gefst við- skiptavinum kostur á að skoða vömna og fá aðstoð við að finna réttar stærðir. Ef þörf er á breyt- ingum frá stöðluðum stærðum sér Fitt.is um það. Á þjálparsíðum Fitt.is má m.a. finna leiðbeiningar um val á stærðum. Ef viðskiptavinur er ekki ánægður með vömna og ef hún passar ekki er hægt að skila/ skipta innan 14 daga frá móttöku. Ejgandi verslunarinnar er Hild- ur Ástþórsdóttir textílráðgjafí frá Hellemp Textilseminarium í Kaupmannahöfn. * WOMAN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.