Morgunblaðið - 02.12.1999, Side 28
28 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Öeirðir í Seattle á fyrsta degi ráðstefnu Heimsviðskiptastofnunarinnar
Miðborgin eins og
vígvöllur yfír að líta
Seattle. Reuters, AP, AFP, Daily Telegraph.
Reuters.
Sumir mótmælendur lokuðu götum í miðborginni með því að setjast nið-
ur. Minnir það og raunar fólkið sjálft á mótmælaaðgerðir á árum áður,
t.d. á dögum Víetnamstríðsins, enda telja sumir, að nú hafi hinir ólfldeg-
ustu hópar fundið sér sameiginlegan óvin f Heimsviðskiptastofnuninni.
MÓTMÆLI, óeirðir og skemmdar-
verk einkenndu fyrsta dag ráðstefnu
Heimsviðskiptastofnunarinnar,
WTO, í Seattle í Bandaríkjunum í
fyrradag. Varð að aflýsa opnunarat-
höfninni vegna ástandsins enda var
miðborgin líkust vígvelli eða þar til
þjóðvarðliðið var kallað á vettvang.
Talið er, að nokkrir tugir þúsunda
manna hafi komið til Seattle til að
mótmæla auknu viðskiptafrelsi, en
þeir, sem tóku þátt í skrflmenn-
skunni, voru í miklum minnihluta.
Aðrir hörmuðu aðfarimar og ætluðu
sumir að taka þátt í að þrífa miðborg-
ina í gær.
Lögreglan í Seattle var óviðbúin of-
beldinu og fékk ekki við neitt ráðið
þegar hópar manna fóru um mið-
bæinn með rapli og ránum. Brotist
var inn í verslanir og þær rændar,
kveikt í ruslatunnum, bflum velt eða
þeir stórskemmdir með öðram hætti.
„Hverra heimur? Okkar heimur.
Hverra stræti? Okkar stræti" var
kjörorð þeirra, sem fóra herskildi um
miðborgina, og létu þeir ekki undan
síga fyrr en Gary Locke, ríkisstjóri í
Washingtonríki, kallaði til tvær deild-
ir úr þjóðvarðliðinu.
Talsmenn ýmissa samtaka, sem
] andvíg era auknu viðskiptafrelsi,
sögðu, að ofbeldismennirnir væra
ekki úr þeirra röðum, og ætluðu sum
! þeirra að taka þátt í þrífa til í mið-
| borginni í gær.
Fjötrar eða frelsi
Þeir, sem mótmæla auknu við-
skiptafrelsi, segja, að það vinni gegn
umhverfinu, gegn hagsmunum vinn-
andi fólks og einkanlega gegn þróun-
arríkjunum. Mike Moore, forseti
WTO, sagði hins vegar, að mótmæl-
endur væra verstu óvinir fátæks fólks
um allan heim. Það væri oft fátækt
vegna þess eins, að það væri í fjötram
viðskiptahafta.
Þótt opnunarathöfninni hafi verið
aflýst komu viðskiptaráðherrar ríkj-
anna 135, sem aðild eiga að WTÖ,
saman í fyrradag til að ræða um nýjar
viðskiptaviðræður. Moore kvaðst
vera fullviss um, að ráðstefnan, sem
stendur út allan desember, myndi
skila góðum árangri en um það hafa
þó margir miklar efasemdir. Era
ágreiningsefnin mýmörg, landbúnað-
aimál, sjávarútvegsmál, rafeindaiðn-
aðurinn og vinnumarkaðsmálin svo
einhver séu nefnd, en mörg þróunar-
ríkjanna vilja ekki taka upp neinar
vestrænar viðmiðanir í vinnuvemdar-
málum, til dæmis hvað varðar vinnu
barna.
Bandaríkin og ESB auka
markaðsaðgang fátækra ríkja
Dan Glickman, landbúnaðarráð-
herra Bandaríkjanna, kvaðst þó
bjai-tsýnn á, að semjast myndi um
landbúnaðarmálin, og búist var við
því í gær, að Bandaríkjastjórn myndi
tilkynna, að aðgangur fátækustu ríkj-
anna að Bandaríkjamarkaði yrði auk-
inn. Aður hafði Evrópusambandið til-
kynnt, að innflutningsgjöld á vörum
frá 40 fátækustu ríkjunum yrðu felld
niður.
Sumir þingfulltrúanna áttu ekki
orð til að lýsa hneykslan sinni á fram-
ferði mótmælenda og þeir vora líka
hneykslaðir á viðbúnaðarleysi yfir-
valda. Voru viðbrögðin einna mest í
Asíu, jafnt hjá fjölmiðlum sem al-
menningi.
Sundurlausir og
sundurlyndir hópar
Hóparnir, sem komu saman til að
mótmæla auknu viðskiptafrelsi í
Seattle, era af ýmsum toga og raunar
börðust þeir stundum innbyrðis þeg-
ar mest gekk á í fyrradag. Sumir
höfðu umhverfisvernd í íyriiTÚmi,
gengu um grímuklæddir með myndir
af beinagrindum nauta og hvaia, en
aðrir, til dæmis hópur verkamanna í
stáliðnaði, kváðust vera komnir til að
berjast fyiir vinnunni sinni.
„Kína burt frá Tíbet“ var kjörorð
eins hópsins og svo vora það þeir, sem
sögðust vera að berjast fyrir réttind-
um dýra um allan heim. Einn hópur-
inn sagði, að stórfyrirtæki træðu á
rétti einstaklinga og annar mótmælti
skógarhöggi. Einna duglegastir við
skemmdarverkin voru hins vegar
grímuklæddir stjómleysingjar.
Mótmæli og jafnvel óeirðir era ekki
ný bóla í Bandaríkjunum en lítið hef-
ur farið íyrir þeim á síðari áram. Að
þeim skuli skjóta upp núna með þess-
um hætti hefur verið skýrt með ýmsu.
Ný kynslóð aðgerðasinna?
Leiðtogar flestra mótmælasamtak-
anna kenna til dæmis um „ofsafengn-
um“ viðbrögðum lögreglunnar og
einnig því, að í bland við mótmælend-
ur hafi verið fólk, sem ekki hafi haft
áhuga á neinu öðru en að gera ein-
hvem óskunda. Aðrir mótmælendur
telja hins vegar, að eftir margra ára
eyðimerkurgöngu sé að koma fram
ný kynslóð svokallaðra aðgerðasinna,
fólks, sem sé tilbúið til að grípa til rót-
tækra ráða í baráttunni fyrir hug-
sjóninni, hver sem hún er.
„Ungt fólk, X-kynslóðin eða hvað
sem hún er kölluð, hefur ekki átt sér
neitt baráttumál fyrr en kannski nú,“
sagði Christopher Krohn frá Kalif-
omiu en hann er í hópi þeirra, sem
telja að greiðari viðskipti jafngildi
rányrkju í náttúranni.
Landbúnaðar-
málin erfiðust
Einn talsmanna Evrópusamband-
sins sagði í gær, að sýna yrði mótmæ-
lendum í Seattle nokkum skilning, og
það gerði einnig Bill Clinton, forseti
Bandaríkjanna, sem kom til ráðstefn-
unnar í gær. Ætlaði hann jafnvel að j
eiga fund með fulltrúum þeirra en
hann verður þó að reyna að þóknast j
fleiram, viðskiptaráðherram hinna
aðildarríkjanna og ekki síst banda-
rískum bændum.
A ráðstefnunni og í hugsanlegum
viðræðum að henni lokinni verður
mest tekist á um landbúnaðinn en
Bandaríkin og hin rfldn 17 í Cairns-
hópnum, samtökum ríkja, sem ílytja
út mikið af landbúnaðarvöram, vilja
afnema ríkisstyrki og draga smám
saman úr innflutningsgjöldum af
landbúnaðarafurðum. Talsmenn
Evrópusambandsins era hins vegar
varla til viðræðu um þessar kröfur og
segja, að landbúnaðurinn sé alveg sér
á parti og um hann geti ekki gilt sömu
reglur og annan iðnað. A því máli eru
einnig Japanir, Suður-Kóreumenn,
Norðmenn og Svisslendingar.
Til átaka kom einnig í London í
gær í tilefni af WTO-ráðstefnunni en
þá komu um 1.000 manns saman til að
mótmæla kapítalisma. Tóku um 100
menn sig út úr hópnum og réðust
gegn lögreglunni með grjótkasti og
bareflum. Vora 40 handteknir og hafa
fjórir þeirra verið ákærðir.
Ráðuneytisstjdri utanríkisráðuneytisiiis á fundi WTO í Seattle
Reiknar með eðlilegri fram-
vindu þrátt fyrir mótmælin
Kaupmannahöfn. Morgnnbladid.
„UPPHAF ráðherrafundai-ins tafðist
nokkuð vegna aðgerða mótmælenda,
en ég á von á að fundir samningshópa
um sérsvið verði með eðlilegum
hætti. Mótmælendur hér skiptast í
tvo hópa, annars vegar era það
stærri samtök, til dæmis verkalýðs-
samtök, sem era vel skipulögð og
mótmæla friðsamlega. Hins vegar
era svo margir smærri hópar ungs
fólks, sem eru stríðsmálaðir, bijóta
rúður, sprauta málningu á hús og láta
á allan hátt mjög ófriðlega. Mótmæl-
endur eru þó miklu færri hér en búist
var við,“ sagði Sverrir Haukur Gunn-
laugsson, ráðuneytisstjóri í utanrík-
isráðuneytinu, í samtali við Morgun-
blaðið snemma miðvikudagsmorguns
að íslenskum tíma.
Ráðherrafundur Heimsviðskipt-
astofnunarinnar, World Trade Org-
anisation (WTO), hófst í Seattle á
vesturströnd Bandaríkjanna á
þriðjudag. Sverrir Haukur sagði
mótmælendur hafa verið með uppþot
um morguninn og fram undir kl. 15,
en þá hefði ráðstefnan loks verið sett.
,Á miðvikudeginum hittast samn-
ingahópar á sérsviðum, þar sem með-
al annars verður fjallað um landbún-
aðarmál, markaðsaðgang og
sjávarútvegsmál, en síðastnefnda
sviðið leggja íslensk stjómvöld mikla
áherslu á.“
ísland, Perú, Ástralía, Nýja Sjá-
land, Filippseyjar, Bandarikin og
Noregur hafa lagt fram tillögur um
nauðsyn þess að afnema ríkisstyrki í
sjávarútvegi. Ríkin vinna að því að
koma tillögum sínum inn í lokayfir-
lýsingu ráðherrafundarins. Halldór
Asgrímsson utanrfldsráðherra
kynnti tillögurnar á sameiginlegum
blaðamannafundi í Seattle á mánu-
dag, ásamt William M. Daley, við-
skiptaráðherra Bandaríkjanna, og
formanni World Wildlife Fund.
Fyrir ráðherrafundinn í Seattle
töldu margir ólíklegt að fundinum
tækist að ganga frá umboði til WTO
varðandi næstu skref til aukins frels-
is í alþjóðaviðskiptum. Sverrir Hauk-
ur sagði allt geta gerst. „Þegar ,
nefndimar fara að fjalla um sérsviðin i
kemur skýrar í ljós hver staðan er,“
sagði hann. „Fyrsta ráðstefnudaginn
var erfitt að átta sig á þessu, enda
höfðu mótmælin traflandi áhrif.“
Mótmælendur vilja meðal annars
að WTO taki mið af umhverfis- og
verkalýðsmálum þegar samið er um
aukið viðskiptafrelsi. Sverrir Haukur
sagði þessa gagnrýni ekki nýja. „A
mánudag var haldin sérstök upplýs-
ingaráðstefna, þar sem öllum hags-
munaaðilum, sem koma meðal ann-
ars að umhverfismálum, atvinnu- og
verkalýðsmálum, var boðin þátttaka.
Framkvæmdastjóri WTO, Mike
Moore, svaraði þar fjölda fyrirspurna
um stöðu mála. í ráðstefnuskjölum
WTO kemur líka skýrt í ljós, að stofn-
unin lætur sig þessi mál varða. Þeir
sem láta mest í sér heyra ættu að
gefa sér tíma til að skoða þessi skjöl.
En auðvitað er þetta gífurlega flókið
mál, hérna eru 135 ríki að reyna að ná
samkomulagi sem beinist fyrst og
fremst að því að auðvelda samskipti á
viðskiptasviðinu í framtíðinni."
Gagnrýni ekki fyllilega réttmæt
Sverrir Haukur sagði að á ráð-
stefnunni yrði rætt um framtíðar-
skipulag WTO. Hann sagði það sína
skoðun að gagnrýni á þá leið, að starf
stofnunarinnar væri ekki nógu gegn-
sætt, ætti ekki fyllilega rétt á sér.
„Menn vflja vissulega hafa meira
gegnsæi og margt má laga í starf-
seminni. Við komum hins vegar alltaf
aftur að sama atriði. Innan WTO eru
135 rfld sem eiga mjög misjafna
hagsmuni að verja.“
Sófar • stólar
Svefnsófi Fedra 182.000,- kr.
svefnsófar
höfðatúni 12 105 reykjavík
ser
sími 552 6200 552 5757 hus
gögn