Morgunblaðið - 02.12.1999, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 37
Fjölbreytt dagskrá Reykjavfkur menningarborgar Evrópu árið 2000 kynnt
FORMLEGA hefst dagskrá menningarborg-
arársins árla morguns laugardaginn 29. janúar
nk. Þá verður opnaður í Þjóðarbókhlöðunni
kassi með gögnum úr fórum Erlendar í Unu-
húsi, sem afhentur var Landsbókasafni innsig-
laður eftir lát Erlendar 1947 með því skilyrði
að hann yrði ekki opnaður fyrr en á árinu 2000.
„Menn halda jafnvel að þetta séu dagbækur,"
•segir Þórunn og forvitnin leynir sér ekki. Síðan
rekur hver listviðburðurinn annan fram á
kvöld en þá verður blásið til þríþættrar tónlist-
arhátíðar Tónskáldafélags Islands sem standa
mun allt árið. Um alla borg verða menningar-
stofnanir opnar fyrstu helgi menningarborgar-
dagskrái-innar, listamenn bjóða gestum inn á
vinnustofur sínar, hvítklædd vatnameyja svíf-
ur á yfirborði sundlaugarinnar í Laugardal,
Islandsviti ítalska listamannsins Claudio
Parmiggiani verður vígður í nágrenni Reykja-
víkur og drykkjarfontur á Hallgrímstorgi. Er
hér þó aðeins fátt eitt nefnt af atburðum á dag-
skrá þessarar fyrstu helgar.
Heildardagskrá ársins, nærri hundrað síðna
bók, verður send inn á hvert heimili á Islandi
milli jóla og nýárs. Þórunn segir það raunar í
fyrsta sinn sem dagskrá Menningarborgar er
dreift til þjóðarinnar allrar, en sökum fámenn-
isins hér á landi sé það gerlegt. Einnig er hægt
að kynna sér dagskrána á vefnum www.reykja-
vik2000.is og í Kringlunni, þar sem opnuð hef-
ur verið upplýsingaveita Menningarborgarinn-
ar. Þar verður jafnframt viðburðamiðstöð
menningarársins þar sem dagskráin verður
kynnt vikulega frá 22. janúar nk. Alls eru um
250 viðburðir á dagskrá ársins en þeir voru
valdir úr um 400 dagskrárhugmyndum sem
menningarborginni bárust.
Tákn fyrir það besta sem
evrópsk menning býr yfír
Þórunn rifjar upp það fimm ára ferli sem nú
er að baki frá því að ríkisstjórn Islands og
Reykjavíkurborg sóttu í ársbyrjun 1995 um
titilinn Menningarborg Evrópu árið 2000.
„Síðla sama árs tilkynnir menningarmálaráð-
herraráð Evrópusambandsins - nokkuð óvænt
- að níu borgir hafi verið valdar, en það hafði
aldrei verið gert áður frá því að byrjað var að
útdeila þessum titli 1985. Þetta vakti mjög
mikla athygli fyrst og í fyrrverandi menning-
arborgum var mjög mikil óánægja með þessa
ráðstöfun, þar sem mönnum fannst það taka
slagkraftinn úr hugmyndinni að hafa menning-
arborgirnar níu. Evrópusambandið réttlætti
það þannig að með þessu móti væri verið að
sýna breidd evrópskrar menningar. Þannig
voru valdar þrjár borgir í norðri, Reykjavík,
Bergen og Helsinki, þrjár í Evrópu miðri,
Prag, Kraká og Brussel, og þrjár í Suður-
Evrópu, Avignon, Bologna og Santiago de
Compostela, sem tákn fyrir það besta sem
evrópsk menning býr yfír. Það var skilyrði af
hálfu Evrópusambandsins að þessar borgir
ynnu mjög náið saman og að þær tækju þess-
um titli með nákvæmlega sömu virðingu og
hefðu þær verið einar,“ segir hún.
„Eg held að fyrst um sinn hafí margir hugs-
að með sér að það væri ekkert varið í að vera í
þessum stóra hópi, við myndum bara hverfa.
En eftir á að hyggja tel ég að það hefði verið
erfítt og nánast ógerlegt að standa ein bak við
þennan titil. Það er svo margs krafist af þeirri
borg sem ber hann og ef hún er ein er öll at-
hyglin þar og hvergi annars staðar. Við höfum
einfaldlega ekki það fjármagn, þann mannskap
eða það húsnæði sem til þarf til að standa ein
undir slíku. Það má alveg líkja því við að taka á
móti heilum Ólympíuleikum eða Eurovision,"
segir Þórunn, sem er á því að það hafi verið
mjög mikið lán að Reykjavík skyldi lenda í hópi
níu menningarborga.
Hún viðurkennir reyndar að á fyrsta fundin-
um sem hún sótti þegar hún var nýtekin við
starfi stjórnanda menningarborgarinnar fyrir
réttum tveimur árum hafi hún fengið á tilfinn-
inguna að vera svolítið eins og krækiber í hel-
víti. „Á þessum fyrsta fundi, sem var haldinn í
Páfahöllinni í Avignon, féllust mér hendur.
Þarna sat ég með öllum þessum karlahópi, eina
konan í hópi stjórnenda og öll samskipti mjög
flókin og þung í vöfum. Maður var alveg úti á
túni og ég hugsaði með mér að við myndum
aldrei komast inn í þetta. Eg fékk á tilfinning-
una að við væium að verða á eftir, en þá vorum
við ekki komin með neinn fjárhagsramma. Við
þurftum sem sagt heldur betur að bretta upp
ennarnar til að ná þessu. Við byrjuðum strax
að undirbúa fjárhagsramma til þess að leggja
til grundvallar við öflun fjár til verkefna og
komum upp ákveðnu verklagi milli stjórnanda
og stjórnar en það samstarf hefur gengið afar
vel. Eg held að við höfum aldrei þurft að beita
atkvæðagreiðslu. Varðandi fjármögnun hafði
ég strax samband við forsætisráðherra og
menntamálaráðherra og við ræddum um
ákveðnar leiðir. Frá því að ríkið kæmi inn í
verkefnið yrði sama fjármagn frá ríki og borg
en borgin hafði ein staðið að verkefninu þar til
ríkið kom inn. Síðla sumars 1998 var gengið frá
Nýtt menningar-
liugtak í verki
Heildardagskrá Reykja-
víkur menningarborgar
Evrópu árið 2000 liggur
nú fyrir. Að baki er fímm
ára undirbúningsferli og
áður en varir rennur árið
langþráða upp með fjöl-
breytilegri dagskrá sem
teygir anga sína um land
allt. Aí því tilefni hitti
Margrét Sveinbjörns-
dóttir að máli Þórunni
Sigurðardóttur, stjórn-
anda menningarborgar-
innar, og komst að því að
þar á bæ er unnið að því að
skapa nýtt menningar-
hugtak í verki.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
þessu er ný menningarhugsun í verki, þar sem
menningarhugtakið er miklu víðara og ekki
eitthvað sem tilheyrir einhverjum ákveðnum
hópum, heldur er lífsmáti. Kosturinn við að
vinna svona verkefni hér á íslandi er að hér er
svo stutt á milli manna og stutt á milli hópa.
Við getum aukið samskiptin þarna á milli í stað
þess að leggja eingöngu áherslu á listastofnan-
ir og listviðburði sem stórum hluta þjóðarinnar
finnst sér kannski ekki koma neitt sérstaklega
mikið við. Auðvitað eru listastofnanimar horn-
steinar dagskrárinnar. Allar listastofnanir rík-
is og borgar eru með mjög metnaðarfulla og
glæsilega viðburði en síðan koma alls konar
verkefni önnur. Við tökum t.d. tómstundir inn í
dagskrána, því tómstundir eru jú hluti af
menningu og eiga eftir að skipta mjög miklu
máli á næstu öld. Við höfum leitað eftir því að
komast í samband við ýmsa hópa, sem annars
væri kannski hætta á að yrðu útundan," segir
Þórunn og nefnir sem dæmi skólabörn, eldri
borgara, þroskahefta og íþróttafélög, að
ógleymdum sveitarfélögum um allt land. „Það
sem mestu máli skiptir er þessi mikla og al-
menna þátttaka í dagskránni og þessi nýja og
opna sýn á menningu. Við leggjum áherslu á
nýtt menningarhugtak í verki,“ heldur hún
áfrarn.
Þó að hin formlega dagskrá ársins hefjist
ekki fyrr en undir lok janúar verður menning-
arborgarárinu 2000 fagnað um áramótin með
hátíðarveislu í Perlunni. Að sögn Þórannar
halda hinar borgirnar allar miklar veislur um
áramótin. „Þær eru auðvitað haldnar í falleg-
ustu húsunum á hverjum stað. Við eigum eng-
ar hallir og ekkert tónlistarhús en hins vegar
finnst okkur Perlan tilvalinn staður fyrir þessa
hátíð. Perlan er á vissan hátt tákn fyrir
Reykjavík og hún tengist líka mjög þema
menningarborgarinnar, náttúraöflunum, svo
okkur finnst mjög gaman að hafa þennan há-
tíðlegasta hluta opnunarinnar þar. Þegar þjóð-
ir sækja um svona titil verða þær að standa
undir því þegar hið alþjóðlega kastljós beinist
að þeim. Þannig að við viljum gera þetta hátíð-
lega eins og allar hinar borgirnar munu gera.“
samningi ríkis, borgar og menningarborgar-
innar en hann var undirritaður fyrir rúmu ári.
Sá samningur byggir á því sem ég hafði lagt
fram við stjórn í upphafi ársins, þ.e.a.s. að ríkið
legði fram 235 milljónir, borgin 275 og menn-
ingarborgin myndi sjálf afla 100 milljóna. Þessi
áætlun hefur algerlega haldið og við vinnum
alveg eftu henni, nema hvað við erum búin að
afla aðeins meiri tekna en ráð var fyrir gert.
Það hefur tekist mjög góð samvinna við at-
vinnulífið, sem kom mjög duglega inn í verk-
efnið og sömuleiðis hefur okkur gengið mjög
vel að afla erlendra styrkja. Við fengum til að
mynda stærsta styrk vegna ballettsins Bald-
urs sem Norræni menningarsjóðurinn hefur
nokkurntíma veitt,“ segir Þórann. Nú er beðið
í ofvæni eftir svari frá CONNECT-sjóði
Evrópusambandsins við umsókn um hæsta
styrk vegna Radda Evrópu, kórs 90 ungmenna
frá öllum menningarborgunum. Kórinn er
viðamesta samstarfsverkefni menningarborga
Evrópu árið 2000 og er stjórnað af M2000. Að
sögn Þórannar er umsóknin vegna Radda
Evrópu nú komin í lokaúrval hjá sjóðnum. Alls
bárast um 400 umsóknir en einungis allt að 20
munu hljóta styrk.
Fékk nákvæmlega
það sem ég bað um
„Það sem ég held að hafi verið okkar lán er
að við gerðum þetta svo einfalt. Við voram
komin í þá stöðu að það var annað hvort að
stökkva á þetta eða hætta við. Og mér finnst
það sýna mjög mikla framsýni hjá okkar ráða-
mönnum að þeir skyldu taka svona ákveðið og
fumlaust á þessu, vegna þess að um leið og við
höfðum fjárhagsrammann gátum við farið að
afla peninga og undirbúa dagskrá, sem við gát-
um selt. Vegna þess að maður getur ekki feng-
ið peninga til verkefna sem þessara ef maður
hefur ekkert ákveðið í höndunum."
Þórann leggur áherslu á að menningarborg-
in Reykjavík sníði sér stakk eftir vexti. „Sann-
leikurinn er sá að þó að við séum með lang-
minnsta fjármagnið af öllum menningar-
borgunum, þá hef ég litið svo á að við verðum
að vinna við þær aðstæður sem við búum við.
Ég fékk nákvæmlega það sem ég bað um - ég
sótti ekki um meira og vildi ekki meira. Ef við
hefðum verið með óheyrilegt fjánnagn eins og
sumar borgirnar, jafnvel borgir sem era miklu
fátækari en við, þá hefðu kröfurnar verið allt
aðrar. Þá hefði líka verið miklu meiri hætta á
timburmönnum á eftir. Það þýðir ekki að búa
til dagskrá sem er óraunsæ og í fullkomnu
ósamræmi við það sem menn hafa verið að
gera og það sem menn munu gera áfram. Þá
verður bara einhver ofmettun sem gerir það að
verkum að þegar árið er á enda eru menn orðn-
ir þreyttir á orðinu menning - og hvað þá list-
viðburðum - en það gerðist í rauninni bæði í
Stokkhólmi og Kaupmannahöfn.“
Borgimar níu fengu hver um sig ákveðið
þema eða yfirskrift að vinna eftir og telur Þór-
unn það mikla heppni að Reykjavík var gert að
starfa undir merkjum menningar og náttúra.
vStór hluti af verkefninu í heild er kynning á
Islandi og vitanlega verður að vinna þá kynn-
ingu í einhverjum samhljómi við það sem aðrir
eru að gera. Það var tiltölulega auðvelt að nálg-
ast atvinnulífið, vegna þess að náttúraöflin eru
jú það sem við byggjum okkar atvinnu á, og
menning og náttúra rímar líka vel við það sem
menn leggja áherslu á þegar verið er að kynna
ísland fyrir umheiminum," segir hún.
Hún segir að allir hafi verið sammála um að
menningarborgartitillinn hafi á sínum tíma
gert mjög mikið fyrir ímynd Kaupmannahafn-
ar út á við. „Hins vegar era ekki allir sammála
um að það hafi gert svo mikið fyrir menningar-
lífið í borginni," segir Þórann. Hún bendir á að
bæði í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi hafi
megináhersla verið lögð á listviðburði. „Það
ákváðum við mjög snemma að gera ekki hér,
því einhvem veginn er það ekki í samræmi við
íslenskt samfélag. Það sem við viljum sjá út úr
Menningarborgarárið hafíð
með sundspretti á nýársdag
I Perlunni á gamlárskvöld kemur fram í
fyrsta sinn kórinn Raddir Evrópu ásamt Björk
Guðmundsdóttur, undir stjórn Þorgerðar
Ingólfsdóttur. Meðal annarra listamanna sem
koma fram þetta kvöld er Kristján Jóhannsson
og á miðnætti verður sérstæð flugeldasýning,
þar sem skotið verður á loft níu stjörnum,
táknum menningarborganna níu, í litum hverr-
ar borgar fyrir sig. Eitt laganna með Röddum
Evrópu og Björk verður framlag íslands til
sjónvarpsþáttarins „2000 Today“, stærstu
sjónvarpsútsendingar sem gerð hefur verið og
áætlað er að muni ná til um tveggja milljarða
áhorfenda. A nýársdag tekur kórinn þátt í
bænastund fyrir friði ásamt biskupi íslands,
herra Karli Sigurbjömssyni, í Hallgrímskirkju
og verður bænastundinni útvarpað beint.
A nýársdag verða svo nokkrar af sundlaug-
um borgarinnar opnar og geta borgarbúar því
hafið menningarárið með rösklegum sund-
spretti og búið sig undir heils árs menningar-
veislu sem hefst eins og áður sagði 29. janúar.
Brugðið á leik með
höfuðskepnurnar
Morgunblaðið/Sverrir
Guðni Franzson gaf forsmekkinn að Vindhátíð 2000.
FORSKOT á sæluna var yfir-
skrift kynningar á dagskrá
Menningarborgarinnar, sem
fram fór í Fjölskyldugarðinum
í Laugardal í gær, að viðstödd-
um fulltrúum þeirra 250 verk-
efna sem verða á dagskrá árs-
ins, stjóm og samstarfsaðilum
Menningarborgarinnar. Þar
var brugðið á leik með höfuð-
skepnumar eld, jörð, vatn og
loft, sem setja munu sterkan
svip á menningarárið. Drjúg-
ur snjór féll úr lofti meðan á
dagskránni stóð og auðséð var
að nærstaddir létu sér vel líka
að fá heitt súkkulaði og lumm-
ur að ylja sér á. Ávörp fluttu
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri, sem einnig tendraði jólaljós í
Húsdýragarðinum, Björn Bjarnason mennta-
málaráðherra, Páll Skúlason, formaður stjórn-
ar Menningarborgarinnar, og Þórann Sigurð-
ardóttir, stjórnandi Menningarborgarinnar.
Islenskir fulltníar Radda Evrópu sungu undir
stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, Ari Trausti
Guðmundsson gerði tilraunir með spúandi eld-
fjall og Guðni Franzson flutti brot úr tón- og
dansverki sem hann og Lára Stefánsdóttir era
að semja fyrir Vindhátíð 2000. Um annan tón-
listarflutning sáu félagar úr Lúðrasveitinni
Svani og ungir harmonikkuleikarar. Fulltrúar
Landsmóts hestamanna 2000 komu ríðandi
með fyrstu eintökin af dagskrárriti Menning-
arborgarinnar og afhentu menntamálaráð-
herra og borgarstjóra. Þá heiðruðu Grýla og
Leppalúði gesti með nærvera sinni.