Morgunblaðið - 02.12.1999, Síða 38

Morgunblaðið - 02.12.1999, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 LISTIR MORGUNB LAÐIÐ Eitt af verk m Sossu á sýningu í IS Kunst gallery & café í Ósló í Noregi. Lesið í nótur og bækur Á SÚFISTANUM, bókakaffi í verslun Máls og menningar á Laugavegi 18, verður lesið úr tveimur bókum í kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 20. Þar les Tómas R. Einarsson úr þýðingu sinni á Afródítu-sögur, uppskriftir og önnur kynörvandi fyrirbæri eftir Isabel Allende og Hallgerður Gísladóttir kynnir bók sína ís- lensk matarhefð. Að því loknu leikur hljóm- sveitin Sixpack Latino seiðandi salsa af nýútkomninni geislap- lötu sinni, Björt mey og Mambó. Sossa sýnir í Osló NÚ stendur yfir sýning Sossu Bjömsdóttur myndlistarmanns í IS Kunst gallery & café í Ósló. Yfír- skrift sýningarinnar er Samskipti án orða. Sossa útskrifaðist frá Museum of the Fine Arts í Boston árið 1973, Myndlista- og handíðaskóla Islands 1979 og frá Skolen for Brukskunst í Danmörku 1984. I haust tók Sossa þátt í samsýn- ingu í Portúgal og hélt sýningu í Danmörku. Sýningin í Noregi stendur til 16. desember. Ekki bara sjónvarp BeoVision MS/MX 6000 er stílhreint í útliti, þægilegt fyrir augaö og meö einstök myndgæöi. Einfaldleiki og þægindi í fyrirrúmi. BeoVision MS/MX 6000 28" sjónvarp meö sjálfvirkum birtustilli, biðlaust textavarp, Nicam stereo og Beo 4 fjarstýringu. BeoVision MS/MX 6000 frá Bang & Olufsen: kr. 129.700 BANG & OLUFSEN Ástir og örlög LEIKLIST Á h u g a I e i k li« p ii r ú r byggðiiinVestur- í s I e n (I i n g a í N o r ð u r - 1) a k ót a IN THE WAKE OF THE STORM Höfundur: Lauga Geir. Leikstjórar: Judith Gustafson og Nancy Eagle- son. Leikmynd: Jonathan Wurtzler, Larry Schrader, Nancy Geir-Boe og Patty Bata. Búningar: Shirley Geir-Kupper. Myndbandstaka: Andrew Wakeford. Aðstoðar- maður: JoAnn Geir-Wakeford. Leikendur: Betty Einarson, Bill Heigaard, Curtis Olafson, Jonathan Wurtzler, Leslie Geir, Nancy J. Geir-Boe, Richard Holand, Sarah Hall, Suzanne Olafson og Vera Ola- fson-Brandvold. Sunnudagur 28. nóvember. LAUGA Geir (1888-1968) hét kona af íslensku bergi brotin sem bjó í í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. Hún starfaði lengst af sem kennari, en var einnig afkastamikill þýðandi og greinahöfundur. Leikrit þetta var sýnt víða á sínum tíma, bæði í heima- fylki höfundar og í íslendingabyggð- um í Kanada. Þó að áhugamenn um bókmenntir hér á landi hafi lesið verk vestur-ís- lenskra skálda eins og Stephans G. Stephanssonar, Jakobínu Johnson, Richards Becks og Káinns (sem var nátengdur fjölskyldu Laugu Geir) og greinilegt sé á leikritinu að fólk af ís- lenskum ættum vestra hafi áfram lesið verk íslenskra samtímaskálda eins og Davíðs Stefánssonar, þá dró úr þessum menningarsamskiptum eftir því sem þeim, sem voru læsir á íslenska tungu vestra, fækkaði og skáld af íslenskum ættum fóru að skrifa einvörðungu á ensku. Það er ekki fyrr en á síðustu árum að fræðimenn hér á landi hafa bent á hve verk þessi eru áhugaverð, ekki sem einhverskonar viðauki við ís- lenskar bókmenntir heldur sem dæmi um sjálfstæðan menningar- heim höfunda sem litu til íslensks uppruna síns með stolti en voru enn fremur stoltir af sögu og afrekum landnemanna og afkomenda þeiira og álitu sjálfa sig fyrst og fremst Kanada- eða Bandaríkjamenn. Lauga Geir er gott dæmi um slík- an höfund. Að yrkisefni valdi hún sér örlög íslenskra landnema á fyrstu árum byggðarinnar í Norður-Da- kóta. Persónurnar eru tiltölulega nýkomnar frá íslandi og landið og fólkið sem varð eftir eru þeim ofar- lega í huga. Leikritið er melódrama- tískt í anda og persónurnar alþekkt- ar að gerð: sögusmettan, heljarmennið, spaugarinn, unga par- ið, hin reynda eldri kona, svika- hrappurinn og svo ástarþi-íhyrning- urinn, réttsýnt mannkostafólk sem verður næstum því af hamingjunni vegna göfugleika. Það er athyglisvert hve vel verkið er samið. Auðvitað er það fullkom- lega hefðbundið í byggingu en for- mið svínvirkar. Það er hvergi dauður punktur og spennan er byggð upp hægt og rólega eftir því sem hinir ýmsu þræðir sögunnar fléttast sam- an og nær hámarki í lokaatriðinu og áður en allt fer vel að lokum. Leikrit- ið hentai- því vel áhugaleikhópi sem þessum því áhorfendur þekkja flest- ir vel þennan hugmyndaheim úr svipuðum leikritum auk þess sem persónusköpunin er einföld og blátt áfram. Það var sérstaklega áhugavert að fá að líta inn í þennan hugarheim og geta velt fyrir sér hvað það að vera íslenskur þýðir fyrir afkomendur þeirra sem tóku sig upp héðan til að leita nýrra tækifæra vestanhafs. Hópurinn stóð sig með ágætum og sumir sýndu skemmtileg tilþrif, eins og t.d. Bill Heigaard í hlutverki spaugarans. Það er ástæða til að þakka fyrir þessa heimsókn frænd- fólks okkar að vestan sem hefur lagt slíka rækt við íslenskan uppruna sinn. Sveinn Haraldsson 36% íslenskra bóka prentuð erlendis BÓKASAMBAND íslands hefur gert könnun á prentstað ís- lenskra bóka sem getið var í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 1999. Heildarfjöldi bókartitla er 455 en var 453 árið 1998. Könnunin sýnir að hlutfall prentunar erlendis hefur staðið í stað milli ára, er 35,8% í ár en var 36,2% í fyrra. Skoðað var hvert hlutfall prentunar innanlands og erlendis er eftir flokkum. Fram kemur að í flokki barnabóka og. ljóðabóka, ævisagna og hand- bóka, eykst prentun innanlands milli ára, en í flokki skáldverka og fræðibóka og almenns efnis, eykst prentun erlendis. Eftirfarandi niðurstöður eru úr þeim samanburði: Barnabækur, íslenskar og þýddar, eru alls 121; 38 (31,4%) prentaðar á íslandi og 83 ( 68,6%) prentaðar erlendis. Skáldverk, íslensk og þýdd, ej-u 99; 67 (67,7%) prentaðar á ís- landi og 32 (32,3%) prentaðar er- lendis. Fræðibækur og bækur al- menns efnis eru alls 122; 96 (78,7%) eru prentaðar á íslandi og 26 (21,3%) prentaðar erlendis. Ljóðabækur, ævisögur og hand- bækur eru alls 113; 91 (80,5%) prentaðar á íslandi og 22 (19,5%) prentaðar erlendis. Bókasamband íslands er fé- lagsskapur eftirtalinna aðila: Bókavarðafélags íslands, Félags bókagerðannanna, Félags ís- lenskra bókaútgefenda, Félags íslenskra bóka- og ritfangaversl- ana, Hagþenkis, Rithöfundasam- bands Islands, Samtaka gagn- rýnenda og Samtaka iðnaðarins. Elín og Valgeir lesa í Gerðarsafni TVEIR höfundar lesa úr nýjum verkum sínum á vegum Ritlistar- hóps Kópavogs í Gerðarsafni í dag, fimmtudag, kl. 17. Elín Ebba Gunnarsdóttir les úr smásagnasafni sínu, Ysta brún, og Valgeir Sigurðsson les úr bók sinni Ný framtíð í nýju landi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.