Morgunblaðið - 02.12.1999, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 39
LISTIR
Gaman og alvara á Bildudal
BÆKUR
L j ð ð m æ li
BÍLDUDALS GRÆNAR
BAUNIR
Gamanvísur og alvörumál eftir
Hafliða Magnússon. Onnur útgáfa
aukin og endurbætt. Vestfirska for-
lagið 1999,235 bls.
ÞEGAR ég var strákur að alast upp í
þorpi norður í landi, voru í bænum
tvö, þijú „gamanvísnaskáld". Þau
ortu langa bragi af ýmsum tilefnum,
kátlegum atburðum, árshátíðum
o.þ.h. Mikla kátínu vöktu slíkir bragir
einatt og voru jafnvel hápunktar sam-
komunnar. Menn lærðu þessa bragi
og úr sumum þeirra kann ég hrafl
enn, sextíu áram síðar. Líkt þessu
hygg ég hafi verið víða um land og er
sjálfsagt enn að einhverju leyti, þó að
eflaust sé það farið að breytast.
Bílddælingar hafa ekki verið eftir-
bátai- annarra hvað þetta varðar.
Ætla má af bók þeirri, sem hér er
kynnt, að þeir hafi verið sæmilega
skemmtanaglaðir, haft auga fyrir
skoplegum hliðum tilverannar, kunn-
að að gera sér mat úr þeim og átt
góða húmorista. Gamankviðlingahöf-
und hafa þeir átt fágætan, prýðilega
hagorðan, bráðfyndinn og líklega
þann afkastamesta á landinu öllu. Það
er Hafliði Magnússon, sem ég veit
annars engin deili á. Fyrir ellefu ár-
um kom út bók hans með sama nafni í
500 eintökum. Seldist hún hratt og
vel, enda „mikið notuð til söngbrúks á
skemmtunum og í partíum, einkum
þai- sem gleðskapur nokkur hefur
verið hafður um hönd með ljúfum
veigum". Þessu trúi ég vel, því að
textarnir eru liprir og léttir og flest
lögin við þá alkunn og auðsungin.
Bókin er þannig útgefin, að fyrstu
133 bls. eru hin „upprunalega bók“.
Mörgum kviðlinganna fylgja skýring-
ar og myndirTæpar 100 bls. bætast
svo við í þessari útgáfu.
Efni bókarinnar er einkar fjöl-
breytilegt og því sannmæli, sem segir
í foitnála fyrri útgáfu (hér prentað-
ur): „Þetta er hluti af sögu þorps, séð í
spéspegli og alvöruspegli". Og víst er
um það, að hugmynd fær maður um
lífið á Bfldudal af kviðlingum þessum.
Mörg eru kvæði um einstaka menn,
einstök gn'nkvæði og afmæliskvæði í
léttum dúr, ársannálar, blaðaviðtöl í
bundnu máli, þorrablótsbragir, báta-
vísur, togarakvæði, bflakaup og
brunavarnir, þorpslífið, ýmis kvæði
um ástir og vín, danslagatextar,
söngvar úr leikritum og söngleikjum,
kosningabragir, laxveiðibragir, tölv-
unámskeið. Eitt og eitt alvarlegt
kvæði skýtur upp kolli inn á milli.
Það fer ekkert á milli mála, að höf-
undur þessai’a vísnamála er bráðvel
hagmæltur - og stundum kviknai’
neisti skáldsins. Hann yrkir í hefð-
bundnum stfl, einkum það sem til
söngs er ætlað og á augljóslega auð-
velt með að binda hugdettur sínar
stuðlum í margs konar bragformi.
Sumir texta hans hafa flogið víðar en
um Bfldudal. Þeir hafa verið flutth’ í
útvarp og svo er að sjá sem hann hafi
stundum einnig samið lögin líka.
Það er auðvitað einkenni þessa
kveðskapar eins og annai’s af sama
toga, að hann höfðar framar öðru til
heimamanna, sem þekkja persónum-
ar, sem um er fjallað og eru öllum að-
stæðum og atvikum kunnugir. Fyrir
þá tel ég víst að bókin sé skemmtilest-
ur. Þar munu þeir fyrirhitta gamla
kunningja.
Sigurjón Björnsson
Nýjar bækur
• GARÐAR og Glóblesi eftir Hjört
Gíslason er komin út í 14. sinn. Hún
kom fyrst út árið 1962.
I fréttatilkynningu segir: „Verk
Hjartar Gíslasonar eru fyrir löngu
orðin sígild meðal íslenskra barna-
bóka. Þekktar eru bækur hans um
Salómon svarta og bækurnar um
Glóblesa gefa þeim ekkert eftir. All-
ar geisla þær af lífsgleði og kátínu
en boða einnig manngæsku og
drengskap sem hverjum lesanda er
hollt veganesti."
Hér segir frá kaupstaðardrengn-
um Garðari Hanssyni og folaldinu
sem hann bjargar úr dauðans greip-
um og gefur nafnið Glóblesi.
Útgefandi er Skjaldborg. Halldór
Pétursson teiknaði myndir. Bókin er
86 bls. prentuð og bundin í Singa-
púr. Verð. 1.980 kr.
• FEIGÐARDRA UMAR eftir
Sidney Sheldon, í þýðingu Jóns
Daníelssonar.
Aðalsöguhetjan, Ashley Patter-
son, hefur sterk-
lega á tilfinning-
unni að hún sé
ofsótt og jafnvel í
lífshættu. Af ein-
hverjum ástæð-
um lætur ofsækj-
andi hennar þó
ekki til skarar
skríða. En í ná-
grenni hennar
eru fimm karl-
menn myrtir á hroðalegan hátt. Að-
stæður benda eindregið til að kona
standi að þessum morðum. Grunur
beinist að tveimur ungum, fallegum
konum, Toni Prescott og Alette Pet-
ers, en gallinn er sá að þær virðast
hvergi vera til. Fimmta morðið verð-
ur til þess að Ashley Patterson er
handtekin og sönnunargögnin virð-
ast ótvíræð. í kjölfar handtökunnar
fylgja einhver sérstæðustu réttar-
höld sögunnar.
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er
276 bls. Verð 3.480 kr.
• VEIÐIGARPAR dýraríkisins eft-
ir Bent Jörgensen, fyrrum forstöðu-
mann dýragarðsins í Kaupmanna-
höfn. Birde Paulsen teiknaði myndir.
Gissur Ó. Erlingsson þýddi.
Bókin segir frá mörgum rándýr-
um, lifnaðarháttum þeirra og hvern-
ig þau veiða sér til matar. Hér má
meðal annars lesa um úlfinn sem
veiðir í hópum, um mangann, snáka-
banann snjalla, og um Ijónið, konung
dýranna. Einnig um háhyrninginn,
mesta rándýr á jörðu, og píranafisk-
ana ógurlegu - og mörg fleiri dýr.
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er
436 bls., prentuð í Danmörku. Verð
1.480 kr.
• VANDAMÁL Berts eftir Sören
Olsson og Anders Jacobsson, er í
þýðingu Jóns Daníelssonar. Þetta er
níunda bókin um Bert.
Bert er nú kominn á síðustu önn í
skólanum eftir jólafríið. Lífið er
stundum þungbært og mörg vanda-
mál hvfla þungt á Bert. Til dæmis
eiga allir kærustur nema hann.
Helst vill hann fá Nínu aftur, jafnvel
þótt hann þurfi að leggja sig í lífs-
hættu.
Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er
207 bls., prentuðí Singapúr. Verð
2.480 kr.
Ford Transit 10-15 manna
♦
v
farmurinn er fn k
Greið leið inn, nóg pláss, góð sæti, öryggisbelti fyrir alla
og sérhver hlutur á réttum stað. Þetta eru þeir kostir sem gera Ford
að rétta bílnum þegar farmurinn er fólk.
Útkoman er þægindi og öryggi, jafht fyrir ökumann sem farþega.
Allir kostir við fjármögnun eru fyrir hendi, þ.á.m. rekstrarleiga.
Nýttu þér þjónustu sölumanna okkar við að finna rétta bílinn
og útbúa hann eftir þínu höfði.
Briraborg Akureyri I Bílcy I Bctri bilasalan I Bilasalan Bilavík I Tvisturinn
Tryggvabraut 5, Akureyri Búðareyri 33, RcyðarfirÖi Hrisraýri 2a, Selfossi Holtsgötu 54, Rcykjanesba: I Faxastig 36, Vcstmannacyjum
simi 462 2700 | simi 474 1453 | sími 482 3100 | sími 421 7800 | sími 481 3141
Brimborg • Blldshöfða 6 • Slmi 515 7000 • www.brimborg.is
Ford Econoline Club Wagon 12-15 manna
brimborg