Morgunblaðið - 02.12.1999, Page 42

Morgunblaðið - 02.12.1999, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Jolagjqjut i nr Eiffinmenn os: unnustar HRUND “ Gjafakortum að upphæð kr. 5.000, Ve r s1u n & snyrtistofa eða meira fylgir ESTEÉ LAUDER taska með snyrtivörum að andvirði kr. 4.900. Grænatúni 1, Kópavogi, sími 554 4025 LISTIR Sérhönnuð efni og hlutir tíl heimilisins m a m í m o t e x t í! s m i ð j a - g a 11 e r i t r y g g v a g a t a 16 • w 5 5 1 1 8 0 8 iðnaðarmenn Brennarar og aukalilutir HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Alltaf f leiðinni! Verslunarmiðstöðin Grímsbær v/Bústaðaveg Ævintýr heima og heiman BÆKUR F r á s a g n i r ÆVINTÝRI ALÞINGISMANNA Vigdís Stefánsdóttir skráði. 191 bls. Stoð og styrkur. Prentun: Grafík hf. Reykjavík, 1999. BÓK ÞESSI er gefin út til styrkt- ar góðu málefni. Þess vegna er leitað til þingmanna að segja frá. Orð þeirra vega þungt. Og þeir vekja at- hygli. Eða eins og Magnús Stefánsson kemst að orði: „Það vita naer allir hver maður er og það er hlustað á það sem maður segir.“ En hvað er ævintýr? Karlssonurinn sem erfir konungsríkið? Um- komulausa barnið sem verður þingmaður? Svo var það fyrir eina tíð. Nú orðið tengja þó fleiri orðið, að ætla má, við einhvers konar' mannraunir eða svaðilfarir? Eða þá við einhverja óvenjulega lífsreynslu? Sá sem gaf bókinni heitið er eflaust þess sinnis. Því mikið er þai'na sagt frá ferðalög- um um fjarlæg lönd. Og ýmislegt munu þingmenn hafa reynt, bæði heima og heiman. Langmest kemur á óvart hve víða þeir hafa ratað. Að sönnu hefur enginn nema Ólafur Orn gengið yfir Grænlandsjökul né tyllt tám á Suðurpólinn. En fjarlæg- ustu heimsálfur hafa þeir kannað. Og nálæg lönd þekkja þeir eins og tröppumar heima hjá sér. En hvort heldur þeir nú fara langt eða skammt og hvað sem á vegi þeirra verður ásannast við lestur þáttanna að ævintýrið er ekki fyrst og fremst eitthvað hlutlægt og áþreifanlegt. Það verður aðeins til í huganum. Sumh' menn sjá aldrei út yfir hversdagsleikann; sama hvað augum þehra mætir. Aðrir finna sér ævintýr við fótmál hvert. Til að mynda hún Drífa Hjartardóttir! Henni verður allt að ævintýri. Hún er sem kunnugt er húsfreyja á Keld- um á Rangárvöllum, einu fornfræg- asta byggða bóli á Suðurlandi. Þann- ig er hún nágranni Heklu. Hún lýsir meðal annars Heklugosi úr nálægð. Og hvað er ævintýr ef ekki það? Að minnsta kosti ef maður sér það með augum Drífu. Að ala aldur sinn í stórbrotnu landslagi með víðáttuna allt um kring og kristalstæran himin yfir höfði eru forréttindi sem Drífa kann að meta. Ef mann langar að koma innræti sínu í skárra horf er vísast að lesa það sem Drífa hefur að segja. Þuríður Backman er að austan. En hún átti afa og ömmu í Vest- Vigdís Stefánsdóttir mannaeyjum og segist oft hafa dvald- ist hjá þeim á bemskuárum. Hún talar því reiprennandi vestmannaeyísku. Hún hefur klifið Heimaklett. Það er líka ævintýr. Hún hefur ennfremur svipast um á matvörumarkaði í Kína. Og það er nú eitthvað annað en ýsan á borðum afa og ömmu í Eyjum! Hjálmar Amason er að fjórða hluta Færeyingur og ólst að nokkra leyti upp þar í sveit. Eftir lestur þáttarins sannfærist maður um að fleiri þing- menn mættu að skað- lausu vera að fjórðungi Færeyingar. Ekki kemur fram hvort Pétur Blöndal hef- ur horft á Heklugos eða komist upp á Heima- klett. En hann hefur klifið Futsiama sem er næstum tvöfalt hærra en Hvannadalshnjúkur. Er ekki rétt munað að staðið hafi í landafræð- inni gömlu: Hið heilaga fjall Japana. Hver verð- ur ekki víðsýnni eftir þvílíka göngu? Pétur hefur líka gert víðreist um Eyjaálfu. En þaðan hafði hann með sér myndar- börn sem hann ætlar að gera að íyrir- myndar íslenskum þegnum. Pétur hef- ur dálítið sérstakan húmor. Guðmundur Hallvarðsson var lengi sjómaður en fór í land eins og fleiri og tók þá að róa í kontórlogninu. Reyndar getur nú hvesst þar líka. En það er önnur saga. Allt um það gildir einu hvar sjómaðurinn rær. Hugurinn leit- ar alltaf aftur til sjós. Svaníriður Inga Jónasdóttir hefur ekki stigið ölduna til jafns við Guð- mund en tengist sjónum með öðram hætti. Hún fór til Italíu og lenti þar í heilmikilli bið eftir skipi sem verið var að kaupa; það stóð á pappírunum. Ekki í fyrsta skipti sem Alþingismaður hef- ur orðið að sækja námskeið í þolin- mæði! „í mér blundar ævintýraþrá," segir Ólafur Öm. Hann fór til Azerbajdzhan, meira að segja svo langt að hann komst langleiðina að landamærum írans. Misjafnlega leist honum á lífið þar um slóðir. „Hálfum mánuði seinna,“ segir hann, „sit ég í mjúkum stóli mínum í þingsal Alþingis og nýt þess að fylgjast með störíúm þingsins sem mótast af virðingu fyrir skoðunum annarra. Jæja, hugsar maður, gott að svo skuli vera! Og þannig er líf þessara þingmanna og annaiTa sem segja frá í bók þessari, viðburðaríkt og breytilegt eins og vindáttin og ljúft og sælt eins og póli- tíkin íslenska en alltént ævintýralegt í endurminningunni. í fáum orðum sagt er flest gott um bók þessa nema prentvillurnar. Menn eiga ekki að láta eftir sér að lesa ekki prófarkh' þó málefnið sé gott. Erlendur Jdnsson Nýjar bækur • NANCY og draugahúsið eftir Carolyn Keene er í þýðingu Gunn- ars Sigurjónssonar. Bókin kom fyrst út 1968. Þessi bók hefst á því að auðug kona leitar til Nancyar þegar skart- gripum hennar er stolið. Nancy kemst að því að óprúttnir glæpa- menn sækjast eftir eigum konunnar. ískyggilegir atburðir, sem erfitt er að útskýra með eðlilegum hætti, fara að gerast og allir tengjast þeir dular- fulla eyðisetrinu Blackwood Hall. Áður en varir er Nancy komin í mikla hættu, en hvort eru óvinir hennar af þessum eða öðrum heimi? 50 bækur um Nancy hafa komið út og þær selst í milljónum eintaka um allan heim. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 99 bls., prentuð og bundin í Singa- pore. Verð 1.980 kr. • ÆVINTÝRALEG skátaútilega er eftir Kristján Jónsson. Þessi spennusaga er sjálfstætt framhald bókar- innar Leyndar- dómur Norður- eyrar sem kom út í fyrra. Kobbi, sonur þorpslöggunnar Tóta svarta,-verð- ur fyi-ir miklu áfalli þegai' pabbi Kristján Jónsson hans er niðurlægður. Hann kennii' Skafta sýslumanni um og hyggur á hefndir um leið og hann ákveður að framkvæma djarflega og hættulega áætlun sem á að veita pabba hans uppreisn æru. Kiddý Munda er með skátaflokk sinn í útilegu á Norður- eyri ásamt Jóa Jóns og þau njóta kyrrðarinnar eftir nýafstaðna hættuatburði. Einmana refur með sviðinn feld leitar ásjár hjá þeim. En brátt er friðurinn úti. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 101 bls. prentuð í Singapúr. Verð 2.280 kr. • SVANUR og sumarið eftir Sören Olsson og Anders Jacobsson, í þýð- ingu Jóns Daníelssonar. Andersson-fjölskyldan fer í úti- legu. Upphafið lofar ekki góðu því að hvert vill fara í sína áttina, en að lok- um fara þau öll saman, í gamla hús- vagninum sem pabbi og mamma tóku á leigu fyrir brúðkaupsferðina sína. Það er þröngt og stundum erf- itt - en margt skemmtilegt gerist, eins og venjulega þegar Andersson- fjölskyldan á í hlut. Og auðvitað verður Svanur ástfanginn. Datt ein- hverjum annað í hug? Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 218 bls., prentuðíSingapúr. Verð 2.280 kr. • DEPILL kann að telja er eftir Eric Hill, í þýðingu Helga Magnússonar. Þetta er flipabók. Depill kann orð- ið að telja upp að tíu. Litlum börnum finnst gaman að æfa sig í að telja með Depli og vinum hans og leita að skemmtilegum svörum undir flipun- umv Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 23 bls., prentuð í Malasíu. Verð 1.180 kr. Lækkaðu skattana! Kauptu hlutabréfí tæka tíð Ávöxtun fjármuna Verðbréfaráðgjöf Vi V E RÐ B R E FASTOFAN Suðurlcmdsbraut 20, Reykjavík Sfmi 570-1200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.