Morgunblaðið - 02.12.1999, Side 47

Morgunblaðið - 02.12.1999, Side 47
46 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 47 JfofgtmHiifeife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDl: Árvakurhf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. YFIRLYSINGAR NORSK HYDRO MORGUNBLAÐIÐ birti í gær fréttasamtal við Helge Stiksrud, upplýsingafulltrúa umhverfismála hjá Norsk Hydro, þar sem upplýsingafulltrúinn sagði m.a.: Við mundum vilja, að tímaramminn, sem settur hefur verið stæðist. En það mundi ekki þýða að við misstum áhugann á að reisa álver, ef Alþingi ákvæði að fram skyldi fara lög- formlegt mat á umhverfisáhrifum.“ Þessi yfirlýsing talsmanns Norsk Hydro hefur grund- vallarþýðingu í ljósi þeirra umræðna, sem fram hafa farið hér undanfarin misseri. Aðalröksemd og raunar eina röks- emd talsmanna þess að hefja framkvæmdir við Fljótsdals- virkjun án þess að virkjunin færi í lögformlegt umhverfis- mat, hefur verið sú, að við mundum missa af þeim strætisvagni, að eiga samstarf við Norsk Hydro um bygg- ingu álvers á Reyðarfirði, ef þær tímaáætlanir stæðust ekki, að niðurstaða lægi fyrir á miðju næsta ári. Yfirlýsing talsmanns Norsk Hydro kippti gersamlega stoðunum und- an þeirri röksemd. Það er augljóst, að þessi yfirlýsing hefur valdið miklu uppnámi í hópi þeirra sem barizt hafa fyrir því að fram- kvæmdir hæfust við virkjunina án umhverfismats. Þegar Morgunblaðið hafði fyrst samband við iðnaðarráðuneytið í gær til þess að fá umsögn iðnaðarráðherra um þessa yfir- lýsingu Norsk Hydro komu þau skilaboð frá iðnaðarráð- herra, að hann mundi ekki veita umsögn um málið fyrr en ný yfirlýsing hefði borizt frá Norsk Hydro. Ekki fer á milli mála, að fulltrúar íslenzkra stjórnvalda hafa haft samband við Norsk Hydro í gær og sett fram kröfu um nýja yfir- lýsingu. í nýrri yfirlýsingu, sem Norsk Hydro sendi frá sér í gær eru ummæli upplýsingafulltrúans hins vegar ekki dregin til baka. Þar segir ekkert um, að Norsk Hydro mundi missa áhuga á framkvæmdum við álver á Reyðarfirði, ef tíma; ramminn, sem um hefur verið samið, breyttist eitthvað. I hinni seinni yfirlýsingu Norsk Hydro segir það eitt að tafir mundu auka áhættuna á því að ekkert yrði af verkefninu. Þar með er ljóst að fyrri yfirlýsing Norsk Hydro stendur þess efnis, að breyting á tímasetningum mundi ekki leiða til þess að fyrirtækið missti áhugann á verkinu. I Morgunblaðinu í dag halda Finnur Ingólfsson iðnaðar- ráðherra, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Hjálm- ar Árnason, formaður iðnaðarnefndar Alþingis, því öll fram, að yfirlýsing Helge Stiksrud breyti engu. Þetta er einfaldlega rangt. Yfirlýsing þessa talsmanns Norsk Hydro breytir öllu og síðari yfirlýsing fyrirtækisins hefur nákvæmlega engin áhrif á þá staðreynd. Talsmenn þess að framkvæmdir hefjist við Fljótsdals- virkjun án umhverfismats geta ekki lengur haldið því fram, að það sé nauðsynlegt á þeirri forsendu, að ella mundi Norsk Hydro hverfa frá málinu. Það liggur nú fyrir, að Norsk Hydro mundi ekki missa áhugann þótt nokkurra mánaða töf yrði vegna þess að virkjunin færi í lögformlegt umhverfismat. Enda liggur í augum uppi, að fyrirtæki, sem hyggst styrkja stöðu sína, sem eitt af stærstu álfyrirtækj- um heims, lætur ekki úr greipum sér ganga tækifæri til þess að byggja síðasta álverið, sem að öllum líkindum yrði byggt í okkar heimshluta. En jafnvel þótt það gerðist ligg- ur það fyrir, eins og Morgunblaðið hefur ítrekað bent á, að annað álfyrirtæki hefur lýst áhuga á að koma að byggingu álvers, ef af því verður. í ljósi hinna nýju yfirlýsinga Norsk Hydro hljóta al- þingismenn að endurskoða afstöðu sína til þessa máls. Aðal röksemdin fyrir því að fara fram hjálögformlegu umhverf- ismati er ekki lengur til staðar. Það dugar ekki fyrir al- þingismenn að halda því fram, að allt sé óbreytt, þegar staða málsins hefur gjörbreytzt. Yfirlýsing um að Norsk Hydro mundi ekki missa áhugann, þótt tímasetningar breyttust er eitt. Yfirlýsing um að tafir hafi alltaf í för með sér hættu á að ekkert verði úr verkefni er annað eins og all- ir sjá. Það er athyglisvert, að Norsk Hydro skuli gefa þessa yf- irlýsingu eftir fund fulltrúa fyrirtækisins með fulltrúum hinna alþjóðlegu umhverfissamtaka World Wide Fund for Nature. Það bendir til þess að Norsk Hydro standi ekki á sama um- að alþjóðleg umhverfissamtök snúizt gegn fyrir- tækinu. Sú afstaða Norsk Hydro er skynsamleg. Með sama hætti væri hyggilegt af Alþingi íslendinga að samþykkja að virkjunin fari í umhverfismat. Yrði sú ákvörðun tekin nú mundi því verða lokið að ári. Hefði sú ákvörðun verið tekin á síðasta ári væri þessu ferli að ljúka nú. Framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun án lögformlegs umhverfismats mundu valda djúpum klofningi meðal þjóð- arinnar. Byggðastofnun kynnir skýrslu sem gerð var um ástand og aðgerðir í byggðamálum íbúafjöldi í hverjum flokki atvinnuþróunarsvæða Atvinnuþróunar- Atvinnuþróunar- Atvinnuþróunar- svæði I svæði II svæði III 5.552 12.526 52.734 Dreifbýli Dreifbýli-þéttbýli Þéttbýli SAMTALS Hlutf. landsmanna 5,13% BYGGÐASTOFNUN hefur gefið út skýrsluna Byggðir á íslandi, sem unnin er af þróunarsviði Byggðastofn- unar á Sauðárkróki. Þar er fjallað um aðgerðir í byggðamálum. í skýrslunni kemur fram að bráðaaðgerðir séu nauðsynlegar á nokkrum stöðum á landinu sem falla undir skilgreining- una atvinnuþróunarsvæði, þar sem um 5,1% landsmanna býr. Egill Jónsson, stjórnarformaður Byggðastofnunar, sagði að hér væri um fyrstu skýrslu þessarar gerðar að ræða og það hlyti að verða verkefni þróunarsviðs Byggðastofnunar að endurbæta hana og viðhalda henni eftir því sem nýrri og betri upplýsing- ar fengjust. Markmið skýrslunnar er að greina vanda byggða þar sem veruleg rösk- un hefur orðið á atvinnuháttum og búsetu en tilefnið er bréf forsætis- ráðherra til Byggðastofnunar 19. ágúst 1997 um gerð stefnumótandi áætlunar í byggðamálum og ályktun Alþingis um stefnu í byggðamálum 1999-2001. Fábreytt atvinnulíf og breytt gildismat I fyrsta hluta skýrslunnar er birt niðurstaða greiningar Byggðastofn- unar á ástandi búsetu í landinu. Fjall- að er um skilgreiningu og afmörkun byggc a sem nefnd eru atvinnuþróun- arsvæði. I skýrslunni segir að aðal- orsakir fólksflutninga af landsbyggð- inni til höfuöborgarsvæðisins séu breyttir hættir í landbúnaði og fisk- veiðum, fábrejtt atvinnulíf, aukinn hluti þekkingar í framleiðslu og breytt gildismat fólks. Þórarinn Sól- mundarson, sérfræðingur hjá þróun- arsviði Byggðastofnunar, segir að nú sé í fyrsta sinni framkvæmd greining af þessu tagi. Til að matið verði sem trúverðugast sé m.a. tekið mið af fjar- lægð til þjónustukjarna, skólakerfi, aldursdreifingu íbúa, menntunarstigi, og samgöngum. Til að meta ástand byggða var sveitarfélögum skipt upp í þrjá flokka eftir þéttbýlisstigi. Til grundvallar þessari skiptingu er í fyrsta lagi hve margir íbúar eru á ferkílómetra, fólksfækkun síðustu tíu ár og síðustu fimm ár á viðkomandi svæðum, fækkun ársverka í landbún- aði síðastliðin fimm og tíu ár, atvinnu- samsetning, fábreytni atvinnulífsins og frávik meðaltekna í landbúnaði frá landsmeðaltali og frávik meðaltekna íbúa frá landsmeðaltali allra atvinnu- greina. Á þessum grundvelli var land- inu skipt upp í þrjú atvinnuþróunar- svæði eftir alvarleika búseturöskunar sem þar á sér stað. Á atvinnuþróunarsvæði I er ástand í búsetu verst og þar búa 14.130 manns, eða um 5,13% landsmanna. Þar verður, að mati Byggðastofnun- ar, að grípa til bráðaaðgerða og þar er einnig mest þörf fyrii’ sértækar að- gerðir. Niðurstöður greiningarinnar sýna að það er einkum á sauðfjár- ræktarsvæðum og í sjávarútvegs- byggðum þar sem við mestan vanda er að glíma. í þessum byggðum er at- vinnulíf einhæft, aðrir möguleikar til atvinnusóknar takmarkaðir og brott- flutningur verið mikill, jafnvel þar sem tekjur eru háar. Staða búsetu er því erfiðust í byggðarlögum í Dölum og á vestanverðu Norðurlandi þar sem afkoma byggist að miklu leyti á sauðfjárrækt og suðurfirðir Áust- fjarða sem eru sjávarútvegssvæði. Á Suðurlandi er búseta veik- ________ ust í austanverðri Rangár- vallasýslu og í Vestur- Skaftafellssýslu sem eru landbúnaðarhéruð. Staða búsetu er sterkust á Suð- vesturlandi sem m.a. má skýra af ná- lægð við höfuðborgarsvæðið. Fyrirsjáanlegt að störfum haldi áfram að fækka í skýrslu Byggðastofnunar segir að breytingar á stjórnun fiskveiða sé ekki eina ástæðan fyrir vanda sjávar- byggðanna. Tengsl vinnslu við fiskim- iðin, sem hafi verið undirstaða þétt- býlismyndunar hérlendis fyrr á öldinni, hafi rofnað, bæði vegna betri skipakosts, sjóvinnslu og tækni- framfara. Landvinnslan byggi nú á stærri framleiðslueiningum en hún gerði áður og aukin tæknivæðing hafi gert það að verkum að störfum hafi fækkað. „Miðað við óbreyttar for- Skipting landsins í atvinnuþróunarsvæði Atvinnuþróunarsvæði I Atvinnuþróunarsvæði II Atvinnuþróunarsvæði III 5,1% landsmanna býr á svæðum þar sem bráðaaðgerðir eru nauðsynlegar Tengsl vinnslu við f iskimið hafa rofnað sendur er fyrirsjáanlegt að störfum í fiskveiðum og fiskvinnslu haldi áfram að fækka,“ segir í skýrslunni. Þar segir jafnframt að brotthvarf kvótans og um leið samdráttur í sjávarafla sé sá þáttur sem eigi stærstan hlut í vanda þeirra sjávarbyggða sem verst standi. Tillögur til eflingar sjávarbyggðum Byggðastofnun leggur fram eftir- farandi tillögur til eflingar sjávar- byggðum: Að forkaupsréttur sveitar- _________ félaga á skipum sem til stendur að selja úr við- komandi byggðarlagi verði styrktur og taki einnig til sölu aflahlutdeildar. Að fylgst verði með áhrifum úthlutunar byggðakvóta fyrir fisk- veiðiárið 1999-2000 á útgerð og fisk- vinnslu í byggðarlögum sem í hlut eiga. Hugað verði að því hvernig byggðakvóti hafi laðað að aðrar afla- heimildir. Að fiskvinnslur fái rétt til eignarheimildar á kvóta. Að litlar fiskverkanir á jaðarsvæðum fái að- stoð til að leita sér faglegrar aðstoðar á sviði reksturs og vinnslu og að tryggð verði jöfn starfsskilyrði ein- stakra greina innan sjávarútvegsins. Jafnframt bendir stofnunin á að kannaðar verði leiðir sem farnar hafa verið í byggðatengdri fiskveiðistjórn- un á jaðarsvæðum erlendis, að skoð- aður verði sérstaklega þáttur strand- veiða í útgerð í þeim sjávarbyggðum Byggðastofnun hefur kynnt skýrslu þar sem vandi byggða vegna búseturöskunar er í fyrsta sinn greindur. Guðjón Guðmun- dsson var á blaðamannafundi þar sem skýrslan var kynnt. Egill Jónsson, stjórnarformaður Byggðastofnunar, Bjarki Jóhannesson, forstöðumaður þróunarsviðs, og Þórarinn Sólmundarson sérfræðingar. sem standa höllustum fæti, fundnar verði leiðir til að opna sjávarútveginn fyrir nýjum aðilum sem vilja hefja út- gerð, skoðaðar verði ástæður fyrir flutningi óunnins afla frá byggðarlög- um sem standa höllum fæti og hvaða leiðir eru færar til þess að vinna stærri hluta landaðs afla í viðkomandi byggðarlagi. Opnað verði fyrir frjálst framsal greiðslumarks framleiðenda Þórarinn bendir á að nú standi yfir samningaviðræður milli ríkisins og sauðfjárbænda um nýjan búvörusamning í sauðfjár- rækt. „Það er alveg ljóst að þeir samningar munu hafa afgerandi áhrif á þró- un búsetu í landinu því á mjög stórum svæðum í landinu sauðfjárrækt uppistöðuatvinnu- gi-ein,“ segir Þórarinn. Fram kemur í skýrslunni að stuðn- ingur hins opinbera við landbúnað hefur lækkað úr 15 milljörðum kr. ár- ið 1989 í 7,8 milljarða kr. árið 1997. Heildarútgjöldin hafi því lækkað um nær 50% og eru nú um 5% af heildar- útgjöldum ríkissjóðs. Byggðastofnun leggur fram marg- þættar tillögur um aðgerðir í land- búnaði. Lagt er til að afkoma þeirra sem stunda sauðfjárrækt verði bætt. Fram hefur komið að meðaltekjur á ársverk í sauðfjárrækt eru i kringum 800 þúsund krónur. Stofnunin telur að skoða verði mjög ítarlega að veita Sóknarfæri í fjarvinnslu á landsbyggð er sérstakan stuðning við þau svæði dreifbýlisins sem byggja tilveru og afkomu sína sérstaklega á sauðfjár- rækt með það að markmiði að auka svigrúm til stækkunar sauðfjárbúa og fækkunar sauðfjárbænda. I þessu skyni er í skýrslunni lagt til að opnað verði fyrir frjálst framsal á greiðslu- marki milli framleiðenda sem muni skapa svigrúm til nauðsynlegrar hag- ræðingar innan greinarinnar og færa framleiðsluna á færri hendur. Lagt er til að hafið verði markaðsátak til átta ára í samstarfi við sölufyrirtæki í sjávarútvegi og útflutningsráð. Varið verði til verkefnisins 200 milljónum kr., eða 25 milljónum kr. á ári. Lagt er til að greiddar verði útflutnings- bætur, eða svonefnd útflutnings- skylda, verði greidd í 5 ár að hluta með opinberum stuðningi með viðbót- arbeingreiðslu sem miðist við 150 kr. á kg. Lagt er til að Byggðastofnun fái 50 milljónir kr. á ári til að vinna að sértækum svæðisbundnum aðgerðum á jaðarsvæðum og að styrkveitingum Framleiðnisjóður landbúnaðarins verði í ríkara mæli beint að svæðis- bundnum verkefnum í sveitum. Ástandið á atvinnuþróunarsvæði II er að mati Byggðastofnunar nokkru skárra þó að til sértækra aðgerða þurfi sumstaðar að grípa ef ekki eigi að fara illa. Á atvinnuþróunarsvæði II búa 22.500 landsmanna eða 8,18% landsmanna. Á atvinnuþróunarsvæði III er eingöngu gert ráð fyrir al- mennum byggðaaðgerðum en þar búa 70.800 manns, eða 25% þjóðarinnar. Þórarinn Sólmundarson segir að lítið þurfi að breytast á svæðum til þess að þau flytjist á milli flokka. í litlum sjávarbyggðum þurfi t.a.m. ekki annað en að togarinn fari til þess að ástandið versni til muna. Nýsköpun í atvinnu og búsetu I þriðja kafla skýrslunnar er fjallað um nýsköpun í atvinnu og búsetu. Greint er frá orsökum búseturöskun- ar. Þar segir að ein mikilvæg orsök sé breytt gildismat fólks, einkum ungs fólks sem stafi af aukinni menntun, ferðalögum og fjölmiðlum. Einnig er nefnd til sögunnar umbylting á stjórnkerfum þjóðfélagsins, aukinn hreyfanleiki í ferðum og búferlaflutn- ingum og alþjóðahyggja. I skýrslunni segir að leita verði nýrra leiða í byggðastefnunni. Laga verði hana að atvinnuháttum upplýsinga- og þekk- ingarþjóðfélagsins. Ljóst sé að af- skekktir staðir sem eigi erfitt upp- dráttar í venjulegum framleiðsluiðnaði vegna fjarlægðar frá mörkuðum og hráefni ættu að eiga góða möguleika í upplýsinga- samfélaginu. Fjarvinnsla er talin vera sóknar- færi á landsbyggðinni. Byggðastofn- un bendir á að gera þurfi átak til að jafna samkeppnisaðstæður höfuð- borgarsvæðisins og landsbyggðarinn- ar varðandi gagnaflutninga og til að hvetja opinberar stofnanir til að nýta sér þann möguleika sem fólginn er í fjölgun opinberra starfa á lands- byggðinni með notkun upplýsinga- tækni. Lagt er til að gert verði mark- aðsátak til að hvetja einka- og opinber fyrirtæki til að flytja verkefni til landsbyggðarinnar og að greindir verði möguleikar byggðarlaga á landsbyggðinni á að taka við sérhæfð- um fjarvinnsluverkefnum. Þá er vikið að þekkingariðnaði og nýsköpun í sjávarútvegi og þeim störfum sem _________ verða til þegar aukin þekking hefur færst inn í fisk'veiðar og fiskvinnslu. Fjallað er um nýsköpun í iðnaðar- og þjónustufyrir- tækjum, ferðaþjónustu sem er vaxandi þáttur úti á lands- byggðinni og hvatt til þess að saga og þjóðtrú landsins sé betur nýtt í þeirri grein. Fjallað er um möguleika í skó- grækt, hrossarækt og loðdýrarækt og í skýrslunni er lagt til að menningar- starfsemi á landsbyggðinni verði efld og Byggðastofnun og menntamála- ráðuneytið styðji það framtak sveit- arfélaga að halda Listahátíð íslands á landsbyggðinni annað hvert ár. Þá er fjallað um jöfnun lífskjara í skýrsl- unni og lagt til að fasteignagjöld verði í hlutfalli við raunvirði fasteigna og sveitarfélögum fundinn annar jafngildur tekjustofn sem ekki rýrir atvinnu- og búsetuskilyrði á lands- byggðinni. u_ Eyjabakkar og náttúru- vernd FYRIR nokkru á heilsugöngu í hádeg- inu um Austurstræti í snjáðri og sumar- þreyttri miðborg Reykjavíkur var ég tekinn tali af frétta- mönnum nýrrar sjón- varpsrásar. Spurt var: „Hver á Island?“ Svar mitt var eitthvað á þessa leið: „Ég, þú og ég, við eigum Island.“ Eins og gengur hjá mörgum þá snýst hug- ur minn þessi misserin um náttúru íslands, hálendislög sl. árs og umhverfis- og virkjun- aiTnál líðandi stundar, um Eyja- bakka og Fljótsdalsvirkjun. í svari mínu hefði á táknrænan eða mynd- rænan hátt mátt bæta við „fuglar himinsins og liljur vallarins“, mynd- mál sem nálgast raunveruleikann. Einnig verður að huga að arfleifð okkar og afkomenda. Eyjabakkar eru einstök gróðurvin á hálendi Islands í um 650 m hæð og tengist hún samfelldu gróðurbelti allt til sjávar. Verndun gróðurs og uppgræðsla eru baráttumál íslend- inga til að verjast uppblæstri og landrofi. Mýrarflákar og annað vot- lendi eru dýrmæt fuglalífi sem nær- ist á gjöfum jarðar, lágdýralífi, jurt- aríki og vatni. Islendingar leyfa sér að hafa skoðun á ruðningi skóga á Amasonsvæðum Suður-Ameríku svo rækta megi korn fyrir nautgripaeldi, m.a. fyrir hamborgarana vinsælu. Skógar binda kolefni og eru þannig þýðingarmikill þáttur í baráttunni gegn mengun andrúmsloftsins eða lofthjúpsins af völdum bruna. Grösin eru eðli sínu samkvæmt ekki eins mikilvirk í þessum efnum og skógar, en jarðvegur votlendismýra má sín meira. Þegar kemur að eigin garði hugsa sumir öðruvísi í stundarhags- munaskyni. Röksemdafærslan hrein íslensk orka, sem kosta má hvað sem vill fyrir landið og náttúrufarið, fyrir óhreina stóriðju til framleiðslu á áli, sem aftur er notað í bílaiðnað. Bílar sem þú verða léttari en ef úr öðrum málmum væru og brenna þá minna bensíni en ella eru mér langsótt rök í hnattrænum umhverfismálum svo vitnað sé til umhverfismálaráðheiTa. Eins eru það lítt sannfærandi rök fyrir Fljótsdalsvirkjun að ef ekki verði af þá komi lægð í efnahagsá- standið innan ákveðins tíma svo vitn- að sé til iðnaðarráðherra. Má vera, en er þá ekki komin eilífðarvél sem stöðugt krefst nýrra landsfórna? Einnig þykir mér það undarleg þver- sögn þegar haft er á orði að lögboðnu umhverfismati (ath. lögboðnu) megi sleppa með því að láta Alþingi ís- lendinga um málið og þannig þá að sniðganga núgildandi lög. Hér er óbeint vitnað til ummæla forsætis- ráðherra. Reyndar er um þrætubók- arefni að ræða varðandi gildi laga. Bréfritari var hér áður í náttúni- verndarnefnd Hafnarfjarðar, löng- um sem formaður og sat þá nokkur náttúruverndarþing allt frá árinu 1971 þegar þáverandi náttúruvernd- arlög tóku gildi. Ég hefi því nokkra reynslu af því hvað náttúruvernd hefur oft og lengst af átt undir högg að sækja vegna stundarhagsmuna eða þrýstings athafnalífsins á sveit- arstjórnir sem kosnar eru til fjög- urra ára. Sífellt hefur opinber um- ræða í þessum efnum verið að endurtaka sig þótt ávallt hverju sinni sé haft á orði að nú sé skilning- urinn betri og öldin önnur. Fram- kvæmdavaldið valtar oft yfir áður samþykktan ásetning þegar svo býð- ur við. Náttúruverndarlögin frá 1971 voru verk hugsjónamanna eins og Eysteins Jónssonar ráðherra, Páls Líndals lögmanns og Sigurðar Þór- arinssonai- jarðfræðings og e.t.v. fleiri manna, m.a. Há- kons Guðmundssonar hæstaréttardómara. Þetta eru a.m.k. menn- irnir sem ég minntist sérstaklega frá náttúru- verndai-þingunum. Elín Pálmadóttir blaðamað- ur er mér einnig minn- isstæð frá þeim tíma íyrir skelegga baráttu fyrir náttúruvemd. Nýju núverandi lögin frá 1992 eru svo fram- hald gömlu laganna þeirra hugsjónamanna. Fleyg eru orð Sigurðar Þórarinssonar um að menn skyldu „læra að lesa í landið“. í tiltölulega veiku um- hverfisráðuneyti síðari ára er svo að finna ráðherra i fararbroddi starfs- liðs, sem leitar að smugum í lögum og reglugerðum til að sniðganga til- gang laga og hugsjóna. Skyldu menn veita því sérstakan gaum. E.t.v. má rekja þetta til þess að nokkur áherslumunur er á umhverfismálum eins og hollustu matvæla og sorp- hirðu og svo því sem við nefnum náttúruvernd. I ráðuneytinu mætti greina þar á milli. Bréfritari hefur ferðast víða og komið í þjóðgarða í Bandaríkjunum og Afríku. Þar hefur víða verið tekið vel á málum í víðernum landanna. Ég hef einnig ferðast um hin þétt- Hálendismál Tungan, náttúra lands- ins og sagan, segir Svend-Aage Malmberg, eru þau verðmæti sem gera það þess virði að * vera Islendingur í stór- um heimi. býlu lönd Evrópu, m.a. Ítalíu og Spán. Þar er margt að sjá sem gleð- ur augu ferðalangs, fornar menning- arslóðir, listir, fjölbreytt mannlíf og fagrar lendur, sem draga að sér at- hyglina frá öðrum mannanna verk- um eins og tröllauknu vegakerfi og iðjuverum. Þar gefst ekki tilefni til að huga að víðemum óspilltrar nátt- úru. Reyndar fann ég til þess á ferðalagi um dásemdarlönd Norður- og Mið-Ítalíu að ein af auðlindum Is- lands væri fámennið, strjálbýlið og víðáttan friðhelga. Ég vil einnig geta þess að í huga mér snýst náttúru- vernd ekki sérstaklega um peninga- legan hagnað eins og af ferðaiðnaði, heldur er náttúra íslands mér hug- læg og kær, þar sem öll sár eða kæruleysisleg meðferð er nær eins og sár í eigin holdi. Að lokum skal vænta þess og vona að náttúruvemdarsjónarmið og’ skilningur á gildi þeirra einstæðu að- stæðna sem er að finna á íslandi, firn og undur, geti brotist úr þeim viðjum skilningsleysis sem virðist ríkja meðal æðstu stjórnenda landsins. Svo aftur sé vitnað til Sigurðar Þór- arinssonar: „lifum í sátt við landið“ en ekki í stríði, og einnig innbyrðis, með sjálfbæra nýtingu að leiðarljósi. Eyðing gróðurlendis á Eyjabökkum telst vart til sjálfbærrar nýtingar. Tungan, náttúra landsins og sagan eru þau verðmæti sem gera það þess virði að vera íslendingur í stórurn heimi. Er það vel þess virði að minn- ast þess nú á fullveldisdeginum 1. desember, minnug tímamótanna 1918 sem gáfu okkur tækifæri til sjálfbærs sjálfstæðis. Guð blessi land og þjóð í strjálbýh og þéttbýli. Höfundur er haffræðingvr. Svend-Aage Malmberg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.