Morgunblaðið - 02.12.1999, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 02.12.1999, Qupperneq 54
54 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og bróðir, GUÐNI KARL FRIÐRIKSSON, lést á heimili sínu í Kaliforníu fimmtudaginn 25. nóvember. Bálför hefur farið fram. Linda og William Petrucci, Cindy Friðriksson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Gunnarsson, Kristján Friðriksson, Fríða Friðriksdóttir, Ólöf Friðriksdóttir, Örn Friðriksson. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, BRYNDIS JÓNSDÓTTIR frá Seyðisfirði, Engihjalla 19, Kópavogi, er lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 23. nóvember, verður jarðsungin frá Árbæjar- kirkju föstudaginn 3. desember kl. 10.30. Valgeir Norðfjörð Guðmundsson, Jónhildur Valgeirsdóttir, Sigrún Valgeirsdóttir, Halldór Bragason, Unnur Marta Valgeirsdóttir, Arne Larsen, Svanhvít Jóhanna Valgeirsdóttir, Peter Rittweger, Óskar Halldórsson, Anna Freyja Finnbogadóttir, Valgeir Halldórsson, Snorri Halldórsson, Anders Jon, Daniel Rittweger. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGMAR GUÐMUNDSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis á Nönnugötu 10a Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu á morgun, föstudaginn 3. desember, kl. 11.00. Emilía M. Sigmarsdóttir, Ragnar Ó. Steinarsson, Jónína B. Sigmarsdóttir, Ingveldur H. Sigmarsdóttir, Hermann Norðfjörð, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BERTA JAKOBSDÓTTIR, Melbraut 19, Garði, sem lést fimmtudaginn 25. nóvember, verður jarðsett frá Útskálakirkju í Garði, föstudaginn 3. desember, kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Tryggvason, Aðalbjörg Valentínusdóttir, Guðríður S. Brynjarsdóttir, Pálmi Steinar Guðmundsson, Sigríður Brynjarsdóttir, Borgar Brynjarsson, Brynjar Ólafsson, Birgitta B. Bjarnadóttir og barnabörn. + Eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR B. GEORGSSON, Búlandi 2, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju á morg- un, föstudaginn 3. desember, kl. 13.30. Guðrún S. Gunnarsdóttir, Júlíus Pétursson, Torill Masdalen, Gunnar Örn Pétursson, Karen Níelsdóttir, Birgir Pétursson, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Steinunn Pétursdóttir, Sveinn Skúlason, Guðrún Pétursdóttir, afabörn og langafabörn. KRISTBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR + Kristbjörg Krist- jánsdóttir var fædd á Heiðarbrún í Vestmannaeyjum 8. aprfl 1921. Hún lést á Landakoti 24. nóv- ember síðastliðinn. Foreldar hennar voru hjónin Kristján Jónsson smiður, f. 13. mars 1882, d. 1957 frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð og kona hans Elín Oddsdóttir, f. 27. janúar 1889, d. 1965 frá Ormskoti í Fljótshlíð. Kristbjörg var þrettánda í röðinni af sextán börnum þeirra hjóna, en tíu kom- ust á legg. Þau sem létust í æsku voru; Oskar, Guðrún, Margrét, Friðrik, Guðleif Hulda og Friðrik. Þau sem komust á legg; Oskar, Ól- afur, Oddgeir, Laufey, Jóna, Klara og Gísli, sem nú eru öll lát- in. Þau sem eftir lifa eru Har- aldur, Lárus og hálfbróðir þeirra samfeðra, Svanur. Hinn 8. nóvember 1941 giftist Kristbjörg Leó Ingvarssyni frá Neðra-Dal, V-Eyjafjöllum, f. 22. september 1913. Foreldrar hans voru hjónin Ingvar Ingvarsson bóndi, f. 21. aprfl 1874, d. 1955, Neðra-Dal, V-Eyjafjöllum, og kona hans, Guðbjörg Ólafsdóttir, f. 7. mars 1875, d. 1950, Hellishól- um í Fljótshlíð. Dætur Kristbjarg- ar og Leós eru: 1) Elín Guðbjörg, f. 17. október 1942, gift Konráði Guðmundssyni, f. 30. desember 1938. Þeirra börn eru: 1. Krist- björg, f. 4. júní 1960, sambýlis- maður Lúðvík Gröndal, f. 18. ágúst 1955, dóttir þeirra er Ing- veldur Gröndal, f. 1998. Börn frá fyrri sambúð Kristbjarg- ar með Jónasi Helga- syni eru Konný Björg og Eydís Ósk, f. 1993. 2. Brynjar, f. 26. mars 1962, sam- býliskona Malene Stærmose, f. 20. jan- úar 1967, dóttir þeirra er Ida, f. 1997. Börn Brynjars frá fyrri sambúðum eru Björn Leó, f. 1985, móðir Anna Þóra Björnsdóttir, Björgvin, f. 1989, móðir Helen Björgvinsdóttir. 2) Fjóla Leós- dóttir, f. 7. október 1949, gift Guð- jóni Þorvaldssyni, f. 23. septem- ber 1949. Þeirra börn eru: 1. María Lea Guðjónsdóttir, f. 9. apr- fl 1968, gift Ólafí Borgþórssyni, f. 5. desember 1965, þeirra börn eru: Fjóla Rakel og Arnar Leó, f. 1996, og Aníta Rut, f. 1999.2. Þor- valdur Guðjónsson, f. 3. desember 1971, sambýliskona Hrönn Eir Grétarsdóttir, f. 30. desember 1970. 3. Elín Kristbjörg, f. 4. októ- ber 1977, sambýlismaður Páll Lúther Ingimarsson, f. 15. ágúst 1974. Sonur Eh'nar frá fyrri sam- búð, Kristófer Aron, f. 1996. 4. Guðjón Bjarki, f. 1. desember 1987. Kristbjörg og Leó bjuggu í Vestmannaeyjum í 27 ár en árið 1969 fluttu þau í Kópavoginn og hafa búið þar siðan. Útfór Kristbjargar fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku tengdamamma. Nú ert þú komin til Jesú, sem þú trúðir staðfastlega á. Þú varst búin að vera svo lengi veik og vildir kom- ast til hans. Þú spurðir mig einu sinni niðri á spítala hvort ég tryði því ekki að mamma þín, pabbi og systkini, sem eru látin væru ekki ör- ugglega á himnum hjá Jesú. Eg sagðist trúa því að við hittumst þar öll að lokum. Þá brostir þú svo fal- lega og sofnaðir vært. Margar góðar minningar koma upp í hugann um þig og tendapabba frá „Breiðó" eins og við kölluðum Breiðabólstað I Vestmannaeyjum þar sem þið áttuð heima og við Ella bjuggum hjá ykk- ur fyrsta árið eftir að nafna þín fæddist og þú passaðir svo við gæt- um unnið og klárað mitt nám. Gam- lárskvöldin þar sem fjölskyldan kom alltaf saman og borðaður var lambahryggur með öllu tilheyrandi og horft á flugeldana þar sem hvergi var betra útsýni yfir bæinn en úr eldhúsglugganum ykkar. Eða þegar þú raukst að útvai-pinu og hækkaðir allt í botn ef músíkin var eftir þínu höfði, sérstaklega ef óperuaríur voru fluttar. Þá söngst þú hástöfum með. I fjölskylduboðum varstu hrókur alls fagnaðar og reyttir af þér brandarana. Mikill samgangur var alltaf á milli okkar og fjölskyld- unnar og ófá voru þau skiptin, sem þú komst færandi hendi. Fáa þekki ég, sem höfðu eins gaman af að gefa eins og ykkur tengdapabba. Seinna, þegar við fluttum öll frá Eyjum höfðum við átt margar góðar sam- verustundir. Fastir liðir eins og kaffið á jóladag og matarboðið á gamlárskvöld héldu áfram meðan stætt var. Síðastliðin þrjú ár hafa verið þér erfið þó rofað hafi til á milli. Vil ég fyrir hönd fjölskyldunn- + Elskulegur bróðir okkar, MAGNÚS J. H. EGGERTSSON frá Ásgarði, Tálknafirði, lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar föstudaginn 26. nóvember. Jarðsungið verður frá Stóru-Laugardalskirkju, Tálknafirði, laugardaginn 4. desember kl. 14.00 Bræður og fjölskyldur. + RAGNHEIÐUR VILMUNDARDÓTTIR, áður til heimilis (Drápuhlíð 25 og Kistuholti 13, Biskupstungum, lést á Skjóli þriðjudaginn 30. nóvember sl. Fyrir hönd aðstandenda, Elfn og Vilborg. ar þakka öllu því góða fólki, sem hefur annast þig þennan tíma bæði á SHR og á Landakoti. Kæra tengdamamma, nú skiljast leiðir um sinn. Þakka þér fyrir öll góðu árin sem við áttum saman. Guð geymi þig, Bogga mín. Konráð Guðmundsson. Hún amma Bogga á „Breiðó" er dáin. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðínn og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólinbjörtupprunnin bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Ég er ánægður yfir því að hafa verið með fjölskyldu mína á Islandi og hitt þig í sumar. Þú fékkst þá líka tækifæri til að sjá „Lille Ida“. Þú leist svo vel út og varst svo glaðleg þrátt fyrir veikindi þín undanfarin ár. Og húmorinn var eins og alltaf, á réttum stað. Þegar við sátum úti á túni í Víði- grundinni og drukkum kaffi sagðir þú við mig: „Ætli ég fari ekki bráð- um að taka flugið.“ Þá rann það upp fyrir mér hversu erfitt það getur verið að vera búsettur erlendis, þeg- ar manns nánustu verða veikir. Eg vildi óska að ég hefði getað verið meira hjá þér síðustu árin, en nú ert þú flogin eins og þú sjálf orðaðir það. Þrátt fyrir að ég hafi búið er- lendis um árabil, finnst mér ég ekki hafa búið svo langt í burtu frá þér, því þú hefur og munt alltaf búa í hjarta mínu. Er ég kom, opnaði hún faðminn svo hlý og svo örugg, dvaldi ég þar um stund. En nú hefur hann opnað faðm sinn, og nú dvelur hún þar, í faðmi hans að eilífu. (Þ.E.) Með mínum fyrstu minningar- brotum úr barnæsku eru þær stund- ir þegar ég kom á „Breiðó" í Eyjum til ömmu. Það fyrsta sem hún gerði var að taka mig og Kiddý systur nið- ur til langömmu Elínar. Þar fengum við að velja okkur einn brjóstsykur úr stærðarinnar krukku og eftirá fékk ég leyfi til að „stíga stokkinn“ með afa. Eftir að öll fjölskyldan flutti suður komum við oft heim til ömmu. Fyrst á Kópavogsbrautina og síðar Lundarbrekku þar sem það var hefð í mörg ár að halda upp á gamlárskvöld. Það var alltaf tilhlökkunarefni að koma í kaffi og kleinur til ömmu. Kleinurnar finnast ekki betri ann- ars staðar og ég tala nú ekki um lambahrygginn. Þó ég hafi starfað sem matreiðslumaður í 15 ár hef ég aldrei getað útbúið eins góðan hrygg og amma. Fjölskylduboðin voru ætíð lífleg og minnist ég þess með bros á vör hversu oft við amma fórum inn í kompu eftir matinn að stelast til að reykja. Það er með miklum söknuði sem þessar línur eru ritaðar, en jafn- framt er það gert með miklu þakk- læti í huga. Eg kveð þig nú, elsku amma Bogga, með einlægri þökk fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Bið ég þess, að góður Guð verði með þér og að við megum þér síðar fylgja í friðarskaut. Kær kveðja frá Idu og Malene sem því miður geta ekki verið við- staddar útför þína. Elsku amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunarþesserégþáði ávallt þinni hendi frá. Pú varst mínu unga hjarta, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartkær amma, far í friði, fóðurlandið himneskt á; þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlavinifrá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendifalinver inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. Bryiyar. (Höf. ókunnur.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.