Morgunblaðið - 02.12.1999, Síða 59

Morgunblaðið - 02.12.1999, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 59 UMRÆÐAN Sameining fyrir- tækja - fákeppni EINS og kunnugt er hefur sameining fyrirtækja í sjávarút- vegi og verslun verið nánast daglegar frétt- ir í fjölmiðlum. Hin frjálsa samkeppni, oft nefnd frjálshyggja, sem Sjálfstæðisflokk- ur hefur leitt yfir þjóðina í stjórnartíð sinni er nú orðin að fákeppni og einokun, sem leitt hefur til hækkunar á vöruverði og þjónustu. Undh- yf- irskini hagræðingar, m.a. hagkvæmari inn- kaupa, betri markaðs- setningar og skilvirkari stjórn- sýslu hefði mátt ætla að vöruverð lækkaði. Sú hefur ekki orðið raun- in enda virðist sameining fyrir- tækjanna vera fyrst og síðast að auka hagnað hluthafa og komast hjá harðri samkeppni. Reyndar þurfti engan sérfræðing til að sjá fyrir þessa þróun og sá sem þetta ritar hefur ítrekað varað við þeim hættum, sem af fákeppni leiddu. Afleiddar afleiðingar, s.s. stórauk- in verðbólga og samráð um verð- myndun milli fyrirtækja, eru löngu þekktar hérlendis. Skýr dæmi um slíka verðmyndun eru löngu þekkt hjá olíu- og tryggingafélögum og skipafélögum. Stjórnvöld Ríkisstjórnin stendur ráðþrota gagnvart þessari verðlagsþróun. Hún treysti frjálshyggjunni fyrir eðlilegri samkeppni og forsætis- ráðherra, Davíð Odds- son, og hans nánustu frjálshyggjupostular eru ráðþrota. Hækk- un vaxta, aðhald í lán- veitingum banka, boð- un samdráttar á framkvæmdum ríkis- ins og ríkissjóður verði samkvæmt fjár- lögum rekinn með 15 milljarða hagnaði. Þessar aðgerðir munu þó hvergi nægja til að slá á verðbólguna. Fyrirtækin eru stöð- ugt að sameinast til að styrkja stöðu sína á verðbréfamörkuð- um, fjárstreymið eykst stöðugt þrátt fyrir aðgerðir ríkisvaldsins. Þá eykur einnig á spennuna hið Verðlagsþróun Nú er mikilvægast að láglaunafólk standi þétt saman, segir Kristján Pétursson, og semji aldrei aftur um fátækralaun. rangláta og hömlulausa framsal á fiskveiðiheimildum (óveiddum fiski) á margföldu raunverði. Það þurfa ekki miklar breytingar að verða á uppspenntum verðbréfa- markaði sjávarútvegsfyrirtækja Kristján Pétursson svo að til stórra áfalla leiði, t.d. er verðfall á loðnumjöli 'og síld í sjón- máli. Þá ber einnig að hafa í huga komandi kjarasamninga, sem ætla má að þrýsti verðbólgunni upp. Hinar fjölmennu láglaunastéttir, sem ekki hafa notið „góðærisins", munu nú gera launakröfur a.m.k. í prósentuhækkunum til jafns við úrskurði kjaranefndar til hinna ýmsu embættismanna og þing- manna og ráðherra. Verðbólguspár Ríkisstjórnin hefur margoft ver- ið vöruð við undirliggjandi verð- bólgu, sem m.a. hefur komið fram í gífurlegum viðskiptahalla, hækkun á íbúðar- og vöruverði og eldsneyt- isverði. Þá hafa allar verðbólgu- spár verið á einn veg, að verðbólg- an væri komin á skrið, en þó virðist enginn reiknimeistari hafa séð fyrir 6-8% hækkun eins og raunin er á. Heimilin í landinu, einkum ungt fólk sem fjárfest hef- ur í íbúðum, tapa stórfé, einnig skuldsett fyrirtæki. Svo virðist sem landsfeðurnir hafi talið sér trú um, að góðærið væri þeirra stjórnvisku og framsýni að þakka. Hin gjöfula náttúra og hagstæð viðskiptakjör allt kjörtímabilið eru vandlega falin bak við glansmynd forsætisráðherra í hinu margfræga góðæri. Það er sagt að stjórnmála- menn eigi að vera í tengslum við þjóðina og gæta hagsmuna allra. Viskuorð sem allir vildu trúa, en engum auðnast að fara eftir. Nú á tímum samþjöppunar valds í formi einokunar og fákeppni er mikil- vægast að láglaunafólk standi þétt saman og semji aldrei aftur um fá- tækralaun. Það er þjóðarskömm að íslendingar, ein af ríkustu þjóð- um heims, skuli láta það viðgang- ast að tugir þúsunda búi við sára örbirgð. Höfundur er fyrrv. deildarstjóri. GLORIA Slökkvitæki HÚSASMIÐJAN • Duftslökkvitæki • 6 kg. • Veggfesting • Þrýstingsmælir með prufustút • Auðvelt í notkun 7^32. Jólatilhoð 5.995 kr. Sími 525 3000 • www.husa.is “ M ATARLITIR Fyrír kökur, marsipan og skreytingar. 15 mismunandi litir PIPAROGSALT Klapparstíg 44 * Sími 562 3614 j Tískuvöruverslun Fjarðargata 11 Hafnarfirði Skeiði 1 ísafirði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.