Morgunblaðið - 02.12.1999, Page 74

Morgunblaðið - 02.12.1999, Page 74
I 74 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 Smeiitu þér ú bók„> www.bnksala.is SER MERKTiR PENNAR OG SKRÚF- J3LÝANTAR YFIR30 RETTA GLÆSILEGT AUSTURLENSKT HLAÐBORÐ! 2. - 23. desember Forréttir: Kropoek/rækjuflögur • Nautavorrúllur Barbeque svínarif • Pancit Won-Ton Chioeheo gufusoðnar kínverskar bollur (dumplings) Shau Mai • Char Siew Pao Salöt: Kínverskt Kaise salat • Malasíu Rojak Fan-ci salat • Chillibaunasalat með núðlum Núðlur og hrísgrjón: Steiktar Chow Mein núðlur með sjávarréttum Chillisteiktar Kuey Teow með lauk Steiktar Sjanghæ núðlur með kjúklingakjöti og grænmeti Steikt hrísgrjón með grænmeti Gufusoðin Jasmine hrísgrjón Aðalréttir: Ranoja krabbakjöt • Drekakjúklingur • Marinerað svínakjöt Kínverskt hangikjöt • Char Siew svínakjöt Kong Paw kjúklingur • Fiskur á kantónska vísu Fimm krydda smokkfiskur • Djúpsteiktar rækjur Djúpsteiktur fiskur Sésur: Súrsæt sósa - Karrýsósa - Sataysósa - Kínversk kryddsósa Fftirréttir: Kínverskur eftirréttur • Kínverskur búðingur Ferskir ávextir • Austurlenskir ávextir með rjóma a maxixi Hópaverð fyriir^íFeða fleiri Kr. 1.900,- Hlaðborðið er í boði öll kvöld eftir kl. 18:00 krwwr/fca! vázífÍKgafircrfíö Á Íflsmdí Laugavegi 28b Sími 551 6513 - 552 3535 - Fax 562 4762 > MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fólk aðstoðað í kirkju- görðum um hátíðarnar EINS og undanfarin ár munu starfs- menn Kirkjugarðanna aðstoða fólk sem kemur til að huga að leiðum ást- vina sinna. Á Þorláksmessu og aðfangadag verða starfsmenn í Fossvogskir- kjugarði, Gufuneskirkjugarði og Suðurgötukirkjugarði og munu þeir í samráði við aðalskrifstofu í Fossvogi og skrifstofu í Gufunesi leiðbeina fólki eftir bestu getu, segir í fréttatil- kynningu. Aðalskrifstofan í Fossvogi og skrifstofan í Gufunesi eru opnar báða dagana, á Þorláksmessu og að- fangadag kl. 9-15. Þeim, sem ætla að heimsækja Kirkjugarðana um jólin og eru ekki öruggir að rata, er bent á að leita sér upplýsinga í síma aðal- skrifstofu Kirkjugarðanna Fossvogi 551 8166 eða síma skrifstofu Kirkjugarðanna í Gufunesi 587 3325 með góðum fyrirvara. Einnig getur fólk komið á skrif- stofuna alla virka daga frá kl. 8.30- 16 og fengið upplýsingai- og ratkort. Lögð er áhersla á að fólk nýti sér þessa þjónustu með góðum fyrir- vara, því það auðveldar mjög alla af- greiðslu. Þá eru það eindregin til- mæli til fólks að nota bílastæðin og fara gangandi um garðana. Bent er á að Hjálparstofnun Kirkjunnar verður með kertasölu í Kirkjugörðunum á Þorláksmessu og aðfangadag. Styrkur gefur út jólakort STYRKUR, samtök krabbameins- Á kortunum er vetrannynd frá sjúklinga og aðstandenda þeirra, Hafnarfírði eftir Pétur Friðrik Sig- hefur gefið út nýtt jólakort til ágóða urðsson listmálara. Kortin verða seld fyrir starfsemi samtakanna. á skrifstofu Krabbameinsfélagsins. Afmælishá- tíð Byrgisins ÞRJU ár eru liðin 3. desember frá því að Byrgið, kristilegt líknarfélag, tók til starfa. Af því tilefni verður efnt til afmælisveislu í Hafnarfjarð- arkirkju föstudagskvöldið 3. desem- ber kl. 20 og eru allir velkomnir. Á dagski-á hátíðarinnar verður m.a. kynning á starfseminni, vitnis- burður og tónlistaratriði. Ólafur Ól- afsson, læknir, flytur ávarp og Guð- mundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, talar. Brúðkaup fer fram á hátíðinni og Lofgjörðarsveit Byrg- isins leikur. Boðið verður upp á kaffi og með- læti í Safnaðarheimilinu Strand- bergi í lok hátíðarinnar. Samið vegna hugbúnaðar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Neytenda- samtökunum og lögmanni BSA: „í tilefni af umfjöllun um hugbún- aðarmál Neytendasamtakanna í fjölmiðlum vilja Neytendasamtökin og Buissness Alliance (BSA) taka fram eftirfarandi: Við skoðun á hugbúnaðarmálum Neytendasamtakanna sem fram- kvæmd var af BSA eftir ósk Neyt- endasamtakanna kom í ljós, að til- skilin leyfi voru ekki til staðar fyrir öllum þeim hugbúnaði sem í notkun var. í framhaldi af þessari niður- stöðu hafa Neytendasamtökin bætt úr í samráði við BSA. Neytendasamtökin harma, að í notkun á skrifstofu samtakanna skuli hafa verið hugbúnaður sem ekki uppfyllti tilskildar reglur og hafa beðist velvirðingar á því. Neytendasamtökin lýsa því yfir að þau styðji baráttuna gegn brotum á hugverkarétti eigenda tölvuforrita. Jafnframt ítreka Neytendasamtökin þá afstöðu sína og þá afstöðu sem fram hefur komið hjá Evrópusamb- andi neytenda BEUC, að Neytenda- samtökin telja nauðsynlegt, að koma á virku eftirliti og aðgerðum til að koma í veg fyrir þjófnað og misnotk- un á hugbúnaði í viðskiptalegum til- gangi. Neytendasamtökin og BSA hafa gert með sér samning vegna þessara mála og eru háðir aðilar sáttir við niðurstöðuna og gera ekki frekari at- hugasemdir og lýsa því yfir að vegna málsins á hvorugur aðili kröfur á hendur hinum.“ Bindindis- dagur fjöl- skyldunnar VELDU lífíð er yfirskrift Bindindis- dags fjölskyldunnar sem haldinn verður í Ráðhúsi Reykjavíkur laug- ardaginn 4. desember nk. kl. 15. Á fjölbreyttri dagskrá bindindis- dagsins verður frumflutt lag sem samið var í tilefni dagsins og ber nafnið Veldu lífið. Höfundar eru Ágúst Böðvarsson og Valdimar Júl- íusson. Auk þessa syngur skólakór Kársness, flutt verða lög úr vinsæl- um teiknimyndum af geisladiskinum Jabadabadú, félagar úr Komið og dansið sýna hve létt er að læra að dansa og sýnd verða atriði frá Skrekk, hæfileikakeppni grunn- skóla. Þá flytur Lúðrasveit Laugames- skóla nokkur verk og Ólafur Zófan- íasson og Erna Varðardóttir syngja lög af nýútkomnum geisladiski, Jóla- nótt. Jólasveinninn gleður yngstu kynslóðina og brúður persónanna í Latabæ koma í heimsókn og spjalla við börnin. Bindindisdegi fjölskyldunnar er ætlað að vekja athygli á vímuvand- anum og því forvarnastarfi sem unn- ið er. Auk þess er fólk hvatt til bind- indis þennan dag, sem og til að gefa börnunum hátíð án áfengis og vímu- efna. Allir eru velkomnir á Bindindis- dag fjölskyldunnar og er aðgangur ókeypis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.