Morgunblaðið - 02.12.1999, Síða 74

Morgunblaðið - 02.12.1999, Síða 74
I 74 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 Smeiitu þér ú bók„> www.bnksala.is SER MERKTiR PENNAR OG SKRÚF- J3LÝANTAR YFIR30 RETTA GLÆSILEGT AUSTURLENSKT HLAÐBORÐ! 2. - 23. desember Forréttir: Kropoek/rækjuflögur • Nautavorrúllur Barbeque svínarif • Pancit Won-Ton Chioeheo gufusoðnar kínverskar bollur (dumplings) Shau Mai • Char Siew Pao Salöt: Kínverskt Kaise salat • Malasíu Rojak Fan-ci salat • Chillibaunasalat með núðlum Núðlur og hrísgrjón: Steiktar Chow Mein núðlur með sjávarréttum Chillisteiktar Kuey Teow með lauk Steiktar Sjanghæ núðlur með kjúklingakjöti og grænmeti Steikt hrísgrjón með grænmeti Gufusoðin Jasmine hrísgrjón Aðalréttir: Ranoja krabbakjöt • Drekakjúklingur • Marinerað svínakjöt Kínverskt hangikjöt • Char Siew svínakjöt Kong Paw kjúklingur • Fiskur á kantónska vísu Fimm krydda smokkfiskur • Djúpsteiktar rækjur Djúpsteiktur fiskur Sésur: Súrsæt sósa - Karrýsósa - Sataysósa - Kínversk kryddsósa Fftirréttir: Kínverskur eftirréttur • Kínverskur búðingur Ferskir ávextir • Austurlenskir ávextir með rjóma a maxixi Hópaverð fyriir^íFeða fleiri Kr. 1.900,- Hlaðborðið er í boði öll kvöld eftir kl. 18:00 krwwr/fca! vázífÍKgafircrfíö Á Íflsmdí Laugavegi 28b Sími 551 6513 - 552 3535 - Fax 562 4762 > MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fólk aðstoðað í kirkju- görðum um hátíðarnar EINS og undanfarin ár munu starfs- menn Kirkjugarðanna aðstoða fólk sem kemur til að huga að leiðum ást- vina sinna. Á Þorláksmessu og aðfangadag verða starfsmenn í Fossvogskir- kjugarði, Gufuneskirkjugarði og Suðurgötukirkjugarði og munu þeir í samráði við aðalskrifstofu í Fossvogi og skrifstofu í Gufunesi leiðbeina fólki eftir bestu getu, segir í fréttatil- kynningu. Aðalskrifstofan í Fossvogi og skrifstofan í Gufunesi eru opnar báða dagana, á Þorláksmessu og að- fangadag kl. 9-15. Þeim, sem ætla að heimsækja Kirkjugarðana um jólin og eru ekki öruggir að rata, er bent á að leita sér upplýsinga í síma aðal- skrifstofu Kirkjugarðanna Fossvogi 551 8166 eða síma skrifstofu Kirkjugarðanna í Gufunesi 587 3325 með góðum fyrirvara. Einnig getur fólk komið á skrif- stofuna alla virka daga frá kl. 8.30- 16 og fengið upplýsingai- og ratkort. Lögð er áhersla á að fólk nýti sér þessa þjónustu með góðum fyrir- vara, því það auðveldar mjög alla af- greiðslu. Þá eru það eindregin til- mæli til fólks að nota bílastæðin og fara gangandi um garðana. Bent er á að Hjálparstofnun Kirkjunnar verður með kertasölu í Kirkjugörðunum á Þorláksmessu og aðfangadag. Styrkur gefur út jólakort STYRKUR, samtök krabbameins- Á kortunum er vetrannynd frá sjúklinga og aðstandenda þeirra, Hafnarfírði eftir Pétur Friðrik Sig- hefur gefið út nýtt jólakort til ágóða urðsson listmálara. Kortin verða seld fyrir starfsemi samtakanna. á skrifstofu Krabbameinsfélagsins. Afmælishá- tíð Byrgisins ÞRJU ár eru liðin 3. desember frá því að Byrgið, kristilegt líknarfélag, tók til starfa. Af því tilefni verður efnt til afmælisveislu í Hafnarfjarð- arkirkju föstudagskvöldið 3. desem- ber kl. 20 og eru allir velkomnir. Á dagski-á hátíðarinnar verður m.a. kynning á starfseminni, vitnis- burður og tónlistaratriði. Ólafur Ól- afsson, læknir, flytur ávarp og Guð- mundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, talar. Brúðkaup fer fram á hátíðinni og Lofgjörðarsveit Byrg- isins leikur. Boðið verður upp á kaffi og með- læti í Safnaðarheimilinu Strand- bergi í lok hátíðarinnar. Samið vegna hugbúnaðar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Neytenda- samtökunum og lögmanni BSA: „í tilefni af umfjöllun um hugbún- aðarmál Neytendasamtakanna í fjölmiðlum vilja Neytendasamtökin og Buissness Alliance (BSA) taka fram eftirfarandi: Við skoðun á hugbúnaðarmálum Neytendasamtakanna sem fram- kvæmd var af BSA eftir ósk Neyt- endasamtakanna kom í ljós, að til- skilin leyfi voru ekki til staðar fyrir öllum þeim hugbúnaði sem í notkun var. í framhaldi af þessari niður- stöðu hafa Neytendasamtökin bætt úr í samráði við BSA. Neytendasamtökin harma, að í notkun á skrifstofu samtakanna skuli hafa verið hugbúnaður sem ekki uppfyllti tilskildar reglur og hafa beðist velvirðingar á því. Neytendasamtökin lýsa því yfir að þau styðji baráttuna gegn brotum á hugverkarétti eigenda tölvuforrita. Jafnframt ítreka Neytendasamtökin þá afstöðu sína og þá afstöðu sem fram hefur komið hjá Evrópusamb- andi neytenda BEUC, að Neytenda- samtökin telja nauðsynlegt, að koma á virku eftirliti og aðgerðum til að koma í veg fyrir þjófnað og misnotk- un á hugbúnaði í viðskiptalegum til- gangi. Neytendasamtökin og BSA hafa gert með sér samning vegna þessara mála og eru háðir aðilar sáttir við niðurstöðuna og gera ekki frekari at- hugasemdir og lýsa því yfir að vegna málsins á hvorugur aðili kröfur á hendur hinum.“ Bindindis- dagur fjöl- skyldunnar VELDU lífíð er yfirskrift Bindindis- dags fjölskyldunnar sem haldinn verður í Ráðhúsi Reykjavíkur laug- ardaginn 4. desember nk. kl. 15. Á fjölbreyttri dagskrá bindindis- dagsins verður frumflutt lag sem samið var í tilefni dagsins og ber nafnið Veldu lífið. Höfundar eru Ágúst Böðvarsson og Valdimar Júl- íusson. Auk þessa syngur skólakór Kársness, flutt verða lög úr vinsæl- um teiknimyndum af geisladiskinum Jabadabadú, félagar úr Komið og dansið sýna hve létt er að læra að dansa og sýnd verða atriði frá Skrekk, hæfileikakeppni grunn- skóla. Þá flytur Lúðrasveit Laugames- skóla nokkur verk og Ólafur Zófan- íasson og Erna Varðardóttir syngja lög af nýútkomnum geisladiski, Jóla- nótt. Jólasveinninn gleður yngstu kynslóðina og brúður persónanna í Latabæ koma í heimsókn og spjalla við börnin. Bindindisdegi fjölskyldunnar er ætlað að vekja athygli á vímuvand- anum og því forvarnastarfi sem unn- ið er. Auk þess er fólk hvatt til bind- indis þennan dag, sem og til að gefa börnunum hátíð án áfengis og vímu- efna. Allir eru velkomnir á Bindindis- dag fjölskyldunnar og er aðgangur ókeypis.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.