Morgunblaðið - 02.12.1999, Page 78

Morgunblaðið - 02.12.1999, Page 78
78 FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Hundalíf Ljóska Ferdinand BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Sínibréf 569 1329 Er trúfrelsi stað- reynd á Islandi? Frá Sigurði Lárussyni ÉG HEF legið á sjúkrahúsum síð- ustu 18 mánuðina, ég hef oftast hlustað á útvarpsmessur á sunnu- dögum þegar líðan mín hefur leyft það. Ég var alinn upp við að hús- lestrar voru lesnir á hverjum há- tíðisdegi og Passíusálmar á föst- unni, þangað til útvarpið kom. 18. júlí í sumar sem leið messaði prófastur utan af landi og hneyksl- aði ræða hans mig mjög. En sökum veikinda minna hef ég ekki svarað henni fyrr. Hann réðst með miklu oforsi á kunningja minn. En hvers vegna? Hann hafði skrifað grein í héraðsfréttablað þar sem hann fór vinsamlegum orðum um miðla. Mér virðist bókstafstrúarmennn, meðal annars margir prestar, ekki síst þeir yngri, hneigjast til bóksta- fstrúar. Það skyldi þó aldrei vera að guðfræðikennarar væru flestir bókstafstrúar? Ég skammast mín ekki fyrir að upplýsa það að ég er á sömu skoðun og þessi kunningi minn. Og ég tel mig hafa til þess gildar ástæður. Því vinur minn var svo langt leiddur af krabbameini að læknirinn taldi það vonlítið að hann gæti bjargað lífi hans. Þá datt mér í hug að leita til kunn- ingja okkar og biðja hann að leita til Einars á Einarsstöðum og biðja hann að hjálpa sjúklingnum að fá heilsubót ef mögulegt væri. Rétt- um mánuði seinna tók læknirinn blóðprufu í rannsókn og þá fann hann enga krabbameinssýkingu. Mánuði síðar sendi hann sjúkling- inn heim, en mælti svo fyrir að hann kæmi mánaðarlega til Reykjavíkur í rannsókn í eitt ár. Það gerði sjúklingurinn að sjálf- sögðu. Næsta ár var sent blóðsýni annan hvern mánuð. Síðan einu sinni á ári í 15 ár en aldrei fannst neitt merki um krabbamein. Eitt sinn þegar sjúklingurinn kom í blóðrannsókn sagði krabbameins- læknirinn við aðstoðarlækni sinn: Þessi sjúklingur læknaði sig sjálf- ur. Hvað segir prófasturinn um þetta? Ég tel þetta kraftaverk. Heldur þú að tími kraftaverkanna sé liðinn? Ég þekki mörg svipuð dæmi en fá svona sláandi. Mér er ljóst að því miður eru til menn sem þykjast vera miðlar en eru aðeins fjarplógsmenn. En telur prófastur- inn rétt að draga alla miðla í sama dilk? Ég hef farið til fimm miðla og tel aðeins einn þeirra ekki starfinu vaxinn. Ég sannfærðist um það þegar einn þeirra, sem hafði ekki hug- mynd um hvar ég átti heima, lýsti svo vel umhverfinu og íbúðarhús- inu og sagði nákvæmlega hvar við geymdum hárlokk af dóttur okkar sem var dáin fyrir nokkrum árum. Mér finnst prófasturinn ætti að biðja viðkomandi mann afsökunar í útvarpinu, af hverju ræddi hann ekki málið við viðkomandi sóknar- barn? Ég tek það fram, til að forða misskilningi, að þessi prófastur er ekki í Múlasýslum. Ég hef kynnst mörgu fólki á langri ævi. Trúmál hefur oft borið á góma, enda eru þau mér hugleik- in. Af öllu þessu fólki hafa að minnstakosti 70% verið hlynnt miðlum, og meira en helmingur þeirra farið á miðilsfund eða leitað til þeirra á annan hátt. Prófastur sagði meðal annars. „Þegar for- lagahyggjan er orðin svo fullkomin og algjör sem lesa mátti í um- ræddri grein er mál til komið að segja stopp.“ Enn segir prófastur. „En líf í andvaraleysi og vanþekk- ingu er ekki til að láta átölulaust." Ég ætla ekki að dvelja lengur við þessa dæmalausu ræðu. En ég vil benda prófastinum á að lesa 13. kapítula í Fyrra Korintubréfi Páls postula, en þar segir meðal annars orðrétt: „Án kærleika eru náðar- gáfur og fórnir fánýtar. Aðal kær- leikans. Hann fellur aldrei úr gildi. Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, yrði ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádóms- gáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekkingu, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. Og þótt ég deildi út öllum eigum mín- um, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að ég yrði brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari." Og loks segir Páll í 13. versi: „En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur.“ Ég vil ráðleggja prófastinum að lesa Nýja testamentið betur, áður en hann flytur næstu útvarpsmessu. Biblían er sú bók sem sennilega hefur oft- ast verið þýdd úr frummálinu. Mér dettur í hug að hún sé eitthvað lit- uð af trúarskoðunum þýðendanna. Ég hef rekist á svo margar mót- sagnir í þeirri helgu bók. Og svo er það kenningin um meyfæðinguna og einnig um upprisu holdsins á efsta degi. Ég hef oft furðað mig á því að mesta trúarskáld íslend- inga, séra Hallgrímur Pétursson, skuli falla í þá gryfju sem hann gerir í fallega sálminum: Son Guðs ertu með sanni, sonur Guðs Jesú minn. Son Guðs syndugum manni, sonararf skenktir þinn, son Guðs einn eingetinn. Syni Guðs syngi glaður sérhver lifandi maður, heiður í hvert eitt sinn. Ef þetta er ekki mótsögn þá skil ég ekki íslensku. Ég hef þetta ekki lengra. SIGURÐUR LÁRUSSON, sjúklingur, sjúkrahúsinu Egilstöðum. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.