Morgunblaðið - 03.12.1999, Side 15

Morgunblaðið - 03.12.1999, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 15 AKUREYRI ATR-flugvél Islandsflugs lenti á einum hreyfli á Akureyrarflugvelli Bilun varð í mælitæki Morgunblaðið/Kristján Farþegar ganga frá borði eftir farsæla lendingu. SKOÐUN á hreyfli ATR-flugvélar Islandsflug, sem lenti á einum hreyfli á Akureyi'arflugvelli í gærmorgun, leiddi í ljós að sennilegast var um að ræða bilun í mælitæki, sem gefur til kynna olíuþrýsting á hreyflinum. 01- íuþrýstingur var því á hreyflinum all- an tímann, en eftir að mælitækin gáfu til kynna að svo væri ekki var slökkt á hreyflinum, en samkvæmt verklagsreglum ber að slökkva á hreyfli lækki eða fari olíuþrýstingur af þeim að sögn Einars Bjömssonar flugrekstrarstjóra Islandsflugs. Mikill viðbúnaður var á Akureyr- arflugvelli þegar flugvélin lenti þar um kl. 10.30 í gærmorgun. Slökkvi- bíll Flugmálastjórnar var við braut- arendann og þá voru starfsmenn á vélaverkstæði í viðbragðsstöðu. Bíl- ar frá Slökkviliði Akureyrar og mannskapur þaðan var til taks ef á hefði þurft að halda og þá var lækn- ir á vellinum. Vélin hafði verið á lofti í um 10 mínútur er bilunarinnar varð vart og var hún komin í um 10 þúsund feta hæð. Þar sem veður var gott og aðstæður ákjósanlegar á Akureyr- arflugvelli var ákveðið að snúa vél- inni við og lenda þar í stað þess að halda förinni áfram suður til Reykjavíkur að sögn Einars. Syðra gekk á með éljum og þá var lengra að fara, en að sögn Einars geta vél- arnar auðveldlega athafnað sig á einum hreyfli. Kröfumar séu þær að vélarnar geti komist milli staða þó slökkni á öðrum hreyflinum strax í flugtaki. „Það var sem betur fer engin hætta á ferðum og um að ræða sárasaklausa bilun,“ sagði Einar. Aukahjartsláttur fyrst Tíu manns vom um borð í vélinni, sjö farþegar og þriggja manna áhöfn, Jón Elíesersson flugstjóri, Hermann Leifsson aðstoðarflugmað- ur og Sigrún Amadóttir, flugfreyja. Helgi Stefánsson, einn farþeg- anna, sagði að vélin hefði aðeins hallast, en að öðru leyti sagðist hann ekki hafa fundið fyrir neinu. Hann sagði farþegana hafa tekið tíðindunum með rósemi, enda hefði ekki verið um annað að ræða. „Mað- ur fékk svona aukahjartslátt aðeins fyrst, en svo var þetta allt í lagi,“ sagði Helgi. Farþegum var boðið að taka næstu flugvél frá Flugfélagi Islands suður eða bíða eftir hádegisvél ís- landsflugs. Flugvélinni var flogið frá Akureyri til Reykjavíkur síð- degis í gær. Akurey rarkirkj a Aðventu- kvöld og málefni bág- staddra MÁLEFNUM bágstaddra og þriðja heimsins verður sérstak- ur gaumur gefinn við messu í Akureyrarkirkju sunnudaginn 5. desember kl. 14. Beðið verður fyrir þeim sem um sárt eiga að binda og tón- list frá Afríku hljómar. Eftir messuna verður fræðsla um efnið sem Jónas Þórisson framkvæmdastjóri Hjálpar- starfs kirkjunnar annast. Boð- ið verður upp á kaffi og smákökur undir fræðslunni sem fram fer í Safnaðarheimili. Aðventukvöld verðm' í Akur- eyrarkirkju á sunnudagskvöld kl. 20.30. Þar verður fjölbreytt tónlist, m.a. söngur Bama- og unglingakórs kirkjunnar. Jónas Þórisson flytur ávarp en ræðumaður kvöldsins verður Þorvaldur Þorsteinsson mynd- listarmaður og rithöfundur. Veldu þann sem þolir samanburð *o 1 e Tegund I Vélarstærð Avensis 1600 16v Vectra 160016v Passat 1600 8v Laguna I 1600 16v Verð frá 1.680.000 kr. 1.660.000 kr. 1.690.000 kr. 1.678.000 kr. Loftpúðar 4 2 4 Hnakkapúðar 5 5 5 Fjarstýrð hljómtæki nci nei nei já Ilátalarar Þokuljós nei Hestöfl 110 101 101 107 ABS nci nei nei já nei nei já Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 Renault Laguna kostar frá 1.678.000 kr. Staðalbúnaður: ABS bremsukerfi, 4 loftpúðar, fjarstýrð samlæsing, öryggisbelti með strekkjurum og dempurum, fjarstýrt hljómkerfi með geislaspilara og sex hátölurum, þijú þriggja punkta belti í aftursætum, 5 höfuðpúðar, barnalæsing, útihitamælir, þjófavöm/ræsivörn, þokuljós, samlitir stuðarar, litað gler, snúningshraðamælir o.m.fl. RENAULT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.