Morgunblaðið - 03.12.1999, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 03.12.1999, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 LISTIR MORGUNBUAÐIÐ Ný bók eftir Kay Redfíeld Jamison Fjallar um sjálfsvíg meðal ungs fólks ÚT ER komin í Banda- ríkjum bókin Night Falls Fast eftir sálfræð- inginn Kay Redfield Jamison, höfund bókar- innar I róti hugans, sem nýverið kom út í ís- lenskri þýðingu. I bók- inni leitast Jamison við að varpa ljósi á sjálfsvíg og sjálfsvígstilraunir en sjálf hefur hún reynt að fyrirfara sér. Kay Redfield Jami- son er bandarískur há- skólakennari í sálfræði og meðal þekktustu sérfræðinga heims í geðsjúkdómum. Hún háði harða og þrotlausa baráttu við geðhvarfasýki allt frá unglingsár- um. Geðveikin hélt henni í heljar- greipum og hafði næstum svipt hana lífinu. En hún barðist áfram, náði tökum á sjúkdómnum og öðlaðist hugrekki til þess að segja öðrum frá baráttu sinni, þjáningum og sigrum. Um reynslu sína ritaði hún bókina I róti hugans. Jamison skipulagði fyrst sjálfsvíg sautján ára gömul og gerði tilraun til að fyrirfara sér 28 ára að aldri. í Night Falls Fast ígrundar hún þá margslungnu sálfræði sem liggur að baki sjálfsvígum, einkum hjá fólki undir fertugu - en tíðni sjálfsvíga í þeim ald- urshópi hefur þre- faldast í Bandaríkjun- um á 45 árum - og spyr spurninga á borð við: Hvers vegna fell- ur fólk fyrir eigin hendi? Hvers vegna eru sjálfsvíg eitt helsta heilsuvandamál heims í dag? Og hvernig má koma í veg fyrir sjálfsvíg? Jamison hugar að geðhvarfasýki, sjálfs- vígum í ólíku um- og menningu, sjálfsmorðs- bréfum, aðferðum - í Banda- ríkjunum koma skotvopn við sögu í um 60% tilfella - fyrirbyggjandi að; gerðum og harmi aðstandenda. í bókinni kemur fram að algengast sé að fólk fremji sjálfsvíg á vorin og sumrin en ekki um vetur, eins og oft hefur verið haldið fram. Jamison hugleiðir hvaða mann- gerðir svipta sig lífi, hvers vegna og á hvaða tímapunkti í lífinu og rök- styður mál sitt með sögum af fólki sem annaðhvort hefur fallið fyrir eigin hendi eða gert tilraun til þess. Kay Redfield Jamison hverfi Jamison vitnar jöfnum höndum til þekktra og venjulegra einstaklinga en flestir eiga það sammerkt að vera ungir að árum. Betri skilningur I dómi á bókavefnum Ama- zon.com segir að Night Falls Fast sé ekki auðveld bók aflestrar, hvorki með hliðsjón af efni né úrvinnslu, en fólk skilji sjálfsvíg betur að lestri loknum. Þykir gagnrýnandanum dýpt þunglyndisins sem hrekur ungt fólk út í aðgerðir af þessu tagi sláandi. Gagnrýnandi New York Times segir að sú staðreynd að Jamison þekki viðfangsefnið af eigin raun, hafi bersýnilega í senn áhrif á hana sjálfa við skrifin og lesendur bókar- innar. I Booklist segir að Night Falls Fast glími við efnið á faglegum for- sendum en eigi samt sem áður er- indi við mun fleira fólk en fagmenn á sviði sálarfræði. I Kirkus Reviews kemur fram að bókin sé vel skrifuð, efnisleg og áhugaverð úttekt á þjóðfélagsmeini sem líkja megi orðið við farsótt. Um þrjátíu þúsund manns fyrir- fara sér í Bandaríkjunum á ári hverju. Að áliti Jamison gerir hálf milljón manna tilraun til þess. Morgunblaðið/Kristinn Hljómskálakvintettinn og Kvintett Coretto ásamt Jóni Stefánssyni. Orgel gegn lúðrum í Langholts- kirkju TVEIR málmblásarakvartettar koma fram á tónleikum í Langholts- kirkju á morgun, laugardag, kl. 17. Það er Hljómskálakvartettinn og Kvintett Coretto ásamt Jóni Stef- ánssyni orgelleikara kirkjunnar. Aðallega verða flutt verk frá end- urreisnar- og barokktímanum, auk nokkurra jólalaga í útsetningum sem gerðar voru fyrir Canadian Brass, þar sem hið nýja orgel Lang- holtskirkju fær að spreyta sig á móti 10 málmblásurum. Þeir sem fram koma á tónleikun- um, auk Jóns Stefánssonar orgel- leikara, eru: trompetleikararnir Ás- geir H. Steingrímsson, Einar St. Jónsson, Eiríkur Örn Pálsson og Sveinn Þ. Birgisson; hornaleikar- arnir Emil Friðfinsson og Þorkell Jóelsson; básúnuleikararnir Oddur Björnsson og Sigurður Þorbergsson og túbuleikararnir Bjarni Guð- mundsson og Þórhallur Halldórs- son. Aðgangur að tónleikunum er 1.000 kr., en ókeypis fyrir börn. Smáverkum grafíklistamanna komið fyrir í sal félagsins íslensk grafík íTryggvagötu 17. Skúffugallerí á Tryggvagötu FÉLAGAR í íslenskri grafík opna skúffugallerí á Tryggvagötu 17, í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Þeir 36 listamenn sem eiga verk í skúffugalleriinu eru Aðalheiður Skarphéðinsdótth-, Aðalheiður Val- geirsdóttir, Anna G. Torfadóttir, Ás- rún Tryggvadóttir, Benedikt Krist- þórsson, Björg Þorsteinsdóttir, Edda Jónsdóttir, Friðrika Geirs- dóttir, Guðbjörg Ringsted, Guð- mundur Ámann, Guðný B. Guðjóns- dóttir, Gunnhildur Ólafsdóttir, Gréta Mjöll Bjarnadóttir, Hafdís Ólafs- dóttir, Halldóra Gísladóttir, Harpa Björnsdóttir, Helga Armanns, Ingi- björg Jóhannsdóttir, Iréne Jensen, Jóhanna Sveinsdóttir, Jón Reykdal, Kristín Hauksdóttir, Kristín Pálma- dóttir, Magdalena Margrét Kjart- ansdóttir, Marilyn Herdís Meelk, Ragnheiður Jónsdóttir, Ragnhildur Ragnarsdóttir, Rikharður Valtingoj- er, Rut Rebekka, Sigrid Valtingojer, Sigrún Eldjárn, Sigurveig Knúts- dóttir, Sveinbjörg Hallgrímsdóttir, Valgerður Hauksdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir og Þórður Hall. Skúffugallerí er þekkt sýningar- fyrirkomulag víða erlendis og oft í tengslum við grafíkverkstæði, skóla, söfn eða gallerí, segir í fréttatilkynn- ingu. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem slíkt gallerí er opnað á ís- landi. I skúffunum eru sýnd verk unnin á pappír, grafík, teikningar og ljósmyndir. Smámyndasýning félagsmanna Skúffugalleríið er í sýningarsal fé- lagsins að Tryggvagötu 17, hafnar- megin. Þar mun á sama tíma verða opnuð smámyndasýning félags- manna, en þeim var gefinn kostur á að senda inn verk sem eru í stærð- inni 20 x 20 sm eða minni. Þetta er í fyrsta skipti sem öllum félagsmönn- um er boðið að sýna í salnum. Sýningarsalurinn er opinn fimmtudaga til sunnudaga, kl. 14-18. Síðasti sýningardagur smámynda- sýningarinnar er sunnudaginn 19. desember, en skúffugalleríð mun verða opið áfram á föstum opnunar- tíma sýningarsalar, það er fimmtu- daga - sunnudaga. Aðgangur að sýn- ingunum er ókeypis. Aætlaður fyrsti vinningur í sexföldum potti á laugardaginn!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.