Morgunblaðið - 03.12.1999, Page 38
38 FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Kynlíf í
brennidepli
s
A Stóra sviði Borgarleikhússins verður
frumsýnt í kvöld leikritið Bláa herbergið
eftir David Hare. Það eru tveir ungir leikar-
ar sem fara með öll tíu hlutverkin í sýning-
unni, þau Baldur Trausti Hreinsson og
Marta Nordal. Hávar Sigurjónsson átti
samtal við þau að lokinni æfingu í vikunni.
BLÁA herbergið vakti mikla athygli
í Bretlandi þegar það var frumsýnt
þar fyrir hálfu öðru ári. Vísast
beindist athyglin að stjörnunni Nico-
le Kidman sem fækkaði fötuin í sýn-
ingunni en verkið sjálft vakti einnig
verðskuldaða athygli. Þar sem það
snýst um kynlíf persónanna gerir
það óneitanlega miklar kröfur tíl
leikaranna tveggja í sýningunni, þau
koma fram misjafnlega fáklædd,
jafnvel nakin, hvert atriði snýst um
nálgun persónanna að kynmökum
svo kjarninn sé greindur frá hisminu
án málalenginga. En auðvitað snýst
leikritið um annað og meira, þó
kjarninn sé kynlífið era samskipti
kynjanna í brennidepli, hvernig
nálgast fólk hvað annað, hverju leit-
ar það að í fari annarra, hvað dregur
karl að konu og konu að karli, hvað
er fólk tilbúið að gera til að ná
markmiði sínu; kynhvötin fer ekki í
manngi-einarálit en hún sýnir
kannski oftar en ekki hvern mann
fólk hefur að geyma.
Bláa herbergið spyr einnig spurn-
inga um siðferði en kynhegðun okk-
ar í nútímasamfélagi er nátengd
grundvallarspurningum um siðferði.
Hvað er gott siðferði í kynferðismál-
um? Er það siðlaust að stjórnmála-
maður haldi fram hjá konunni sinni
með sautján ára fyrirsætu? Er það
siðlausara en að eiginkona hans
haldi framhjá honum með syni vin-
konu sinnar? Pilturinn sá grenjar sig
svo upp á frönsku au pair-stúlkuna,
sem hefur einungis líkamlega girnd
á honum. Hún er hins vegar ílekuð
af leigubílstjóranum Fred sem
stendur í sérstöku vináttusambandi
við vændiskonu. Þannig mætti
áfram telja.
Berhátta á sviðinu
Marta Nordal og Baldur Trausti
Hreinsson fara hvort um sig með
fimm hlutverk í Bláa herberginu.
Þau segja að þetta sé tvímælalaust
það erfíðasta sem þau hafi tekist á
við á leiksviðinu til þessa; bæði til-
tölulega nýlega stigin fram á sviðið,
Baldur útskrifaðist úr Leiklistar-
skóla íslands vorið 1997 og Marta
frá Bristol Old Vic Theatre School
1996. Fyrsta hlutverk Baldurs var í
söngleiknum.Evítu og síðan lá leiðin
í Þjóðleikhúsið þar sem hann hefur
m.a. leikið í Meiri gauragangi,
Krabbasvölunum, Solveigu og Sjálf-
stæðu fólki. Hann lék einnig stórt
hlutverk í kvikmyndinni Dansinum
og söngleiknum Grease.
Marta vakti fyrst athygli í Vefar-
anum mikla frá Kasmir og í Hart í
bak hjá Leikfélagi Akureyrar. I
fyrravetur lék hún í Horft frá brúnni
og í haust í Vorið vaknar hjá Leikfé-
Leikarar
og listræn-
ir stjórn-
endur
BLÁA HERBERGIÐ eftir Da-
vid Hare. Byggt á verki Art-
hurs Schnitzlers.
Leikarar: Baldur Trausti
Hreinsson og Marta Nordal.
Leikstjóri: María Sigurðar-
dóttir.
Leikmynd: Sigurjón Jóhanns-
son.
Búningar: Helga I. Stefáns-
dóttir.
Tónlist: Paddy Cunneen.
Lýsing: Lárus Bjömsson.
Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen.
laginu og einnig í barnaleikritinu
Ævintýrinu um ástina, sem sýnt er í
Kaffileikhúsinu.
Þau æfa nú bæði hlutverk í Djöfl-
um Dostojefskís sem frumsýnt verð-
ur í Borgarleikhúsinu í janúar.
„Við Baldur þekktumst ekkert
þegar æfingar hófust á Bláa her-
berginu í haust,“ segir Marta. „Við
höfðum ekki einu sinni talað saman,
hvað þá meira,“ segir Baldur. Þau
segja að þetta hafi ekki komið að
sök, þeim hafi strax tekist að byggja
upp traust og ganga að þessu sam-
eiginlega. Spurningin snýst óneitan-
lega um hina miklu líkamlegu ná-
lægð og nekt sem sýningin
útheimtir. „Það er í rauninni ekkert
sérstaklega algengt að leikarar ber-
hátti sig á leiksviði og það er alls
ekki sjálfsagt að samþykkja að gera
slikt,“ segir Baldur. Marta tekur
undir þetta en segir að í þessu leik-
riti sé nektin eðlileg, „... þetta reynd-
ist ekkert mál þegar á reyndi,“ segir
hún. Ekki má reyndar skilja þetta
svo að þau gangi um sviðið berstríp-
uð allt leikritið frá upphafi til enda;
aðeins eitt atriði verksins krefst
þess og þau segja það skrifað þannig
af höfundi, engu hafi verið bætt við
af þeirra hálfu í þessa átt. „En við
höfum heldur ekki dregið úr því,“
segir Baldur.
Reigen, La Ronde og
Bláa herbergið
Höfundur Bláa herbergisins er
David Hare, eitt fremsta núlifandi
leikskáld Breta. í fyrravetur sýndi
Upprunalegt heiti verksins, Reig-
en, eða Hringurinn, vísar til bygg-
ingar þess; þar er farið í hring og
hver persóna á tvö samhliða atriði,
með tveimur ólíkum persónum af
gagnstæða kyninu og þannig koll af
kolli nema í lokaatriðinu, þar birtist
önnur af tveimur persónum fyrsta
atriðisins og lokar þannig hringnum.
Hver persóna er því sýnd í tvenns
konar gjörólíkum aðstæðum, atriðin
eru stutt og forsendur fáar og
hnitmiðaðar.
Þau Baldur Trausti og Marta eru
sammála um að eitt það erfiðasta við
að leika verkið séu hinar öru skipt-
ingar á milli persóna. „Það er enginn
tími til að byggja upp persónuna og
mynda tengsl við hina persónuna.
Þetta þarf allt að vera fyrir hendi á
fyrstu sekúndum hvers atriðis, ann-
ars næst það ekki á flug,“ segir
Baldur Trausti. „María, leikstjórinn
okkar, líkti þessu við að þurfa að
leika fimm aðalhlutverk sama kvöld-
ið,“ segir Marta. „Það er líka allt á
fullu baksviðs á milli atriðanna því
þá erum við að skipta um búninga og
ekki er einu sinni tími til að fá sér
vatnssopa."
„Það gerir þetta svo enn meira
spennandi að persónurnar eru raun-
verulegar. Þetta er ekki skrípaleikur
þar sem við skiptum um hái’kollur og
skegg,“ segir Baldur Trausti. „Þetta
eru raunverulegar persónur af holdi
og blóði og verulega krefjandi að
koma þeim til skila á þeim stutta
tíma sem hver þeirra fær úthlutað í
leikritinu."
Gluggi til að gægjast inn um
Hvaða persónur eru þetta svo?
Leigubílstjóri á þrítugsaldri, vænd-
iskona um tvítugt, au pair-stúlka um
tvítugt, námsmaður á þrítugsaldri,
stjórnmálamaður og eiginkona hans
um fertugt, leikkona og leikritaskáld
á fertugsaldri, aðalsmaður á fertugs-
aldri og sautján ára gömul fyrirsæta.
„Þau eru öll að leita að einhverju í
kynlífinu. Hamingju og ást, tilbreyt-
ingu og spennu, “ segir Marta.
„Þau sýna líka á sér svo gjörólíkar
hliðar gagnvart þeim tveimur pers-
ónum sem þau hitta. Okkur fannst
þetta mjög skrýtið í fyrstu. Fannst
jafnvel að þetta gæti ekki staðist. En
við nánari skoðun er þetta auðvitað
hárrétt. Hver persóna er margar
persónur sem koma í ljós við ólíkar
aðstæður."
„Stjórnmálamaðurinn er mjög
gott dæmi um þetta,“ segir Baldur.
„í fyrra atriðinu sjáum við hann í
svefnherberginu með eiginkonu
sinni þar sem hann heldur langa tölu
um heiðarleika_ sinn og gott siðferði
þeirra hjóna. I næsta atriði sjáum
við hann á skrifstofu sinni með saut-
ján ára gamalli fyrirsætunni þar sem
hann gamnar sér með henni í á
þriðja klukkutíma eftir að hafa horft
á hana taka eiturlyf og gleypir sjálf-
ur einhverjar örvandi pillur án þess
að blikna. Þetta eru tvær mjög ólík-
ar hliðar á sömu persónu," segir
Baldur.
„Við erum hér að sýna fólk við at-
hafnir sem það vill yfii’leitt ekki hafa
áhorfendur að,“ segii’ Marta. „Leik-
myndin leggur nokkra áherslu á
þetta, er eins konar gluggi fyrir
áhorfendur að gægjast inn um. Það
er ekki víst að öllum þyki það jafn
þægilegt."
Baldur veltir vöngum yfir þessu
og bætir því við að líklega sé það
kostur að leika þetta á Stóra sviðinu.
„Okkur óx það auðvitað í augum
fyrst að leika tveggja manna leikrit á
Stóra sviðinu. En ég held að það sé
kostur fyrir þetta leikrit."
Frumsýningarskrekkur?
„Þú getur rétt ímyndað þér!“
Morgunblaðið/Ásdís
Námsmaðurinn og au-pair stúlkan.
Leikkonan og leikritaskáldið.
Leikfélagið annað leikrit hans, Ofan-
ljós, en í Bláa herberginu hefur Ha-
re leitað fanga í ríflega aldargömlu
austurrísku leikriti, Reigen (1897),
eftir Arthur Schnitzler (1862-1931),
leikrit sem þótti á sinni tíð nægilega
klúrt og berort til að vera bannað
þegar átti að frumsýna það í Vínar-
borg á þriðja áratugnum. Schnitzler
var læknir en stundaði jafnframt rit-
störf. Hann ætlaði Reigen þó aldrei
til flutnings heldur til lestrar meðal
útvaldra kunningja.
Þýski kvikmyndaleikstjórinn Max
Ophiils byggði hina þekktu mynd
sína La Ronde (1950) á Reigen með
stórstjörnurnar Gerard Philippe,
Danielle Darrieux, Jean-Luis Barra-
ult og Simone Signoret í aðalhlut-
verkum. Reigen varð þekkt af kvik-
myndinni og fáir gerðu sér grein
fyrir hversu frjálslega Ophuls fór
með það.
Hare gerir slíkt hið sama en leitar
jafnframt fanga í upprunalega verk-
inu og tekur sér ýmislegt úr handriti
Schnitzlers til fyrirmyndar. Hann
færir verkið reyndar til nútímans og
ljær því þannig skarpara samhengi
og gerir jafnframt ráð fyrir að öll tíu
hlutverk leiksins séu leikin af tveim-
ur leikurum; þannig verður verkið
meðfram að hugleiðingu um leikhús-
ið og hlutverk leikarans í því sam-
spili draums og veruleika sem verkið
lýsir. Draumur um erótík og veru-
leiki kynlífsins gæti verið undirtitill-
inn, á undan (draumurinn), á eftir
(veruleikinn), en öll atriðin snúast
um aðdragandann og eftirstöðvarn-
ar, tíminn er frystur meðan gjörðin
sjálf - samfarirnar - eiga sér stað.
LISTMUNAUPPBOÐ
SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 5. DESEMBER KL. 20 Á HÓTEL SÖGU
VINSAMLEGA KOMIÐ OG SKOÐIÐ VERKIN í GALLERÍ FOLD,
RAUÐARÁRSTÍG 14, í DAG, FRÁ KL. 10-18, Á MORGUN FRÁ KL. 10-17 EÐA Á SUNNUDAGINN FRÁ KL. 12-17.
SELD VERÐA UM 100 VERK, ÞAR Á MEÐAL FJÖLMÖRG VERK GÖMLU MEISTARANNA.
ART GALLERY
Rauðarárstíg 14,
sími 551 0400.