Morgunblaðið - 03.12.1999, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 47,
Borgarog Binni. Guð styi'ki okkur
öll í sorginni.
Þú, þú fórst frá mér
síðan þú fórst ertilveran grá
Égget ei sættmigvið
að hafa þig ei mérhjá
Þúveistégsaknaþín.
(Olafur Þórarinn Olafsson)
Þín systir
Katrín.
Elsku Berta mín.
Mig langar til að kveðja þig og
þakka þér fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig og fjölskyldu mína. Þú
varst alltaf stór partur af lífi mínu,
það fyrsta sem ég man úr bernsku
var að ég lá veik í stofusófanum þín-
um. Og ég var ófá skiptin á róló hjá
þér.
Þú varst alltaf komin til að rétta
mér hjálparhönd. Það var aldrei
neitt vandamál hjá þér, þú sagðir
bara: „Við hjálpumst bara öll að og
þá bjargast allt. Og það gerði það
líka. Þú varst svo bjartsýn þrátt fyr-
ir þann missi sem þú mátth' þola í
lífinu.
Þú tókst Bjarka Þór og Petru
Wíum eins og þínum eigin barna-
börnum. Og ég veit að þau eiga eftir
að sakna þín mikið og þá sérstak-
lega Bjarki. Þegar ég fótbrotnaði
varst þú komin dag eftir dag til að
taka hann með þér heim. Og þegar
ég missti tengdapabba minn, voruð
þið Gauja og Sigga mér ómetanlega
hjálplegar. Alltaf gat ég leitað til þín
og alltaf fékk ég skilning og ástúð.
Ég vil biðja góðan guð að vaka yf-
ir þér og ég veit að núna líður þér
vel, þó þú værir ekki sátt við að yfir-
gefa barnabörnin þín sem þér þótti
svo vænt um.
Ég vil biðja guð að styrkja ömmu,
Óla, Gauju, Pálma, Siggu, Borgar,
Binna og Birgittu og augasteinana
þína þrjá, Guðmund Jón , Bertu og
Brynju, í þeirra miklu sorg og sökn-
uði.
Þín frænka
Helga Hrönn.
Elsku frænka.
Flugfélögin tvö eru frekar væng-
brotin í dag, því nú er aðeins eitt,
eftir að þú fórst. Nú ert þú ekki til
staðar lengur til þess að hlæja með
mér. Þetta skilja ekki margir en þú
varst ein af þeim mikilvægu sem
skildu þetta grín á Melbraut 19. En
ég verð að takast á við það eins og
ég held að þú hefðir gert. Þú varst
orkugjafinn okkar allra og varst
ekki bara Berta frænka. Því árið
1994 flutti ég aftur til íslands og bjó
hjá ykkur Óla á Melbrautinni í u.þ.b.
tvö ár. Frá þessum tíma hafið þið
verið mínir aðrir foreldrar og þessi
tími er einn sá allra besti sem nokk-
ur maður getur óskað sér, eins og
Gauja, Sigga, Boggi og Binni vita,
sem eru mér eins og systkini. Það
veitti mér mikinn styrk þegar Óli
strauk hönd þína kvöldið er þú
kvaddir.
Blessuð sé minnig þín.
Þín
Berta og Gunni Þór.
Elsku Berta. Ég mun aldrei
gleyma þegar ég, Óli og þú náðum
mjög góðu spjalli saman eitt kvöldið
fyrir ekki svo löngu. Við ræddum
allt milli himins og jarðar en ég man
sérstaklega eftir því að við tvö
ræddum loforð sem ég eitt sinn
hafði gefíð þér, að ég skyldi sanna
fyrir þér að ég næði jafn langt (eða
jafnvel lengra) á gítarnum mínum
og bíllinn þeirra Gauju og Pálma
(sem sagt Lödunni þeirra).
Ég ætla mér svo sannarlega að
standa við það loforð og mun það
hvetja mig áfram lífsins grýttu
braut, s’em getur verið ósköp óbæri-
leg á stundum og ósanngjörn, sem
þú hafðir því miður fengið að vita
allt of vel. Ég vona því að þér líði
sem best þar sem þú ert nú, því þú
átt bara það allra besta skilið, og
miklu meira en það.
Þinn að eilífu,
Jakob Þór Guðmundsson.
Maðurinn með ljáinn hefur hús-
vitjað hjá okkur, starfsfólki Garð-
vangs, óvenju títt síðustu misserin.
Hann knýi' dyi'a þegar hans er síst
von og kallar þann sem enginn vissi
til að hygði á langferð. Formálalaust
eru ferðalangarnir horfnir sjónum
okkar og við stöndum agndofa eftir,
rækilega áminnt um að enginn ræð-
ur sínum næturstað. Eins óhugnan-
legar og óvæntar heimsóknir sláttu-
mannsins eru, þá eru þær þó
stundum kærkomin og eina líknin
þegar miskunnarlaus veikindi hafa
rænt okkur eiginleikum lífsins og
mannlegri reisn.
í dag kveðjum við kæran vinnufé-
laga Bertu Jakobsdóttur, sem staðið
hefur með okkur vaktina í eldhúsinu
á Garðvangi síðustu 12 ár og nági'-
anni minn síðustu 18 árin. í eldhús-
inu var hún betri en enginn, skipu-
lögð, létt á fæti og féll ekki verk úr
hendi. Berta var mikil félagsvera og
kunni þá list að skemmta sér og öðr-
um upp á eigin spýtur enda sprottin
upp af rammíslenskri sveitamenn-
ingu í Borgarfírðinum. Á góðri
stundu í góðra vina hópi tók hún
gjarnan upp gítarinn sinn og spilaði
fyrir fjöldasöng. Mér eru í fersku
minni ferðalögin okkar vinnufélag-
anna þegar hún stjórnaði gleðinni
með gítarinn í fanginu og söngurinn
og hljóðfæraslátturinn liðuðust út
um rútubílsgluggana út í flauels-
þykkt næturmyrkrið. Fjölskyldan
var henni þó eitt og allt, á því lék
aldrei nokkur vafí. Gjarnan sá mað-
ur hana á göngu með Óla, eða með
lítið barnabarn í vagni og annað sér
við hlið, sem hún kynnti stolt fyiir
samferðamönnunum. Nú heyrir
þessi hugljúfa götumynd í litla bæn-
um okkar sögunni til.
Það er skarð fyrir skildi, tæpri
mánaðar baráttu er lokið. Eftir
stöndum við hnípin og þökkum góð
kynni. Óla eiginmanni hennar, móð-
ur, börnum, barnabörnum, tengda-
börnum og öðrum ástvinum vottum
við starfsfélagar hennar okkar inni-
legustu samúð og biðjum þann sem
öllu ræður að styi’kja þau í þeirra
miklu sorg. Minning Bertu lifir
björt og hlý í hjörtum okkar.
F.h. starfsfólks Garðvangs,
Kristín Nikolaidóttir.
í dag kveðjum við hana Bertu vin-
konu okkar. Kynni okkar hófust fyr-
ir meira en tuttugu og fimm árum.
Það var þegar hann Óli kynnti stolt-
ur hana Bertu sína fyrir okkur.
Berta var ekkja með þrjú ung börn.
Lífíð hafði verið henni erfítt, en hún
stóð sem klettur og þeim kletti
kynntust vinir hennar vel. Ailtaf var
hægt að reiða sig á hana ef maður
þurfti á vini að halda. Hún og Óli
voru alltaf fyrst komin á heimili mitt
ef eitthvað bjátaði þar á til að bjóða
hjálp sína, slíka vini eiga ekki allir
og við þökkum fyrir að hafa verið
svo lánsöm að fá að verða þeirrar
gæfu aðnjótandi.
Frá okkar fyrstu kynnum hefur
ætíð verið gott samband milli okkar,
aldrei borið skugga þar á. Alltaf var
hægt að taka upp símann og segja
,jæja, eigum við ekki að gera eitt-
hvað í kvöld?“ Þau Berta og Óli voru
ávallt tilbúin. Mörg kvöldin var setið
að spilum, enda spilasjúkt fólk á
ferð. Dugíeg vorum við að fara í
ferðalögin og seinast fórum við í eitt
slíkt í ágúst sl. Þar áttum við góðar
stundir þótt heilsu Bertu væri farið
að hraka. Þá gerði ekkert okkar sér
grein fyrir hversu alvarlegur sjúk-
dómur þar væri á ferð.
Fyrir tæpum mánuði lagðist hún
Berta vinkona okkar inn á sjúkra-
hús og þar kvöddum við hana fyrir
nokkrum dögum. Það er alltaf verið
að minna okkur á það hversu stutt
bilið er milli lífs og dauða.
Við viljum þakka henni Bertu fyr-
ir okkar góðu kynni og um leið og
við kveðjum hana með söknuði og
sorg í hjarta biðjum við algóðan guð
að blessa og styrkja Öla, Óllu,
Gauju, Siggu, Bogga, Binna, barna-
börnin, tengdabörnin og aðra ást-
vini á þessari sorgarstund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guð sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna,
Guð þem tregatárin strið.
V. Briem.)
Halla, Pálmi og fjölskykla.
Er mér barst sú sorgarfregn hinn
25. nóvember, síðla kvölds, að vin-
kona mín hún Berta væri dáin hellt-
ist vonleysi og svo reiði yfír mig, þó
svo að ég vissi að veikindi hennar
væru að yfirbuga hana Bertu mína.
Hún reyndi hvað hún gat til að sigr-
ast á þessum óvætti, en veikindin
báru hana fljótt úr þessum heimi,
þar sem þjáning hennar mun engin (■*
verða.
Ég hugsa til Bertu „stóru“ eins og
hún dóttir mín kallaði hana, til að-
greiningar frá barnabarni hennar.
Alltaf var hún Berta mín ljósgeisli í
svarta myrkri og hvar sem hana bar
að garði var gleði ávallt umlukt
hjarta hennar. Barnabörnin hennar
fylltu hana svo miklu stolti og ávallt
þegai' um þau var talað varð kátínan
mikil. Hún Berta átti alltaf auðvelt
með að koma fólki til að hlæja og
það var svo yndislegt að vera í náv-
ist hennar og alltaf gat ég treyst á
að eiga notalegar og skemmtilegar
stundir með henni og fjölskyldu
hennar. Það mun því verða sorg í
hjarta mínu að eilífu því svo mikils
er að sakna, en minningar um hana
Bertu mína mun ég varðveita í
hjarta mínu og þær munu ylja mér á
köldum vetrardögum.
Mér himneskt ljós í hjarta skín,
í hvert sinn er ég græt,
því Drottinn telur tárin mín,
ég trúi og huggast læt.
Ég kveð Bertu mína með sorg í
hjarta og bið góðan guð að styrkja
Óla, Gauju, Siggu, Borgar, Brynjar
og Öllu sem eiga um sárt að binda
og alla aðra aðstandendur og vini
sem hafa misst góðan vin. -*
Þín vinkona að eilífu,
Linda Björk Pálmadóttir.
ERLA
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Erla Guðmunds-
dóttir fæddist í
Flatey á Breiðafirði
5. júní 1924. Hún lést
á Landspítalanum 26.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar lienn-
ar voru Guðmundur
Bergsteinsson, f. 1.
febrúar 1878 á Borg
á Mýrum, d. 30. maí
1941, kaupmaður og
útgerðarmaður, og
kona hans, Guðrún
Jónína Eyjólfsdóttir,
f. 14. febrúar 1887 í
Flatey, d. 24. mars
1989. Systkini hennar eru: Eyjólf-
ur Einar (látinn), Kristín (látin),
Ólafur, Jóhann Salberg (látinn),
Sigurborg, Regfna, Bergsteinn
(látinn), og Guðmundur (látinn).
Árið 1954 giftist Erla Gunn-
laugi B. Óskarssyni,
f. 28. febrúar 1930.
Foreldrar hans voru
Óskar Jónasson kaf-
ari og Margrét
Björnsdóttir. Bæði
látin. Sonur Erlu er
Guðmundur Gunn-
laugsson, f. 3. febr-
úar 1958, sem er
kvæntur Grétu Svav-
arsdóttur. Synir
þeirra eru Óskar
Bragi og Ingvar
Geir.
Erla lauk Verslun-
arskólaprófi árið
1944. Hún vann um árabil í Heild-
versluninni Heklu og hjá Globus
hf.
títfór Erlu fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 10.30.
í dag verður frænka mín, Erla
Guðmundsdóttir, jarðsungin. Hún
var mér nákomnust móðursystra
minna því hún bjó lengi á heimili for-
eldra minna þegar við systkinin vor-
um að alast upp á Túngötunni. Hún
var einhvers konai' sambland af
frænku og eldri systur. Þegar ég bjó
til fyrstu smálögin mín var gaman að
eiga unga, failega frænku sem lærði
þau samstundis; söng þau með sinni
björtu rödd og túlkaði með innbornu
músíkalíteti. Og ég spilaði undir.
Erla var næstyngst barna Guð-
mundar Bergsteinssonar, útgerðar-
manns og Jónínu Eyjólfsdóttur í Ás-
garði, á Flatey á Breiðafirði. Það var
henni mikið áfall er faðir hennar féll
frá aðeins 63 ára, og hún á viðkvæm-
um unglingsaldri. Hún ólst upp í
stói-um systkinahóp, á miklu rausn-
ar- og menningarheimili þar sem
unnað var tónlist og fögi'um skáld-
skap. Þar ríkti andi Kaldalóns, séra
Matthíasar, Stefáns frá Hvítadal,
Halldórs frá Laxnesi og Þórbergs.
En allir voru þessii- menn gistivinir
höfðingshjónanna í Ásgarði. Móðir
hennar spilaði prýðilega á stofuorgel
og píanó og kenndi öllum börnum
sínum tónlist. Erla erfði söngrödd
móður sinnar og undi sér jafnan vel
við að spila á píanó. Og hún hafði alla
ævi mikinn áhuga á bókmenntum og
fylgdist vel með á því sviði. Hún var
líka góð málamanneskja og hafði
gaman af að lesa fræg bókmennta-
verk á frummálinu. Hún las mikið.
Erla fór suður og stundaði nám í
Verslunarskólanum. Að loknu prófi
þar hóf hún störf hjá Sigfúsi í Heklu
og var seinast skriftofustjóri í hinu
vaxandi fyiirtæki hans.
Eftir að hún giftist Gunnlaugi
Óskarssyni rafvirkjameistara
miklum öðlingsmanni sem jafnan
bar hana á höndum sér - og eignað-
ist einkasoninn Guðmund hætti hún
að vinna úti, en sinnti heimilinu og
uppeldi sonarins. Erla var fíngerð og
ekki heilsuhraust.
Þegar árin liðu fylgdist hún með
námi Guðmundar sonar síns og ferli
hans erlendis, en Guðmundur er
bæklunarlæknir við stórt sjúkrahús í
Ósló.
Og svo giftist Guðmundur Grétu
sinni og Erla eignaðist ömmubörnin
tvö fjörkálfana Óskar Braga og
Ingvar Geir. Hún var jafnan hjá
þeim í huganum og hennar sælustu
stundir voru þegar þau Gunnlaugur
fóru að heimsækja drengina.
I ágúst síðastliðnum dvaldi ég með
Erlu frænku og Gunnlaugi, vini mín-
um, í gamla húsinu okkar vestur í
Flatey. Við nutum kyrrðarinnar og
komandi hauströkkursins og sáum
sólarlag sumarsins hverfa á braut.
Við styttum okkur stundir við minn-
ingar um þá sem þarna höfðu búið og
lifað. Það voru góðir dagar.
Ég kveð Erlu frænku mína og flyt
Gunnlaugi og fjölskyldu hans samúð-
arkveðjur okkar Ingibjargar, systur
minnar.
Atli Heimir Sveinsson.
Nú er elsku amma okkar dáin. Við
bræðurnir eigum margar góðar
minningar um ömmu í Safamýri,
eins og við kölluðum hana. Hún var
alltaf svo blíð og góð og tók svo vel á
móti okkur þegar við komum til ís-
lands, fyi'st frá Svíþjóð og síðan frá
Noregi.
Alltaf leyfði amma okkur að taka
hann Brand inn og gefa honum
mjólk að lepja úr skál, þegar við rák-
umst á hann fyrir utan.
Við gleymum ekki spiladiskunum
sem hún kenndi okkur að gera, og
spilaborgunum, og alltaf var hún til í
að spila með okkur og tefla. Amma
kunni svo margar skemmtilegar sög-
ur og vísur. Minnisstæð er sagan
„Viltu ekki býtta Mangi minn“ og
vísan „Kanntu brauð að baka“.
Við viljum þakka fyrir öll bréfin og
kortin sem við höfum fengið, og ekki
er langt síðan við fengum síðustu
kortin frá ömmu, þetta geymum við
allt mjög vel. Við erum þakklátir fyr-
ir allar heimsóknirnar frá íslandi, til
Svíþjóðar og Noregs, en við hittumst
því miður alltof sjaldan, því það var
svo langt á milli okkar.
Við viljum kveðja elsku ömmu
okkar með bæninni, sem hún fór svo
oft með fyrir okkur á kvöldin.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginniyfirminni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þínir ömmustrákar
Óskar Bragi Guðmundsson,
Ingvar Geir Guðmundsson.
Eftir þungbær veikindi síðustu
vikur er nú kær vinkona fallin frá.
Fyrir Erlu var dauðinn lausn úr því
sem komið var. Nú tekur við tími
saknaðar og gamlar minningar
streyma fram. Fvrir nær 40 árum
kynnist ég Erlu og Gulla. Þá voru
þau ung hjón og áttu 4 ára gamlan
son, en ég var 16 ára skólastelpa og
bjó inni á heimili þeirra einn vetur
vegna náms í Reykjavík. Strax þá
var mér tekið sem einni af fjölskyld-
unni og alla tíð síðan hefur mér fund-
ist það, enda bundumst við Erla
þeim ti-yggðaböndum sem aldrei
gátu slitnað. Það segir mikið um
Erlu hvernig hún sýndi öðru fólki
virðing og traust. Sérstaklega var
það eftirminnilegt að verða vitni að
því hvað Erla og Gulli sýndu hvort
öðru mikla virðingu í daglegu samn-
eyti. Þau voru samtaka um uppeldi
einkasonar síns og ber hann gott
merki ástríkis foreldra sinna. Erla
var sjálf alin upp á menningarheimili
í Flatey og talaði oft um foreldra
sína, rirðingu þein'a fyi-ir hvort öðru
og ástríki gagnvart börnum sínum.
Erla var höfðingleg í útliti og
framkomu, bar sig vel, var góðum
gáfum gædd og ræktaði þær vel. Allt
fram á síðustu ár var hún að bæta við
kunnáttu sína og þá sérstaklega í
tungumálum. Naut ég góðs af þeim
hæfíleikum hennar því hún las með
mér ensku og dönsku, „unglingnum" „
eins og hún orðaði það.
Erla hafði mikinn áhuga á tónlist
og spilaði sjálf á píanó sér og öðrum
til ánægju. Þegar Erla úlnliðsbrotn-
aði fyrir nokkrum árum var það
takmarkið hennar að þjálfa sig svo
vel að hún gæti spilað áfram, því hún
sagði of mikið tekið frá sér að geta
ekki spilað. Svo mikla ánægju hafði
hún af þri að spila.
Margar sögur sagði hún mér frá
Flatey sem voru svo ljóslifandi í frá-
sögn hennar, að í fyi’sta sinn sem ég
kom til Flateyjar fannst mér ég hafa
komið þangað áður. Svo rika frá-
sagnargáfu hafði Erla.
I Flatey síðasta sumai' naut ég og
eiginmaður minn samvista rið Erlu,
Gulla og Atla Heimi tónskáld, syst- •
urson hennar, sem hún mat mikils.
Þau dvöldu þai- í húsi foreldra Erlu,
Ásgarði, sem fjölskyldan hefur sam-
einast um að halda rið og gert að
sumardvalarstað sínum.
Erla og Gulli ferðuðust mikið til
útlanda sér til ánægju, en nú seinni
ár fóru þau oft til Svíþjóðar og Nor-
egs, þar sem sonur þeirra, tengda-
dóttir og sonarsynir þeirra hafa búið
síðustu árin. Éi'la hafði einstaka
ánægju af að umgangast litlu dreng-
ina, sem nú sakna ömmu sinnar. Hún
fylgdist vel með þeim og sagði mér
fréttir af þeim í hvert skipti sem rið
töluðum saman. Nú verður ekki
hringt á kvöldin og sagt: „Svanborg
mín, þetta er Erla,“ en minningarnar -
lifa.
Blessuð sé minning góðrar og
mætrai' konu.
Svanborg Egilsdóttir.
Formáli minn-
ingargreinn
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um. i