Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ b Samfylkingin hefur tapað um helmingi fylgís síns frá síðustu alþingiskosningum Bjartsýni á aukið fylgi eftir komandi stofnfund Vinstri menn bundu miklar vonir við sameininffu st.iórnmála- afla á vinstri vængnum í aðdraganda síðustu kosninga en nú átta mánuðum eftir kosningar hefur Samfylkinffln tapað um helminffl kjörfylffls síns. í grein Örnu Schram kemur fram að samfylkingarmenn vonist eftir auknu fylgi eftir stofnfund Samfylkingarinnar á næstu mánuðum. UNDIR lok síðasta kjör- tímabils benti ýmislegt til að vinstri mönnum á íslandi tækist, eftir rúm- lega sjötíu ára baráttu, að sameinast undir einum hatti; í einu kosninga- bandalagi. í aðdraganda alþingis- kosninganna síðustu voru væntingar enda miklar og fyrstu skoðanakann- anir bentu til að slíkt bandalag nyti töluverðs fylgis landsmanna, svo mikils fylgis að sumir voru jafnvel farnir að tala um að nýtt flokkakerfi væri rétt handan við hornið. Skoð- anakönnun Gallup frá 6. mars á síð- asta ári eða um tveimur mánuðum fyrir kosningar gaf til dæmis til kynna að fylgi Samfylkingarinnar væri rúm 36%. Eftir að hin formlega kosninga- barátta hófst fór hins vegar að síga á ógæfuhliðina og í kosningunum sjálfum hlaut Samfylkingin, samein- að framboð þriggja stjórnmálaafla auk Jóhönnu Sigurðardóttur, for- manns Þjóðvaka, 27,6% fylgi eða töluvert minna en kannanir höfðu bent tiI.Síðan hefur fylgi Samfylk- ingarinnar legið niður á við, ef marka má þær skoðanakannanir sem hafa verið gerðar á yfirstand- andi kjörtímabili. í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla ís- lands sem birtist í nóvember sl. mældist fylgi Samfylkingarinnar til að mynda 16,6%, í skoðanakönnun Gallup sem birtist í lok desember sl. mældist fylgi hennar rúmlega 14% og ef marka má skoðanakönnun DV sem kynnt var 5. janúar sl. er stuðn- ingur við Samfylkinguna um 15,5%. Samkvæmt þessu hefur Samfylking- in tapað um helmingi fylgis síns á þeim rúmum átta mánuðum frá því alþingiskosningarnar fóru fram. I samtölum Morgunblaðsins við forystu- og fylgismenn Samfylking- arinnar viðurkenna þeir flestir að staða hreyfingarinnar sé ekki beys- in. „Staðan er alls ekki eins góð og ég hefði viljað sjá hana,“ segir tals- maður Samfylkingarinnar, Margrét Frímannsdóttir, og aðrir neita því ekki að vonbrigðin séu vissulega fyr- ir hendi. „Eg væri að ljúga ef ég héldi því fram að ég væri ekki von- svikinn,“segir Össur Skarphéðins- son, þingmaður Samfylkingarinnar, en aðspurður bætir hann því við, eins og reyndar aðrir, að hann sé fjarri því að gefast upp. Flestir ef ekki allir halda því fram að einungis sé um tímabundið ástand að ræða og binda miklar vonir við að stofnfund- ur Samfylkingarinnar, sem væntan- lega verður haldinn í mars eða apríl nk., eigi eftir að bæta stöðu hreyf- ingarinnar. „Samfylkingin mun reisa sig og hún mun gera það fljót- lega eftir að hún er orðin að form- legu stjórnmálaafli," segir Margrét Frímannsdóttir og bætir við: „Eg fer fyrst að hafa verulegar áhyggjur af henni verði fylgi hennar á svipuð róli og nú eftir hálft ár.“ Forystuleysi Samfylkingarinnar sem og sú staðreynd að hún hafi enn ekki orðið að formlegu stjórnmála- afli eni þær skýringar sem helstar eru dregnar fram þegar samfylking- armenn eru inntir eftir ástæðum þess að staða Samfylkingarinnar er ekki betri en raun ber vitni. Aðrar ástæður eru einnig nefndar - svo sem hve erfiðlega hafi gengið að koma stefnumálum hennar til skila til almennings. Skýringarnar á stöðu Samfylkingarinnar eru þvi margar enda væri lausnin einföld væri ástæðan bara ein, eins og Sighvatur Björgvinsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, bendir réttilega á. „Samfylkingin er ekki orðin að formlegu stjórnmálaafli og sömu- leiðis hefur formleg forysta ekki verið kosin. Hefur það verið okkur sem sitjum á þingi fyrir Samfylking- una fjötur um fót,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og í sama streng taka aðrir samfylkingarmenn. „A meðan við erum ekki með neinn for- mann sem hefur verið kjörinn til for- ystu er auðvitað mjög erfitt að ná flugi í pólitíkinni," segir flokksbróðir Þórunnar. „Allar hinar stjórnmála- hreyfingarnar á þingi eru með ákveðna forystumenn sem halda lið- inu saman. Talsmaður Samfylking- arinnar, Margrét Frímannsdóttir, hefur hins vegar ekki verið kjörin og því hefur hún allt aðra stöðu.“ Gísli S. Einarsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, tekur undir orð flokks- systkina sinna um að forystuleysið hái Samfylkingunni en dregur á hinn bóginn í efa að staða hreyfing- arinnar sé eins slæm og skoðana- kannanir gefa til kynna. Hann segir, reynslu sína þá í Vesturlandskjör- dæmi, að margir bíði í ofvæni eftir formlegri stofnun flokksins og vilja þangað til ekki binda trúss sitt við Samfylkinguna. Stefnan ekki skýr? Því hefur verið haldið fram að stefna Samfylkingarinnar hafi ekki verið nógu skýr og benda sumir samfylkingarmenn á í því sambandi að kosningastefnuskrá Samfylking- arinnar fyrir síðustu kosningar hafi verið byggð á málamiðlunum milli þriggja ólíkra flokka. Kosninga- stefnuskráin hafi því einkennst af slíkum málamiðlunum og línur hafi því ekki verið nógu hreinar og skýr- ar. Það muni þó breytast þegar Samfylkingin verði að formlegu stjórnmálaafli því þá verði mál ekki afgreidd í málamiðlun milli þriggja flokka heldur á vettvangi Samfylk- ingarinnar sjálfrar. Margrét Frí- mannsdóttir segir í þessu sambandi, eins og fleiri að Samfylkingin þurfí að marka sér skýrari stefnu og tek- ur fram að í þeim tilgangi sé m.a. ætlunin að birta stefnuskrá flokks- ins á komandi stofnfundi. „Við þurf- um að ganga frá okkar stefnuskrá," segir hún og bendir jafnframt á að kosningastefnuskrá verði að hluta til inni í nýrri stefnuskrá. „Að auki verður í stefnuskránni ýmislegt ann- að svo sem miklu skýrari og afmark- aðri stefna í umhverfísmálum og í verkalýðspólitík," segir hún. „Með skýrari stefnuski-á verður síðan unnt að marka Samfylkingunni skýrari sess sem vinstri jafnaðar- mannaflokkur." Jóhanna Sigurðardóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, er hins vegar ein þeirra sem heldur því fram að stefna Samfylkingarinnar sé skýr en vandamálið hafi verið að koma henni til skila til almennings. „Stefnan er skýr í mínum huga en það er eins og þessi stefna hafi ekki náð til fólksins. Ég tel hins vegar að það geti breyst á næstu vikum, þ.e. ef okkur tekst að formfesta Samfylkinguna, eins og á að gera, og skerpa um leið mál- efnagrundvöllinn og sýna fram á að Samfylkingin er mikill umbótaflokk- ur sem byggist á jöfnuði og réttlæti og er skjól fyrir þá sem minna mega sín. Ef okkur tekst þetta verðum við trúverðugur valkostur sem nær til fólksins." Þegar viðmælendur er spurðir að því hvort mikill málefnalegur ágreiningur sé innan Samfylkingar- innar eru svörin yfirleitt þau að ágreiningurinn sé ekki meiri en gengur og gerist í öðrum flokkum. „Það er býsna gott samstarf milli einstaklinga og hópa í þingflokknum og ekkert undan því að klaga en hvað varðar áherslumun í einstökum málum þá er hann ekkert meiri en til að mynda í Sjálfstæðisflokknum,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar. „Það koma auðvitað upp einstök mál sem eðlilega er tekist á um og í stórum flokki væri óeðlilegt ef svo væri ekki.“ Einar Már Sigurðarson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, segir í þessu sambandi að samfylkingarmenn hafi margir hverjið látið það fara í taug- ai-nai- á sér að það væri notað gegn hreyfingunni að innan hennar væri sundrang, ósamlyndi „eða hvað þetta er nú allt saman kallað,“ segir hann. „Þetta er auðvitað að hluta til bara eðlilegur hluti í lifandi stjórn- málahreyfingu að menn séu ekki sammála um alla hluti. Það er auð- vitað grundvöllur lifandi stjórnmála- umræðu að menn takist á um mál og ræði þau fram og til baka og að nið- urstaðan verði kannski sú að menn séu ekki alveg sammála." Annar þingmaður fullyrðir eins og reyndar fleiri, að andinn sé góður innan þing- flokksins og tekur jafnframt undir þá skoðun að enginn grundvallará- greiningur sé innan Samfylkingar- innar um einstök málefni. „Hins vegar er oft einhver blæbrigðamun- ur á skoðunum manna eins og oft vill verða þegar margir koma saman.“ Enn annar samfylkingarmaður tek- ur undir þetta en bendir jafnframt á að að fortíðin þvælist kannski dálítið fyrir mönnum án þess þó að það hafi skapað teljandi vandi'æði. Flóknara en menn héldu Enn ein skýringin á slakri stöðu Samfylkingarinnar um þessar mundur er hve langan tíma það hafi tekið að koma henni á koppinn sem formlegum stjórnmálaflokki. Benda sumir á að það ferli hafi tekið mun lengri tíma en vonir margra stóðu til í upphafi. „Vafalaust töldu margir og þar á meðal ég að það yrði ákaflega létt verk að samþætta þessi fjögur ólíku stjórnmálaöfl sem standa að Samfylkingunni," segir Össur Skarphéðinsson. „Auðvitað tók þetta lengri tíma en nokkur maður gerði sér grein fyrir,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir ennfremur. Guðrún Ögmundsdóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, segir sömu- leiðis að það hafi staðið hreyfingunni fyrir þrifum hve seint það hafi geng- ið að koma á fót öflugu baklandi til að mynda í gegnum kjördæmafélög- in. Það sé hins vegar að fæðast um þessar mundir með stofnun kjör- dæmafélaganna í „gömlu“ kjördæm- unum átta. Guðrún tekur þó fram að það sé ekkert óeðlilegt við það hve „hægt“ þetta hafi gengið enda verið að sameina þijú stjórnmálaöfl auk Þjóðvaka með Jóhönnu Sigurðar- dóttur í broddi fylkingar. „Það hefur verið viss óþolinmæði í gangi,“ segir hún, „og get ég vel skilið hana en fólk verður bara að vera þolinmótt og telja upp að tíu.“ A svipuðum nótum talar Einar Már Sigurðarson en hann segir að samfylkingarferlið hafi í raun verið mun flóknara en margir hafi gert sér vonir um. Hann útskýrir eins og aðrir að þeir sem koma að stofnun Samfylkingarinnar komi úr fjórum áttum og því taki það einhvern tíma að „hrista menn saman þannig að þeir nái þeim takti sem nauðsynleg- ur er,“ segir hann. Einar kveðst einnig í þessu sambandi telja að „uppeldisstarfinu“, eins og hann kallar það, sé í raun og vera ekki lokið, þ.e. uppeldisstarfi sem miði að því að kalla fram aðra hugsun og önnur vinnubrögð en í smáflokkum. Til að mynda að láta ekki fara í taug- arnar á sér að það sé notað gegn Samfylkingunni að hún sé ekki sam- mála um alla hluti. Aðrir benda einn- ig á að í flokkunum séu hátt í annað hundi-uð sjálfstæð flokksfélög og að það hafi tekið sinn tíma að tryggja það að þessi félög verði samstiga forystu flokkanna í sameiningarferl- inu. Líklega fulltrúa- ráðsfundur Eins og fyrr sagði er gert ráð fyr- ir því að stofnfundur Samfylkingar- innar verði haldinn í mars eða apríl nk. Eins og kunnugt er hafa kjör- dæmaráð Samfylkingarinnar verið stofnuð í öllum kjördæmunum átta en auk þess, segir Margrét Frí- mannsdóttir, þarf að ganga frá lög- um Samfylkingarinnar og meginlín- um stefnuskrárinnar áður en sá fundur verður haldinn. „Þá þarf að undirbúa hvernig við stöndum að okkar forystukjöri," segir Margrét og kveðst búast við því að fulltrúar félaga Samfylkingarinnar komi til með að kjósa forystuna. „Ég á frek- ar von á því að þetta verði fulltrúa- ráðsfundur þar sem fulltrúar allra félaganna koma til með að kjósa for- ystuna.“ Innt eftir því hvort það muni verða mikið verk að ganga frá stefnuskránni segir hún svo ekki vera. „Við munum leggja megin áherslu á nokkur atriði í mjög víðum skilningi, svo sem umhverfismálin, verkalýðsmálin og kjarabaráttuna. Þá munum við í stefnuski’ánni fjalla um kjaramál eldri borgara og ör- yrkja." Margrét segir ennfremur að stefnt sé að því að marka Samfylk- ingunni skýra stöðu vinstra megin við miðju á fundinum. „Ýmislegt hefur orðið til þess að okkur hefur ekki tekist að koma því nógu vel til skila að við erum róttækur jafnaðar- mannaflokkur vinstra megin við miðju. Okkar verk framundan er því að koma því betur til skila.“ Þegar viðmælendur eru inntir eft- ir stöðunni í formannsmálum kemur í ljós að mörg nöfn komi til greina, eins og fram kom í frétt Morgun- blaðsins í vikunni. Hins vegar hefur enginn lýst fonnlega yfir framboði og bæði Sighvatur og Margrét segj- ast ekki á þessari stundu vilja lýsa yfir stuðningi við Össur Skarphéð- insson, þótt þau telji hann bæði efni- legt fomannsefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.