Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 38
38 LAUGAKDAGUR 8. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. WAL-MART OG SAMKEPPNIN ÞAÐ er greinilegt að verðlag í íslenskri matvöruverslun hef- ur smám saman verið að fikra sig upp á við á síðustu miss- erum. Eftir að hafa verið stöðugt og jafnvel farið lækkandi um all langt skeið virðist sem hvatinn til að halda verðlagi niðri sé að hverfa. Sértilboðum fer fækkandi og ná til færri vöruflokka. Neytendur gera sér flestir grein fyrir því hvað er að gerast og í verðkönnunum er þróunin reglulega staðfest. En hver skyldi skýringin vera? Er hugsanlegt að sú mikla samþjöppun sem átt hefur sér stað í íslenskri smásöluverslun og sú óhjákvæmilega fákeppni sem fylgt hefur í kjölfarið sé að leiða til þess að samkeppni í matvöruverslun hverfi? Ekki síst var augljóst í aðdraganda jólanna að verslanir töldu sig ekki þurfa að leggja jafnmikið á sig og áður til að fá neytendur til viðskipta við sig. Hið versta er að neytendur eiga ekki mörg vopn í þessari baráttu. Verðkannanir mynda ákveðinn þrýsting en koma að takmörkuðu gagni ef neytendur eiga ekki nógu marga valkosti á markaðnum. Hvers vegna að lækka verð ef neytendur geta hvprt sem er ekki leitað annað? I þessu ljósi er forvitnilegt að fylgjast með því sem er að ger- ast á meginlandi Evrópu, ekki síst í Þýskalandi. Þar hafa versl- anakeðjur lengi komist upp með að sinna ekki sjálfsagðri þjón- ustu við neytendur og halda jafnframt uppi tiltölulega háu verðlagi. Á því er nú að verða mikil breyting eftir að bandaríska risafyrirtækið Wal-Mart kom inn á markaðinn. Wal-Mart, sem er stærsta verslanakeðja veraldar, hefur á síðustu árum verið að færa út kvíarnar með kaupum á fyrirtækjum í Þýskalandi og Bretlandi auk þess sem fyrirtækið hefur verið að þreifa fyrir sér í Frakklandi. Þetta hefur valdið miklum titringi meðal evrópskra fyrirtækja, sem sjá fram á samkeppni við mun harð- skeyttari keppinaut en þau hafa til þessa þurft að takast á við. Hingað til hefur Wal-Mart aðallega unnið að því að undirbúa sókn sína en líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í gær virðist sem hún sé nú að hefjast fyrir alvöru. Tilkynnti fyrirtækið í vik- unni að verð á fjölmörgum vörutegundum í þýskum verslunum þess, matvöru jafnt sem heimilistækjum, yrði lækkað um allt að 20%. Getur verið að eina leiðin til að koma á eðlilegri sam- keppni í íslenskri smásöluverslun sé að öflugt erlent fyrirtæki á borð við Wal-Mart hefji hér starfsemi? MISVÍSANDI UPPLÝSINGAR IVIÐTALI við Morgunblaðið sl. þriðjudag, var eftirfarandi haft eftir Valgerði Sverrisdóttur, hinum nýja viðskipta- og iðnaðai’- ráðherra um stöðu Fljótsdalsvirkjunar og álvers á Reyðarfirði: „Aðspurð um stöðu málsins sagði Valgerður ljóst, að tímaáætlunin hefði ekki alveg staðizt eins og ráð var fyrir gert í tímaáætlun, sem undirrituð var í sumar.“ Þetta mat ráðherrans staðfesti Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, í samtali við Morgunblaðið sl. mið- vikudag. I frásögn blaðsins af því samtali segir m.a.: „Hann segir, að sú staðreynd, að ekki sé búið að ganga frá þeim samningum varðandi fyrsta áfanga álvers í Reyðarfirði, sem áttu að liggja fyrir í árslok, samkvæmt viljayfírlýsingu ríkisstjómarinnar, Lands- virkjunar og Norsk Hydro, geri það að verkum að halda þurfi vel á spöðunum næstu mánuði eigi áætlanir um framkvæmdir að ganga eftir. I því sambandi sé mikilvægast að stofnað verði félag um byggingu álversins en fyrr en það hafí verið gert hafi Landsvirkjun ekki viðræðuaðila til að semja við um raforkuverð vegna fram- leiðslunnar. I viljayfírlýsingunni em tímasettir helztu áfangar sem vinna þurfí að á næstu mánuðum og þar er gert ráð fyrir, að fyrir 31. desember skuli liggja fyrir drög að yfirlitssamningi og aðrir helztu samningar, sem nauðsynlegir séu fyrir verkefnið, svo sem hluthafasamningur, samningur um rafmagnsverð, sölu- og mark- aðssamningur, samningur um útvegun hráefnis, heimild til stækk- unar og fleira.“ Augljóst er að sumir þessara samninga liggja alls ekki fyrir og svo virðist sem t.d. þeir aðilar, sem undirbúa fjármögnun álversins leggi ekki jafn mikla áherzlu á stofnun undirbúningsfélags eins og talsmaður Landsvirkjunar. Þannig sagði Erlendur Magnússon, stjómarformaður Hæfis, þess félags, sem er að undirbúa stofnun félags um byggingu álvers „að vinna í þessum efnum væri í fullum gangi, þó ekki væri búið að stofna félagið, enda væri það bara eitt af mörgum verkum, sem þyrfti að sinna í þessum efnum. Innihaldið væri kannski mikilvægara en umbúðirnar. Hann teldi þó að ekki væri langt í að farið yrði í það verk, þó ekki væri búið að festa neinn tíma enn þá í þeim efnum". Þórður Friðjónsson, sem er formaður samræmingarnefndar vegna virkjana- og álversframkvæmdanna, segir hins vegar í sam- tali við Morgunblaðið í gær „að undirbúningsvinna vegna fram- kvæmdanna gangi samkvæmt áætlun og tímaáætlun í þeim efnum standist í öllum aðalatriðum". Hvað veldur þessum misvísandi upplýsingum? S Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssíma L setja eðlilegan ramma um starfsemi Þ ÓRARINN V. Þórarinsson, forstjóri Landssíma íslands hf., segir að Landssíminn hail verið í stefnumótunar- vinnu nánast allt síðastliðið ár. Þeirri vinnu hafi lokið í nóvembermánuði með því að stefna fyrirtækisins og stefnumarkmið hafi verið gefin út. „Við skilgreinum fyrirtækið nú þann veg að það sé upplýsingatæknifyrir- tæki. Við erum ekki lengur einhliða símafyrirtæki eins og áður var og við höfum sett okkur það markmið að veita yfirburðaþjónustu á öllum okkar starfssviðum bæði í tæknilegu og við- skiptalegu tilliti. Við höfum jafnframt sett okkur það markmið að vera hér eftir sem hingað til með hvað lægst verð á okkar þjónustu af öllum helstu fjarskiptafyrirtækjum Evrópu. Þetta eru markmið Símans og þau eru mjög skýr. Við erum eina fjarskiptafyrir- tækið sem býður þjónustu í öllum greinum samskipta. Það er okkar styrkur og á því ætlum við að byggja, þannig að við getum tryggt okkar við- skiptavinum örugg og öflug sambönd og aðgang að upplýsingum hvar og hvenær sem er. Okkur gekk mjög vel á síðasta ári, er viðskiptavinum okkar fjölgaði um nær 40 þúsund í GSM- kerfinu og um þúsundir í t.d. ISDN og hjá Símanum Intemet,11 sagði Þórar- inn. Sérstök áhersla á farsímakerfið Krafa um hreyfanleika „Við finnum að viðskiptavinir okkar gera kröfu um hreyfanleika. Þeir vilja geta verið í sambandi hvar sem er og þess vegna leggjum við mjög mikla áherslu á þróun þessa kerfis. Við erum núna með 75% markaðshlutdeOd og höfum mjög öflugan keppinaut, þar sem er Tal, sem hefur sótt í sig veðrið. Við fengum 60% af aukningunni á síð- asta ári í okkar hlut og við erum bjartsýn hvað varðar framhaldið í þessu efni. Við leggjum líka áherslu á þróun gagnaflutningstækni almennt. Þar er núna komin mjög öflug sam- keppni og fleiri tæknilausnir sem keppa um hylli viðskiptavina. Við er- um þar í samkeppni við fyrirtæki á borð við Loftnet, Skýrr, Gagnaveituna, íslands- síma og fleiri mætti nefna þar tfl, sem veita okkur af- ar hvetjandi samkeppni á því sviði. Henni erum við Eina fjarsk fyrirtækið býður þj dni öllum greii Hann segir að Landssíminn hafi lagt sérstaka áherslu á uppbyggingu farsímakerfisins á undanförnum miss- erum og hafi tekist að vera leiðandi í öllum tækninýjungum á því sviði. Aukningin á notkun GSM-síma hafi á síðasta ári verið mest hér í öllum lönd- um Evrópu. Tækninýjungar sem kynntar hafi verið á síðasta ári hafi mælst mjög vel fyrir og Landssíma- menn sjái fyrir sér að áhersla á gagna- flutning yfir GSM-kerfið eigi eftir að fara hraðvaxandi. Þeir hafi tekið upp samstarf við fjármálastofnanir um bankalínur og GSM-bankinn sé skemmtileg nýjung sem njóti hrað- vaxandi vinsælda. Þeir hafi líka kynnt nýja gagnaflutningstækni og á næst- unni muni þeir kynna fyrir viðskipta- vinum sínum nýjan hugbúnað frá Net- verki, sem gefi færi á að minnsta kosti sexföldun á flutningshraða textaskjala í GSM-kerfinu, sem geri það kerfi að raunverulegum valkosti fyrir þá sem séu mikið á ferðinni og noti fartölvur bæði innanlands og erlendis. Á næstu mánuðum verði síðan WAP-tæknin kynnt sem þýði beinan aðgang að Net- inu um GSM-síma og síðar á árinu verði innleidd ný gagnaflutningstækni í GSM-kerfinu, sem gefi færi á gagna- flutningshraða sem sé nánast sam- bærilegurvið ISDN-tengingar. Ný fjarskiptalög setja starfsemi á sviði fjar- skipta eðlilegan ramma og Landssíminn er sáttur við það samkeppnisum- hverfí sem þar er lagt upp með, að sögn Þórar- ins V. Þórarinssonar, for- stjóra Landssímans. Hann segir í samtali við Hjálmar Jónsson að það sé bæði tímabært og nauðsynlegt að fyrirtæk- ið verði einkavætt. Netnotkun hvergi meiri í heiminum að mæta með því að innleiða nýja tækni. Við vorum fyrstir til þess og mjög framarlega í því að taka upp pakkaskiptan gagnaflutning um svo- nefndar ÁTM-flutningsleiðir sem við höfum byggt upp út um landið og hér á Reykjavíkursvæðinu. Það er tækni sem gefur færi á bæði miklu meiri hraða og betri nýtingu á flutningsleið- unum. Við getum horft til síðasta árs með býsna mikilli ánægju og bent á það að þegar áhrif þessarar nýju tækni og endurskoðun gjaldskrár fyr- ir leigulínur eru vegin saman, er um að ræða 50-80% lækkun á kostnaði við flutning á stærri samböndum um lengri leiðir,“ sagði Þórarinn. Hann sagði að íslenski markaðurinn væri afar kröfuharður og það væri meiri eftirspum hér eftir öflugi'i flutn- ingsleiðum en annars staðar. Netnotk- un væri hvergi meiri í heiminum en hér hvort heldur miðað væri við hlut- fall notenda af íbúafjölda eða tímann sem menn verðu á Netinu. Það væru aðeins Bandaríkjamenn sem sætu ör- lítið lengur við heldur en íslendingai', sem sýndi áhugann hér á landi og væri auðvitað vitnisburður um það að flutn- ingsleiðir og verðlagning Landssím- ans hefðu ekki staðið í vegi fyrir upp- byggingu þessarar þjónustu hér á landi heldur stutt hana. „Við skynjum það að krafan er um meiri hraða, sítengingu, auðvitað um lægri kostnað og öllum þessum áhersl- um okkar viðskiptavina erum við að mæta með tækninýjungum á borð við ADSL, sem hefur verið kallað breið- band yfir koparinn. Við erum byrjuð í smáum stíl að selja þá þjónustu og bjóðum hana frá 256 kb upp í 1,5 Mb, en komum til með að byggja hana upp af fullum krafti frá marsmánuði, en það er mikil eftirspum eftir þessari þjónustu," sagði Þórarinn. Hann sagði að stóru símafyrirtækin í Evrópu og Ameríku sem réðu yfir kopardreifikerfunum hefðu lagt mikla áherslu á þróun þessa búnaðar til að auka flutningsgetuna og miðuðu við það að geta notað koparkerfin áfram til þess að bjóða bandbreiðan flutning. Landssíminn hefði hins vegar valið þann kost að byggja jafn- framt upp nýtt framtíðar- kerfi, því auk þess að taka upp ÁDSL-tæknina, sem þeir vissu að yrði mjög eft- irsótt, væri búið að tengja ing fjarskipta og vaxandi krafa um bandbreidd. Þessum kröfum ætlum við að mæta með þessu gríðarlega öfl- uga kerfi ljósleiðara og breiðbands- lausna. Intemetið er að breyta því hvernig fólk á viðskipti og hagar dag- legu lífi sínu og tækifærunum í þess- um efnum ætlum við að sinna,“ sagði Þórarinn. um 35% heimila á landinu við breið- bandskerfi byggt á ljósleiðara og það yrði meginflutningsleið fjarskipta í framtíðinni. „Við emm þegar byrjuð tilraunir með gagnvirkan flutning yfir breið- bandskerfið og þá eram við að horfa á mögulega flutningsgetu allt upp í 30 Mb. Ég sé það fyrir mér innan tiltölu- lega fárra missera að við munum bjóða hvora lausnina sem vera skal, þar sem menn geta tekið við sjón- varpsmerkjum, verið í netsamskiptum og notað símann. Höfuðþátturinn í sýn okkar á framtíðina er stóraukin þýð- Starfsmenn sítengdir heima Hann sagði að fyrirtækið starfrækti sérstaka rannsóknadeild sem tæki þátt í 3-4 samevrópskum rannsóknar- verkefnum á ári. Síminn hefði þá af- stöðu að bjóða ekki viðskiptavinum upp á nýjungar fyrr en þær hefðu ver- ið prófaðar ítarlega. Nú væri í gangi verkefni meðal starfsmanna Lands- símans þar sem könnuð væri hag- kvæmni þess fyrir fyrirtækið og fjöl- skyldur starfsmanna þess að starfsmenn væru sítengdir staðarneti fyrirtækisins. „Fyrstu niðurstöður era mjög áhugaverðar fyrir okkur. Við fáum þau viðbrögð frá starfsmönnum okkar að þessi sítenging inn á staðarnetið gefi þeim færi á að samræma betur fjölskyldulíf og ábyrgð í starfi. Það er minna mál til dæmis að hætta fyrr en ella af því að það er hægt að ljúka verkefninu heima og hvað fyrirtækið varðar þá fáum við alveg augljóslega betri frammistöðu starfsmanna með þessum hætti. Ég á von á því að þetta fyrirkomulag verði mjög vinsælt hér á næstunni hjá fyrirtækjum sem vilja auðvelda starfsmönnum sínum að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.