Morgunblaðið - 08.01.2000, Side 22
22 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000
URVERINU
MORGUNBLADIÐ
Misjöfn viðbrögð þingmanna við dómi Héraðsdóms Vestfjarða í máli Vatneyrar BA
Deilt um hvort bíða
skuli Hæstaréttar
Dómur Héraðsdóms Vestfjarða, þar sem komizt er að þeirri niðurstöðu að það
sé ekki brot gegn lögum um stjórn fískveiða að stunda veiðar án þess að hafa
til þess aflaheimildir, er umdeildur. Hjörtur Gíslason og Steinþör Guðbjarts-
son leituðu álits alþingismannanna Jóhanns Arsælssonar, Samfylkingunni,
Kristins H. Gunnarssonar, Framsóknarflokki, og Steingríms J. Sigfússonar,
Vinstrihreyfíngunni - grænu framboði, á dómnum og sýnist sitt hverjum. Að-
ur hefur Morgunblaðið birt álit Frjálslynda flokksins og Arna M. Mathiesen
sjávarútvegsráðherra, á dómnum.
Steingrímur J. Sigfússon
Gæti haft
víðtækar
afleiðingar
„VERÐI þessi dómur staðfestur af
Hæstarétti er eins gott að horfast í
augu við að það gæti haft mjög víð-
tækar afleiðingar. Að vísu geta við-
brögðin þá orðið með ýmsum hætti
og það fer auðvitað eftir því hvernig
dómsorð yrði að hálfu Hæstaréttar.
Hvort hann beinlínis dæmir sjálfan
grundvöll kvótakerfisins af, eða
hvort hann skilyrðir með einhverj-
um hætti framkvæmdina," segh-
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs, í samtali við Morgunblað-
ið.
„Þegar fyrri dómur féll um úreld-
inguna varaði ég og fletri við því að
viðbrögðin væru of lítil. Menn tækju
það ekki nógu alvarlega sem gerzt
hefði. Ég man að ég rifjaði það upp
að í raun og veni væru bæði úreld-
ingarreglurnar og viðmiðun afla-
marksins sprottin af sömu rót. Það
er að segja af þeim skipum og þeim
afla, sem þau drógu að landi á við-
miðunarárunum. Það vill nefnilega
svo til að rúmmálið, sem átti í hlut,
átti sér líka uppruna í sama flota á
nokkurn veginn sömu viðmiðunar-
árum. Ég taldi þar af leiðandi alltaf
að menn yrðu að horfast í augu við
það, að í næstu umferð gæti þetta
beinzt að aflamarkinu og þá væntan-
lega á svipuðum grunni og úrelding-
arreglurnar voru meðhöndlaðar.
Það hefði kannski verið réttlætan-
legt á sínum tíma að setja þessar
reglur, en það stæðist ekki að halda
þessu lokuðu um aldur og ævi með
þessum hætti.
I framhaldinu gætu menn svo
ályktað sem svo að með því að gera
ákveðnar breytingar á kerfinu, sem
opnaði nýjum aðilum leið inn, stæð-
ist það. Ég bjó mig alltaf undir það
að slík gæti útkoman orðið, þegar
þessi hluti málsins gengi fyrir dóm-
stóla. Það var auðvitað augljóst að
svo færi í framhaldi af fyrri dómi um
veiðileyfi og úreldingarreglur.
Réttindin verði
byggðatengd
Burtséð frá þessum málaferlum
hef ég verið þeirrar skoðunar lengi,
að það eigi að gera róttækar breyt-
ingar á þessu kerfi hvort sem er. í
mínum huga er einboðið að nota
þetta tilefni til þess og þá vildi ég sjá
að þessi réttindi yrðu byggðatengd
að verulegu leyti á nýjan leik. Það er
ráðstöfun, sem ég efast ekki um að
hægt sé að útfæra þannig að hún
standist. Spurningin er þá kannski
um það hvernig mönnnum verður þá
að öðru leyti gert kleift að keppa eða
komast inn í greinina, þannig að
hægt sé að segja að allir standi
sæmilega jafnfætis.
Nú er bara að bíða og sjá og æski-
legt er að fá niðurstöðu í þetta mál
sem allra fyrst. Ég treysti því að
reynt verði að hraða meðferð þessa
máls í Hæstarétti, þannig að niður-
staða fáist sem fyrst þó ég sé ekki að
mælast til þess að kastað verði til
höndunum við þetta vandasama
verk. Það liggur ljóst fyrir að mál-
inu verði áfrýjað og þá er það eðli-
legt, út frá þeim verkaskiptum að
dómstólarnir dæmi og Alþingi setji
lögin, en trufli ekki verk hvors ann-
ars, að þá verði niðurstöðu dómsins
beðið. Auðvitað gildir sá dómur
gagnvart lögunum eins og þau eru
og Alþingi getur að sjálfsögðu þegar
hafizt handa við að undirbúa sig.
Það til dæmis fullkomlega eðlilegt
að sjávarútvegsnefnd byrji að fjalla
um málið.
Þýðir ekki að hafa
allt á hornum sér
Mér fundust viðbrögð forsætis-
ráðherra í þessu máli ekki mjög yf-
irveguð, það sem ég heyrði til hans í
sjónvarpi í gær. Ég held að það þýði
ekki að bregðast svo við að hafa allt
á hornum sér og ætla að skjóta
sendiboðann. Við verðum að taka
þessa hluti mjög alvarlega eins og
þeir liggja fyrir. Það ætti heldur
ekki að koma mönnum óskaplega á
óvart þótt svona hlutir gerðust í
ljósi þeirrar miklu gagnrýni og
óánægju sem hefur verið með ýmis-
legt sem þessu kvótakerfi tengist.
Ég tel að menn hafi safnað glóð-
um elds að höfði sér, til dæmis með
því að taka aldrei á gróðasöfnun ein-
stakra aðila, sem hafa á umliðnum
árum hirt með sér milljarða út úr
greininni. Ég hef lengi barizt fyrir
því á því yrði tekið meðan réttindin
eru framseljanleg,“ segir Stein-
grímur J. Sigfússon.
Jóhann Ársælsson
Ekki rétt að
bíða eftir
Hæstarétti
„ÉG ER mjög undrandi á heims-
endaspám forsætisráðherra og
framkvæmdastjóra LIÚ vegna
þessa máls. Ég tel að menn þurfi að
nota tímann nú, horfast í augu við
að Hæstiréttur geti staðfest niður-
stöðu Héraðsdóms Vestfjarða.
Menn verða að laga stjórn fiskveiða
að þeim grundvallai'sjónarmiðum,
sem vitnað er til úr stjórnarskránni;
að kvótanum verði úthlutað á jafn-
réttisgrundvelli. Menn sem eru í
þessum atvinnurekstri búi ekki við
þá mismunun, sem nú er í sjávar-
útveginum," segir Jóhann Ársæls-
son, þingmaður Samfylkingarinnar.
Sóknarstýring eða
leiga veiðiheimilda
„Þetta er hægt að gera með
tvennum hætti. Ónnur leiðin er að
hverfa frá þessu fískveiðistjórnun-
arkerfi og taka upp meiri sóknar-
stýringar en við erum með núna,
fara alfarið í þann farveg. Hin leiðin
er sú að leigja út veiðiheimildirnar,
en það var það sem þjóðhagsstofu-
stjóri var að meina er hann var
inntur álits á þessu máli. Með því að
leigja út hluta veiðiheimilda á
hverju ári til einhverra tiltekinna
ára, er auðvelt að breyta kvótakerf-
inu í leigukvóta í stað þess að hann
sé bæði leigu- og sölukvóti eins og
hann er nú í höndum útgerðar-
manna.
Þetta er hægt án þess að raska
kerfinu sem slíku um nokkurn
skapaðan hlut. Þá er aðeins eigna-
grundvellinum breytt og myndað
jafnræði útgerðarmanna til að nálg-
ast veiðiheimildir á markaði. Þetta
er vel hægt að gera án nokkurra
sérstakra vandamála. Þetta mun
viðhalda að minnsta kosti, ef ekki
auka fiskveiðiarðinn. Það hafa ýms-
ir hagfræðingar sagt mér, en með
þessu er verið að færa meirihluta af
arðinum, kannski meiri en sumir
vilja, yfir til eigandans, samfélags-
ins.
Margir þurfa að éta
mikið ofan í sig
Þetta á að skoða þegar af fullri
ábyrgð en ekki bíða eftir því að
dómur Hæstaréttar falli. Staðfesti
hann þessa niðurstöðu og ekki liggi
fyrir ákvörðun um hvemig bregðast
skuli við þessu, er býsna erfitt að ná
tökum á ástandinu. Þann dag sem
dómur Hæstaréttar fellur, ætli
menn ekkert að gera, verða engar
reglur í gildi. Þá geta allir róið eins
og þeim sýnist. Sé forsætisráðherra
svo ábyrgðarlaus að hann ætli að
bíða þess dags og vera í fýlu út í allt
og alla, er hann að bjóða heim slíku
ástandi, en það þarf ekki að koma.
Það liggur fyrir að margir þurfa
að éta mikið ofan í sig, vegna þess
að þeir hafa fylgt þessari veiði-
stjómun eftir af mikilli hörku og
troðið henni ofan í kokið á þjóðinni.
Þessu mikla óréttlæti, sem stór
hluti þjóðarinnar upplifir sem slíkt.
Meirihluti Alþingis hefur gert þetta
í gegnum árin. Þurfi menn svo að
horfast í augu við að fiskveiðistjórn-
unin sé brot á stjórnarskránni eins
og margir hafa haldið fram, þá
verður það býsna erfitt fyrir ýmsa
að éta ofan í sig þessa stefnu. Þeir
eru menn að meiru ef þeir gera það
og setjast í alvöru niður við að gera
fiskveiðistjórnunina réttláta.
Spurningin nú er hvort innan
þessa kvótaflokka á Alþingi, sem
eru allir nema Frjálslyndi flokkur-
inn og Samfylkingin, sé fólk sem
treystir sér til að horfast í augu við
það að stefnan gengur ekki upp.
Þeir eru menn að meiru ef þeir gera
það, en sprengja ekki allt í loft upp
með dómi Hæstaréttar, komi hann
án þess að tekið hafi verið á mál-
inu,“ segir Jóhann Arsælsson.
Kristinn H. Gunnarsson
Endurskoð-
unarnefnd
kanni allar
leiðir
KRISTINN H. Gunnarsson, alþing-
ismaður og formaður þingflokks
Framsóknarflokksins, segir að
gangi dómur Héraðsdóms Vest-
fjarða eftir þýði það verulega breyt-
ingu, því dómurinn hafi í raun dæmt
úthlutun á aflahlutdeildinni ógilda
en hún sé grundvöllur kerfisins.
Þetta þýði samt ekki að afla-
markskerfið sé fyrir bí heldur þurfi
öðruvísi úthlutunarreglur. „Ég skil
dóminn líka þannig að hann telji
nauðsynlegt að vera með tíma-
bundna úthlutun en ekki varanlega
úthlutun, en mér sýnist þetta vera
tvö meginatriði dómsins," segir
Kristinn.
Setja ný lög eða
breyta gildandi lögum
Spurður um áhrif dómsins, verði
málinu áfrýjað eins og gert er ráð
fyrir og hann staðfestur í Hæsta-
rétti, segir Kristinn að þá verði
Aþingi að setja ný lög eða breyta
gildandi lögum. „Eg gef mér það að
almenn samstaða sé um að frjálsar
veiðar allra verði ekki um að ræða,
að það þurfi að takmarka veiðarnar.
Þar sem dómurinn dregur það fram
að það megi vera aðlögunartími að
breyttu kerfi, mun Aþingi þá þurfa
að setja lög, í það minnsta til bráða-
birgða, varðandi stýringu veiðanna
eftir einhverju kerfi, trúlega aíla-
markskerfi, og síðan yrðu sett ný
lög eftir einhverja athugun."
Bíða eftir
úrskurði Hæstaréttar
Kristinn, sem er varaformaður
sjávarútvegsnefndar, telur ekki
ástæðu til að breyta lögunum fyrr
en úrskurður Hæstaréttar liggur
fyrir. „Það er skynsamlegt að bíða
eftir úrskurði Hæstaréttar en það
er líka skynsamlegt að huga að því
að skoða allar leiðir sem menn sjá til
að mæta sjónarmiðum dómsins. Ég
tel líklegt að Hæstiréttur muni stað-
festa þennan úrskurð, miðað við
hvernig hann er rökstuddur í hér-
aðsdómi með tilvísun í fyrri dóm
Hæstaréttar. Hins vegar er spurn-
ing hvort það sé rétt túlkun hjá hér-
aðsdómi að beita fimmtu greinar
röksemdarfærslu yfir á þá sjöundu
og Hæstiréttur verður að svara því
en dómur Hæstaréttar í desember
1998 fjallaði mikið um þessa úthlut-
un þó hann væri ekki með það við-
fangsefni til úrskurðar."
Uppboð ekki
endilega lausn
Að mati Kristins er ekki hundrað
í hættunni þótt það þurfi að breyta
kvótakerfinu og hann telur að breyt-
ing geti jafnvel verið af hinu góða.
„Við erum með endurskoðunar-
nefnd í gangi og mér finnst sjálfsagt
að hún líti á þessi mál, velti því fyrir
sér hvaða leiðir eru til til að mæta
þessum sjónarmiðum um jafnrétti
en það er mjög flókið mál. Menn tala
um að uppboð myndi mæta sjónar-
miðum um jafnrétti af því þá hafi
allir rétt til að bjóða í, en það þarf
ekki að vera alveg rétt, því menn
eru mjög misjafnlega búnir til að
bjóða í. Menn búa við misjöfn efni
og misjafna aðstöðu í bankakerfinu
og svo framvegis. Eins og staðan er
nú mega bara þeir sem eru með skip
vera með kvóta. Ætla menn að
breyta því? Uppboð þarf því ekki að
þýða að allir standi jafnir að vígi en
mér finnst allt í lagi að skoða það
mál þótt ég sé ekki stuðningsmaður
uppboðs."
Skráning nýrra sjóðsdeilda Verðbréfasjóða VÍB á VÞÍ
Útgefandi Verðbréfasjóðir VÍB hf., kt. 540489-1049, Kirkjusandi, 155 Reykjavík.
Umsjón með skróningu Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf., kt. 571186-1959, Kirkjusandi, 155 Reykjavik.
Skróning Skráðar verða tvær sjóðsdeildir Verðbréfasjóða VÍB hf., Sjóður 10 - úrval innlendra hlutabréfa og Sjóður 11 - löng skuldabréf.
Viðskiptavaki Verðbréfamarkaður Íslandsbanka hf. mun setja fram kaup- og sölutilboð á Verðbréfaþingi íslands á hverjum degi.
Hlutdeildarskírteini Þeir sem feia Verðbréfasjáðum VÍB hf. fé til ávöxtunar fá í hendur kvittun fyrir kaupum. Gefin eru út verðbréf í formi hlutdeildarskírteina ef þess er óskað.
Réttindi Allir sem eiga hlutdeild að sjóðsdeild eiga sama rétt til tekna og eigna sjóðsdeildarinnar í hlutfalli við eign sina.
Frekari upplýsingar Samþykktir Verðbréfasjóða VÍB, ársfjárðungsskýrslur, upplýsingar um ávöxtun og útboðslýsingu skv. reglum um útboðslýsingu verðbréfasjóða má nálgast hjá Verðbréfamarkaði íslandsbanka hf. á Kirkjusandi. 'W TTTl
VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Kirkjusandi, 155 Reylgavík. Sími: 560 8900. Myndsendir: 560 8910. Veffang: www.vib.is. Netfang: vib@vib.is.