Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 54
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HARALDUR MATTHÍAS- SON OG KRISTÍN ‘ SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR + Haraldur Matt- híasson fæddist í Háholti, Gnúpverja- hreppi 16. mars 1908. Hann lést 23. desem- ber síðastliðinn. Kristín Sigríður Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 16. apríl 1912. Hún lést 29. desember síðastlið- inn. ' titfor Haralds og Kristínar fór fram frá Dómkirkjunni 7. janúar. Jarðsett var í grafreit á Laugar- vatni. Það er varla ofmælt að hjónin, Haraldur Matthíasson og Kristín S. Ólafsdóttir, hafi verið óaðskiljanleg. Hið nána samband þeirra og félags- skapur kemur öðru fyrr í hugann nú þegar þau hafa kvatt svo að segja samtímis, sitt hvorum megin nýlið- innar jólahátíðar. Og þeir, sem þekktu þau best, hygg ég að séu einnig sammála um það að sjálf hefðu þau hugsað gott til slíkrar ♦Sfeámfylgdar í ferðina sem allir eiga að lokum að fara. Ferðalög vítt um land, ekki síst óbyggðir, voru reynd- ar eitt af mörgu sem þau áttu og nutu saman. Þau miðluðu öðrum með ýmsum hætti af þeirri reynslu sinni, það þekkja m.a. allir sem fylgst hafa með árbókum Ferðafélags Islands, en í því var Haraldur heiðursfélagi og Kristín handhafi gullmerkis þess. Þegar litið er yfir langt og merkilegt lífsstarf þeirra kemur víða í ljós hve náin samvinna þeirra hefur verið á .-^msuro sviðum. Það á við um ýmis onnur ritstörf en árbækurnar og þá ekki síður gerð hinnar þekktu heim- ildarmyndar um horfna atvinnu- og búskaparhætti. Allt ber það vitni um hve mjög þau hafa stutt hvort annað. Til þess er einnig gott að hugsa að leiðarlokum þegar látinna er saknað. I huga okkar Laugvetninga og sveitunga þeirra hjóna er e.t.v. rík- ast hvílíkur sjónarsviptir er að þeim, svo stórum svip hafa þau brugðið yf- ir samfélag okkar í þvi nær hálfa öld. Þau fluttust hingað með fjórum ung- um bömum sínum árið 1951, bjuggu afar þröngt í takmörkuðu íbúðarhús- næði Héraðsskólans íyrstu .árin en reistu sér brátt vandað íbúðarhús og nefndu Stöng. Veit ég ekki hvort réð “WKeiru um þá nafngift sú laugvetnska venja að nefna hús helst einkvæðum nöfnum (Björk, Hlíð, Mörk, Grund, Brún, Laug, Rein o.s.frv.) eða bæjar- nafn Gauks Trandilssonar, sveitunga Haralds. Hitt er víst að þaðan eiga margir að minnast gestrisni þeirra og höfðingslundar. Um það sem ann- að voru þau samtaka. Sundlaug létu þau gera í garðinum við húsið, sér og sínum til ánægju og heilsuræktar, og létu reyndar óátalið þótt nemendur nýttu sér hana við einstöku tækifæri. Þeir misnotuðu ekki umburðarlyndi þeirra og mörg síðustu árin þótti hjónunum til heyi-a að efsti bekkur Menntaskólans skryppi í laugina á dimission. % Þótt hér hafi verið lögð áhersla á samheldni þeirra Haralds og Krist- ínar fór því fjarri að þau væru steypt í sama mót. Kristín var um margt dæmigerð „ R ey kj avíkurs tú 1 k a“, fjöl- skylda hennar oft kennd við þekkt fyrirtæki sem naut almennrar virð- ingar í bænum. Hún var vel mennt- uð, smekkleg og listfeng, kenndi m.a. alllengi handavinnu, einkum leður- iðju, við Hússtjómarskólann hér á Laugarvatni. Hún hafði glaðlegt, að- laðandi viðmót og lífgaði umhverfi sitt. Haraldur var að sínu leyti frem- ur hlédrægur við fyrstu kynni og •vikki allra. Hann var eftirminnilegur fulltrúi þeirrar kynslóðar sem ólst upp undir sterkum áhrifum hinna svonefndu aldamótamanna - þar sem fullveldisbarátta og skilyrðis- laus alúð og rækt við þjóðleg verð- mæti voru ætíð í fyrirrúmi. Hann var af bændafólki og mun óhætt að segja “ð fjölskylda hans hafi verið þekkt að emstæðum skarpleik og námshæfi- leikum. Haraldur menntaðist af eig- in rammleik, las m.a. undir stúdents- próf utan skóla og lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum við Háskóla íslands á þremur árum - námi sem flesta tekur 5-6 ár eða meira - og vann þó jafnframt fyrir fjölskyldu sinni. Nautn af orðsins list í margvíslegu formi var honum í blóð borin, en lík- lega stóð þó stíll og frásagnarlist ís- lendingasagna honum næst hjarta. Áhugi hans á meðferð og beitingu máls er kveikjan að doktorsriti hans, Setningarform og stfll, og birtist skýrt í ritinu, Perlur málsins. Og áhuga hans og ást á landinu, ættjörðinni, sem honum þótti svo gott að ganga um, er að finna í riti hans um staðfræði Landnámabókar, Landið og Landnáma. Sá áhugi mun einnig hafa orðið til þess að hann vann með aðstoð Kristínar það þarfaverk að þýða hið merka stað- fræðirit Kr. Kálunds Um íslenska sögustaði. Fleiri ritstörf og greinar Haralds mætti telja, en hér skal að- eins að lokum nefnt að á síðasta ári bjó hann til prentunar og útgáfu samtíma frásögn sína af þingrofinu 14. aprfl 1931. Hann var þá og lengi síðar þingritari, beitti við það hrað- ritun, upptökutæki þess tíma, og mun hafa verið síðastur manna á lífi, þeirra er viðstaddir voru þennan sérstæða atburð í sögu Alþingis. Kennslustarfi Haralds verða ekki gerð skil í stuttri minningargrein. Hann réðst sem fyrr var sagt að Héraðsskólanum árið 1951 og kenndi við Menntaskólann frá stofn- un hans 1953 og til vors 1982. Ég verð að láta nægja að endurtaka hér fáein orð sem ég lét falla við skólaslit það vor: „í sem stystu máli má segja að störf Haralds við skólann hafi einkennst af því að bæta úr brýnasta vanda hverju sinni. Hann lagði á sig mikið erfiði með því að taka að sér kennslu í námsgreinum utan síns sérsviðs og er óséð að skólinn hefði haldið velli sem fullgildur mennta- skóli án þess fyrstu og erfiðustu árin. Flest árin hefur hann lagt á ráð um og skipulagt hina árlegu fjallgöngu að haustinu og miðlað af reynslu sinni og staðþekkingu. Hollustu hans við skólann þekkja allir og meta að verðleikum. Ómetanleg fyrirmynd hefur hann verið nemendum sínum um skyldurækni og vandvirkni. Um skýra framsetningu og óvenjulegt vald á móðurmálinu og beitingu þess standa honum fáir á sporði og ég hygg að seint verði ofmetin þau áhrif sem orðsnjall og kjarnyrtur kennari hefur á nemendur sína. Ég flyt Har- aldi bestu þakkir skólans, nemenda hans og samstarfsmanna." Þessi síð- ustu orð eru hér áréttuð. Ég leyfi mér loks að tjá persónu- legar þakkir fyrir löng kynni af þeim hjónum, Haraldi og Kristínu, og vin- áttu um áratuga skeið, samvinnu alla hér á Laugarvatni og samverustund- ir. Það er ekki síst kært í minningu að hafa fengið að ferðast með þeim um heillandi öræfi lands okkar, ber- andi aðeins allra brýnustu nauðsynj- ar og hafa ekki annan gististað en göngutjaldið. Bömum þeirra og fjölskyldum þeirra öllum sendum við Rannveig einlægar samúðarkveðjur. Kristinn Kristmundsson. Síminn hringir, það er vinkona okkar á Laugarvatni sem tilkynnir okkur að dr. Haraldur Matthíasson sé látinn. Hann var burt kallaður á heimili Óla sonar síns hér í Reykja- vík. Það er ólýsanleg hryggð sem grípur mann þegar tryggðavinur í áratugi hverfur svo fljótt og enginn er fyrirvarinn. Dr. Hai-aldur var mikið hraustmenni og hafði sem ungur maður orðið að brjótast áfram og í engu til sparað, hvorki orku, tíma né svefni, til að ná áfram til æðstu mennta. Hingað vorum við komnar með skrif okkar um dr. Harald þegar Jó- hanna dóttir hans hringir og segir okkur að móðir sín og eiginkona Haralds, frú Kristín Ólafsdóttir, sé látin, aðeins nokkrum klukkustund- um eftir kistulagningu Haralds. Systkinin ætluðu að fá hana með sér að kistulagningunni en hún treysti sér ekki til þess. Svona getur lífið verið grimmt og grátt, en þó blandað fegurð og dásamleika. Kristín og Haraldur fluttust að Laugarvatni árið 1951 og var hann þá ráðinn til kennslustarfa, fyrst við Héraðsskólann og síðan við Mennta- skólann eftir að hann var stofnaður. En við sem þessar línur ritum kom- um til Laugarvatns ári síðar eða haustið 1952, ráðnar til kennslu- starfa við Húsmæðraskóla Suður- lands. Frá upphafi vega mynduðust óvenjusterk vináttubönd milli okkar fjögurra sem aldrei bar skugga á, heldur efldust með hverju árinu sem leið. Fyrstu árin á Laugarvatni bjuggu Haraldur og Kristín við þrengsli og lélegan húsakost, en það létu þau ekki á sig fá. Þau voru yfir það hafin að láta ytri aðstæður hafa áhrif á kærleiksríkt hjónaband og heimilis- líf með fjórum elskulegum börnum sínum. En ekki leið á löngu þar til þau byggðu sér glæsihús sem var umvafið rósum, trjám og öðrum fógrum gróðri. Þar ólu þau börnin sín upp í kærleika, friði og heilbrigðu frjálsræði. Kristín kenndi í mörg ár leður- vinnu við Hússtjórnarskóla Suður- lands. Vinnutíma sinn horfði hún ekki á, heldur hlutina sem nemendur bjuggu til, að þeir væru fagrir og nytsamir. A handavinnusýningum skólans vöktu þeir oft mikla athygli gesta. Kristín og Haraldur voru í raun afar ólíkar persónur en með órjúf- andi ást, virðingu og skilningi hvort á öðru lifðu þau í óvenju traustu og ástríku hjónabandi sem ekki fór framhjá neinum sem til þekktu. Uppeldi barnanna var þeirra háleit- asta takmark og var ekkert til spar- að við að styðja þau í að ná þeim markmiðum sem hugur þeirra hvers og eins stefndi að fyrir framtíðina. Fengu þau Kristín og Haraldur þá umhyggju og hjálp margendur- goldna alla tíð, ekki síst þegar þau gerðust ellimóð og hjálpar þurfi. Haraldur var ekki allra en í góðra vina hópi var hann hrókur alls fagn- aðar og gerðist ósjaldan forsöngvari og jafnvel einsöngvari og lagði oftar en ekki til frumsamin sönglög sem hæfðu tilefninu hverju sinni. Kristín var vel greind kona, einstaklega ljúf, gæf og glaðlynd að eðlisfari. Hún var afar skemmtileg blanda af náttúru- baminu sem naut þess að ganga með manni sínum um hálendi Islands þvert og endilangt svo dögum skipti og heimsdömunni sem naut sín í glæsiveislum, kaupmannsdóttirin úr Reykjavík. Við minnumst göngu- ferða okkar með Kristínu á góðviðr- isdögum upp að Jónasarstyttu á Laugarvatni. Oft speglaðist sjálf Hekla í lygnu Laugarvatninu. Það var fagurt sjónarspil sem greyptist inn í sjálfa sálina. Við eigum Kristínu og Haraldi margt gott upp að unna sem við með bljúgum hug þökkum fyrir á skilnaðarstund. En hér skal staðar numið. Mæt merkishjón hafa lokið farsælli lífs- göngu sinni, þau voru samstiga í líf- inu og saman ganga þau inn í eilífð- ina. Þau verða lögð til hinstu hvílu við hlið sonar síns í Laugarvatns- kirkjugarði. Guð styrki ástvini þeirra alla á sorgarstundu og blessi minningu Kristínar Ólafsdóttur og Haralds Matthíassonar. Jensína Halldórsdóttir, Gerður H. Jóhannsdóttir. Falls er von að fornu tré. Við átt- um þó ekki von á því að afi og amma færu frá okkur svo brátt. Fyrstu minningar okkar um Halla Matt og Stínu eru frá Laugarvatni, þá fannst okkur þau vera eldgömul! En svo með árunum urðu þau alltaf yngri og yngri. Amma hafði yndi af stóra og fal- lega garðinum þeirra og meðan að hún hlúði að plöntunum sat afi oft inni við ritstörf. Hvarvetna í húsinu voru bækur og vinnustofan hans var full af þeim. Afi var mikill safnari og safnaði meðal annars uppstoppuðum fuglum og vasahnífum. Oft sátum við í borðstofunni með dagblaðið Tím- ann og lásum myndasögur um ofur- hetjuna Dreka. Afi átti nefnilega Tímann eins og hann lagði sig. Margt fleira skemmtilegt gerðum við á Stöng. Hver man ekki allar sundferðirnar? Þá vorum við heilu dagana í sundfötum einum klæða og máttum vart vera að því að fara inn að borða. En þegar amma var búin að kalla svona fimm sinnum á okkur hoppuðum við inn um gluggann í ar- instofunni og fengum stundum hrís- grjónagraut. Við kölluðum hann nú alltaf afagraut. Afi sjálfur kallaði hann hins vegar himnaríkisgraut eft- ir að hafa dreymt að það væri aðal- maturinn þár á bæ. Á veturna, þegar ekki var hægt að fara í laugina, renndum við okkur niður stigann og stundum drifum við alla leið inn í eldhús. Það var gaman. Mörg renndum við okkar fyrstu ferðir á skíðum í garðinum og þó að ekki væri mjög bratt áttum við til að detta í snjóinn. Þá var gott að hlaupa inn og ylja sér við arineldinn og hlusta á ömmu og afa segja sögur fram eftir kvöldi. Á morgnana færði afi ömmu einatt morgunmat í rúmið, þá var mest spennandi að skríða upp í hjá þeim og fá smábita af matnum hennar ömmu. Þó kom alltaf að því að við þyrftum að fara heim, þá stóðu þau við útidyrnar og vinkuðu okkur bless. Við vinkuðum á móti og hlökk- uðum mikið til að koma aftur að Stöng á Laugarvatni. Nú vinkum við afa og ömmu bless í hinsta sinn. Að þau, sem alltaf voru mesta kærustupar í heimi, fengju að fara saman er mjög rómantískt en engu að síður sárt fyrir okkur sem sjáum á eftir þeim. Við munum ávallt minnast þeirra með gleði í hjarta og þakklæti fyrir allar góðu minningarnar. Haraldur, Svanur og fjölskyldur. Mig langar að minnast í fáeinum orðum Haraldar og Kristínar á Laugarvatni. Þau létust núna um jól- in með stuttu millibili og verða jarð- sett saman. Það var líkt þessum samrýndu hjónum að kveðja okkur á þennan hátt. Ég ætla ekki að skrifa um öll fræðistörf Haraldar og þá hluti í lífi þeirra hjóna, heldur að minnast á hve mér þótti þau lifa ánægjulegu lífi, sem við mörg gætum lært svo margt af. Þau byggðu sér draumahúsið hér á Laugarvatni og bjuggu í því alla tíð síðan. Fyrir mörgum árum fóni þau hjón að biðja mig um að lagfæra ýmislegt og viðhalda húsi þeirra. Ég tók strax eftir því hve vandað húsið hafði verið í upphafi og hve margt upprunalegt er enn í því, svo sem veggfóður á veggjum, ljós í loftum, húsgögn, heimilistæki og gamli jeppinn í bfl- skúrnum. Allt svo vel um gengið og í góðu standi. Já, þetta er svo sannar- lega draumahús með arni, stórum garði, heitum potti og sundlaug, allt byggt af vandvirkni en engum íburði. Þetta lýsir þeim vel, því allt sem þau gerðu var vandað og það skildi standa til langs tíma, en ekki henda hlutunum þegar einhveijum datt í hug að þeir væru ekki í tísku lengur. Einu sinni sagði Haraldur mér að þau hefðu fljótt ákveðið að vinna sem minnst á sumrin, leggja heldur meira á sig á veturna til að geta notið lífsins, ferðast og grúskað í ýmsu á sumrin. Hjá þeim var eins og ekkert stress væri til og í þau mörgu skipti sem ég leit inn til þeirra í Stöng var eins og ég losnaði við smá skammt af því í hverri ferð. Alltaf var boðið uppá kaffi, stundum koníaksstaup, eða smá bragð af kokteil sem Har- aldur var sérfræðingur í að búa til. Ekki var óhóf þeirra hjóna meira en svo að oftast fengu þau sér eitt lítið staup og drukku það saman. En það var líka eftirtektai-vert að verið gat að manni væri boðið koníak kl. 8 um morgun og slátur kl. 3 á daginn; þau voru bara svona, þau borðuðu þegar þau voru svöng, hvfldust þegai- þau voru þreytt en voru ekki eins og mörg okkar sem borðum kl. 12 hvort sem við erum svöng eða ekki. Minni Haraldar var ótrúlegt, hann sagði mér óteljandi sögur og tók ég eftir því að alltaf mundi hann öll nöfn sem sögunum tengdust. Fyrir nokkru labbaði ég inn í Stöng og sat þá Haraldur við skrifborðið sem oft- ar. Hann var seinni á fætur en hann var vanur, svo ég gekk til hans og spurði hvað hann væri að skrifa. Á blaðinu voru tákn sem mér voru óskiljanleg. „Oh, ég er nú bara að viðhalda hraðskriftinni sem ég not- aði þegar ég var þingritari." Það stóð ekki til að týna neinu niður sem lært hafði verið. í góðri veislu sem þau hjón héldu fyrir nokkru var farið að syngja dægurlög. Hópur fólks söng og Haraldur með. Fólk datt út úr söngnum er það kunni ekki meira í textanum, en áfram söng Haraldur, styrkri röddu, hann kunni allan text- ann, þetta verk skildi klára vel eins og allt annað. Fyrir mörgum árum var ég nýbúinn að planta trjám í verkstæð- islóðina mína. Ég skildi ekkert í því þegar ég kom þangað einu sinni, að búið var að raða steinum í kringum trén. Ég hélt að börn hefðu verið að leik, en næst þegar ég hitti Kristínu sagði hún: „Ég setti steina að trján- um þínum, þeir draga í sig ylinn frá sólinni og hjálpa þeim að vaxa.“ Svona var hún, hlúði að öllu sem í kring um hana var. Á þessum tímamótum koma upp endalausar minningar um þessa góðu vini. Eitt af því sem þau höfðu mikla ánægju af var að sitja við arin- inn góða. Þau kveiktu upp í honum nánast öll kvöld á veturna og mjög oft á sumrin. Fyrir nokkru, á brúðkaupsafmæli þehra, gátu þau bæði komið austur. Ég var þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að sitja með þeim, börnum þeirra og nokkrum vinum við arininn þetta kvöld. Það er gott að geta minnst þeirra við þessar aðstæður, sem þau nutu svo oft. Ég er að hugsa um að taka mér það bessaleyfi á meðan ég lít eftir húsinu þeiira að setjast stöku sinnum niður við eldhúsborðið og hugsa um þessi góðu hjón sem voru svo vitur að ákveða meðan þau voru ung að lifa lífinu lifandi, og stóðu við það eins og allt annað sem þau tóku sér fyrir hendur. Börnum þeiiTa og ástvinum öllum sendum við fjölskyldan okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þessara ein- staklega samhentu hjóna. Tómas Tryggvason. Þau gengu hönd í hönd af þessum heimi. Það var líkt þeim. Það hlaut eiginlega að fara svo eft- ir meira en hálfrar aldar samstiga gönguför á jörðu. Það hljóðnar á sviðinu. Háreysti var þó engin fyrir. Eldur brann í sprekum í arninum, orðin féllu hægt og yfirvegað og tengdu hugsun við hugsun. Við sem settumst í fyrsta bekk Menntaskólans á Laugarvatni fyrir liðugum 35 ái'um áttum frá fyrsta degi önnur tengsl við skólasamfélag- ið en við flest höfðum vænst. Tveir bekkjarbræðurnir áttu föður sem var einn af kennurum skólans. Hvort það reynist happ eða tjón veit enginn fyrirfram. Reyndar sáum við ekki mikið af honum til að byrja með, og töldum jafnvel ágætt, - en þeim mun meira þegar frá leið, og það var enn- þá betra. Það var ekki siður að rápa mikið milli landshluta á þessum árum, og varla heldur styttri leiðir. Við fórum heim um jól. Það var nóg. Annars var skólinn ígildi heimilis. Og þó ekki. Það var þess vegna ómetanlegt að mega eiga aðgang að heimili þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.