Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HULDA ÍDA KNÚTSDÓTTIR, Sólvallagötu 27, Reykjavík, lést þriðjudaginn 28. desember sl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Bertha Ragnarsdóttir, Guðjón Erlingsson, Ellert Berndsen, Eydís Mikaelsdóttir, Björgvin Berndsen, Birgir Berndsen, Hannes Þór Guðjónsson, Knútur Þór Guðjónsson, Friðrik Þór Guðjónsson, Davíð Berndsen, Viðar Berndsen. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR ÞORSTEINSSON, Engjaseli 70, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 6. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Reynir Ragnarsson, Halldóra Gísladóttir, Anna Nína Ragnarsdóttir, Þorsteinn Hreggviðsson, Þorsteinn Ragnarsson, Svava Sigurðardóttir, Guðrún Hildur Ragnarsdóttir, Ingimundur Einarsson, Snorri Ragnarsson, Elínborg Ragnarsdóttir, Michael Clausen, Ingibjörg Ragnarsdóttir, Valdimar Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur okkar, tengdasonur, bróðir og mágur, EINAR MAGNÚSSON viðskiptafræðingur, Fálkagötu 23a, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur fimmtudaginn 6. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Stefanía María Júlíusdóttir, Davíð Einarsson, Magnús Ásmundsson, Hrefna B. Einarsdóttir, Snorri Jónsson, Lína Karlsdóttir, Ásmundur Magnússon, Auður Magnúsdóttir, Halldór Kristiansen. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, HARALDUR SIGURÐSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 7. janúar. Anna Snjólaug Haraldsdóttir, Þorgeir Pálsson, Gunnar Haraldsson, Ásta Benný Hjaltadóttir og barnabörn. n. t Elskuleg systir okkar og frænka, ANNA KRISTMUNDSDÓTTIR, frá Goðdal, Hvassaleiti 22, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudag- inn 29. desember, verður jarðsungin frá Grens- áskirkju laugardaginn 8. janúar ki. 13.30. Rósa Kristmundsdóttir, Ingibjörg Kristmundsdóttir og frændsystkini. ÞÓREY GUÐJÓNS + Þórey Guðjóns fæddist í Vest- mannaeyjum 1. ágiíst 1944. Hún lést í Sjúkrahúsi Suður- lands 31. desember síðastliðinn. Móðir hennar var Sigrún Guðjónsdóttir, f. 9.7. 1907, d. 20.6. 1967, ættuð frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum. Þórey ólst upp með móður sinni á heimiii hjónanna Sigurðar Bjarnasonar, f. 14.11. 1905, d. 4.10. 1970, og Þórdísar Guðjónsdóttur, f. 26.11. 1908, d. 2.6. 1995, og barna þeirra, sem kennd voru við Svan- hól í Vestmannaeyjum. Hinn 31.12. 1967 giftist Þórey Agnari Pétursyni byggingar- meistara, f. 14.3. 1948, og hófu þau búskap á Selfossi 1968. Börn Það voru skrítin aldamótin margumræddu í Stekkholtinu, eða á Horninu okkar eins og við segj- um gjarnan þar í þremur húsum. Að morgni gamlársdags kom fregnin um að hún Þórey væri dá- in. Kannski átti það ekki að koma okkur sem þekktum vel til á óvart, en alltaf er kallið jafn sárt þegar það kemur. Við héldum samt okk- ar sið og söfnuðumst saman á Horninu til að kveðja árið, en það var allt trega blandið því Þóreyju vantaði, en við vissum að hún hefði viljað að allt gengi sinn vanagang. Er ég sest niður að minnast elskulegrar nágrannakonu og vin- konu, eftir 28 ára búskap hér hlið við hlið í götunni og þakka henni samfylgdina fyrir hönd fjölskyldna okkar Þráins og nágranna okkar, Sigga Kalla á nr. 26, þá finn ég hvað það er erfitt í fáum orðum, því af svo mörgu er að taka. Kynni okkar hófust fyrir 30 ár- um er við ákváðum að byggja okk- ur hús og völdum okkur lóðir á Horninu á Stekkholtinu, nr. 13, 15 og 26. Þá þróaðist strax mikið og gott samband fyrst við húsbygg- ingar og síðan með flesta hluti sem gerðir voru. Það var hist reglulega og spáð í það sem verið var að gera stórt og smátt og hjálpast að ef með þurfti, jafnt innan dyra sem utan. Börnin okkar sem voru á svipuðum aldri léku sér saman og urðu vinir og í heild hefur þetta verið sérstakt og gott samfélag sem aldrei hefur borið skugga á. Nú hefur Þórey verið kölluð burt úr þessu samfélagi, en hún var ein af dyggu stoðunum sem alltaf var gott að leita til. Gaman var að fylgjast með því hvað þau Agnar voru samhent í að koma sér upp sínu fallega og notalega heimili, sem alltaf er gott að koma á og hvað þau stóðu saman í öllu sem þau gerðu, sem glöggt kom líka fram í síðustu baráttunni. Þá eru margar minningarnar um ferðalög saman, bæði að sumri og vetri um þeirra eru:l) Sigrún f. 6.8. 1968, sambýl- ismaður Gunnar Ingi Gunnarsson, f. 26.12. 1966. Börn þeirra eru Agnar Freyr, f. 9.5. 1985, og Embla Rún, f. 31.5. 1993. 2) Þór, f. 14.7. 1972, unnusta María Krist- ín Magnúsdóttir, f. 17.5.1976. Þórey stundaði störf í fiskvinnslu og verslun í Vest- mannaeyjum, en lengst af starfaði hún við bamagæslu á leikskóla eftir að hún hóf búskap á Selfossi. Þórey stundaði nám við hús- mæðraskólann Ósk á Ísafírði vet- urinn 1963 til 1964. Útför Þóreyjar fer fram frá Sel- fosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13:30. fjöll og firnindi sem og þjóðvegi og veiðiferðir í ár og vötn. Það er sama hvað rifjað er upp, allar þessar minningar ylja um hjarta- ræturnar. Þórey var sterkur persónuleiki, frekar hlédræg en föst fyrir, réttsýn og trygglynd og hafði góð- an húmor eins og sannur Vest- mannaeyingur. Hún var fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og bar mikla tryggð til sinna æskustöðva sem við ræddum oft um saman. Þórey var myndarleg húsmóðir í öllum verkum og lagði mikla rækt við heimili sitt, fjölskyldu og sína nánustu. Þórey var búin að berjast við ill- vígan sjúkdóm í tæplega hálft ár og stóð sig eins og hetja til síðustu stundar, ásamt Agnari og fjöl- skyldunni allri. En svona er lífið, okkur er ekki alltaf ætlað að skilja tilganginn, og í dag kveðjum við þig, elsku Þór- ey, og þökkum fyrir öll þau góðu ár sem við áttum saman. Þú byrjar nýja öld með nýjum verkefnum og við höfum minninguna sem yljar okkur. Elsku Agnar, Silla, Þór og fjöl- skyldan öll, megi Ijósið og minn- ingin um góða konu lýsa ykkur í skammdeginu og Guð veri með ykkur. Fyrir hönd fjölskyldnanna á nr. 13 og 26 í Stekkholtinu. Guðbjörg Þ. Gestsdóttir. Með miklum söknuði kveðjum við Þóreyju, yndislegan nágranna í tæpa þrjá áratugi. Við kveðjum þig öll með söknuði og sörg, ó, sárt er að vita þig hverfa svo fljótt. Nú er fækkað þeim ljósum, sem loga skært og lýst geta og yljað mannheims börnum. Þú varst ijós, kæra vina, við kveðjum þig klökk. Kærar þakkir, kærar þakkir fyrir allt sem er liðið. (G.Br.) + JÓHANNA MARÍA TEITSDÓTTIR hjúkrunarkona, andaðist á hjúkrunardeild elliheimilisins Grund- ar sunnudaginn 19. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Aðstandendur. Eiginkona mín, er látin. + MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, Magnús Már Lárusson. Megi góður Guð styrkja Agnar, Sigrúnu, Þór og fjölskyldur í þeirra miklu sorg. Hvíl í friði. Smári og Olöf. Elsku Þórey. Mig langar að þakka þér samfylgdina í þau 28 ár sem þú hefur búið í Stekkholtinu, við hliðina á foreldrum mínum. Frá því að ég man eftir mér hef- ur heimili ykkar Agnars alltaf ver- ið opið mér og minni fjölskyldu hvenær sem er og alltaf jafn gott og notalegt að koma þar. Fyrst til að hitta hana Sillu vinkonu mína og jafnöldru, en við brölluðum margt saman, ásamt hinum krökk- unum í götunni. Nú síðustu ár voru það börnin mín, sem sóttu í það að banka hjá þér og spjalla við þig þegar þau komu til ömmu og afa og þá sér- staklega Guðbjörg Una, sem kall- aði þig alltaf Þóreyju vinkonu sína síðan þú passaðir hana í leikskól- anum. Þú varst ein af þessum styrku stoðum sem alltaf var hægt að treysta og gaman að spjalla við. Síðustu mánuðina barðist þú hetjulega við illvígan sjúkdóm og var Agnar þín stoð og stytta ásamt fjölskyldunni allri. Það var aðdáunarvert að fylgj- ast með dugnaði þínum í þessum erfiðu veikindum, sem lýsir best hve sterkur persónuleiki þú varst. Blessuð sé minning þín. „Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyr- ir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu." (Höf. ók.) Elsku Agnar, Silla, Þór og fjöl- skyldan öll. Ykkur sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið góðan Guð að styrkja ykkur og styðja. Helga I. Þráinsdóttir og fjölskylda. Við fráfall góðs vinar og vinnu- félaga um langt skeið verður manni orða vant. Margar góðar minningar koma upp í hugann. Við sem unnum með Þóreyju þekktum vel hennar mikla dugnað og sam- viskusemi og bar hún ávallt hag fjölskyldunnar fyrir brjósti. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Pinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Kæru Agnar, Silla, Þór og fjöl- skyldur. Við sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur. Starfsfólk leikskólans Glaðheima. Allt er í heiminum hverfult og ekkert eins áþreifanlegt og andlát vinar. Það kom kannski ekki alveg á óvart lát Þóreyjar eftir að vitað var hve alvarleg veikindi hennar voru en afar ótímabært, kona á besta aldri og tengiliður við börnin okkar. Umhyggja hennar var sönn og óeigingjörn, en án öfga. Fas hennar var rólegt og þannig var hún í augum okkar, vann verk sín án nokkurs asa, en afkastaði þeim mun meira. Hún var mikil húsmóð- ir og hannyrðakona. Hún kvartaði ekki, en bar þjáningu sína í hljóði. Þórey, við þökkum góðan kunn- ingsskap og frábæra umhyggju fyrir börnum og barnabörnum okkar sem við eigum sameiginlega. Þú varst mikil móðir, yndisleg amma og góður maki. Því hefur fjölskylda þín misst mikið. Við biðjum þess að þínir nánustu verði áfram undir verndarvæng þínum. Þökkum þér allt. Hvíl í friði. Ingibjörg og Gunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.