Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 4^ I JÓHANNA RÓSA GUÐMUNDSDÓTTIR + Jóhanna Rósa Guðmundsdóttir fæddist á ísafirði 24. janúar 1925. Hún andaðist á Vífds- staðaspítala 2. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Guð- laug Runólfsdóttir, f. 5.12. 1889, d 19.9. 1984 frá Sjöundá, Rauðasandi, Barða- strönd og Guðmund- ur Jónsson, vélstjóri, f. 14.9. 1891, d. 1.12. 1946. Systkini voru 12. Látin eru Stein- unn, Jón, Sigurður, Jófríður, Sess- elía, Krístin Helga, Erlendur, Sig- urlaug. Eftir lifa Ásgerður Alda, Vilhelm Ragnar og Guðmunda Jóna. Jóhanna Rósa giftist 23.4. 1947 Friðriki Sigurðssyni, vélstjóra, f. 25.11. 1920, d. 10.8. 1974. Þau eignuðust sjö börn: 1) Guðmund- ur, f 14.3. 1947, maki Geri Frið- riksson, hann á þrjá syni og fimm bamaböm. 2) Sigurður, f. 19.4. 1948, maki Margrét Sigurðardótt- ir, þau eiga ijórar dætur og fjögur barnabörn. 3) Sæmundur, f. 24.10. Elsku hjartans mamma okkar, nú ertu farin frá okkur, og líður vonandi betur, laus við þjáningarnar sem lengi voru búnar að þjá þig. Komin til pabba okkar, og þú getur nú sagt honum fréttir af öllum bamahópnum sem þú varst alltaf svo stolt af, og öll- um bamabörnunum og langömmu- börnunum. Alltaf vildir þú fylgjast með þeim öllum og helst af öllu hafa þau öll í kringum þig, þá leið þér best, þegar við vorum sem flest hjá þér og hávaðinn sem mestur. Enda spurðir þú um þau öll rétt áður en þú lést. Elsku mamma, við eigum eftir að sakna þín svo mikið, og þegar þú hringdir á morgnana til að fá fréttir og athuga hvort við ætluðum ekki að koma til þín í Reykjavík og ef von var á okkur var steikin komin í ofnin. Og alltaf varst þú tiibúin að gera allt iyr- ir okkur og ekki fannst þér leiðinlegt að passa fyrir okkur, þegar við kom- um með bömin okkar og fengum að geyma þau hjá þér eins og við sögð- um svo oft. Ef þú vissir að við vomm öll saman í sumarbústaðnum hennar Hafdísar vorað þið Jónas vís með að koma og alltaf með kjöt með ykkur. Þú varst nú ekki mikið fyrir að barma þér þrátt fyrir öll veikindin og alltaf með húmorinn í lagi og gast gantast við okkur, eins og þú gerðir á nýársdag þegar þú lást banaleguna og hafðir mestar áhyggjur af því að þú hefðir eyðilagt gamlárskvöld fyr- ir okkur. Eða þegar þú sendir okkur systumar út um allan bæ rétt fyrir jól til að kaupa dúkku fyrir þig sem þú þurftir endilega að eiga heima fyrir litlu bömin, en þú komst aldrei heim. Elsku mamma, skilaðu kveðju til pabba frá okkur, og við skulum ann- ast Jónas vel fyrir þig sem reyndist þér og okkur öllum svo vel, enda kalla börnin okkar hann alltaf afa. Vertu guði falin elsku mamma. Þínar elskandi dætur, Guðlaug og Hafdis. Elsku amma mín. Klukkan var orðin 17.20 þegar pabbi hringdi í mig 2. janúar. Þú varst farin frá okkur og ekki aftur snúið þó við gjarnan vild- um að þú værir hér ennþá. En þó svo að okkur líði illa yfir því að þú sért farin frá okkur, þá líður okkur vel að vita að þú sért komin í öraggai- hend- ur hjá Guði. Jæja, amma, ég veit að núna get- urðu komið til okkar, og ég veit að þú ert hjá okkur. Áður en þú lést baðst þú okkur öll um að kyssa þig og kveðja. Þegar við voram búin að því spurðir þú hvort Spaui væri ekki hér hjá okkur svo að þú gætir kvatt hann líka. En hann var auðvitað ekki með því hann er hundurinn okkar. Ég man líka eftir Húsafellsferð- inni í hjólhýsinu og sérstaklega man ég þegar þú brenndist í andlitinu í 1949, maki Sigrún K. Guðjónsdóttir, þau eiga þrjú börn og fjögur barnabörn. 4) Einar K., f. 13.3. 1951, maki María Vilbogadóttir, þau eiga þrjú börn. 5) Erlendur, f. 17.4. 1953, hann á tvö böm. 6) Guðlaug, f. 14.1. 1958, maki Ævar B. Jónsson, þau eiga þijár dætur og eitt barnabarn. 7) Hafdís llufda, f. 29.8. 1962, maki Kristinn Guðmundsson, þau eiga fjögur böm og eitt barnabarn. Jóhanna Rósa og Friðrik bjuggu allan sinn búskap í Sand- gerði. Jóhanna Rósa ólst upp frá fimm ára aldri á Þingeyri við Dýrafjörð. Eftirlifandi sambýlis- maður Jóhönnu Rósu er Jónas Steinþórsson, f. 21.12. 1928, þau bjuggu á Jörfabakka 12 í Reykja- vík. Utför Jóhönnu Rósu fer fram frá Safnaðarheimilinu f Sand- gerði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. sólinni, þá hittum við Þjóðverja í sjoppunni. Þeir komu til þín og sögðu þér að bera jógúrt á branann og þú hélst að þú ættir að borða jóg- úrtið og fórst að hlæja. Fleiri minn- ingar sælq'a á huga minn. Amma mín, við söknum þín sárt, en við vitum að þú ert hvíldinni fegin. Takk fyrir allt. Þín Silja Dögg Sæmundsdóttir. Nú er komið að kveðjustund Hanna mín, ég veit að þú ert hvfld- inni fegin og huggar það okkur í sorginni. Við áttum góða daga fyrir jólin þegar ég kom til þín á Vífils- staðaspítala. Við kynntumst þegar ég giftist syni þínum og tókst þú mér strax vel, eins og þín var von og vísa. Til þín var gott að koma og komu allir til þín í kaffi á Jörfabakkann, þar sem var alltaf heitt á könnunni ef gesti bar að garði. Ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur, en oft passaðir þú börnin mín sem og öll böm fyrir alla fjölskylduna sem sakna ömmu sinn- ar nú mikið. Hvfl í friði. Þín tengdadóttir Margrét. Þegar mér barst sú fregn að móðir mín hefði veikst nóttina áður brá mér ekki svo mikið því ég var vanur því undan gengin tvö ár að hún veikt- ist en alltaf steig hún upp aftur og stundum með óskiljanlegum krafti, það sýndi hverslags gífurlegan kraft hún hafði og alltaf sagði hún að hún ætlaði inn í nýja öld hvað sem það kostaði. En hún hafði verið veik í lungum undanfarin ár og háði það henni mjög því hún hafði gamanaf að ferðast og heimsækja fólk. Fór hún m.a norður í Vatnsdal og í sumar- bústaði til barna sinna sem hún reyndi eftir besta mætti að rækta sambandið við og gerði þar engan mun, vildi hjá öllum vera. Á annan í nýju ári barst okkur og fjölskyldu minni sem dvöldum um hátíðirnar í öðra landi að móðir mín hefði skilið við þá nokkrum mínutum áður. Fréttin kom sem reiðarslag þó að við vissum að hún væri mikið veik, en samt fannst okkur það léttir fyrir hana að fá að fara þar sem við vitum að henni líður nú vel. Margar minningar koma upp í hugann þegar horft er til baka til þess tíma er hún var ung kona með fímm prakkara og tvær dætur en þá var ekki allt til eins og nú er. Þá var þveginn allur þvottur á þvottabretti og sér maður í hendi hvaða vinna það hefur verið ásamt því að sinna öllu öðru er að barnauppeldi kemur við erfiðar aðstæður. Það er erfitt að gera sér í hugarlund þann kjark sem þarf til að ala upp fimm prakkara og einn sínu verstan; við að taka á móti allskonar kvörtunum vegna prakk- arastrika drengjanna sem hún tók sem öllu öðra. Hún hafði fulla stjórn að gi-eina á milli leikja og prakkara- strika enda skildi hún vel hvað var að vera ungur og reyndi að varðveita barnið og gamansemina sem hún best kunni og sigla milli skers og bára en vera samt alltaf til taks ef skera þyrfti úr um ágrenningsmál sem ég held að hún hafi getað gert betur en nokkur annar. Svo þegar tíminn leið og börnin uxu úr grasi fór hún að vinna úti og vann í frystihúsi í Sandgerði í mörg ár, eða þar til hún flutti til Reykjavíkur þar sem hún hefur búið síðastliðin 20 ár. Þar leið henni vel og þar eyddi hún síðustu árum ævi sinnar með sambýlismanni sínum, Jónasi Steinþórssyni, sem reyndist henni vel í öllum hennar veikindum. Einnig reyndist hann börnum og barnabörnum hennar vel. Fjölmargar minningar á ég frá því að við voram að alast upp og einnig man ég eftir ferð sem við fóram sam- an til Bandaríkjanna að hitta bróðir minn sem þú hafðir mjög gaman af og hugðist fara aftur ef heilsan leyfði. Nú breyttist þetta, sonurinn kemur til þín og fylgir þér síðasta spölinn þar sem þú leggst við hlið föður okkar sem lést 1974 aðeins 54 ára að aldri og þú hefur syrgt mjög. Ég á margar minningar um þig sem ég geymi með sjálfum mér enda margt á þig lagt, en alltaf varst þú kletturinn í hafinu sem enginn fékk haggað. Þú studdir mig í öllu og hvattir mig til að menntast og fara í Stýrimannaskólann og veit ég að þú fylgist með bömunum þínum og líka að þú varst stolt að koma okkur til manns. Einnig held ég að þú hafir verið stundum stolt af þeim versta, að minnsta kosti hringdirðu oft og spurðir um fiskirí eða annað um sjó- sókn og aflabrögðin úr þinni gömlu heimabyggð, Sandgerði. Ef það var lélegt fiskirí sagðir þú ávallt; það gengur betur næst með guðs hjálp. Móðir mín var trúuð kona og ég veit að hún er hjá guði sem hefur tekið vel á móti henni. Þinn sonur Sigurður. Elsku amma, mér þykir sárt að hafa ekki getað kvatt þig áður en þú fórat frá okkur en ég veit að þú fyrir- gefur mér. Ég vil þakka þér og Jón- asi fyrir þegar ég var með Söra Ýri á spítalanum og allar strætóferðimar sem þú komst á spítalann til að heim- sækja mig og færa mér mat. Þó að ég hafi ekki þakkað þér nóg fyrir allt það sem þú varst mér er ég þér þakklátur fyrir það sem þú gerðir fyrir mig og varst mér. Ég, Erla og krakkarnir söknum þín og munum alltaf hugsa til þín. Guð geymi þig amma mín. Þinn Guðjón Sæmundsson. Elsku amma mín. Það er skrítið að hugsa til þess að þú sért flogin á brott úr þessu lífi á vit nýrra ævin- týra, og að heimsóknirnar til þín verði ekki fleiri. Þú hafðir alltaf svo gaman af því þegar við barnabörnin komum í heimsókn til þín, því þú varst svo stolt af okkur öllum. Og ekki kom það fyrir að við færam svöng út frá þér því þú hafðir svo miklar áhyggjur af því að við borðuð- um ekki nóg. Manstu amma þegar ég var lítil og kom í heimsókn til þín og afa, þá gerðum við alltaf eitthvað skemmtilegt. Þið fórað með mig í Kolaportið að kaupa gamlar bækur og svo fór afi oft að kaupa kjúkling fyrir okkur. Þið stjönuðuð alltaf við mig í þessum heimsóknum. Það var líka oft svo notalegt hjá okkur þann skamma tíma sem ég bjó við hliðina á þér á Jörfabakkanum, þá þótti þér svo gott að koma yfir til mín og ég eldaði pasta fyrir okkur. Þá varst þú líka í því að tína í mig ýmis eldhúsáhöld og fleira eins og þér einni er lagið. Það er mér líka minnisstætt amma mín þegar þú og Sella frænka komuð í heimsóknir vestur til okkar. Þrátt fyrir að þið væruð perluvinkonur og mættuð helst ekki hvor af annarri sjá gátuð þið þrasað svo mikið að all- ir vora að verða vitlausir í kringum ykkur. Elsku amma mín, ég trúi því að þjáningum þínum sé nú lokið og að þú hafir nú fundið friðinn með Frissa afa, Sellu, Stínu og öllum hinum sem hafa örugglega tekið vel á móti þér. Við munum öll passa vel upp á afa og guð geymi þig amma mín. Þín Jóhanna Maria. Elsku amma mín. Mig langar til að minnast þín í nokkram orðum. Ég á svo margar góðar minningar að það er erfitt að velja úr. Ég gleymi aldrei gi-ettunni sem þú settir upp í næst- um því hvert skipti sem við hittumst. Þá varst þú að sýna mér hvernig ég gretti mig þegar ég fæddist. Hinn þrítugasta desember síðastliðinn sagðirðu að þú vildir að þú værir nógu hress til að geta sýnt mér grettuna. Ég sagði þér, um leið og ég vissi að ég var ófrísk, að ef það yrði stúlka ætti hún að heita Jóhanna Rósa en þú trúðir mér aldrei. Þú meira að segja spurðir mig, þegar þú stóðst fyrir framan prestinn með hana í fanginu, hvað þú ættir eiginlega að segja þegar presturinn spyrði hvað bamið ætti að heita. Og elsku amma mín, þú varst svo yndisleg kona, þú vildir allt fyrir alla gera og hafðir alltaf svo miklar áhyggjur af öllum. Þó að það sé erfitt að kveðja þig og trúa að þú sért farin veit ég að þú ert komin á stað þar sem þér líður betur, eftir öll veikindin þín. Þín verður alltaf sárt saknað. Ástarkveðjur, þín Birna Helga. Elsku amma mín. Þú varst alltaf svo blíð og góð og ekki má nú gleyma hvað þú varst alltaf fín. Þú trúir ekki hvað það er erfitt að skýra í nokkrum orðum hversu ynd- isleg þú varst og hversu stórt hjarta þitt var, fullt af ást. Þegar ég hugsa um alla hlutina sem við gerðum sam- an veit ég eiginlega ekki hvort ég á að brosa af gleði að öllum minning- unum sem ég á um þig, elsku amma mín, eða gráta af sorg yfir að hafa misst þessa yndislegu ömmu, en ég veit að þú ert komin á betri stað og allur sársauki farinn. Sorgin er samt alveg óhemju. Minningarnar era svo margar, t.d. þegar við voram fyrir norðan með afa. Afi var alltaf að stússast í hestunum, þá höfðum við allan daginn út af fyrir okkur og ekki fannst okkur það amalegt. Við höfum nú aldrei átt erfitt með að koma hvor annarri til að hlæja. Þú varst alltaf svo mikil ævintýi’amanneskja í þér, að ekki sé minnst á prakkarann sem þú varst, enda varstu mjög ung í anda. Eins og ég sagði daginn áður en þú fórst frá okkur: „Hva, amma mín, þú ert ekki nema tuttugu og fimm!“ Þá fékk ég stórt bros. Þú hafðir alltaf svo miklar áhyggjur af því að maður borðaði ekki og ef ég reyndi að þræta við þig fékk ég alltaf að heyra: „Hvað er að þér barn, þú ert ekkert nema skinn og bein.“ Svona get ég endalaust talið upp. En ég á ennþá hálferfitt með að trúa þessu öllu saman. Þú varst og ert æðislegasta amma í öllum heiminum. Þú átt mjög stórt pláss í hjarta mínu. Guð geymi þig amma mín. Þín Guðlaug Hulda. Elsku Hanna amma mín. Nú ertu farin frá okkur, en ég veit að þér líður miklu betur núna. Amma var góðhjörtuð og góð manneskja, sem vildi öllum vel og leyndi það sér ekki. Þegar ég flutti til Reykjavíkur eyddi ég ófáum helgunum í Jörfa- bakka hjá Hönnu ömmu og Jónasi afa, þar skemmti ég mér alltaf vel og vil ég þakka kærlega fyrir allar þær stundir. Til viðar gengur sólin senn og sólarhringnum lýkur. Og aftur hvílast allir menn er andblær vanga strýkur. í bæn til Drottins býr - aó burtu sorgin flýr. Nú fel ég Guði hug og hönd og hverf til þín í draumalönd. Af stjömulogum lýsist gmnd og leiftur himin málar og glampa slær á gullin sund og glitra höf og álar. Mér lýs þú lífsins sól og lýstu sérhvert ból. I Drottins höndum hvíli ég rótt, af hjarta býð þérgóðanótt < Nú lokar svefninn ljósri brá og líkn hann þreyttum gefur. Þá vakir Drottinn verði á, þú veist hann aldrei sefur. Hann vakir víst hjá þér - og vinur allra er og þá festi blíðan blund, hann blessar mig um stund. Ég geng til hvílu, Guð, í nótt í góðri vemdan þinni lát þín orðin leiða drótt og lýsa sálu minni. Eg óttast enga neyð - og ekki frekar grafar deyð, því hver sem þig að Kristi kýs - í krafti upp að morgni rís. (Þýð. Gunnlaugur V. Snævarr.) A - Það er nú ekki margt sem ég get sagt en elsku amma, ég þakka þér ástsamlega fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Elsku Jónas afi, ég votta þér alla mína dýpstu samúð og vona að Guð eigi eftir að styrkja þig og standa þétt upp að þér við þessi erfiðu tíma- mót. Kristin Helga. Elsku Hanna mín. Sunnudagurinn rann upp og stuttu ferðalagi okkar Guðjóns var að ljúka, okkar fyrsta verk átti að vera það að sækja bömin og heimsækja þig. Við fengum fregn- ir út um að líklega liði ekki á löngú'1" þar til svefninn langi bankaði upp á hjá þér og það stóð heima. En fluginu seinkaði og okkar fyrstu fregnir vora um andlát þitt, elsku Hanna mín. En minningin er sterk um snaggaralega, glaðlega konu og aldrei var langt í húmorinn. Það var alltaf fjör í Jörfabakkan- um þegar við Sigrún komum til þín í snyrtistund og mikið hlegið. Þá var verið að snyrta ömmu (eins og ég kallaði þig alltaf) því útlitið skipti þigg~ miklu máli. Ég gleymi aldrei þegar ég kom til þín á spítalann rétt fyrir jólin og þú varst mikið veik þegar þú hvíslaðir að mér glottandi: „Erla mín, er í lagi með augabrúnirnar á mér?“ Svona varst þú - lést nú ekki einhver veikindi aftra því að þú litir vel út. Elsku Hanna mín, takk fyrir allar gleðistundimar sem við áttum saman. Hvfl í friði. Þín Erla Björk. Frágangur afmælis- ogminning- argreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is) — vinsamlegast ^ sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svok- allaðra ASCII skráa sem í dag- legu tali era nefndar DOS- textaskrár. Þá era ritvinnsluk- erfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfflegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling takm- arkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. ..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.