Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 5.^ Óla og Matta. Sá sem þetta ritar, langt að kominn, getur aldrei full- þakkað það, - getur bara lagt lítinn vönd af orðum við legstað hjónanna Haraldar og Kristínar. Það var ekki bara gagnlegt að vera nemandi Haraldar. Það var líka gott. Hann kenndi ekki bara sögu og ís- lensku, hann var sagan og íslenskan og sagan var landið og lífið og nátt- úran, og tungan var orðið og þjóðin, og tilveran er tunga og land og þjóð. Hann var fræðimaður sem hafði un- un af því að miðla fróðleik. I gegnum alla kennslu Haraldar í sögu og íslensku glampaði á landið og náttúruna. Mér fannst þau Rrist- ín myndu hafa komið alls staðar sem ég vissi, gangandi hönd í hönd. Jafn- vel mín eigin heimalönd í norðri þekktu þau, jafnvel betur en ég, þótt fæddur væri úr þeirri mold. Aldrei vissi ég hvort þau glöddust líka yfir Davíð, - sem ég vildi eiga meira í en flatlendingarnir í Suður- landinu, en þau hefðu getað sungið með honum: Hreinn er faðraur þinn, fjallablær. Fagurt er þar sem lyngið grær. Þargetégelskaðalla. Á tíma og eilífð töfrum slær af tign hinna bláu fjalla. (Davíð Stefánsson: Bláfjöll) Ég var svo heppinn að falla í latínu í öðrum bekk, og svo heppinn að eiga skólastjórnendur sem kunnu til verka, og Matti og Steinar voru sett- ir til stuðnings mér og nokkrum öðr- um, þótt þeir hefðu ekki haft fyrir því að falla. Matti kenndi í stofunni heima. Sá ljúfi sveinn er löngu farinn heim. Latínunni hef ég haldið við svo hann verði líka glaður yfir því þegar við hittumst á himnum. I latínutímunum kynntist ég Kristínu. Hún var eins og góður andi, alltaf nálæg án þess þó endi- lega að sjást. Hún hafði svo stórt móðurhjarta að hún þurfti ekki einu sinni að opna það. Þú bara sast allt í einu þar inni. Var hún stór? Já, hún var stór. Samt var hún líka lítil stelpa sem flögraði um í rigningunni, líkt og lóan. Það breyttist aldrei. Nú eru þau bæði farin að finna Matta. Það hlýtur að vera gott að lifa þannig að þegar lífsdagur er liðinn standi líka langt að rekinn gestur, sem dokaði við eitt andartak við ar- ineld, með hjartað fullt af þökk og tár í augunum. Guð geymi þau Harald og Kristínu og styrki þau sem syrgja. Kristján Valur. Látin eru hjónin frú Kristín Sig- ríður Ólafsdóttir og dr. Haraldur Matthíasson, fræðimaður og rithöf- undur. Voru ekki nema sex dagar á milli dánardægra þeirra. Ég hygg að það hafi verið þeim mjög að skapi að verða samferða til annarra heima að þessu lífi loknu. Allir þeir, sem til Haraldar og Kristínar þekktu, vita að þau voru mjög samrýnd og aldrei langt hvort frá öðru. Þau voru til margra ára máttarstólpar Ferðafél- ags Islands og var félaginu alla tíð mikill fengur í liðveislu þeirra. Kiist- ín studdi mann sinn heilshugar í öllu er mátti verða félaginu til framdrátt- ar og öðrum til heilbrigðra lífshátta. I þessu sem öðru var algört jafnræði milli þeirra hjóna. Haraldur og Kristín voru sannkallaðir ferðamenn og höfðu farið um stóran hluta lands- ins en mest þótti þeim um hálendið, en þar höfðu þau víða farið, þá oftast gangandi. Auk þess að þekkja vel til landsins var Haraldur mjög áhuga- samur um að miðla öðnim af þekk- ingu sinni um land sitt ísland. Skrif- aði hann fimm af árbókum félagsins og naut við það aðstoðar konu sinn- ar, er ávallt var með honum, oft við erfiðar aðstæður á ferðalögum þeirra er hann vann að þeim. í þeim verkum kom vel fram tryggð þeirra og velvild til félagsins því handritin afhentu þau félaginu án nokkurra skilmála. Haraldur og Kristín báru mikla virðingu hvort fyrir öðru og taldi Haraldur að hann ætti konu sinni flest það að þakka er hann vann í líf- inu og væri þess virði að á það væri minnst. Á hátíðarfundi er félagið varð 50 ára var Haraldur kjörinn heiðursfélagi þess og Kristín sæmd gullmerki Ferðafélags íslands. Er með vissu óhætt að fullyrða að bæði hafa unnið til þessara viðurkenninga og félagið haft sóma af. Við ferðafél- agsmenn og -konur sem nú erum komin til nokkurs aldurs minnumst margra góðra félaga, sem nú eru gengnir til feðra sinna. Eru þau hjón líklega þeirra síðust. Taka nú yngri menn við með aðrar áherslur líkt og við gerðum er við vorum ung. Haraldur og Kristín voru ekki fólk tískunnar. Þau ferðuðust meira og víðar án búnaðar sem flestir töldu og telja nauðsynlegan. Þau fóru langar gönguleiðir um hálendi landsins með búnað sem mörgum þætti hrein fjar- stæða að leggja upp með. Var ekki laust við að okkur sem yngri vorum þætti nóg um. Aldrei þurfti að leita þeirra og ekki var talað um svaðilfar- ir er í byggð var komið. Er því ekki að undra þó afkomendur þeirra séu hinir öruggustu ferðamenn eins og dæmin sanna. Þau hjón gerðu ekki víðreist um lönd heims. Fóru aldrei til útlanda, Island var þeirra land, þau höfðu ekkert annað að sækja. Þegar við ferðafélagar þeirra til margra ára minnumst þeiira hjóna sem báru allan sinn þunga farangur, prímus, gærupoka og þungan stein- olíubrúsa á bakinu þegar við hinir kusum léttari búnað má hugsa til þess hvað þau hafa verið sterkbyggð þó ekki væru þau stór vexti. Kristín notaði aðeins „original“ kaffikönnu og hafnaði gervikaffi með öllu. Við ferðafélagar þeirra tU margra ára þökkum heilshugar samfylgdina og óskum þeim góðrar ferðar er þau nú eru að hefja, því alla tíð nutu þau ferðalaga. Eru börnum þeirra og öðrum aðstandendum sendar hug- heilar samúðarkveðjur. Grétar Eiríksson. Hjónin Haraldur Matthíasson og Kristín S. Ólafsdóttir frá Stöng, Laugarvatni, létust með stuttu milli- bili nú um hátíðarnar. Þau hjónin voru óvenju samrýnd, höfðu t.d. ferðast fótgangandi vítt og breitt um Island til fjölda ára. Það kom því ekki á óvart að þau skyldu leggja saman upp í þessa síðustu ferð. Ég varð þeirrar ánægju aðnjót- andi að kynnast Kristínu og Haraldi, hef verið gestkomandi á heimili þeirra öðru hvoru sl. 20 ár, þar sem ég kom oft á tíðum í fylgd með Ólafi Erni, syni þeirra, er við vorum á leið til fjalla. Oft var glatt á hjalla á Stöng, gjarnan eldaður góður matur og setið kvöldstund við arininn, áður en lagstvartilhvílu. Haraldur átti gott safn hnífa frá öllum heimshornum, enda lögðu margir af hans kunningjum í vana sinn að kaupa einhvem hníf fyrir Harald þegar komið var á óvenju- lega staði erlendis. Ég færði honum til dæmis hnífa frá Síberíu, Lapp- landi, Afríku og mörgum fleiri stöð- um. Hann merkti allt safn sitt vand- lega, til að ekki færi á milli mála hvað væri hvað. Áttum við margar skemmtilegar stundir fyrir framan hnífaskápinn við að bera saman handbragð írá mismunandi löndum. Haraldur fór aldrei út fyrir land- steinana, sem telja má nokkuð óvenjulegt á okkar tímum, en var þeim mun fróðleiksfúsari um alla náttúru íslands, bókmenntir þjóðar- innar, sem hann gerði nokkur skil í verkum sínum og mannlífið almennt. Hann batt inn bækur í fjölda ára, átti til dæmis Tímann frá upphafi, inn- bundinn í skinnband. Kristín er öllum þeim ógleyman- leg sem kynntust henni. Hún var af- ar einlæg og lá ekki á skoðunum sín- um um menn og málefni. Hún var mikil vinkona mín og alltaf vissi ég af uppbúnu rúmi á Laugarvatni, í „stelpnaherberginu" eins og hún kallaði það. Það var auðvelt fyrir okkur Kristínu að finna tilefni til að slá á létta strengi, hún hafði til dæm- is óbilandi trú á hæfileikum mínum til sósugerðar, hvernig sem á því stóð og fylgdist með þeirri gjörð af mikilli athygli, til að vera nú viss um að ekki væri einhver sósupakki not- aður til að bæta árangurinn. I nóvember 1984 fórum við Ólafur Örn við þriðja mann austur á Laug- arvatn til að taka þátt í leit að þrem- ur unglingum sem voru týndir í fjöll- unum fyrir ofan Laugarvatn, eftir að hafa gengið frá biluðum jeppabíl sín- um í slæmu veðri. Þegar við félag- arnir komum austur hafði leit staðið yfir frá laugardegi til mánudags- kvölds og var farið að óttast mjög um fólkið. Við gistum að sjálfsögðu hjá Kristínu og Haraldi aðfaranótt þriðjudagsins, en stjórnstöð leitar- innar var í Húsmæðraskólanum að Laugarvatni, þar sem við áttum að gefa okkur fram árla þriðjudags. Okkur hafði verið tjáð að þennan dag yrðu um 500 manns við leitina. Þegar við sátum við morgunverðarborðið hjá Kristínu og Haraldi var umræðu- efnið að sjálfsögðu sú leit sem fram- undan var. Kristín segir okkur þá allt í einu, upp úr eins manns hljóði, að unglingarnir séu við Prestavatnið vestanvert og að við ættum nú að fara beint þangað til að hjálpa þeim. Við urðum nokkuð undrandi á þess- ari yfirlýsingu, en létum til leiðast og við komu í stjórnstöð báðum við um að fá að komast í hópinn sem færi á þetta svæði og var það auðsótt mál. Eftir nokkurra klukkustunda gang, í afar slæmu veðri, komum við á þetta svæði og fundum fólkið strax. Það var við sæmilega heilsu þrátt fyrir volkið undanfarna daga og tókst okkur að koma því niður að Efstadal þar sem aðstoð beið okkar. Við vor- um þreyttir félagarnir er við komum til baka að Stöng, en þar beið okkar heitur pottur og allskyns hressing, þannig að menn voru fljótir að jafna sigeftir göngutúrinn. Ég kveð þessi heiðurshjón með þakklæti í huga, hjá þeim kynntist ég miklum mannkostum sem ég mun búa að um ókomin ár. Valgeir Hallvarðsson. Látin eru þau Kristín Ólafsdóttir og dr. Haraldur Matthíasson. Sá sem þetta ritar átti þess kost að kynnast þeim og njóta leiðsagnar Haralds í Menntaskólanum á Laug- arvatni. Dr. Haraldur Matthíasson var frábær fræðimaður, sístarfandi og hugsandi allt til hins síðasta. Kristín var kaupmannsdóttir úr Reykjavík, vel menntuð og einstak- lega lifandi og skemmtileg persóna. Aðrir verða væntanlega til að lýsa ætt, uppruna og lífshlaupi þeirra Haralds og Kristínar. Ég vil með nokkrum orðum minn- ast þeirra Haralds og Kristínar, einkum vegna einstakrar vináttu þeirra og hinna bestu mannkosta sem gefast. Á sínum tíma dvaldi ég á Laugarvatni við menntaskólanám. Þar sem ég var af höfuðborgarsvæð- inu en eigi dreifbýlingur naut ég ekki forgangs á heimavist og bjó því í leiguhúsnæði á staðnum. Svo var um fleiri nemendur. Meðal góðra bekkj- arfélaga voru þeir bræður Ólafur Örn og Matthías Haraldssynir. Tókst strax með okkur vinátta. Leiddi það fljótlega til þess að mér var boðið að Stöng, heimili þeirra Haralds og Kristínar og barna þeirra. Það var ekki vegna þess, að ég væri hálfmunaðarlaus þarna á staðnum, sem ég tók að venja komur mínar á heimili þeirra, heldur vegna þess, að gestrisni þeirra hjóna var einstök og allt atlæti á heimilinu með þeim hætti að af bar. Er þar ekki að- eins átt við allan góðan beina heldur eigi síður hitt, að þeim Kristínu og Haraldi og reyndar allri fjölskyld- unni tókst ávallt að magna upp góða skemmtan, sem einkum fólst í því að kryfja samtímamál til mergjar og viðhafa umræður með uppbyggileg- um hætti. Þá var húmorinn æ hafður í hávegum. Haraldur var lærifaðir okkar skólasveina og skipaði þar öndvegi með Jóhanni S. Hannessyni skóla- meistara og fleiri mætum mönnum við skólann. Engu að síður var hann ávallt nefndur Halli Matt. meðal nemenda og jafnvel í hans áheyrn. Það kom ekki til vegna óvirðingar í hans garð, heldur þvert á móti vegna virðingar en Haraldur hafði lag á að nýta sér þann ótrúlega hæfileika að láta viðmælanda sinn hverju sinni halda, að sá væri jafnoki dr. Haralds. Haraldur var virtur fræðimaður, ekki aðeins á sviði íslenskrar tungu og móðurmáls, heldur einnig um land og þjóð. Það var engin tilviljun, að hann kaus sér þann vettvang að fræða land og lýð. Lífsviðhorf hans mótaðist af eigin uppeldi, ást á móð- urmáli, landi og öllu sem íslenskt var. Fáir skildu betur en Hai’aldur, að engin er þjóð án lands, menning- ar, tungu og síðast en ekki síst sögu. Haraldur var forn á velli og hafði skörp einkenni. Hann var lágvaxinn og lipur í fasi, enda fjallgöngu- og ferðagarpur. Hann varð vinur fjöl- margi-a nemenda sinna. Virðing fyr- ir honum fólst eigi aðeins í afburðum hans á fræðilegu sviði, heldur eigi síður í velvild hans og góðsemi. Það er hverjum manni lán að eiga góðan lífsförunaut og börn. Harald- ur gekk að eiga Kiistínu Ólafsdóttur árið 1944. Þau Kristín og Haraldur áttu mörg sameiginleg áhugamál, bæði á sviði fræða en þó ekki síst sameiginlegan brennandi áhuga fyr- ir náttúru landsins. Þau ferðuðust um landið saman, allt fram á efri ár, bæði gangandi og akandi um fjöll og slóðir öræfa. Með ferðalögum sínum lögðu þau grunn að fræðibókum Haralds sem Ferðafélag íslands og aðrir áhugamenn um landsins nátt- úru munu njóta um langa tíð. Þau gengu saman til allra starfa og áhugamála af gleði. Ást þeirra var alla tíð fölskvalaus. Árið 1981 varð fjölskyldan fyrir reiðarslagi, er Matthías yngri sonur þeirra Kristínar og og Haralds féll frá. Matthías var dux schoale 1968 frá Laugarvatni, afburða námsmað- ur og einstakur vinur og ljúfmenni. Vorið 1998, á skólalegum tíma- mótum, buðu þau Haraldur og Krist- ín okkur nokkrum bekkjarfélögum að Stöng á Laugarvatni. Hugðum við félagar gott til glóðarinnar og var sett saman dálítil skemmtidagskrá með kveðskap, söng og gönguferðum o.fl. Þá var grillveisla í garði þeirra hjóna á Stöng og „heitapottsdisput- ation“. Þrátt fyrir háan aldur tóku þau hjónin virkan þátt í allri skemmtan og að sjálfsögðu var gamli „brúðarkokkteillinn" þeirra fram- reiddur. Við félagarnir gengum kná- lega fram í góðri skemmtan innan og utandyra. Minnist ég þess, er við komum úr gönguferð frá minnis- varða í kirkjugarðinum við leiði Matthíasar, að hljótt var í húsinu á Stöng. Er ég fyrstur gekk inn fannst mér kyrrðin mikil og varð mér lítið inn í herbergi þeirra Kristínar og Haralds. Tel ég engan trúnað brot- inn, þó að ég lýsi þeirri sjón, er við blasti. Hin öldnu hjón höfðu lagt sig prúðbúin ofan á uppbúið rúmið og lágu hlið við hlið og héldust í hendur. Þannig var þreki safnað milli þess, er þau tóku þátt í skemmtan allri með okkur gömlu nemendunum. Þau Kristín og Haraldur kveðja nú þennan heim með fárra daga millibili. Það er lýsandi dæmi um samlyndi þeirra og samvistir allar, að þeim skuli að leiðarlokum gefast að hverfa saman á brott úr þessum heimi. Það er gæfa hverjum manni að eiga góða foreldra og njóta meðbyrs og handleiðslu frá bemsku. Þess hafa börn þeirra Haralds og Kristín- ar notið og búa að meðan lifa. Ég votta Ólafi Erni, Jóhönnu og Þrúði og fjölskyldum þeirra samúð mína og þakka fyrir góðar stundir á liðnum ámm. Sigurður Sigurjónsson. Enn er höggvið skarð í þann sterka kjarna þeirrar kynslóðar sem sett hefur svip sinn á mannlíf og upp- byggingu á Laugarvatni. Með ör- stuttu millibili hafa nú látist sæmd- arhjónin Haraldur Matthíasson og Kristín Ólafsdóttir, litríkir og skemmtilegir persónuleikar, en þau hjónin eru samofin skóla- og menn- ingarstarfsemi staðarins. Einhverju sinni sagði hinn merki skólamaður Pálmi heitinn Hannes- son, rektor Menntaskólans í Reykja- vík, eitthvað á þá leið, að hver stund og hver dagur ætti sitt gildi og að líf mannanna væri ekki gert úr eintóm- um stórviðburðum heldur miklu fremur úr ótal mörgum atvikum sem hvergi væru skráð. Ég ætla að rífja upp gildi stundarinnar og þeirra ör- smáu atvika sem em mér svo kær í minningunni um hjónin Harald og Kristínu. Fyrst hvarflar hugurinn til náms- áranna á Laugarvatni. Ég hafði ekki lengi dvalið á Laugarvatni þegar ég fór að gefa gaum hjónunum Haraldi og Kristínu, sem leiddust ávallt hönd í hönd hvert sem þau fóru. Hann ábúðarmikill, oft þungt hugsandr% með fjarrænt blik í augum. Hún tindilfættur heimsborgari, tískuleg í fari og alltaf voru þau eins og nýtrú- lofuð. Þau voru sjálfstæð og höfðu ekki miklar áhyggjur af því hvort þau féllu inn í hið hefðbundna mynst- ur hversdagslífsins. Þau voru skemmtilega ólík í fasi og framkomu. Það var alveg sama hve hið unga námsfólk var ástfangið og leiddist innilega, engir komust í hálfkvisti við innilegt samband þeirra hjóna. Samt var meira að segja starfandi hús- mæðraskóli á Laugarvatni í þá daga. Síðar varð ég þeirrar gæfu aðnjót-*' andi að kynnast syni þeirra Ólafi Erni náið, bæði fyrir og eftir að við hófum þátttöku okkar í stjórnmál- um. Þá opnuðust dyr menningar- heimilis þeirra Haraldar og Kristín- ar á Laugarvatni uppá gátt. Ég var eilítið feiminn að nálgast öldunginn og gáfumanninn Harald, sem byrjaði á því að kynda vel upp í arninum áð- ur en spjall okkar hófst. Nærfærnis- lega hófst umræðan um heima og geima og áður en varði var Haraldur farinn að segja mér sögur af Jónasi frá Hriflu, en Haraldur hafði verið einkaritari Jónasar um tíma. Kristín blikkaði mig kumpánlega og sagði að það hefði þótt nokkuð sérstakt þegar hún, stórkaupmannsdóttirin úí< • Reykjavík, hefði farið að rugla sam- an reytum við bóndasoninn úr Ár- nessýslu, sem hafi verið svo náinn samstarfsmaður Jónasar. Brátt barst talið að fleiri látnum þing- mönnum, m.a. sr. Sveinbirni Högna- syni, og kom þá í ljós að Haraldur kunni kafla úr ræðum hans og íleiri þingmanna frá þeim tíma er hann var ræðuritari á Alþingi. Þá barst talið að nútímanum og frjálshyggj- unni sem Haraldur gaf heldur lítið fyrir, sagði reyndar merkilegt að eii^_ af stofnunum Reykjavíkurborgar hefði keypt stórt upplag af bók sem einn af kyndilberum frjálshyggjunn- ar hafði þá nýlega skrifað. Haraldur taldi þá bók þá fyrstu og einu sem hefði verið sögð til sveitar á íslandi, eins og hann orðaði það á sinn kóm- íska hátt. Þannig voru sögurnar, skemmtilegar, eilítið stílfærðar, sprelllifandi og alveg sama hvar komið var í tíma og rúmi allt vissi Haraldur. Ég varð þeirrar gæfu að- njótandi að heimsækja þau hjónin oftar og alltaf var eitthvað nýtt að sjá og heyra. Eftirminnileg er stundin í garði þeirra hjóna á Laugarvatni, þegar Samband ungra framsóknar- manna minntist 60 ára afmælis og Haraldur dró fram innbundinn ár%» gang af dagblaðinu Tímanum, þar sem sagt var frá stofnfundi SUF fyr- ir 60 árum. Þau hjónin fóru ekki troðnar slóð- ir. Þau voru miklir útivistarmenn og langt á undan sinni samtíð hvað það varðaði. Hjóluðu og gengu um nátt- úru íslands löngu áður en slík ferða- lög komust í tísku. Sjálfsagt hefur einhverjum á þeim tíma þótt þessi tiltæki þeirra undarleg. „Tiltækið" skilur þó meira eftir sig, því afrakst- ur ferðanna hefur síðar birst í Ár- bókum Ferðafélags íslands. Ég hef oft haft gaman af að velta fyrir mér hve minn góði vinur Ólafur Öm er skemmtileg blanda af foreldrum sín- um og þarf engan að undra viðhorf*r hans til lífsins, umhverfisins og til- verunnar og allra þeirra „sérkenni- legu“ langferða sem hann hefur lagt upp í um dagana. Það var einnig ánægjulegt að fylgjast með áhuga foreldra hans á þeim ferðalögum öll- um. Það er oft erfitt fyrir okkur menn- ina að skilja himnaföðurinn sem ræður för okkar mannanna hér á jörðu. Þó ímynda ég mér að hann viti alveg hvað hann er að gera þegar hann kallar hin samrýndu sæmdar- hjón til sín með svo stuttu millibili. Við Steinunn Ósk vottum Ólafi Errá^ og Sigrúnu og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Minningin um þessi merku hjón er okkur dýrmæt. ísólfur Gylfi Pálmason. • Fleirí minningargreinar um Harald Matthíasson og Kristínu S. Ólafsdóttur bíða hirtingar og munaf^ birtast íblaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.