Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Anders Rosberg, framkvæmdastjóri sænska fyrirtækisins Scandsea Scandsea vill auka umsvif á Islandi Morgunblaðið/Golli Anders Rosberg, frainkvæmdastjóri sænska fyrirtækisins Scandsea: Stefnt er að skráningu Scandsea á Verðbréfa- þingi Islands STJÓRN sænska fyrirtækisins Scandsea AB sér mikla möguleika á viðskiptatengslum við ísland. And- ers Rosberg, framkvæmdastjóri fél- agsins, hélt fyrirlestur á vegum sænsk-íslenska verslunarráðsins í gær og lýsti því yfir að þekking ís- lenskra fjármálasérfræðinga á sjáv- arútvegi væri ein lykilforsenda fyrir starfsemi Scandsea á íslandi, sænsk- ir bankamenn hefðu litla sem enga þekkingu á sjávarútvegi. Markmið Scandsea er að auka umsvif á íslandi og skrá hlutabréf félagsins á Verð- bréfaþing íslands en meðal hluthafa í fyrirtækinu eru íslensk fyrirtæki. 5-6 milljarða velta á ári Scandsea var stofnað í núverandi Hluthafafundur Fisk- iðjusamlags Húsavíkur Samruni við Ljósavík á dagskrá STJÓRN Fiskiðjusamlags Húsavík- ur hf. boðar til hluthafafundar í fé- laginu miðvikudaginn 19. janúar 2000 kl. 14.00 á Hótel Húsavík. Á dagskrá fundarins er tillaga stjórnar félagsins um samruna Ljósavíkm- hf. við Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. skv. fyrirliggjandi samrunaáætlun félaganna. Verði tillagan samþykkt, þá felst jafnframt í henni breyting á sam- þykktum Fiskiðjusamlags Húsavík- ur um hækkun á hlutafé úr kr. 617.259.270 í kr. 987.614.832,00, en hækkuninni verður varið til að skipta á hlutum hluthafa í yfirtekna félag- inu á hlutabréfum í Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Ef af samruna fyrirtækjanna verður þá miðast hann við 1. septem- ber 1999. ---------------- Rakel Sveins- dóttir ráðin til Norðurljósa • Rakel Sveinsdótt- ir hefur verið ráðin sem annar af tveim- ur auglýsingastjórum íslenska útvarpsfél- agsins hf. Rakel mun f samvinnu víö núver- andi auglýsinga- stjóra, Viktor Ólason, stýra auglýs- ingasölu, ráðgjöf og þjónustu til viðskiptavina félagsins. Noröurljós hafa stofnað hlutafélagið Skjákaup ehf. og er ráðning Rakelar einn liður félagsins í því aö þróa og efla-þjón- ustu við auglýsendur, sérstaklega með gagnvirkni í huga. Rakel hefur undanfarin sex og hálft ár verið sölu- stjóri auglýsinga Morgunblaðsins og mbl.is, en rak þar áður auglýsinga- þjónustufyrirtæki auk þess að vinna við handrita- og dagskrárgerð ýmissa heimildar- og kynningarþátta ’92- ’93. mynd árið 1989 og hefur skilað hagn- aði á hverju ári síðan. Velta fyrir- tækisins er á bilinu 5-6 milljarðar á ári. Hluti af Scandsea-samsteypunni er íslenska fyrirtækið Fiskafurðir- útgerð hf. en samstarf fyrirtækjanna hófst árið 1997. Auk þess á SH 20% hlut í Scandsea. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í fjármögnun, stjórnun og sölu frá skipum sem stunda veiðar víða um heim, einkum í rússneskri efnahagslögsögu. Scandsea á skip og gerir út í Norð- ur-Atlantshafi og Barentshafi en stundar alþjóðleg viðskipti með fisk og fiskafurðir. Það gerir samninga við fiskiskipaeigendur um að fjár- magna veiðarnar fyrir þá. Fyrirtæk- Geir A. Gunnlaugsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hæfis hf., sem er undirbúningsfélag um bygg- ingu álvers í Reyðarfirði í eigu Eign- arhaldsfélags Alþýðubankans, FBA, íslandsbanka, Landsbanka Islands og Þróunarfélags íslands. Markmið Hæfis hf. er að vinna að undirbúningi að byggingu álvers í Reyðarfirði í samvinnu við Hydro Aluminium, að því er segir í fréttatil- kynningu frá félaginu, en undan- farna mánuði hefur verið unnið að nánari greiningu verkefnisins og til að efla það ferli var ákveðið að ráða Geir til félagsins. Geir, sem er doktor í vélaverk- fræði frá Brown University í Banda- ríkjunum, starfaði áður sem fram- kvæmdastjóri Marels hf. en lét af störfum þar í lok nýliðins árs. Hann sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær fagna því að fá að taka þátt í þeim verkefnum Hæfis sem fram- undan eru. Hann hafi lengi verið ið fær svo greiðslu í afurðum sem það selur áfram. Höfuðstöðvar fyrir- tækisins eru í Helsingborg en starfs- stöðvar eru m.a. í Reykjavík og auk þess í Murmansk og Vladivostok í Rússlandi og Tallinn í Eistlandi. Meiri þekking bankamanna á sjávarútvegi á íslandi en i Sví- þjóð í erindi sínu gerði Rosberg grein fyrir ástæðum þess að sænskt fyrir- tæki vilji verða íslenskt. „Viðskipta- tengsl Scandsea og íslenskra sjávar- útvegsfyrirtækja er það áhugaverðasta sem hefur gerst hjá áhugamaður um stóriðju og starfað töluvert að slíkum málum á liðnum árum. „Hæfi er í sameign nokkurra fjár- festingaraðila sem gætu staðið fyrir fjárfestingu Islendinga í þessu ál- veri. Ákveðin tímaáætlun liggur fyr- ir varðandi hvernig standa á að þessu verki en mikið verk er óunnið við alls kyns mat á þessum fjárfest- ingarkosti auk samninga við Hydro og aðra aðila. Endanlega ákvörðun um hvort þetta sé vænlegur kostur og þá hvort Islendingar verði þátttakendur verður ekki hægt að taka fyrr en að þessari vinnu lokinni," sagði Geir. Stefnt er að því að ákvörðun um hvort farið verði út í byggingu álvers í Reyðarfirði liggi fyrir síðla vors eða snemma sumars. Verði niðurstaðan sú að byggja álverið munu þeir ís- lensku aðilar, sem að undirbúningn- um standa, bjóða langtímafagfjár- festum þátttöku í verkefninu. Scandsea í langan tíma. Þjónusta ís- lenska fjárfestingarbankans FBA hefur verið framúrskarandi, þar hafa menn þekkingu á sjávarútvegi en það er annað en hægt er að segja um bankamenn í Svíþjóð. Scandsea er tiltölulega lítið fyrirtæki og því hentar samstarf við íslendinga vel. Norsk sjávarútvegsfyrirtæki eru stærri í sniðum og samstarf á þeim vettvangi hentar Scandsea síður,“ segir Rosberg og bætir við að helsti keppinautur fyrirtækisins sé norska fyrirtækið Ocean Trawlers. „Á Islandi er samankomin mikil sérþekking á sviði sjávarútvegs," segir Rosberg. „Sjávarútvegur er stór hluti af íslensku atvinnulífi, sem og íslenskum stjórnmálum. Og allar meiriháttar ákvarðanir í sjávarút- vegi eni pólitískar. Það er því mikil- vægt að hafa innsýn í stjórnmálin og áhrif.“ Þekking á Rússlandi komi sam- starfsaðilum til góða Rosberg segir einnig að hjá Scandsea sé mikil þekking á sviði sjávarútvegs í Rússlandi og það STEFÁN Pálsson, bankastjóri Bún- aðarbankans, telur ekkert athuga- vert við þær upplýsingar sem birtust í útboðslýsingu vegna sölu á 15% hlut ríkisins í bankanum um væntan- lega afkomu síðasta árs. í morgun- fréttum íslandsbanka F&M í gær er vakin athygli á því hversu stuttur tími hafi liðið frá því að útboðslýsing hlutafjárútboðsins var gefin út þar til afkomuviðvörun barst Verðbréfa- þingi. Segir Stefán að skýrt hafi komið fram í útboðslýsingunni að byggt hefði verið á níu mánaða óendur- skoðuðu uppgjöri sem þá hafi verið hentugast að miða við. Eðlilegir fyr- irvarar hafi og verið gerðir um að af- koman gæti breyst á þeim þremur mánuðum sem eftir væru af reikn- ingsárinu. I morgunfréttum kemur fram að útboðslýsingin sé dagsett 13. desem- ber, en í henni hafi verið gert ráð fyr- ir 1.300 milljóna króna hagnaði fyrir skatta. Ástæðan sem gefin sé fyrir afkomuviðvörun sé hagstæð þróun á síðasta ársfjórðungi sem valdi því að hagnaður bankans verði meiri en áætlanir í útboðslýsingu gefi til kynna. Einungis 13 viðskiptadagar hafi verið eftir af árinu þegar út- boðslýsingin var birt. Segir í frétt- inni að þetta veki upp ákveðnar spurningar. komi íslenskum samstarfsfyrirtækj- um til góða. Varðandi framtíðaráform Scand- sea segir Rosberg að vöxtur fyrir- tækisins sé höfuðmarkmið. Fyrir- tækið ætli að auka umsvif sín á íslandi og fá hlutabréf sín skráð á Verðbréfaþing íslands. Rosberg nefndi ekki tímamörk í því sambandi en sagði að unnið yrði samviskusam- lega að því markmiði. Nýlega stofn- aði Scandsea alþjóðlegt viðskiptafél- ag, Scandsea International Ltd., og var meðal þeirra fyrstu sem hlutu samþykki sem slíkt á íslandi. Ros- berg segir að starfsemi fyrirtækisins sé ekki formlega hafin en áformað sé að hefja viðskipti á þessu ári. I um- ræðum eftir erindi Rosbergs kom sú spurning upp að vegna þess að hið alþjóðlega viðskiptafélag hafi starf- semi hér á landi þurfi það að borga 5% skatt en ef það væri skráð á á frísvæði eða „off-shore“ væri það skattfrjálst. Rosberg svaraði því til að Scandsea vildi stunda lögmæta starfsemi og tengsl við ísland væru mikilvæg. Helena Hilmarsdóttir, forstöðu- maður aðildar- og skráningarsviðs Verðbréfaþings Islands, segir að Verðbréfaþing sé með afkomuvið- vörun Búnaðarbankans í skoðun með tilliti til þess hversu útboðslýs- ingin er nýútgefin og óskað verði eft- ir skýringum bankans á því. Stefán telur að tvær meginástæð- ur valdi betri afkomu en gert var ráð fyrir. Annars vegar mikil umsvif verðbréfasviðs bankans, en mikið hafi verið selt af hlutdeildarskírtein- um í verðbréfasjóðum bankans í lok ársins sem skapi verulegar tekjur. Hins vegar hafi verðmæti hluta- bréfaeignar bankans aukist um 10% í lok desembermánaðar og gefi það af sér um 270 milljónirkróna. Þessi aukning sé í samræmi við þann fyrir- vara útboðslýsingarinnar að verð- mæti hlutabréfaeignar bankans gæti sveiflast um allt að 20% til eða frá, eða um 550 milljónir króna. Aðspurður um hvort hækkun á verði bréfa DeCode, sem Búnaðar- bankinn á stóran hlut í, hefði haft áhrif á afkomu bankans á síðasta ári, sagði Stefán að vissulega hefði það sín áhrif en þó ekkert sérstaklega umfram aðra hlutabréfaeign bank- ans. Morgunblaðiö/Kristinn Geir A Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Hælís hf. Hæfi hf., undirbúningsfélag um byggingu álvers á Reyðarfirði Geir A. Gunnlaugs- son ráðinn fram- kvæmdastjóri Stefán Pálsson, bankastjóri Búnað- arbankans, um afkomuviðvörun Skýrir fyrirvarar í útboðslýsingu Verðbréfaþing með málið í athugun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.