Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 31 MENNTUN semja kennararnir einnig hliðstæðar æfingar fyrir aðkeypta námsefnið sem þarna er kennt. Börnin æfa sig stundum ein en oftast með bekkjar- félögunum. Mikilvægt er að benda á, að ef inn- lögnin í byrjun tímans með „beinum fyrirmælum" gengur eins og fyrir er lagt, þá þurfa nemendurnir lítið sem ekkert á aðstoð kennarans að halda við fæmiæfingarnar. Þar að auki er lykilatriði samkvæmt Momingside líkaninu að færniæfingamar séu tímasettar og taka nemendurnir tímann sjálfir þegar þeir æfa sig og vinna eins hratt og þeir geta, oftast í eina mínútu í senn. Ekkert utanað- komandi má draga úr eða hindra vinnuhraða nemandans og verða at- riði hverrar færniæfingar að vera miklu fleiri en nemendurnir geta lokið við að vinna á svo stuttum tíma. Ekki má heldur mynda tilbúið þak sem hægir á vinnuhraða þeirra eins og skammtar frá kennurum gera stundum. Hér er nauðsynlegt að undirstrika sérstaklega að það er ákveðinn tími sem markar vinnulotur nemandans, en ekki lengd verkefnisins. Færn- iæfingarnar em m.ö.o. á ýmsan hátt annars eðlis en þær almennu hraða- æfingar (drill) sem margir þekkja úr eigin námi. Ef tiltekin atriði eða eindir námsefnisins vefjast sérstak- lega iyrir nemendunum eða ein- hverjir þeirra gera sérhæfðar villur eins og að mgla saman b, d, ogp, eða > og < , fá þeir nemendur að auki sérstaka þjálfun einvörðungu til að æfa þá í að greina á milli þessara tákna. Öryggi og hraði Þjálfun í aðgreiningu felst í ör- stuttum viðbótaræfingum eða æf- ingasprettum sem aðeins mega vara í 10 til 30 sekúndur í senn. Eins og þekkist úr íþróttum, auka stuttir sprettir og síendurteknar æfingar á tækniatriðum, bæði snerpu og færni. Með æfingasprettunum nær nema- ndinn öryggi og hraða, nákvæmlega í þeim eindum námsefnisins sem sér- staklega er verið að þjálfa færni hans í. Ljúki nemandinn æfingablaðinu sínu innan tímamarkanna byijar hann strax á því næsta sem hann hefur tilbúið hjá sér. Svona tekur hann nokkra spretti. Þegar hann hefur viðfangsefnið á valdi sínu, í þessu dæmi að greina á milli b, d og p eða > og < táknanna án þess að hika svo mikið sem eitt augnablik, má hann halda áfram með námsefnið þar sem stafirnir eða táknin koma fyrir og hann þarf að beita þeim rétt í samhengi. Algengast er að nem- andinn vinni sömu fæmiæfinguna þrisvar í senn. Eftir hverja færniæf- ingu og hvem æfingasprett ber nemandinn vinnu sína við svai-blað og skráir árangurinn hjá sér á þar til gert kort. Nemendurnir telja hversu oft þeir gátu sagt eða gert það sem fyrir þá var lagt, rétt eins og í hverj- um öðmm leik. Þetta þykir þeim spennandi og skemmtilegt. Kvarð- inn á kortunum er staðlaður svo öll kort em nákvæmlega eins og upp- lýsingarnar á þeim því sambærileg- ar. Ólíkt spurningalistum og skýrsl- um sýna stöðluð hröðunarkort mælingatölur um raunvemlega hegðun og framfarir hvers og eins nemanda, hvað hann lærir og hversu mikið hann bætir sig við hverja æf- ingu eða sprett. Ekki er ólíklegt að hér sé og að finna eitt öflugasta mat- stæki sem völ er á. Skráningu á stöðluð hröðunarkort sýnir með öðr- um orðum sagt hvaða árangri kennslan skilar, næstum því frá einu augnabliki til annars! Fæmiþjálfun í bóklegu námi er ef til vill ekkert ósvipuð því að æfa hjóðfæraleik, bif- reiðaaskstur eða Morse merkjalykil- inn. Að þjálfuninni lokinni eiga nem- endurnir að geta beitt leikninni sem þeir æfðu við nýjar og framandi að- stæður og í daglegu lífi og snúið sér að fleiri og flóknari verkefnum sem byggjast á sömu frumaðtriðum og unnið þau hjálparlaust, s.s. mann- kynssögu, eðlisfræði og ritgerða- smíð. Framhald 15/12000. Höfundur sóttií sumar 200 klukku- stunda þjálfunarnámskeið við Mom- ingside Academy í Seattle. Lítill munur á kjörum bflalána Greiðendur eiga í vaxandi erfíðleikum Vextir, meðalgreiðsla á mánuði og hlutfallstaia kostnaðar af 1 milljón króna bílaláni nrQ-M Óveri ðtryggt lán í 3 ár Verðtryggt lán í 5 ár Vextir Meðalgr. Kostn. (%) Vextir Meðalgr. Kostn. (%) Sparisióður Hafnarfiarðar 11,30% 32.767 kr. 10,71% 7,80% 21.785 kr. 11,05% Sparisjóður Vélstióra 11,70% 32.938 11,44% 7,80% 21.785 10,39% Sjóvá-Almennar 11,90% 33.149 11,45% 7,80% 21.960 11,18% SP 11,90% 33.004 11,73% 7,80% 21.765 10,83% Glitnir 11,90% 33.024 11,78% 7.80% 21.785 10,88% Lýsing 11,90% 33.024 11,78% 7,80% 21.785 10,88% TM 11,90% 33.149 12,04% 7,80% 21.910 11,44% VÍS 11,90% 33.149 12,09% 7,80% 21.910 11,44% Samvinnusj. íslands (66,7%) 11,90% 33.164 12,49% 7,80% 36.542 11,34% Samvinnusj. íslands (100%) 12,90% 33.592 14,62% 8,80% 37.248 13,22% Vextir, meðalgreiðsla á mánuði og hlutfallstala kostnaðs ir af 1 milljón króna skuldabréfaláni, miðað við 4% verðbólguspá Lán í 3 ár Verðtryggt lán í 5 ár ’ Vextir Meðalgr. Kostn. (%) Vextir Meðalgr. Kostn. (%) SPRON 14,85% 34.287 kr. 14,85% 9,60% 22.547 kr. 12,36% Sparisjóður Hafnarfjarðar 14,85% 34.287 14,95% 9,60% 22.547 12,36% Sparisjóður Kópavogs 15,20% 34.437 15,35% 10,35% 22.865 13,21% Landsbankinn 15,30% 34.460 15,42% 10,50% 22.909 13,34% Sparisjóður Vélstjóra 15,60% 34.608 15,82% 10,35% 22.865 13,21% Búnaðarbankinn 15,80% 34.694 16,06% 10,50% 22.929 13,39% (slandsbankinn 16,05% 34.796 16,32% 10,75% 23.030 13,65% LÍTILL munur er á þeim kjömm sem em í boði vegna fjármögnunar bílakaupa en Glitnir og Samvinnu- sjóður Islands em einu fjármögnun- arleigurnar sem bjóða upp á 100 prósenta lán í nýjum bíl. Þetta kemur fram í könnun Sam- starfsverkefnis Neytendasamtak- anna og ASI-félaga á höfuðborgar- svæðinu sem gerði nýlega samanburð á bílalánum og almenn- um neytendalánum. Ágústa Ýr Þorbergsdóttir, verk- efnisstjóri Samstarfsverkefnis NS- og ASI-félaga á höfuðborgarsvæð- inu, segir að hægt sé að fá hagstæð- ari lán en bílalán í bönkum og spari- sjóðum og fer það þá eftir hverjum einstaklingi fyrir sig hvaða kjör hann hlýtur. Einnig segir hún að hægt sé að fá hagstæð veðlán í bönkum en þá verður lántakinn að hafa veð, en þau era óalgengari þeg- ar um bílakaup er að ræða. Spurt var um 1.000.000 króna óverðtryggt lán annars vegar og 1.000.000 króna verðtryggt lán hins vegar, gert var ráð fyrir 4% verð- bólguspá og í öllum tilvikum var tekið lægsta greiðslugjald sem í boði var. Að sögn Ágústu felst munurinn á greiðslugjaldi lánastofnana í því að þær bjóða ekki upp á skuldfærslu af reikningi. Samvinnusjóðurinn var eini aðil- inn þar sem kostnaður við lántöku og vaxtaprósenta fór eftir prósent- um láns, hjá hinum er það tíminn sem ræður kjörunum. Ágústa bendir að skoðuð hafi ver- ið bílalán og skuldabréfalán banka og sparisjóða, en hún segir að það séu mun hagstæðari kostir en kaup- leigusamningar. Kostnaður „Kostnaður við töku einnar millj- ónar króna óverðtryggðs bílaláns til þriggja ára er á bilinu 179.608 krón- ur og upp í 209.315 krónur eftir því hvar lánið er tekið. Reiknað er með jöfnum greiðslum allt tímabilið og 4% verðbólguspá. Kostnaður við óverðtryggt skuldabréfalán í bönk- um og sparisjóðum er heldur meiri eða frá 234.338 krónum og upp í Gestir í þættinum Eldhús sannleik- ans, sem sýndur var í sjónvarpinu í gær, vom Elsa Waage söngkona og Bergþór Pálsson söngvari. ítalskir pasta-tónar 1 pk. tagliatelle eða spgghetti _______þurrkaður rauður pipgr____ I '/2-2 dl ólífuolía (Toggiasca, fæst í Heilsuhúsinu) steinselja, fersk (helst þessi með sléttu ____________blöðunum)____________ _________2-3 hvítlauksgeirar_____ 7 vel þroskaðir, sætir, tómatar (mega _________ekki vera harðir).______ Vatn sett í pott og látið sjóða. Smá salt sett út í vatnið og jafnvel súput- eningur. Tagliatelle eða spaghetti sett út í vatnið og látið sjóða skv. leiðbeining- um á pakka. Steinselja og hvítlaukur sett í matvinnsluvél og svo í skál. Tómatarnir skornir í litla bita og settir út í skálina. Ólífuolíu bætt út í, svo og pipar- num rauða sem er mulinn út í. 252.658 krónur. Það skal tekið fram að þau vaxtakjör sem gefin eru upp í þessu dæmi eru fyrir viðskiptavin með stutta viðskiptasögu. Það skil- yrði fylgir hjá tryggingafélögunum að bifreið sé húftryggð hjá því tryggingafélagi sem veitir lánið, enda er veð tekið í henni fyrir greiðslu lánsins. Hins vegar ræður lántaki hvar hann tryggir taki hann lán hjá fjármögnunarleigum.“ Svipuð kjör „Athyglisvert er að tryggingafé- lögin þrjú bjóða upp á mjög svipuð kjör. Þau bjóða öll tvo valkosti þar sem traustum viðskiptavinum em boðin hagkvæmari sérkjör en öðr- um. Vextir lánanna era alls staðar þeir sömu en lítill munur er á lán- Pastað er sett á sigti og það sett í skálina. Öllu hrært saman. Fiskur i ofni Að hætti Bergþórs Pálssonar ___________1 stórtýsuflak_________ salt _______________pipar______________ 1-2 egg _______________rasp_______________ mozarella-ostur ___________2 1 /2 dl rjómi_______ Eggin brotin í skál og hrærð að- eins. Raspið sett í skál og saltað og piprað eftir smekk. Ýsuflakið skorið í bita og þeim dýft í eggjahrærana og þar á eftir í raspið. Ýsubitunum er raðað í eldfast mót og mozarella-ostur settur yfir. Smjörklípum dreift yfir fiskinn. Mótið með fiskinum er sett inn í 200 gráða heitan ofn og hafður í hon- um í 10 mín. Fiskurinn er tekinn út úr ofninum og 21/2 dl af rjóma hellt yfir hann. Fiskurinn settur inn í ofninn aftur og hafður þar í 10 mín. tökukostnaðinum ojg munar það fá- um þúsundum.“ Agústa segir að fjórar fjármögnunarleigur bjóði upp á bílalán og em kjörin þar einnig mjög svipuð. Tveir sparisjóðir bjóða upp á bílalán og em það Sparisjóður Hafnarfjarðar og Sparisjóður vél- stjóra. Eins og sést í töflu em kjörin sem þeir bjóða upp á mjög svipuð og hjá öðmm. „Kostnaður af töku einn- ar milljónar króna verðtryggðs bíla- láns til fimm ára er á bilinu 305.899 krónur til 340.916 krónur eftir því hvar lánið er tekið. Aftur er reiknað með jöfnum greiðslum og 4% verð- bólguspá. í þessum flokki er hag- stæðast að taka lánið hjá Sparisjóði vélstjóra og óhagstæðast er að taka 100% lán hjá Samvinnusjóðnum. Heldur dýrara er að taka bankalán en taka verður tillit til þess að þau lánakjör sem notuð vom við út- reikninginn eiga við viðskiptavin með stutta viðskiptasögu. Eurocard og Visa ísland bjóða upp á lán í gegnum bílaumboð og bflasölur og ákveður hver söluaðili fyrir sig lán- tökukostnað en vextir fylgja meðal- vöxtum Seðlabankans." 20-30.000 króna mánaðargreiðslur Ef bera á saman lán segir Ágústa að skynsamlegast sé að bera saman árlega hlutfallstölu kostnaðar en hagstæðasta lánið er með lægstu hlutfallstölu kostnaðar. Árleg hlut- fallstala kostnaðar mælir heildar- kostnað við lántöku án tillits til þess hvar lán er tekið. Með árlegri hlut- fallstölu kostnaðar er allur kostnað- ur við lántöku umreiknaður í árs- vexti. Mikil aukning hefur verið i inn- flutningi á bifreiðum og er bifreiða- innflutningur nú meiri en nokkru sinni. Ágústa segir því koma á óvart hvað lánastofnanirnar bjóða upp á svipuð kjör og í raun segir hún mjög litla samkeppni á milli þeirra. „Það er auðvelt að láta blekkjast, neyt- endur ættu því að hugsa sig vel um áður en farið er út í óarðbæra fjár- festingu eins og bflakaup eru. Tutt- ugu til þrjátíu þúsund króna greiðslubyrði á mánuði af láni er of mikið. Þá á eftir að greiða annan rekstrarkostnað bflsins." Ágústa bendir á að á síðasta ári hafi æ fleiri haft samband við FÍB vegna erfiðleika með bílalán. „Sum- ir em að leita ástæðna til að rifta kaupum vegna galla eða vanefnda, en aðrir segja hreint út að þeir hafi ofgert greiðslugetu sinni. Vegna stóraukins framboðs á notuðum bfl- um hefur verðmæti þeirra minnkað. Þeir sem setja eldri bíla upp í kaup- verð fá því ekki eins mikið fyrir bfl- inn og þeir vonuðust til. Einnig get- ur verið að eigandinn taki ekki tillit til þess að á bílnum hvfla eftirstöðv- ar af láni sem dragast frá uppítöku- fjárhæðinni. Ráðstöfunarfé upp í kaupverð nýja bflsins er minna en búist var við, og lætur fólk til leiðast að hækka hlut láns í kaupverðinu í von um að málið bjargist. Það er að mörgu að huga áður en farið er út í bílakaup. Æskilegast er fyrir fólk að leita sér fjárhagsráðgjafar áður en það fer út í háar lántökur. Reynslan sýnir að þegar mánaðarafborgun er komin yfir 25 þúsund krónur á mán- uði ræður fólk ekki við dæmið og vanskil í'ara að myndast.“ NÝTT NÝTT - engar pillur Auðveld inntaka - meiri virkni learunarúdinn fró Kare Mor slær í gegn ( honum eru auk vítamína Camitine og króm sem slær á hungurtilfinningu og brennir fitu. Frábær árangur. Einnig Advance íbróttavítamín sem hjálpar við brennslu og vöðvastyrkingu, gefur betra úthald og orku, frábært með í líkamsræktina. PMS (gleðiúðinn) við fyrirtíðarspennu, þreytu, kvíða, dregur úr matarlyst og er vatnslosandi. Engin fyllingarefni né óæskileg aukaefni. Einnig fáanleg mörg önnur vítamín t.d. B vítamín, andoxunarefni o.fl. Upplýsingar hjá Önnu, s. 561 1062/699 6266 og Guðrúnu, s. 565 0798/869 3935. Eldhús sannleikans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.