Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 21 Bandarísk fasteigna- keðja á danskan markað Kaupmannahöfn. Morgunblaðið BANDARÍSKA fasteignasölukeðj- an RE/MAX hyggst á næstunni halda innreið sína á danska fast- eignamarkaðinn og opna um hundr- að söluskrifstofur í Danmörku. Bandaríska keðjan, sem er einn stærsti fasteignasali í heimi á sviði einkahúsnæðis, byggir á sérleyfis- kerfi líkt og McDonald’s skyndibita- staðimir. I viðtölum við dönsk blöð hafa danskir fasteignasalar borið sig vel og segjast ekki hafa mikla trú á velgengni keðjunnar, því danski fast- eignamarkaðurinn sé mjög vel skipulagður. Keðjan hefur áður náð mikilli útbreiðslu í Asíu og nú Evrópu, til dæmis í Þýskalandi. I Danmörku starfa fyrir nokkrar danskar fasteignakeðjur, sem eru með söluskrifstofur víða og sem einnig eru reknar á sérleyfiskerfi. Um helmingur danskra fasteigna- sala starfar á vegum keðja og í gegn- um hendur þeirra fara um 90 prósent allrar fasteignasölu. Fasteignasal- arnir dönsku starfa einnig náið með húsnæðislánastofnunum og bönkum. Vantrú á möguleika keðjunnar í Danmörku Enn er óljóst hvernig RE/MAX mun skipuleggja samband sitt við danskar lánastofnanir, en kakan sem til skipta er stækkar ekki. Leif Knu- dsen formaður samtaka danskra fa- steignasala segir í viðtali við Politik- en að hann hafi ekki trú á að danskir fasteignasalar flykkist til RE/MAX. Steve Jobs Reuters Jobs verður forstjóri Apple STEVE Jobs hefur formlega tekið við starfi forstjóra Apple-tölvuris- ans, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Fram til þessa hafði hann gegnt starfi forstjóra til bráðabirgða. Jobs stofnaði Apple-fyrirtækið ásamt vini sínum, Steve Wozniak, ár- ið 1976 en var látinn fara frá fyrir- tækinu árið 1985. Tólf árum síðar snéri hann aftur þegar gjaldþrot þess vofði yfir. Salan hafði hrunið, tapið var gríðarlegt og bréf í félaginu höfðu fallið í verði. A þeim tveimur og háifa ári sem liðið er frá því Jobs kom aftur að stjórn Apple hefur hann náð að snúa blaðinu við. Ein helsta ástæða þess er framleiðsla og sala á hinum svo- nefndu iMac-tölvum. Hagnaður síð- asta árs nam um 600 milljónum bandaríkjadala og bréf félagsins hafa fimmfaldast í verði. A dögunum var nýjasta afurð Apple kynnt, en það er Mac OS X, nýtt stýrikerfi fyrir Machintosh-tölv- ur. Er áætlað að sala á þessum nýja hugbúnaði hefjist á sumri komandi. ------------------- Dunlop segir upp 650 starfs- mönnum STARFSMÖNNUM hjólbarða- verksmiðju Dunlop í Birmingham á Englandi verður fækkað um 650 í kjölfar þeirrar ákvörðunar forráða- manna fyrirtækisins að hætta fram- leiðslu dekkja fyrir vörubifreiðar, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Að sögn talsmanns fyrirtækisins er þessi aðgerð nauðsynleg fyrir fyr- irtækið til að bæta samkeppnisstöðu sína, en mikið umfram framboð hef- ur einkennt evrópska dekkjaiðnað- inn að undanförnu. Gert er ráð fyrir að framleiðslunni verði hætt í marsmánuði nk. Þeir séu þegar almennt ánægðir með kjör sín og því geti verið erfitt að fá vana starfsmenn til starfa hjá RE/ MAX. I viðtali við Berlingske Tidende segir Steen Winther-Petersen for- maður fasteignasalafélagsins í Kaupmannahöfn að hann trúi ekki á möguleika RE/MAX í Danmörku, því danski markaðurinn sé ekki sam- bærilegur við þá markaði, sem RE/ MAX hafi þegar náð góðri fótfestu á. Winther-Petersen, sem sjálfur hefur bandarískt fasteignasalapróf, segir að það einkenni oft bandarísk íyrir- tæki erlendis að halda að þau geti yf- irfært sínar hugmyndir erlendis, en efast um að það takist í Danmörku. Danskir fasteignasalar séu vel menntaðir miðað við bandaríska starfsbræður og veiti góða þjónustu. RE/MAX býður fasteignasölum betri kjör en þeir hafa hjá dönsku keðjunum, en danskir fasteignasalar benda á að slíkt náist aðeins með því að minna verði kostað til þjónustu við kaupendur, til dæmis minna auglýst. Það sé því vart viðskiptavin- unum í hag. I viðtali við Politiken segir Jan Nordman upplýsingafull- trúi EDC, einnar af stóru dönsku keðjunum, að vissulega hafi alþjóð- leg keðja eins og RE/MAX alla burði til að kaupa sig inn á markaðinn, kosta miklu til um hríð án þess að hirða um ágóða. Hann hefur þó ekki trú á að dæmið gangi upp hjá RE/ MAX til lengdar, því það sé lítið svigrúm á danska markaðnum, sem þegar sé vel skipulagður og veiti góða þjónustu. 57 starfsmenn hjá RE/MAX RE/MAX var stofnaði í Denver, Colorado, 1973, en starfar nú í 32 löndum í sex heimsálfum og hjá þeim starfa 57 þúsund sölumenn á 3.400 skrifstofum. Útrás á markaði utan Bandaríkjanna og Kanada, þar sem keðjan er sú stærsta sinnar tegund- ar, hófst 1991 á Kyrrahafssvæðinu, tveimur árum síðar í Mexíkó og 1995 voru opnaðar söluskrifstofur í Suð- ur-Afríku, Spáni, ísrael, Ítalíu og Þýskalandi. Síðan hafa bæst við skrifstofur á írlandi, í Bretlandi, Hollandi, Tyrklandi, Singapúr, Astralíu, Grikklandi, Kýpur, Liecht- enstein, Austurríki, Portúgal og Frakklandi. Keðjan er enn í eigu stofnenda sinna og er rekin af þeim. Vil kynnast stjórnanda með náið samband í huga! Jafnvel vönduðustu tölvukerfi kreQast eftirlits, viðhalds og endurbóta. Rekstrarþjónusta EJS felur í sér almennt og fyrirbyggjandi eftirlit með vélbúnaði, álagi og öryggiskerfum. Kostnaði og töfum vegna bilana er haldið í lágmarki. Fræðsla og ráðgjöf bætir kunnáttu starfsmanna og eykur aíköst þeirra. Þarinig getur BS hjálpað þér að lækka rekstrarkostnað og vernda Qárfestingu pína I tölvukerfinu. Við leggjum til langtíma samband byggt á gagnkvæmu trausti. EJS vinnur samkvæmt ISO 9001 vottuðu gæðakerfi + EJS hf. + 563 3000 + www.ejs.is + Grensásvegi 10 + 108 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.