Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 — "i -------------------- MINNINGAR GUÐRÚN ÓSK OSKARSDOTTIR l + Guðrún Ósk Óskarsdóttir fæddist á Seyðisfirði 6. júní 1916. Hún lést 30. desember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Óskar Jóhannsson, sjómaður á Seyðis- firði, f. 10. febrúar 1886, d. 10. aprfl 1916, og Guðrún Jó- dís Ágústa Jónsdótt- ir, Reykjavík, f. 8. ágúst 1886, d. 2. aprfl 1962. Eiginmaður Guð- rúnar Óskar var Ingvar Þorleifs- son, skipstjóri í Neskaupstað, f. 8. október 1917, d. 24. febrúar 1963. Börn þeirra eru: 1) Helga, sjúkraliði, Grundar- firði, gift Hrólfi Hraundal, vélsmið, og eiga þau fjögur börn og tvö barna- börn. 2) Þorsteinn Norðfjörð, deildar- stjóri Rannsókna- stofnunar fiskiðnar- ins Neskaupstað, kvæntur Herdísi Þórhallsdóttur, sjúkraliða, og eiga þau þrjú börn. 3) Óskar Ágúst, hjúkr- unarfræðingur, Kaupmannahöfn. Útför Guðrúnar Óskar fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Guðrún Ósk Óskarsdóttir, Stella, eins og hún var jafnan kölluð af Norðfirðingum, hefur kvatt okkur hinstu kveðju. Sú kveðja kom okkur vissulega mjög á óvart. Hress að vanda gekk hún til hvílu sinnar að kvöldi hins 29. desember en að morgni 30. var hún öll. Þótt aldurhnigin væri, eða á 84. —*idursári og hreyfigeta fremur lítil eftir slys sem hún varð fyrir fyrir nokkrum árum, þá var hún að öðru leyti hress og varð sjaldan misdæg- urt. Því kom lát hennar eins og snöggt högg á vitund mína. Stella hafði verið hluti af tilver- unni allt frá því að við vorum saman í bekk í bamaskóla. Síðar varð hún mágkona mín og svo náinn sam- starfsmaður í aldarfjórðung. En bilið milli gleði og sorgar í lífi okkar er oft mjótt og fráfall sérhvers samferðamanns og vinar skilur eftir "‘?óm í sálinni. Eins og sést á upptalningunni hér að framan um ætt og uppruna, þá var Stella fædd á Seyðisfírði. Af föð- ur sínum hafði hún aldrei neitt að segja, því hann deyr skömmu fyrir fæðingu hennar. Móðir hennar flytur þá til Norðfjarðar þar sem hún kynnist síðari manni sínum, Helga Jónssyni, skósmið og kaupmanni. Saman eignuðust þau einn son, Jón, og tóku einnig í fóstur stúlkubarn Önnu Jóhannsdóttur. Þau Helgi og Guðrún, sem jafnan voru kennd við heimili sitt Hól, nú Hólsgata 4, voru vellátnar mann- eskjur og þótti heimili þeirra um margt til fyrirmyndar. Af orðum :|jtellu mátti ráða, að Helgi hafi reynst henni sem besti faðir og einn- ig var afar kært með þeim systkin- unum Stellu og Jóni sem og með fóstursystur þeirra Önnu. Stella hafði ákaflega góða frásagn- argáfu og næmt skopskyn. Sagði hún manni m.a. marga söguna frá æskuárunum. Æskuár okkar sem fædd erum á fyrstu áratugum þess- arar aldar voru einnig að flestu leyti æskuár Neskaupstaðar, sem þá var að vaxa og mótast með ótrúlega lit- ríku og fjölbreyttu mannlífi. Sumrin voru eitt ævintýri með iðandi at- hafnalífi og mannskap af mörgu þjóðerni. Fyrir utan íslendinga bar þar mest á Færeyingum og Frans- ^fnönnum. Stella ólst upp í miðjum bænum og segja má að aðalleiksviðið hafi verið við dyrnar á Hóli. Við blasti fjörður- inn, oft þétt setinn seglskútum fær- eyskum og frönskum. Einnig at- hafnasvæði Konráðs Hjálmarssonar, eins ríkasta manns iandsins á þeim árum. Hafskipabryggja hans, þar sem flesta daga var eitthvað um að vera, svo sem móttaka fiskiskipa af ýmsu þjóðerni, kolaskipa, saltskipa, og skipa sem komu með ýmsan varn- ing beint frá útlöndum. Þarna voru og. veitingastofur á ■%hæsta leiti og ýmislegt sögulegt sem gerðist í kringum þær. Stundum færðist hluti þessa sögusviðs inn á heimilið á Hóli, en þar voru stundum vistaðir sjúklingar af útlendum fisk- iskipum, t.d. frönskum. Frá þessu tímabili í sögu Norð- fjarðar sagði Stella betur frá en Jlestir aðrir. ; Á unglingsárunum fékk Stella það einstaka tækifæri að dvelja hjá móð- ursystur sinni í Kaupmannahöfn í eitt ár. Nokkuð sem sárafáir áttu kost á á þessum ánim. Þessi dvöl hennar þar var henni hinn besti skóli. Það mun hafa verið fljótlega eftir heimkomuna frá Kaupmanna- höfn sem Stella fór að vinna í Nes- Apóteki, en þar vann hún í mörg ár. Árið 1944 urðu þáttaskil í lífi Stellu, en þá giftist hún Ingvari Þor- leifssyni frá Naustahvammi í Norð- firði. Ingvar var sjómaður og hafði verið það frá 15 ára aldri. Þegar þau giftu sig hafði hann nýlokið skip- stjóraprófi og var lengst af stýrimað- ur og skipstjóri á fiskiskipum. Þau Ingvar og Stella voru ákaf- lega samrýnd og hamingjusöm hjón og áttu fallegt og vinalegt heimili. Á öðru hjúskaparári þeirra eignuðust þau dótturina Helgu og níu árum síð- ar Þorstein Norðfjörð og árið eftir Óskar Ágúst. Eins og venja er í sjó- mannsstarfinu þá var Ingvar lang- dvölum að heiman og það kom því í hlut Stellu að sjá að öllu leyti um heimilið, sem sé gæta bús og barna. Trúlega gera sér fáir grein fyrir því hve erfitt það hlutverk er. En lífið var dásamlegt. Börnin yndisleg og framtíðin virtist björt. En - „bilið er mjótt milli blíðu og éls og brugðist getur lukkan frá morgni til kvelds“. Allt í einu skall reiðarslagið á. Ingvar kom veikur af síldarvertíð haustið 1962 og lést á Landspítalanum 24. febrúar 1963. Ingvar var ákaflega ástsæll og vinmai'gur og var sárt tregaður af Norðfirðingum, en allra sárust var sorgin og mestur missir konu og barna og getur enginn, nema sá sem reynt hefur, gert sér í hugarlund hversu þungt slíkt áfall er. Á þessu sama ári voru þau einmitt að byggja sér nýtt hús á Blómsturvöllum 20 og var mikil eftirvænting og tilhlökkun hjá fjölskyldunni að setjast að í nýja húsinu. Þótt erfiðleikarnir væru miklir þá voru vinirnir margir og lífið varð að hafa sinn gang. Framundan var upp- eldi drengjanna, en dóttirin var vax- in úr grasi, þrekmikil og dugleg og veitti móður sinni mikinn styrk í sorg hennar. Þá var og mjög náið og traust samband milli Stellu og tengdamóður hennar, Maríu Ara- dóttur, og þeim báðum mikils virði. Þá veittu bróðir hennar, Jón, og Helgi stjúpfaðir henni mikinn styrk. Móðir hennar var þá látin. Helsta efnahagslega vandamálið sem beið fjölskyldunnar var að ljúka við byggingu hússins á Blómstur- völlum 20, en með aðstoð margra vina og vandamanna tókst það og varð heimili fjölskyldunnar í um það bil 30 ár. Síðar á lífsleiðinni varð Stella íyrir því áfalli að missa ástfólginn bróður sinn, sem féll frá á besta aldri. Allri þessari sorg og mótlæti mætti hún af þreki og stillingu. Sumarið 1963 hófst nýr kafli í lífí Stellu, en þá tók hún við starfi mat- ráðskonu við Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Þar kom henni m.a. að góðu gagni, að hún hafði sem ung kona tekið að sér matráðskonustarf við mötuneyti útgerðar og gegnt því við góðan orðstír. I bókinni Heilbrigðisþjónusta á Norðfirði 1913-1990 segir svo um störf Stellu sem matráðskonu FSN: „Guðrún Ósk Óskarsdóttir hóf störf sem matráðskona við Fjórðungs- sjúkrahúsið 1. júní 1963 og gegndi því starfi samfellt til 1. júní 1987, að hún hætti aldurs vegna. Með ráðn- ingu Guðrúnar Óskar, eða Stellu, eins og hún er jafnan kölluð, komst festa í þetta þýðingarmikla starf og þessi þáttur starfseminnar fékk á sig heimilislegan blæ, sem haldist hefur síðan.“ Við þetta má svo bæta, að Stella reyndist mjög hæfur stjórnandi, sem sýndi sig m.a. í því að sömu stúlkum- ar voru hjá henni ár eftir ár. Henni var og mjög umhugað að kostnaður sjúkrahússins vegna þessa þáttar væri fyllilega sambærilegm- við það sem væri á hliðstæðum stofnunum, en matseld hennar var þó af öllum sem nutu, rómuð. Síðustu árin bjó Stella í Breiða- bliki, íbúðum aldraðra, og átti þar gott atlæti í félagsskap góðra granna og í skjóli sjúkrahússins. Nú er hún Stella mín öll. Við sem átt höfum samleið og samstarf með henni á lífsleiðinni geymum um það þakklátar og góðar minningar. Við Guðrún, böm okkar og fjöl- skyldur þeiri'a vottum börnum henn- ar og þeirra fjölskyldum dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Stefán Þorleifsson, Neskaupstað. Hún Stella amma okkar er dáin- .Það er mjög skrítið að hugsa til þess að eiga aldrei eftir að heimsækja hana, spila við hana, fá hjá henni nammi, kex eða bara það sem okkur langaði í. Hún amma okkar var mjög skemmtileg og fróð kona,við lærðum ýmislegt af henni.Hún kunni mikið af vísum, gátum, sögum og bænum. Við höldum að henni hafi verið mjög umhugað um okkur systkinin því hún varð alltaf að hafa það á hreinu hvar við værum, hvað að gera, hvort allir væru heima, það klikkaði aldrei. Eins fylgdist hún vel með náminu okkar og hældi okkur alltaf. Elsku amma, við þökkum þér fyrir allar frábæni stundimar sem við átt- um með þér, við vitum að þú ert hjá guði, sem passar þig fyrir okkur. Óskar Ágúst, Agnes Heiða og Elvar Ingi. Mig langar að minnast Stellu með nokkrum fátæklegum orðum. Eg kynntist henni fyrir þrettán árum þegar við Ingvar, dóttursonur hennar, hófum sambúð. Stella tók mér opnum örmum og frá fyrstu stundu fann ég mig ávallt velkomna á heimili hennar. Stella var hlý og nærgætin kona, jafnlynd var hún og kímnigáfu hafði hún góða. Oft hlógum við dátt saman þegar við sátum að spjalli. Bar þá á góma allt milli himins og jarðar. Þó er mér efst í huga hve börn hennar og barnabörn urðu oft umræðuefni okkar og sannaðist því vel gamla máltækið að tungunni sé tamast það sem hjartanu er kærast. Einnig sagði hún mér oft frá skemmtilegum atvikum úr starfi sínu. Eg man hvað ég leit upp til hennar og oft hringdi ég í hana til að fá ráð í eldamennsku eða bakstri. Alltaf var Stellu svo ljúft að geta lagt ungri húsmóður lið við matseldina. Stundum barst tal okkar Stellu að eiginmanni hennar og efað- ist ég aldrei um hve kær hann var henni. Mér fannst hún svo æðrulaus með það hlutskipti sitt að hafa orðið ekkja svo ung, aldrei örlaði á beiskju þess vegna. Stella var góður vinur vina sinna og aldrei heyrði ég hana tala illa um nokkurn mann. Skilningsrík var hún og var gott að finna samhug hennar í crfiðleikum, eins samgladdist hún svo mjög gleði annarra. Margt í lífinu er tilviljanakennt og er það mér minnisstætt er við Ingi sögðum henni frá trúlofun okkar að hana bar upp á afmælisdag Ingvars heitins, eiginmanns hennar. Hún hrærðist mjög vegna þessa. Gleði Stellu var mikil yfir lan- gömmubörnunum. Oft labbaði ég til hennar með Helgu litlu í vagninum og alltaf naut hún nærveru barnsins. Það gaf mér svo mikið að sjá Stellu halda henni undir skírn og þótt hún þreyttist nokkuð við það var gleði hennar augljós. Sigurbjörg, litla dóttir okkar, fékk síðar að njóta vin- semdar og hlýju langömmu sinnar þegar Stella heimsótti okkur vestur í Grundarfjörð. Nú er tími Stellu okkar í jarð- nesku lífi liðinn. Ég er þakklát fyrir kynni mín af henni, megi góður Guð gefa henni hlutdeild í eilífu ríki sínu og ættingjum hennar og vinum styrk í sorg sinni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Sigríður Laufey Sigurjónsdóttir. + Lúðvíg Árni Sveinsson rekstrarhagfræðing- ur fæddist í Reykja- vík 7. júní 1961. Hann varð bráð- kvaddur á hcimili sínu 27. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirigu 6. jan- úar. Mig langar fáum orðum að kveðja syst- uíson minn og kæran vin, Lúðvíg Árna Sveinsson. Kynni mín af Lúlla frænda voru löng því hann var í sveit hjá foreldrum mínum sem krakki. Síðan eftir að ég fluttist til borgar- innar hittumst við frændumir oft og æ oftar eftir því sem árin liðu. Lúlli var góður drengur enda vinsæll og vinmargur og kær öllum þeim er hann þekktu, hvort sem það var í vinahópi eða á vinnustað, því hann hafði þann eiginleika að vera bæði nærfærinn og hjálpsamur. Lúlli varð bráðkvaddur þann 27. desember síðastliðinn aðeins 38 ára að aldri, tekinn frá þremur bömum, foreldrum, systkinum og stómm hópi frænda og vina. Við sem eftir stöndum erum harmi slegin og skiln- ingsvana. En þrátt fyrir sorg ber að minnast þess að kynni okkar af Lúlla frænda skilja eftir bjarta minningu og gleði yfir góðum félaga og vini, minningu sem ekkert fær grandað. Við fjölskyldan í Sólheimum 23 sendum foreldrum, systkinum, böm- um, ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur. Þorsteinn Snædal. Þegai' við félagar og samstarfsfólk Lúðvígs Árna heyrðum af fráfalli hans setti okkur öll hljóð. Það er okkur óskiljanlegt hvernig lífið sem við teljum svo sjálfsagt, getur fjarað út fyrirvaralaust. Það er erfitt að sætta sig við að fá ekki oftar að njóta félagsskapar hans og starfskrafta. Lúlli var óþreytandi við þá iðju að smita okkur af góðu skapi og jafnað- argeði. Hann var okkur öllum fyrir- mynd í því hvemig halda má uppi góðum starfsanda og hvemig sannir félagar geta hlúð hver að öðrum. Við höfum í gegnum tíðina sótt til hans ótal- inn fjölda skemmti- sagna sem hafa létt okkur lund og munu lifa lengi enn innan okkar hóps. I árdaga VN kom Lúðvíg til starfa með okkur sem sölumaður. Fljótt ávann hann sér traust okkar og virð- ingu og hefur með elju, metnaði og áræði verið einn af máttarstólpum í uppbyggingu og mótun fyrirtækis- ins. Lúðvíg var leiðtogi og fór fyrir starfi okkar á alþjóðlegum vettvangi. Hann var valinn í ábyrgðarstörf fyr- ir alþjóðleg samtök vöraskiptafyrir- tækja, Intemational Reciprocal Trade Association. Við andlát sitt sat hann bæði í aðalstjórn samtakanna og í stjórn Evrópudeildarinnar. Undanfarna daga hafa erlendir sam- starfsaðilar VN haft samband við okkur og komið á framfæri samúðar- kveðjum vegna manns sem skilur eftir sig stórt skarð á alþjóðlegum vettvangi. Þær kveðjur hafa sýnt okkur hve mikilvægur og virkui' Lúðvíg var í stjórn og nefndum al- þjóðlegra samtaka vöraskiptafyrir- tækja. Við þökkum þér gjafirnar, Lúðvíg, megir þú hvíla í friði. Börnum, eiginkonu, systkinum og foreldram viljum við votta okkar dýpstu samúð. Örn Karlsson, Benedikt Karlsson, Bjarni Pétursson, Lovísa Kristjánsdóttir, Benjamín Axel Ámason, Baldvin Hansson, Melkorka Freysteinsdóttir, Ólöf Ingþórsdóttir, Guðmundur Jónsson, Jóna Diego, Matthías Björnsson, Jón Hafþór Þórisson, Þór Ostensen, Davíð Hansson. Látinn er kær vinur, Lúðvig Árni Sveinsson eða Lúlli eins og hann var ávallt kallaður. Þegar við kvöddumst að morgni 23. desember óraði okkur ekki fyrir að það yrði okkar hinsta kveðja. Við kynntumst íyrst 13 ára og lágu leiðir okkar aftur saman í menntaskólanum við Hamrahlíð. Síðan þá hefur vináttan haldist óslit- ið. Mai'gs er að minnast frá mennta- skólaáranum, þau vora viðburðarík og fjörag og lá við að við myndum framlengja vera okkar þar. En svo varð þó ekki og við útskrifuðumst saman og héldum áfram námi í Dan- mörku en á sitthvorum stað og á sitt- hvora sviði. í þessi tæpu þrjú ár heimsóttum við hvor annan reglu- lega og var þá ávallt eins og við hefð- um síðast hist í gær. Við vorum alltaf til staðar hvor fjTÍr annan og saman á mikilvægum stundum í lífi hvor annars. Til dæmis voram við saman þegar við Þórann kynntumst og við fylgdumst náið með þegar fjölskyld- an stækkaði hjá ykku Irenu. Lúlli var góður vinur, hann var skemmtilegur og fjöragur í góðra vina hópi. Hann hafði mikinn áhuga á því sem hann fékkst við í starfi sínu en velferð og framtíð barnanna skiptu hann mestu máli. Hann var mjög næmur á ólíka persónuleika barnanna og byggði framtíðaráætl- anir sínar á þeim. Við þökkum góðum vini samfylgd- ina og eram ævinlega þakklát fyi-ir að hafa átt hann að vini. Hans mun verða sárt saknað um ókomna fram- tíð. Ef þú ferð á undan mér yfirí sælli veröld Taktu þá á móti mér með þín sálarkeröld. (Þórbergur Þórðarson.) Við hjónin sendum fjölskyldu Lúlla innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Gylfi Rúnarsson, Þórunn Sævarsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. LUÐVIGARNI SVEINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.