Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Finnur Ingólfsson, nýskipaður seðlabankastjóri Þeir eru nú orðnir svo vanir að sjá um blýantsnagið tveir, Finnur litli, þú getur bara setið hérna við gluggann og notið útsýnisins út á sundin blá. 10 túlipanar sgyb,,*. 7 túlipanar og buxus 7 túlipanar og leourlauf ^ÍHÚS V/S^ Inflúensan hefur verið í hámarki Inflúensan erfið í ár Lúðvík Ólafsson Flensufaraldurinn í ár er óvenjulega harður og hefur margt fólk legið talsvert veikt núna um hátíðarnar og að undanförnu og fréttir berast frá Bret- landi um að þar hafi einn- ig verið að verki óvenju- lega slæm inflúensa. Einkum er einn stofninn skæður hér og er það væntalega sá sami og lagt hefur milljónir í rúmið í Bretlandi. Sá stofn ræktaðist hér í des- emberbyrjun og hafa all- mörg tilfelli ræktast síð- an. Lúðvík Ólafsson, héraðslæknir í Reykja- vík, var beðinn að gera grein fyrir einkennum hennar og afleiðingum? „Hár hiti einkennir þessa inflúensutegund, beinverkir, augnverkir og hósti eða kvefeinkenni. Þetta eru megineinkennin í hverjum flensufaraldri. Fólk liggur þetta fimm daga og lengur í þessari flensu. Afleiðingarnar geta verið slæmar, lungnakvef og lungna- bólga. Fólk þarf nauðsynlega að fara vel með sig meðan einhver einkenni vara. Eldra fólki og fólki með króniska hjarta- og lungnasjúkdóma er hættara við fylgikvillum en öðrum.“ - Var sprautað fyrir þessum stofni? „Já, það var sprautað fyrir þessum stofni og raunar tveimur öðrum og þeir sem sprautaðir voru eiga að vera varðir fyrir veikinni. Þó verður að hafa í huga að það er ekki nema um 80% af þeim sem sprautaðir hafa verið sem eru að fullu varð- ir. Það ná ekki allir að mynda mótefni eftir sprautuna, menn svara misjafnlega ónæmisvökum bóluefnisins." -Hvað um nýju lyfín við in- flúensu, gagna þau ekki í barátt- unninúna? „Ekkert lyf við inflúensu er skráð hér enn, það er hins vegar í burðarliðnum að koma slíku efni á markað. Má vera að það gerist í næsta mánuði án þess að ég geti fullyrt það. Jafnvel þeg- ar það er orðið þá er bólusetn- ingin áfram meginvörn gegn in- flúensu. Menn mundu ekki nota lyfin sem vörn heldur sem með- ferð til þess að stytta sjúkdóm- inn og milda einkenni hans.“ - Hvað um uppköst og niður- gang sem margir hafa fengið að undanförnu? „Eitthvað er um slíka pest núna en hvað nákvæmlega er á ferðinni er ekki ljóst. Rótarveira er á stjái, hefur ræktast úr börnum, hún veldur svona ein- kennum og raunar fyrst og fremst hjá börnum, fólk er bara ekki nógu duglegt að fara með sýni í sýklaræktun þegar um svona einkenni er að ræða til þess að hægt sé að gera sér ljós grein fyrir hvað er í gangi hverju sinni.“ - Hvernig er þetta nýja lyf við inflúensu teiúð inn? „Ég hygg að þetta verði innúðalyf sem fólk andar að sér. Ég sá grein um þetta í erlendu tímariti fyrir skömmu og kom þar fram að menn í heil- brigðisstéttum óttast að skyndi- leg ásókn í þetta lyf gæti hrein- lega kaffært heilbrigðiskerfið og mér finnst þess vegna ástæða til að ítreka að meginvörn hljóti að vera bólusetningar en ekki inn- taka slíkra lyfja. Ef margir eru ► Lúðvík Ólafsson fæddist á Breiðabólstað á Síðu 1944. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1964 og lækna- próf frá Háskóla Islands 1971. Hann tók sérfræðinám í heimilis- lækningum í London í Ontario í Kanada og starfaði að sérfræði- námi loknu við heimilislækning- ar frá 1979 en tók mastersgráðu frá sama skóla 1982. Hann starf- aði við heimilislækningar þar til hann gerðist héraðslæknir í Reykjavík 1996. Hann er kvænt- ur Hildi Viðarsdóttur lækni og eiga þau tvö börn. bólusettir er miklu minni þörf fyrir inflúensulyf. Þau þarf líka að taka mjög snemma á sjúk- dómsferlinum til þess að þau komi að gagni. Maður gæti hugsað sér að þeir sem eru í áhættuhópum ættu lyfseðil og gætu farið með hann í apótek strax og einkenni koma fram. Þetta er þó allt óráðið enn, menn eru að velta vöngum yfir hvernig best er að standa að þessari lyfjagjöf þegar til kem- ur.“ -Hvaða aðrar pestir eru í gangi núna? „Það hefur ræktast svolítið af svokallaðri parainflúensuveiru sem er óskyld inflúensu en get- ur valdið kvefeinkennum og hörðum hósta, einnig myco- plasma-sýkill sem veldur líka langvinnum hósta og lungnasýk- ingu." - Hvað er hægt ið gera við þessum pestum? „Það eru engin lyf við para- inflúensunni en það eru til lyf við mycoplasma en fólk ætti ekki að taka lyf nema að læknis- ráði.“ - Hefur þú heyrt um einhverj- ar svona pestir sem eru í gangi erlendis en eru ekki komnar hingað? „Ymsar kvefpestir eru árviss- ar og hafa sitt tímabil á árinu hver og ein. Ég veit ekki til að við þurfum að óttast neinar sér- stakar slíkar pestir á næstunni.“ - Getur maður eitt- hvað gert til að forðast svona pestir? „Það er erfitt að forðast úða- smit milli manna en ég vil leggja áherslu á að handþvottur getur verulega dregið úr margs konar smiti manna á meðal og hefur verið vanmetinn smitvörn á síð- ustu áratugum meðal almenn- ings sem heldur að pensilín geti læknað allt. Handþvottur vanmetin smitvörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.