Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuters „Líkaminn" er eitt stærsta og mest áberandi sýningarsvæðið í Þúsaldarhvelfíngunni í London. Óreiða sögð í þúsaldarhvelfingu London. The Daily Telegraph. ÞEIR sem veitt hafa fjárframlög til Þúsaldarhvelfingarinnar í London hafa látið í Ijósi mikil vonbrigði með skipulag og gæði sýningar- gripa í hvelfingunni, sem hefúr verið opin í rúma viku. Flestir styrkveitendurnir hafa látið í ljósi þá von að um vaxtar- verki só að ræða, en hafa þó í einkasamtölum margir sagst hneykslaðir á skipulagsóreiðu í rekstri hvelfingarinnar. Fyrirtæki hafa veitt 160 milljónum punda til hvelfingarinnar, en kostnaður við hana nemur alls um 758 milljónum punda. Enn hefur ekki verið skrifað undir samninga við fimm fyrir- tæki, sem hafa lofað að veita alls 33 milljónum punda til hvelfingar- innar, og hafa þó mörg þeirra þeg- ar afhent nokkrar milljónir í reiðu- fé. Blyt lávarður, framkvæmda- sljóri lyfjaverslanakeðjunnar Boots, sagði núverandi stöðu mála óviðunandi og að fyrirtækið vildi ná samstarfi við stjórnvöld og rekstraraðila hvelfingarinnar, New Millennium Experience Company (NMEC), til að leysa mál- ið. Boots er einn af þremur styrk- veitendum „Lfkamans“, sem er eitt stærsta og mest áberandi sýning- arsvæðið í hvelfingunni, en alls eru svæðin fjórtán. Hinir styrkveitend- ur þessa svæðis eru svissneska lyQafyrirtækið Roche, og snyrti- vöruframleiðandinn L’Oreal. Framlag þessa þriggja fyrirtækja nemur samtals 12 miHjónum punda. Boots hefúr enn ekki afhent krónu, og segja forráðamenn fyrir- tækisins margt af því sem er til sýnis í henni ekki vera „við- skiptavænt”. Þurfi NMEC og fram- kvæmdasljóri þess, Jennie Page, á hjálp að halda við reksturinn. Mikl- ar biðraðir hafa myndast við „Líkamann", og er fáum gestum hleypt inn á svæðið í einu. Eins og í Moskvu Hvelfingin var opnuð með pomp og prakt á gamlárskvöld, og þá hófust vandræðin. Margir boðs- gestir, þ. á m. áhrifamenn í fjölm- iðlaheiminum, voru án aðgöngum- iða og máttu bíða lengi í röðum. Ráðamenn Tesco-fyrirtækisins, sem gaf 12 þúsund kampavíns- flöskur á hátíðina, máttu bíða lengi eftir því að fá svo mikið sem eitt glas af kampavíni. Tesco skrifaði undir sex milljóna punda styrktar- samning við hvelfinguna fyrir jól. Ónefndur framkvæmdastjóri fyrirtækis, sem veitti peningum til hvelfingarinnar, sagði um opnun- arkvöldið að það hefði verið mar- tröð líkast að reyna að komast frá einum stað til annars. „Maður gat bara farið í norður og suður, ekki í austur og vestur, sem var frátekið fyrir „forseta fólksins" og ráðun- eyti hans. Þetta var því líkast að maður væri í Moskvu og KGB stjórnaði sýningunni." Talsmaður NMEC sagði að gest- ir hefðu lent í svipuðum hremm- ingum í Disneylandi, en reiður framkvæmdastjórinn svaraði: „En raðirnar við hvelfinguna eru lengri og sýningarnar eru lélegar!" Talsmaðurinn gerði lítið úr hættunni á því að fyrst ekki hefði verið skrifað undir samninga myndu styrkveitendur ekki standa við gefin loforð. Gera þyrfti „smá- vægilegar, tæknilegar breyting- ar“. Hefur NMEC Iýst því yfir að umbætur verði gerðar til þess að gera heimsókn í Þúsaldarhvelfing- una að enn áhrifaríkari upplifun. CDU reynir að beina athyglinni frá f]ármálahneykslismálum Aróðurssókn gegn skatta- stefnu stiórnar Schröders Nnrdprsfpdt AP. Rprlfn Nnrílprstpíll A Þ KRISTILEGIR demókratar í Þýzkalandi (CDU) hófu í gær áróðursherferð fyrir skattalækkun- um, en með henni vonast þeir til að koma flokkn- um út úr því neikvæða kastljósi sem hann hefur verið í undanfarnar vikur vegna fjármála- hneykslis, sem leitt hefur til sakarannsóknar gegn Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlara og heiðurformanns flokksins. Með því að leggja áherzlu á andstöðu við hinn óvinsæla benzínskatt sem gekk í gildi um ára- mótin vonast forystumenn CDU til að koma óánægju meðal kjósenda í þann farveg, að nei- kvæð stemmning myndist í garð ríkisstjórnar- flokkanna, jafnaðarmanna og græningja, í þeirri von að það nýtist CDU í kosningum til héraðs- þings Slésvíkur-Holtsetalands, sem fara fram seint í febrúar. „Það er kominn tími til að við rötum aftur inn í hina pólitísku samkeppni,“ sagði Angela Merkel, framkvæmdastjóri CDU. Hún og Volker Ruhe, fyrrverandi varnarmálaráðherra sem fer fyrir kosningabaráttu CDU í Slésvík-Holstein, stóðu saman í gær við að útbýta dreifimiðum til við- skiptavina verzlunarmiðstöðvar í Norderstedt skammt norðan við Hamborg, en þar kom flokksstjórn CDU saman til árlegs stefnumót- andi „nýársfundar" í gær. Scháuble kveður fastar að orði En flokkurinn á erfitt með að hrista af sér þá byrði sem hann ber vegna vandræða heiðursfor- mannsins. Ruhe lýsti því yfir við upphaf fundar- ins í gær að hann og flokksfélagar hans í Slésvík- Holtsetalandi sæktust ekki eftir því að fá Kohl í lið með sér í kosningabaráttunni. Wolfgang Scháuble, arftaki Kohls á flokksleið- togastólnum, reyndi einnig að gefa tóninn með því að kveða fastar að orði um fyrirrennara sinn en hann hefur hingað til látið hafa eftir sér. Hann hvatti Kohl eindregið til að upplýsa allt um allt að tveggja milljóna marka (um 75 millj- óna króna) nafnlaus fjárframlög í leynisjóði sem Kohl réð yfir í nafni flokksins. „Hversu sárt sem það kann að vera, það er engin önnur leið,“ sagði Scháuble í viðtali sem birtist í gær í dagblaðinu Die Welt. Lét hann ennfremur þá sneið fylgja, að „Kohl-tímabilinu“ hafi lokið með ósigrinum í þingkosningunum 27. september 1998. Kohl sjálfur mætti ekki á flokksstjórnarfund- inn í Norderstedt, sem er óvenjulegt af hans hálfu, enda var hann flokksformaður í 25 ár og lét sig sjaldan vanta á fundi sem einhverju máli þóttu skipta. Engin ástæða var tilgreind opin- berlega. Ekki ógn af kjarn- orku- úrgangi HVORKI mönnum né lífinu í hafinu stafar hætta svo nokkru nemi af kjamorkuúrgangi, sem Bretar losuðu í írlandshaf á fimmta til áttunda áratugnum. Þetta er niðurstaða skýrslu sem unnin var á vegum írska hafmál- aráðuneytisins og greint er frá í netútgáfu The Irish Times í gær. Til skýrslugerðarinnar var efnt af því tilefni, að hulunni var svipt af brezkum stjómarskjöl- um, sem sýndu að Bretar sökktu geislavirkum úrgangi á nokkmm stöðum í írlandshafi á fimmta, sjötta, sjöunda og átt- unda áratugnum. Michael Wood, ráðherra sjáv- ar- og náttúruauðlindamála í írsku ríkisstjóminni, sagði þó við kynningu skýrslunnar í gær að afstaða frskra stjómvalda til þeirrar losunar kjamorkuúr- gangs sem enn er stunduð frá endurvinnslustöðunni í Sella- field væri óbreytt; þá losun bæri að stöðva. Lægðir beri kvennöfn VEÐURFRÉTTAMENN í Þýzkalandi hafa nú látið sér detta í hug lausn á deilu sem þeir hafa staðið í um nafngiftir á veðuriyrirbrigðum. Agreining- ur hefur staðið um hvort karl- kyns- eða kvenkynsnöfn skuli notuð á sterkar lægðir og hæðir. Er niðurstaðan sú að lægðir beri kvennöfn en hæðir karl- nöfn, en þessu var öfugt farið í fyrra. í fréttatilkynningu útskýrði þýzka fréttastofan þetta með því, að vísa til þess að á síðasta ári hefði einkarekin veðurfrétta- stofnun tekið upp á því að gefa lægðum og hæðum nöfn eftir eigin höfði, en þetta olli mglingi og misskilningi.Til að koma til móts við gagnrýni frá baráttu- fólki íyrir jafnrétti kynjanna var salómonsdómurinn sá, að kven- og karlnöfn á lægðum og hæð- um víxlist árlega. Lettar æskja aðstoðar vegna Kalejs LETTNESKIR saksóknarar greindu' í gær frá því, að þeir hefðu formlega farið fram á að- stoð stjóm- valda í Bret- landi og Isr- ael og frá Simon Wies- enthal-stoín- uninni vegna rannsóknar þeirra á meintum stríðsglæp- um Konrads Konrad Kalejs. Kal- Kalejs ejs, sem er 86 ára, er sakaður um að hafa tekið þátt í fjöldamorðum á gyð- ingum í Lettlandi er þýzkir nazistar réðu ríkjum í landinu í síðari heimsstyrjöld. Kalejs, sem er ástralskur ríkisborgari, hélt á fimmtudag frá Bretlandi til Ástralíu, eftir að brezk stjómvöld höfðu uppgötvað að hann dveldi á elliheimili þar í landi. Honum var vísað frá Bretlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.