Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 6. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Friðarfundurmn í Sheperdstown Viðræðuáætlun loks samþykkt Sheperdstown, Jerúsalem. AP, Reuters. EHIJD Barak, forsætisráðherra ísraels, og Farouk al-Shara, utan- ríkisráðherra Sýrlands, áttu í gær sínar fyrstu beinu viðræður síðan á þriðjudag og tók Bill Clinton Banda- ríkjaforseti þátt í fundinum. Var þetta í fjórða sinn í vikunni sem hann fór með þyrlu frá Washington á fundarstaðinn í Vestur-Virginíu til að reyna að miðla málum. Friðarviðræðurnar hafa gengið treglega en vonir jukust um árangur í gær er Clinton lagði fram viðræðu- áætlun sem heimildarmenn sögðu að báðir deiluaðilar hefðu fallist á. Var búist við að viðræður sendinefnd- anna hæfust á ný eftir nokkuiTa daga þóf í kvöld. Ný könnun á vegum dagblaðsins Yedioth Ahronoth í ísrael gefur til kynna að stuðningur við að afhenda Sýrlendingum á ný Gólanhæðirnar til að greiða fyrir friðarsamningum fari minnkandi. í desember vildu 45% aðspurðra stíga þetta skref en nú 41% og þykir ljóst að Barak geti átt erfitt með að fá samninga um af- hendinguna samþykkta. Einnig var spurt um stuðning við að mestur hluti herliðsins á hæðunum, sem eru mikilvægar fyrir varnir landsins, yrði fluttur á brott og sögðu 49% já en 57% í liðnum mánuði. Barak hefur heitið því að leggja samninginn í þjóðaratkvæði sem ekki er hefð fyrir í ísrael. Hann hef- ur einnig sagt að það muni fara eftir innihaldi friðarsamninganna og því hve reiðubúnir Sýrlendingar verði að koma á eðlilegum stjórnmála- samskiptum hvort allt ísraelska liðið verði flutt á brott. Blaðið telur að margir ísraelar skilji „augljósan ósveigjanleika Sýr- lendinga" sem merki um rótgróna andúð gagnvart Israelum sem ekki muni hverfa þótt samið verði um firið. Reuters Rússneskur hermaður á leið til Tsjetsjníu stingnr höfðinu upp um opið á brynvagni sínum í gær. Tsjetsjenar í Grosní sýna engan bilbug og gera útrás Aitken laus með skilyrðum JONATHAN Aitken, sem á sínum tíma gegndi ráðherraembætti í stjórn Ihaldsflokksins í Bretlandi, var látinn laus úr fangelsi í gær. Hafði hann þá afplánað sjö mán- uði af 18 mánaða dómi sem hann hlaut í fyrra fyrir meinsæri. Ait- ken verður þó ávallt að vera með á sér sérstaka rafeindaflögu svo að yfirvöld geti fylgst með ferð- um hans með hjálp miðunar- tækja. Aitken, sem er 57 ára, er sagður hafa lagað sig vel að fangelsislífinu. Hann hefur m.a. gefið út ljóð og lært rímað Lund- únaslangur af samföngum sínum en ætlar nú að hefja háskólanám í guðfræði. Níu ára í handjárn Miami. Thc Daily Tdegraph. LÖGREGLUMAÐUR stöðvaði nýlega níu ára dreng, Jeffrey Morgan, í Fort Lauderdale í Flórída vegna þess að hann hjól- aði án þess að nota hjálm. Hann neyddi drenginn til að leggjast á jörðina, gramsaði í bakpokanum hans og handjámaði hann síðan. Morgan er svartur en lög- reglumaðurinn, Ken Baehman, er hvítur. Yfirmaður Bachmans segir að hann hafi gert rétt og ekki sé ástæða til að rannsaka málið frekar. Morgan hafi reynt að flýja og Bachman ekki átt ann- ars úrkosta en handjáma hann. „Þá fór hann líka að velta því fyrir sér hvort hjólið væri stol- ið,“ sagði yfirmaðurinn. Skipt um yfírmenn í herliði Rússa gær að „frestað yrði öllum hernaðar- aðgerðum" vegna hættu á að óbreyttir borgarai' í Grosní yrðu skotmörk. Síðar sagði hann að barist yrði áfram af fullri hörku „þar sem engir óbreyttir borgarar“ væra. Fulltrái varnarmálaráðuneytisins í Moskvu sagðist ekki vita með vissu hvað Troshev hefði átt við. Hinn hershöfðinginn, Vladímír Shamanov, sagði að afar slæmt veð- ur hefði valdið Rússum erfiðleikum. Einnig staðfesti hann að hermenn Tsjetsjena í Grosní hefðu nýlega gert útrás og ráðist á þorpið Alkhan-Júrt sem Rússar náðu 1. desember. Þrátt fyrir þoku og snjókomu var haldið áfram loftárásum á lið Tsjetsj- ena í gær. Einnig var gerð hörð hríð með stórskotaliði á bæinn Vedeno sem uppreisnarmenn ráða yfir. Yfirlýsingar Rússa er sóknin gegn Grosní hófst á jóladag vora misvís- andi en sumir talsmenn þeirra sögðu að borgin myndi falla innan fárra daga. Ljóst þykir að Vladímír Pútín, starfandi forseti, og menn hans, leggi áherslu á að hægt verði að lýsa yfir sigri á Tsjetsjenum áður en gengið verður til forsetakosninga 26. mars. Pavel Felgenhauer, þekktur her- málasérfræðingur og fréttaskýrandi í Rússlandi, hefur sagt að valdhaf- arnir muni nýta yfirburðastöðu sína í fjölmiðlum landsins til að láta sem sigur hafi unnist án tillits til þess hver raunveraleg staða mála í Tsjetsjníu verði þegar kjördagur nálgast. Bent hefur verið á að víg- staða uppreisnarmanna muni verða traust þegar átökin breytist í hrein- ræktaðan skærahernað, þeir séu með vel faldar bækistöðvar í fjöllun- um. Rússneskir liðsforingjar í Tsjetsjníu, sem ekki vilja láta nafns síns getið, segja í viðtölum við frétta- MORGUNBLAÐH) 8. JANUAR 2000 690900 090000 Tölvuglæpir óg'na þjóðaröryggi Bandaríkj astj órn boðar aðgerðir Washington. AP. BILL Clinton Bandaríkjaforseti sagðist í gær ætla að biðja þingið um að veita 91 milljón dollara, um 6,5 milljarða króna, til aðgerða gegn tölvuglæpum. Yrði fjárveit- ingin fyrsta skrefið í um 140 millj- arða króna áætlun um að tryggja tölvuöryggi ýmissa gi'undvallar- þátta í efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar eins og orkufyrirtækja og flugumferðarstjórnar. Ráðgjafar forsetans segja að hryðjuverk á Netinu séu ein af helstu ógnum við öryggi þjóðarinn- ar á 21. öld. Clinton sagði jafnframt að brýnt væri að með aðgerðunum yrði ekki gengið á rétt einstaklinga og fyrir- tækja í nafni varðveislu frelsisins. Talsmenn samtaka um lýðréttindi lýstu sumir áhyggjum sínum um að einstaklingsréttindi yrðu huns- uð til að stöðva tölvuþrjóta. BBC-útvarpsstöðin hafði eftir öryggismálaráðgjafa Clintons, Sandy Berger, að málið væri ekki einfalt. Vissulega bæri ríkisvaldinu að forðast að ráðast inn í einkalíf fólks en jafnframt yrði það að vernda vel persónuleg gögn um einstaklinga, t.d. skattaskýrslur, fyrir hnýsni óviðkomandi aðila. HAPPDRÆTTI HÁSKOLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings AP Aitken á leið út úr Elmley-fang- elsi í gær. Grosní, Moskvu. AP, AFP, The Daily Telegraph. YFIRSTJÓRN rássneska hersins skipaði í gær nýja menn í stöður tveggja æðstu hershöfðingja herliðs- ins í Tsjetsjníu. Var sagt að eingöngu væri um að ræða hefðbundin yfir- mannaskipti. I tilkynningu sem lesin var upp í rássneska sjónvarpinu sagði að orsökin væri ekki „nein mis- tök af hálfu yfirmannanna sem hverfa nú til fyrri starfa sinna“. Þrátt fyrir þetta fullyrtu fréttaskýrendur að breytingin benti til þess að ráða- menn í Moskvu væra orðnir ráðvilltir vegna þess hve illa gengi að taka Grosní, héraðshöfuðborg Tsjetsjníu. Annai' hershöfðingjanna, Gennadí Troshev, sagði í sjónvarpsviðtölum í menn að langan tíma muni taka að vinna bug á tsjetsjneska liðinu í slíku stríði. Borís Gromov, sem var síðasti yfirmaður innrásarliðs Rússa í Afg- anistan-stríðinu á níunda áratugn- um, hefur einnig fullyrt að bjartsýni stjórnvalda í Moskvu um skjótan sig- ur sé byggð á sandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.