Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 67 FÓLK í FRÉTTUM MYNPBONP Grín og glens Prúðuleikarar úr geimnum (Muppets from Space) 6 a iii u n ni y n (I ★★% Framleiðendur: Brian Henson og Martin G. Baker. Leikstjóri: Tim Hill. Handrit: Jerry Juhl og Joseph Mazzarino. Aðalhlutverk: Gunnsi, Kermit froskur, Svínka og Rottan Rissó. (90 mín.) Bandaríkin. Skífan, desember 1999. Öllum leyfð. Einar Már og Englarnir verðlaunaðir á Italíu Bækur sem bæta samskipti mannanna HÉR eru prúðuleikararnir mættir galvaskir til leiks og í þetta sinn komast þeir í kynni við geim- verur. Uppspretta þessarar heim- sóknar utan úr geimnum er reyndar sjálfs- myndarkrísa Gunnsa, sem þráir að finna vísbend- ingar um óljósan uppruna sinn. I ljós kemur að hann er týndur sauður tiltekins geimveruættbálks sem hefur leitað hans um allt sólkerfið. Kvikmyndin er uppfull af hinum ærslafulla húmor sem er aðal- smerki prúðuleikaranna en þeir hafa engu tapað af sínum gamla sjarma. Um leið taka aðstandend- ur myndarinnar nokkuð ákveðið skref í átt til eins konar Holly- wood-væðingar þar sem frásögnin einkennist nú af fínpússuðum frá- sagnarklisjum vinsælla ævintýra- mynda og söngatriði eru nær horf- in. En skopskynið bjargar myndinni þó frá því að leggjast á sama plan og Hollywood-tuggurn- ar þar sem óspart er gert grín að þessum sömu tuggum og þær bættar upp með frumlegum og hugmyndaríkum atriðum. Því er óhætt að mæla með Prúðuleikur- um úr geimnum sem skemmtilegri gamanmynd fyrir fjölskylduna. Heiða Jóhannsdóttir EINAR Már Guðmundsson rithöf- undur hlaut ítölsk bókmenntaverð- laun fyrir bók sína Engla alheims- ins, eða „Angeli dell’ universo", sem hin smáa en virta bókaútgáfa Iper- borea gefur út þar í landi. Þetta eru „Giuseppe Acerbi verðlaunin fyrir sagnaskáldskap sem eflir kynni og tengsl þjóðanna“ fyrir árið 1999. Verðlaunin eru nefnd eftir rithöfun- dinum, ferðalangnum, landneman- um og safnaranum Acerbi sem fæddist 1773 og var frá 10 þúsund íbúa bænum Castel Goffredo á Norður-Ítalíu þar sem verðlaunaaf- hendingin fór fram. Að minna á skyldleika mannanna „Acerbi fór víða og skrifaði ferða- þætti þaðan, og eru verðlaunin oft- ast tengd þeim svæðum sem hann hefur verið á,“ útskýrir Einar Már. Þannig hefur nígeríski Nóbelsverð- launahafinn Wole Soyinka hlotið þessi verðlaun, Finninn Arto Paas- ilinna og fleiri góðir rithöfundar. „En sjónarmiðið er líka það að í þessum litla bæ býr fólk af meira en 40 þjóðernum, og þar sem slíkt er aldrei vandræðalaust, var ákveðið að minna á skyldleika mannanna, hvaðan sem þeir koma og hvernig sem þeir eru á litinn, með því að koma á fót bókmenntaverðlaunum. Og þá út frá þeirri hugmynd að með því að kynnast bókmenntum ýmissa þjóða auki maður víðsýni og minnki fordóma. Já, að bókmenntirnar séu félagslegt afl sem nota megi til að bæta samskipti mannanna." Rithöfundar á stalli Verðlaunin voru nú afhent í sjötta sinn og tileinkuð norður-evrópskum bókmenntum, en verðlaun ársins í ár verða tileinkuð Egyptalandi, þar sem Acerbi var aðalræðismaður Austurríkis í níu ár. Einar Már segir ferðina hafa ver- ið mjög skemmtilega og fræðandi og ekki síður upplýsandi fyrir hann sjálfan. En á meðan á dvöl Einars Más stóð í Castel Goffredo fór hann í barna-, gagnfræða- og mennta- skóla til að ræða við nemendur og kennara um Engla alheimsins. „Það var alveg sama hvaða skóla maður kom í, nemendurnir voru all- ir ótrúlega vel undirbúnir; búnir að lesa Englana, báru fram mikið af spurningum og það var mikill áhuga fyrir hendi. Það er greinilegt að þessi verðlaun auka áhugann á þessum verkum, en þau eru sér- merkt í verslunum sem eykur for- Emilia hjá Iperborea og Einar Már með blómvöndinn sem gerður var úr kveðjum barnanna til hans. vitni almennings, sérstaklega í Montova-héraðinu sem Castel Goffredo er í.“ - Finnst þér ekki gaman að börn og unglingar skuli líka lesa bókina þína og njóta vel? „Jú, jú, það er mjög gaman. ítalir hafa alltaf verið bókmenntalega sinnaðir. Þar eru rithöfundar á ákveðnum stalli,“ segir Einar Már og hlær. - Þú hlærð að því. „Já, mér finnst það svolítið fynd- ið, en það er sjálfsagt samkvæmt eldri hefð hjá þeim. Hjá okkur ís- lendingum eru rithöfundar frekar hversdagslegir og það er líka hið besta mál.“ Olga Clausen ræðsimaður Is- lands á Ítalíu, héraðsdómari Mantova-borgar, afkomandi Giuseppe Acerbi, eiginkona hér- aðsdómarans og Einar Már eftir verðlaunaafhendinguna. Ný þúsöld að fæðast SÚ BREYTING hefur orðið fyrir nokkru í íslensku þjóðlífi, að nú heldur langmestur fjöldi fólks einskonar sjónvarpsjól. Þau eru að nokkru leyti niðursoðinn tími og koma kristindómi lítið við fyrir utan sálmasöng og messur. Að öðru leyti eru sjónvarpsjólin hálf lömuð af því sem stjórnendur þess kenna dagskrána við skemmtana- gildi, sem á varla við á jólum. Skemmtanagildinu er þjónað með endalausum skrípamyndum, sem eiga að vera fyrir börn, en vitað er að það er vafamál hvort börn nenna að horfa á dagskrána, enda er þetta eini tími ár- sins, þegar börn eru með fullt fangið af öðru en sjónvar- psefni. A sjónvarpsjólum að þessu sinni var sýnd mynd um Jesú Krist, ekkert minna, og má til sanns veg- ar færa að kvikmynd um hann á að sjálfsögðu heima í jóladagskrá. Hitt er svo spurning hvort vel fari á því að gera kvikmyndir um Jesú Krist og hvort ekki eigi að veita prestum griðland á þeim vett- vangi. Að minnsta kosti verka kvikmyndir um hann á kristinn áhorfanda eins og einskonar upp- hafið guðlast. Fólk vill fá að hafa hann í friði fyrir alls konar skrítn- um leikmönnum, sem kunna lítt með heilaga menn að fara. Eins og listastefnur eru í dag, risnar upp SJONVARP A LAUGARDEGI úr ógöngum og pólitískri fyrir- sagnarheift aldarinnar, er lítið á þær að treysta um andlegt eða annað siðferði. Biskupinn yfir ís- landi, herra Karl Sigurbjörnsson, flutti messu á Þingvöllum landslýð til ánægju og uppbyggingar, en nærvera hans í sjónvarpi bætti fyrir annað í dagskránni, sem telst hafa verið misjafnlega gert. Svo ber að geta þess að sjónvarpi var lokað um tíma á aðfangadagskvöld og sýnir það eitt með öðru, að þessi nútímamiðill telur sig ekki alveg kominn í staðinn fyrir Krist, þótt hann telji sig ráða einu og öllu á virkum dög- um. Sjónvarpið var __________ svo aftur komið í essið sitt um ára- mótin, enda tíminn meira því að skapi þá stundina. Þó voru glopp- ur í áramótasjónvarpinu, eins og þessi endalausa sirkussýning í ríkiskassanum, sem hefur verið flutt frá upphafi, fyrst sem fastur dagskrárliður á gamlárskvöld, en núorðið eins og uppfylling á milli dagskráratriða. Helstu hjöfðingjar lýðveldisins fluttu ávörp við aldamótin. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, flutti ávarp sitt á gamlárskvöld og var- aði þar við of mikilli áfergju við að ganga inn í EB, smáríki með stóra fiskveiðilögsögu, sem aðrir ágirn- ast. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, flutti sitt ávarp á nýársdag og talaði um sitt fallega land, sem við eigum öll og var eins og andi frá nítjándu aldar skáldunum fyllti rödd hans. Þannig kvöddum við þúsöldina og var ekki laust við að fylgdi nokkur kvíði tímamótun- um vegna þess að íslendingar eru óvenju mikillátir um þessar mund- ir og keyra inn í nýja öld á stórum jeppum. Aramótaskaupið var það dag- skráratriði, sem eins og venjulega var beðið með mestri eftirvænt- ingu. Örn Árnason og Sigurður Sigurjónsson leikstýrðu gríninu og tókst vel upp. Þeir hafa sagt að margir hafi samið handritið, en illa gengur að trúa, að slíkir lómar sem þar eru á ferð, þeir Örn og Sigurður, hafi ekki mest um vélað. Skaupið var sem sagt alveg af- bragð annarra skaupa og hafa þau þó mörg verið góð. Einhvernveg- inn léttir öllum við að horfa á gott skaup og það er góð siðvenja hjá ríkiskassanum að efna til þess um hver áramót en svo hefur verið frá byrjun. Landinn getur verið mikill og þrautleiðinlegur alvöramaður af minnsta tilefni. Þátt fyrir mikil erlend áhrif og hrifningu af öllu útlendu er gi-ínið séríslenskt - svolítið illkvittið en meinlaust. Hafi þeir Örn og Sigurður þakkir fyi*ir svo og öll hin. Indriði G. Þorsteinsson Nœturqatinn í kvöld leika Hilmar Sverrisson og Anna Vilhjálms. Sími 587 6080. t!—... ... <s Mataróregla Ertu með mat á heilanum? Nýtt námskeið að hefjast fyrir ofætur. Einnig stuðningshópur fyrir bulimíur og anorexíur. Stuðst er við 12 spora O-A kerfið. Ef farið er eftir sporunum má vænta bata. Upplýsingar eru gefnar frá kl. 18—20 í síma 552 3132, annars símsvari. Inga Bjarnason. Kl EIKFIM JVlorgun-, hádegis- og síðdegistímai' A s t r ó s Elísabet Hafdís Simar 551 5103 <& 552 2661
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.