Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ FOLKI FRETTUM Þýsk kvikmyndagerð sletti heldur betur úr klaufununi með Hlauptu, Lóla, hlauptu, ekki síst (í orðsins fyllstu merkingu) Franka Potente, leikkonan góða í titillutverkinu. Þeir sprettu einnig vel úr spori, leik- sljórinn, Tom Tykwer, og höfundur tónsmíðanna. sjálfu sér góðra gjalda verð, hug- myndin og útfærslan góð, svo langt sem hún náði. Varð fljótlega leiði- gjöm eftir að atburðarásin var komin til fjalla, aðalleikkonan hreint kval- ræði og þessi Nýju fötin keisarans hrollvekjanna ótrálega heimskuleg og ámóta ógnvekjandi og draugahús- ið í Vatnsmýrartívolíinu. Einn besti leikari samtímans, Brad Pitt, kom við sögu tveggja vonbrigða; Má ég kynna Joe Black og ennfrekar The Fight Club, gerðri af David Fincher, bráðefnilegum leikstjóra Se7en. Báðar handónýtar, langar og leiðinlegar. Ronin og Umsátríð voru afturför tveggja liðtækra leikstjóra; hins mistæka, sögufræga Johns Franken- heimer (sem maður er eilíf- lega að vona að fari að hressast) og Edward Zwick (Glory), sem virðist vera að missa flugið. Ein versta mynd ársins var sú dýrasta, Wild Wild West, stjömum prýdd- ur stórvestri, af- spymuleiðinlegt bruðl þegar upp var staðið. The Haunting var á nákvæmlega sömu nótum í hrollvekjugeir- anum. Maður furðaði sig á því hver tilgangurinn væri með endurgerð Psycho, svarið fékkst ekki á sýningunni, steindauðri eftiröpun Gus Van Sant, þess annars ágæta leikstjóra. The Woríd Is Not Enough sannaði endanlega að Bond- myndimar em ekki lengur þetta ,,spes“, sem maður átti von á og fékk undantekningarlítið, til og með Gold- enEye. Þær em orðnar ósköp hvers- dagslegar meðalmyndir með sæmi- legum brellum. Gömlu töframir heyra fortíðinni til. í árslok skrifaði svo Schwarzenegger lokakaflann í vonbrigðasögu kvikmyndahússgests- ins anno 1999, með End OfDays, öðr- um fokdýrum bægslagangi, lang- dregnum og óspennandi. Jafnvel þó djöfullinn sjálfur komi við sögu og fari langt með að ganga frá svaðamenninu austurríska. Óvæntir gleðigjafar Sem betur fer varð líka margt til að koma áhorfendum skemmtilega á óvart. Taktu lagið Lóa - Little Voice, var frábær kvikmyndagerð leikrits Jims Cartwright og þau Jane Harr- ock, Brenda Blethyn og ekki síst Michael Caine, stóðu sig eftirminni- lega vel. Önnur, ódýr, bresk smá- mynd, Lock, Stock and Two Smoking Barrells, var einnig góð skemmtun um brosleg viðskipti smákrimma og stórglæpona. Still Crazy var önnur bresk smáperla, þai- sem Billy Conn- olly var fremstur í flokki miðaldra, út- brunninna sýrurokkara sem reyna að slá aftur í gegn. Go var óvænt skemmtun um seinheppna unglinga í Los Angeles. Happiness óforskömm- uð, bleksvört skopmynd þar sem maður stóð sig að því að hlæja að hlut- um sem maður ætti ekki að hlæja að undir neinum kringumstæðum! South Park, Bigger, Longer, Better, var einnig meinfýsisleg skemmtun. Múrnían kom einnig skemmtilega á óvart. Brendan Fraser festi sig í sessi sem ein aðalstjama kvikmyndanna og annar vafasamur hæfileikamaður, Christopher Lambert, kom flatt upp á menn með Resmrection, óvitlausri spennumynd um tvíeykið fjöldamorð- ingjann og lögguna (Lambert). Missir ekki dampinn fyrr en í blálokin. En- semy Of My Enemy, önnur B-mynd með fallandi stjömum (Peter Weller, Daryl Hannah, Tom Berenger) var einnig vel slarkfær. Skrifstofublókin - Offíce Space var með meinfýndnari myndum, Amerícan Pie og Election, bandarískar unglingamyndii-, langt yfir meðaUagi. Mark Lawrence er í Utlu uppáhaldi, þó var ekki annað hægt en að hlæja að fíflaganginum í Lygalaupnum - Blue Streak. Að endingu verður að geta Torrente, sem ber af öðrum spánskættuðum láglífismönnum kvikmyndanna. Hvorki fugl né fiskur Þau em örlög flestra mynda að lenda í þessari glatkistu þó engri sé ætlað það arma hlutskipti að fá stimpilinn „meðal- mynd“. Líkt og bömin eiga þær aUar að slá í gegn þegar komið er út í samkeppnina. Hin systirín - The Other Sister, braut ekki það blað í sögunni, sem henni var ætlað. Framhaldsmyndimar Svalur pabbi - Big Daddy og Austin Powers - Njósnarínn sem negldi mig, náðu ekki að halda uppi þeim dampi sem gerðu fyrri myndir Adams Sandlers og Mik- es Myers svo bráðhressilegar. Skorti gjörsamlega frumlegheit. The Thom- as Crown Affair, Dóttir foringjans - The Generals Daughter, Braskarinn - Just the Ticket, Vampires - Vamp- írm-, Uppreisnin - Star Trek Insurr- ection, Hásléttan - The Hi-Lo Count- ry, féllu aUar í þennan djúpa pytt. The Big Swap, Kona geimfarans - The Astronauts Wife, A Blast From the Past, Lolita, 13. hæðin - The 13th Floor, vom klúður. Lake Placid, Detroit Rock City, Living Out Loud, Deep End Of the Ocean, Never Been Kissed, Notting Hill, Málsókn - A Civil Action, Örlagavefur - Random Hearts, vantaði bein í nefið. Vondar og þaðan af verri Samkvæmt lögmálinu hljóta ein- hverjar kvikmyndir að falla á botninn. Ástæðulaust að velta sér upp úr óför- unum svo þetta verður stutt upptaln- ing á því versta. Svo vondum að undir sýningu var maður með annað augað á úrinu og hitt á útgöngudyrunum. Tango tímar - Tango Lessons, Stjúp- mamma - Stepmom, Patch Adams, Message In a Bottle, Forces Of Nat- ure, Free Money. Eitthvað alvarlegt plagaði þessar myndir. Skynsemis- skortur, veruleikafitTÍng, almennt dáðleysi. Oft má hafa pínlegt gaman að mislukkuðum myndum. Ekki þess- um. Að lokum ætla ég að útnefna Fear and Loathing in Las Vegas, verstu mynd ársins. Hvemig sjálfur Terry Gilliam gat klúðrað hinni makalausu og bráðskemmtilegu minningum dóphaussins Hunters S. Thompsosn er hrein ráðgáta. Lífið er dásamlegt er með mest sóttu myndum ársins - gerðum utan enskumælandi landa. LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 69 Kví*\Ci(t CsJ\ ÞHR S E M/H J H R T H fl 5LIÍR Nú er hlaupár og útsalan í Kringlunni er farin af stað. ■ W" UpplýsihbbsImi 5 B B 7 7 B fl Skrifstdfusími 5GB 9 2 D D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.