Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Höfðing- legar mót- tökur í Chicago fbúum Kópavogs fjölgar um 1.200 á milli ára Skatttekjur hækka og skuldirnar greiddar niður TVEIR fslendingar, Ásta Gunnars- ddttir og Björn Friðgeirsson, voru í hópi gesta frá nærri 200 löndum sem boðið var til Chicago-borgar í Bandaríkjunum til að fagna nýju árþúsundi. Björn scgir að þessa daga um áramótin hafi menn notið sérstakrar gestrisni og fengið höfðinglegar móttökur. „Við erum hér samankomin frá öllum hcimshornum til að fagna nýju árþúsundi og styrkja böndin milli íbúa Chicago og annarra ianda heimsins," sagði Richard M. Daley borgarstjóri í ávarpi sínu við upphaf hátíðarinnar. Meðal dagskráratriða var að hverjum og einum boðsgesti var fenginn gest- gjafi í borginni og eitt kvöldið dvöldu allir hjá sínum gestgjafa. Siðan var farið í skoðunarferðir um borgina og nágrenni hennar, skoðuð ýmis söfn og síðan var há- punktur hátiðarinnar að fagna nýju ári og nýrri öld í mikilli veislu á gamlárskvöld. Þar var á dagskrá hátíðarmáltíð, fjölmörg sýningar- atriði, dansleikur og flugeldasýn- ing. Björn sagði að meðal skemmti- legrar reynslu hefði verið að skoða þýska kafbátinn U 505 sem banda- menn náðu af Þjóðverjum. Hægt hefði verið að ganga eftir kafbátn- um endilöngum og hefði t.d. vélar- rúmið verið hitað sérstaklega til að menn fengju rétta tilfinningu fyrir andrúmsloftinu um borð. Á nýársdag var boðið upp á ferðir í sædýrasafn og stjörnu- skoðunarstöð og héldu gestir si'ðan til síns heima næstu daga á eftir. FYRIRSJÁANLEGT er að íbúum í Kópavogi haldi áfram að fjölga um í kringum 1200 manns á milli ára næstu 2-4 árin en gert er ráð fyrir að íbúar bæjarins verði 23.747 í lok þessa árs. Gunnar I. Birgisson, for- maður bæjarráðs, segir að þetta sé til marks um mikinn uppgang í bæn- um og spáir hann því jafnframt að Kópavogsbúar verði orðnir á bilinu 32-35 þúsund þegar búið er að byggja á landi bæjarins uppi við Vatnsenda. í fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2000, sem var samþykkt rétt fyrir jól, eru skatttekjur áætlað- ar 4210 milljónir króna en voru tals- vert lægri á síðasta ári, eða 3,6 millj- arðar. Rekstrarafgangur er áætlaður 1294 milljónir kr. og verður honum ráðstafað til framkvæmda og niður- greiðslu skulda, að sögn Gunnars. Gert er ráð fyrir að peningaleg staða bæjarsjóðs batni á árinu um 230 milljónir króna og verði 3,3 millj- arðar í árslok og að heildarskuldir Kópavogsbæjar lækki um 200 millj- ónir króna, eða úr 5 milljörðum í 4,8 milljarða. Gunnar bendir á í þessu sambandi að skuldimar hafi lækkað umtalsvert á aðeins tveimur árum en í lok árs 1998 voru þær 5,3 milljarðar. Á sama tíma séu önnur sveitarfélög að auka skuldir sínar. Góð staða Kópavogs endurspeglist jafnframt í því að gangi áætlanir eftir muni rekstrarkostnaður án vaxta sem hlutfall af skatttekjum verða 62,6% á þessu ári, eða með vöxtum 69,6%, sem er mun betri útkoma en í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Segir Gunnar að hlut- fallið með vöxtum sé 82% í Reykjavík, 81% í Garðabæ og 90% í Hafnarfirði. Þetta þýði að menn hafi einfald- lega úr mun meiru að moða í Kópavogi, eða um 1.300 milljónum, á meðan menn séu t.d. komnir í ógöngur í þessum efnum í Hafn- arfirði. „Lykillinn er þessi: þú getur ekkert gert nema reksturinn sé í lagi,“ segir Gunnar. „Ef reksturinn er í lagi þá áttu afgang. Ef reksturinn er ekki í lagi þá áttu ekki afgang, og þá ertu í vondum málum.“ Stöðugleiki og styrk fjármálastjórn Lausnin felst að sögn Gunnars í miklu aðhaldi við fjármálastjórn, í Kópavogi hugsi menn um hvert smá- atriði í því sambandi, sparað sé á öll- um sviðum og t.a.m. hafi tekist að lækka umtalsvert kostnað við yfir- stjóm á hvern íbúa Kópavogs á und- anfömum árum. Var þessi kostnaður 6.500 kr. árið 1999 og hefur verið á bilinu 6.317 kr. á íbúa til 7.014 kr. allt frá 1992 en var á ámnum 1987-1991 jafnan á bilinu 7.871 kr. til 8.593 kr. á íbúa. „Það sem við höfum verið að sýna undanfarin ár er þessi stöðugleiki og styrka fjármálastjórn,“ segir Gunnar, „við höf- um haldið mjög stíft ut- an um útgjöldin.“ Er þetta helsta ástæða þess árangurs sem náðst hefur í Kópavogi, að hans mati. Gunnar segir athygl- isvert að á sama tíma hafi meðaltekjur á hvem íbúa í Kópavogi aukist mjög, meðal- tekjur Kópavogsbúa hafi árið . 1989 verið 23,5% lægri en í Reykjavík en árið 2000 sé Kópavogur nánast búinn að ná Reykjavík að þessu leyti. „Það hefur breyst mjög mikið samsetningin á íbúum bæjarins," segir hann, „áður fyrr vom meðal- tekjur á hvern íbúa Kópavogs með því lægsta sem gerðist en núna emm við með þeim hæstu“. Segir Gunnar að það hafi auðvitað áhrif á allan rekstur sveitarfélagsins þegar inn komi fólk með háar tekjur. Aðspurður um það hvernig standi á þessari aukningu íbúa í Kópavogi segir hann að þetta fólk hljóti sig ein- faldlega hafa eitthvað þangað að sækja. Þar megi t.a.m. vísa til þess að staðsetningin sé mjög góð og allar vegalengdir mjög hagstæðar. Jafn- framt sé Kópavogur þekktur fyrir góða þjónustu en það endurspeglist t.d. í því að á árinu 2000 sé gert ráð fyrir að fræðslumálin nemi 50% af hreinum rekstrargjöldum bæjarins. Félagsþjónustan, þ.m.t. taldir leik- skólar, nemi 25%. „Kópavogurinn er þekktur fyrir góða þjónustu,“ segir Gunnar og bætir við: „Það er mjög lítill biðlisti eftir leikskólaplássum og við eram með mjög sterkt dagmæðrakerfi, niðurgreitt. Við emm líka með góða gnjnnskóla og þeir em einsetnir." Segir hann Kópavog hafa verið fyrst sveitarfélaga til að ná einsetn- ingunni 1997, Reykjavík og Hafnar- fjörður hafi lagt út í gífurlegar fram- kvæmdir vegna hennar en í Kópavogi séu menn einfaldlega búnir að þessu. Ekki of hraður vöxtur Gunnar er ekki á því að vöxturinn hafi verið of hraður í Kópavogi. Olíkt stjórnendum hinna sveitarfélaganna vilji þeir í Kópavogi fá fólkið inn hratt. Þá fáist tekjurnar strax og þannig sé hægt að byggja upp þjón- ustu fyrir ný hverfi undireins, t.d. grannskóla og leikskóla og annað. „Við emm með þessari miklu upp- byggingu," segir Gunnar, „að búa í haginn. Við eram með skólana ein- setna, og það sem við erum að byggja í nýju hverfunum gemm við bara einu sinni. Við byggjum bara grann- skólann einu sinni, leikskólann einu sinni, opnu svæðin einu sinni.“ Þessir nýju íbúar halda hins vegar áfram að borga skatta og það tryggi fjárhags- stöðu Kópavogsbæjar til lengri tíma litið því lánveitendur, erlendir sem innlendir, sjái að ekki þurfi að efast um að Kópavogsbær reynist borgun- armaður fyrir skuldum. Gunnar Birgisson, formaður bæjarráðs Képavogs. Hér er allur húpurinn saman kominn. Ásta og Björn eru ofarlega hægra megin á myndinni og borgarstjúri Chicago fremst í miðjunni. * ' ' ' -> V " ,T-. \ M 4 |újg. 'f \ WW m Vf í ! ® 1 í Sj ■'* *§ r V t 1 . w •' jppíi jv & : , J * r-r ■ Risnukostnaður Reykjavíkur frá 1991 Lægri risna í tíð R-listans Minni munur en borgarstjóri hefur haldið fram, segir oddviti sj álfstæðismanna í YFIRLITI borgarbókhalds yfir risnukostnað Reykj arikurborgar frá árinu 1991 til loka síðasta árs, sem borgarstjóri lagði fram á fundi borg- arstjómar s.l. fimmtufag, kemur fram að risnukostnaður borgarinnar hefur lækkað umtalsvert í tíð R-listans frá því sem var í tíð meirihluta Sjálfstæð- isflokks. Móttökukostnaður borgar- innar á áranum 1995 til 1999 hefur verið á bilinu 30,3 milljónir króna til 40.7 milljóna á ári en var á áranum 1991 til 1994 47,2 milljónir á ári upp í 71.7 milljónir árið 1992, en þá var ráð- hús Reykjavíkurvígt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri óskaði efth’ yfirliti borgar- bókhalds í kjölfar bókunar sjálfstæð- ismanna við síðari umræðu um fjárhagsáætlun í desember síðastliðn- um. Sjálfstæðismenn létu þá bóka eft- irfarandi í tilefni svars borgarbók- halds við fyrirspurn þeirra um risnukostnað borgarinnai- síðastliðin þrjú ár: „R-listinn hefur hreykt sér af því og vfijað telja borgarbúum trú um að risna hafi lækkað veralega í tíð R- listans. Þegar grannt er skoðað kem- ur í ljós að þær fullyrðingar era fjarri öllum sanni.“ Borgarstjóri segir bókunina bera vott um kokhreysti sjálfstæðismanna og hrein ósannindi, engar ályktanii- verði dregnar um samanburð á risnu- kostnaði núverandi borgarstjómar- meirihluta og fyrrverandi borgar- stjómarmeirihluta af þeim tölum sem þama lágu fyrir. í yfirlitinu kemur fram að risnu- kostnaður íyrirtækja borgarinnai- hefur lítið breyst; var á árunum 1991 til 1994 á bilinu 8,3 til 14,7 milljónir króna á ári en frá 1995 til 1999 hefur hann verið á bilinu 8 til 16,5 milljónir á ári. Risnukostnaður borgarsjóðs hef- ur hins vegar lækkað umtalsvert; árin 1991 til 1994 var kostnaðurinn á bilinu 38,9 til 57 milljónir króna á ári en á ár- unum 1995 til 1999 hefur hann verið frá 20,5 milljónum á ári til 26 milljóna króna á ári. Allar upphæðir era mið- aðar við verðlag í desember 1999. Gagnrýni á málflutning borgarstjóra Inga Jóna Þórðardóttir, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokks, sagði á fundin- um að ánægjulegt væri að fá yfirlit borgarbókhalds og tók fram að því hefði aldrei verið haldið fram af borg- arfulltrúum Sjálfstæðisflokksins að risna Reykjavíkurborgar hefði ekki lækkað í tíð R-listans. Gagnrýni sjálf- stæðismanna hefði snúið að málflutn- ingi borgarstjóra um risnukostnað- inn. Inga Jóna segir borgarstjóra hafa haldið að borgarbúum og fullyi-t ít- rekað í borgarstjórn að gríðai’legur munur væri á útgjöldum borgarinnar fyrr og nú. "Það kemur auðvitað hér í ljós þegar þessar upplýsingar eru lagðar á borðið að þessi munur er miklu minni en borgarstjóri hefur haldið fram," sagði Inga Jóna Þórðar- dóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.