Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 2 3 Morgunblaðið/Ásdís Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki, og Einar K. Guðflnnson, Sjálfstæðisflokki, ganga til fundar hjá sjávarútvegsnefnd í gær en fyrir eru mættir þeir Arni Steinar Jóhannson, Vinstrihreyfingunni-grænu framboði, og Guðjón A. Kristjánsson, Frjálslynda flokknum. Sjávarútvegsnefnd um Vatneyrarmálið Málið í eðli- legum farvegi SJÁVARÚTVEGSNEFND Alþing- is kom til saman í gær og fjallaði um dóm Héraðsdóms Vestfjarða í Vatn- eyrarmálinu svokallaða. Nefndin mun ekki grípa til sérstakra aðgerða vegna dómsniðurstöðunnar, enda telur meirihluti hennar að málið sé í þeim farvegi sem eðlilegast er. Meirihluti sjávarútvegsnefndar Alþingis taldi eðlilegt að Vatneyrar- málið yrði áfram í þeim farvegi sem það nú þegar er, enda sé það ríkis- saksóknara að ákveða hvort því verði áfrýjað til Hæstaréttar eða ekki. Einar K. Guðfínnsson, formað- ur sjávarútvegsnefndar, sagði í gangi væri heildarendurskoðun á fiskveiðistjómarlögunum og 7. gi-ein laganna væri einmitt einn veiga- mesti þáttur þeirra og dómur Hér- aðsdóms Vestfjai'ða hafí að mestu fjallað um. „Við töldum þannig að eðlilegast væri að halda áfram þeirri pólítísku endurskoðunarvinnu sem nú fer fram með þáttöku stjómar og stjómarandstöðu." Einar segir kjarna dómsins að sínu mati þann að ekki sé hægt að lögbinda um ókomna tíð það sem dómurinn kalli mismunun við út- hlutun aflamai'ks, það er úthlutun á grundvelli veiðireynslu á árunum 1981 til 1983. „Niðurstaða dómsins er umdeilanleg en hinsvegar er þetta skoðun dómsins og ef málinu verður vísað til Hæstaréttar verður tekin afstaða til hennar,“ sagði Ein- ar. Tillögu samfylkingar þingmanna hafnað Á fundi sjávarútvegsnefndarinnar lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar, Svanfríður Jónasdóttir og Jóhann Ársælsson, fram tillögu um að nefndin samþykkti að hefja þegar gagnaöflun og vinnu varðandi breyt- ingu á lögum um stjórn fiskveiða. I tillögunni fólst að skoðaðar yrðu þær aðferðir við úthlutun kvóta sem samræmst geta jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og verði undir- búningur nefndarinnar miðaður við að Alþingi geti breytt lögunum áður en dómur Hæstaréttar fellur svo koma megi í veg fyrir það öngþveiti sem skapast getur ef Hæstiréttur staðfestir niðurstöðu Héraðsdóms Vestfjarða. Þá fóru þingmennirnir fram á að nefndin óskaði eftir því að þær nefndir sem nú starfa að mótun auðlindastefnu og laganna um stjóm fískveiða upplýsti sjávarútvegs- nefnd um stöðu þeirrar vinnu. Til- lagan var ekki samþykkt á fundin- um. Undrast ummæli forsætisráðherra FORMENN þingflokka stjórnar- andstöðunnar á Alþingi lýsa furðu sinni á ummælum forsætisráðherra í Kastljósþætti sjónvarpsins í gær þegar fjallað var um nýfallinn dóm í Héraðsdómi Vestfjarða um fiskveiði- stjórnun. I tilkynningu frá formönn- unum segir: „Forsætisráðherra fór með rangt mál þegar hann lýsti því yfir að er- lendar þjóðir gætu sótt óheft inn í ís- lenska fiskveiðilögsögu ef Hæstirétt- ur staðfesti dóminn. Með orðum sínum gerði hann Hæstarétt ábyrg- an fyi'ir landauðn á Islandi og hruni íslensks efnahagslífs ef rétturinn staðfesti dóminn. Formenn þing- flokka stjórnarandstöðunnar harma að forsætisráðherra þjóðarinnar bregði fyrir sig ógnunum og ósann- indum þegar hann er ekki sammála þeirri niðurstöðu sem dómstigið kemst að í þessu mikilvæga máli. Engin slík hætta er fyrir hendi ef tekið er á málum af ábyrgð og festu. Formenn þingflokka stjórnarand- stöðunnar telja brýnt að á vegum Al- þingis hefjist nú þegai' fagleg og vönduð umfjöllun um niðurstöðu dóms Héraðsdóms Vestfjarða. Ósk- að hefur verið eftir að sjávarútvegs- nefnd þingsins verði kölluð saman og hefur verið komið til móts við þá ósk. Afai' mikilvægt er að nefndinni verði falið að fara yfir dómsorð Hérað- sdóms, kalla til fundar við sig lög- fræðinga og hagsmunaaðila, sem málið varðai' og undirbúa tillögur sem Alþingi fjalli um og afgreiði þannig að samkomulag verði um leiðir til fiskveiðistjórnunar í sam- ræmi við stjórnarskrá lýðveldisins.“ Undii' tilkynninguna skrifa Guð- jón Arnar Kristjánsson, fomaðir þingflokks Frjálslynda flokksins, Rannveig Guðmundsdóttir, formaður þingflokks Samfylking- arinnar, og Ögmundur Jónasson formaður þingflokks Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs. Hugsanleg staðfesting dóms Héraðsdoms Vestfjarða Innflutningur fiski- skipa gæti aukizt FISKVEIÐAR erlendra skipa innan fiskveiðilögsögu íslands eru bannað- ar nema um þær gildi sérstakir milli- ríkjasamningai'. Akvæði þessa efnis er í sérstökum lögum um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðiland- helgi íslands. Hugsanleg staðfesting Hæstaréttar á dómi Héraðsdóms Vestfjarða breytir engu þar um. Á hinn bóginn kann að opnast önnur leið fyrir erlend skip inn í lögsöguna, í lqölfar dóms Hæstaréttar í máli Vald- imars Jóhannessonar í desember 1998 og hugsanlegrar staðfestingar Hæstaréttar á fyrmefndum dómi Héraðsdóms Vestfjarða. Aðeins íslendingar I lögum um veiðar og vinnslu er- lendra skipa í fiskveiðilandhelgi ís- lands, lögum nr. 22.8. apríl 1998, seg- ir í fyrstu grein að fiskveiðar og vinnslu sjávarafla um borð í fiskveiði- landhelgi Islands megi aðeins íslenzk- ir ríkisborgarar og aðrir íslenzkir að- ilar stunda. Það megi ennfremur íslenzkir lögaðilar, sem að öllu leyti séu í eigu íslenzkra aðila eða lögaðila, sem uppfylli ákveðin skilyrði. Þau skilyrði eru að vera undir yfirráðum íslenzla-a aðila og að viðkomandi aðO- ar séu ekki í eigu erlendra aðOa að meira leyti en 25% sé miðað við hluta- fé eða stofnfé. Fari eignarhlutur ís- lenzks lögaðOa í lögaðila, sem stundar veiðar eða vinnslu í fiskveiðilandhelgi Islands, ekki yfir 5%, má eignarhlut- ur erlendra aðila þó vera allt að 33%. Þetta þýðir í raun að til að fá að stunda veiðar innan lögsögunnar verða útgerðarfyrirtækin að vera að öllu leyti í íslenzlm eigu. Bein erlend aðdd er bönnuð. Óbein aðild er á hinn bóginn leyfð með þeim hætti, að ís- lenzkt fyrirtæki getur átt hlut í hinni íslenzku útgerð, þrátt fyrir að erlend- ir aðOar eigi allt að fjórðungshlut í fyrirtækinu, og allt að þriðjungi sé eignarhlutinn úr útgerðinni ekki meiri en 5%. ví dómi Hæstaréttar í máli Valdimars Jóhannssonar fyrir rámu ári var það niðurstaðan að öll- um, sem ættu haffært skip, skráð á íslandi skyldi veitt veiðileyfi. Jafn- framt var það niðurstaðan að það samræmdist ekki jafnræðisreglu stjómarskráinnar að ekki væri leyfi- legt að flytja inn fiskiskip án þess að annað jafnstórt yrði afskráð. Úreldingarkvöðinni aflétt í kjölfar þess var lögum um stjóm fiskveiða breytt í samræmi við niður- stöður Hæstaréttar á þann veg, að allir geti flutt inn eða látið smíða skip og fengið á það veiðileyfi, svo fremi sem skipið fái haffærisskírteini. Veiðileyfinu fylgja hins vegar engar veiðiheimildir í tegundii', sem era bundnar í kvóta eða leyfisbundar með öðram hætti. Þess vegna varð þetta afnám hamla á innflutningi og nýs- míði fiskiskipa, úreldingarkvöðinni, ekki tO þess að fiskiskipum fjölgaði verulega, þar sem of kostnaðarsamt er kaupa bæði kaupa skip og kvóta til að hefja útgerð og stunda þann rekst- ur með hagnaði. Verði niðurstaða Héraðsdóms Vestfjarða hins vegar staðfest af Hæstarétti, virðist niðurstaðan sú að hver sem á haffært fiskiskip getur stundað veiðar án þess að hafa fengið úthlutað á það aflahlutdedd, það er kvóta. Þá verður það að sjálfsögðu mun vænlegra að flyja inn skip og hefja veiðar, þar sem ekki þarf að kaupa aflaheimOdir. Vitað er um mikinn fjölda erlendra fiskiskipa, sem lítil sem engin verk- efni hafa og gætu verið fol fyrir lítið. Islendingar hafa reyndar áður notað sér þann skipamarkað, sérstaklega þegar veiðar í Smugunni og á Flæmska hattinum hófust. Breytir engu um útlendingana Gangi það eftir að títtnefndur dóm- ur verði staðfestur, gæti því farið svo að mikOl innflutningur yrði á fiski- skipum til veiða innan lögsögunnar. Það breytir þó engu um það að skipin verða að vera í eigu íslendinga. Lögin um veiðar erlendra fiskiskipa innan lögsögu okkar verða væntanlega áfram í gOdi, svo ekki myndi verða um beina innrás útlendinga í fiskveiðilög- sögu íslands að ræða, heldur skipa, sem keypt eru af útlendingum. Vissulega væri hægt að koma því fyrir að útlendingar ættu fjórðung til þriðjung í hlutafélagi, sem ætti hlut í íslenzku útgerðinni eftir sem áður, enda heimila lögin það. PÓST- OG FJARSKIPTASTOFNU N TILKYNNING TIL HÚSBYGGJENDA Samkvæmt lögum um fjarskipti sem tóku gildi um síðustu áramót enda heimtaugar fjarskiptafyrirtækja í húskassa en lagnir inn- anhúss frá húskassanum eru á ábyrgð hús- eiganda. Staðsetning húskassa og lagnir skulu vera í samræmi við samþykkta uppdrætti af viðkomandi byggingu. Með þessari breytingu er staðfest að sam- keppni skuli ríkja um innanhúslagnir og munu aðrir aðilar en Landssími Islands hf. eftirleiðis geta boðið húsbyggjendum þjónustu sína á þessu sviði. Póst- og IJarskiptastofnun mun setja reglur um frágang húskassa og lagna í þeim tilgangi að tryggja vernd fjarskipta og aðgang hinna ýmsu fjarskiptafyrirtækja að húskössum og lögnum. Að öðru leyti vísast til byggingarreglugerðar. Kópavogur 6. janúar 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.