Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 68
68 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Gabb ársins (aldarinnar) ? The Blair Wich Project. Vondur leikur í verri mynd; Sandra Bullock í Forces Of Nature. Ungfrúin góða og húsið bar hæst af innlendum atburðum ársins. Kvikmynda- annáll 1999 Ein best leikna mynd ársins var hin fáséða Taktu lagið Lóa - Little Voice. Þær fóru á kostum, Jane Horrocks og Brenda Blethyn, en engin var betri en gamli, góði Michael Caine, sem sannaði sig rétt einu sinni sem stórleikari. Stjörnustríð 1. Hluti: Ógnvaldurinn, önnur myndanna sem beðið var með mestri eftirvæntingu, olli mestum vonbrigðum árið 1999. MARGT og merkilegt gerðist í kvik- myndaheiminum á yflrstandandi ári, hér heima og erlendis. Nýju Stjömu- stríðsmyndarinnar, Stjömustríð, 1. hluti: Ognvaldurinn, var beðið með mestri eftirvæntingu. Myndin og við- brögðin við henni, ný íslensk verðlaun til hvatningar kvikmyndagerðarfólki, er það sem ber hæst að mati Sæbjöms Valdimarssonar. Þá vom vonbrigði dæmigerð fyrir margar stórmyndir ársins 1999. Sem betur fer var þó meiri ástæða tii að gleðjast. Að- sóknarlega var ár- ið sterkt, eitt það besta á áratugn- um og metár frá upphafl hjá SAM- íóunum, risanum markaðnum. Þar á bæ er einnig greint frá gríðar- legri aðsóknar- aukningu hjá Nýja bíói í Kefla- vík, þar sem SAMævintýrið hófst, sem hefur nú verið endur- ný'jað þannig að það jafnast á við það besta í Reykjavík. Þá er sá orðrómur í gangi að SAMbíó- in hyggist bæta Nýja bíói á Akur- -*eyri í keðjuna, en keppinautamir á höfuðborgar- svæðinu eignuðust nýverið Borgar- bíó, hitt bíóið þar nyrðra. Skífan hefur ákveðið að reisa nýtt, fjölsala kvik- myndahús í nýja verslanaklasanum Smáralind í Kópavogi - ef af bygg- ingu hans verður, sem flest bendir til. Þessar virðast vera helstu breyt- ingarnar í kvikmyndageiranum, auk þess sem Stjömubíó er í fullum gangi að stækka og breyta húsnæði sínu við Laugaveginn, opnar nýjan, glæsileg- an 50 sæta sal í febrúar nk. Þann fyrsta á landinu sem getur kallast í hágæðaflokki, með hallandi hægind- astólum, stóm tjaldi, góðu bili á milli •^sætanna, nægum gólfhalla og nýjustu hljómflutningstækni frá SDDS. Bíóið lætur ekki þar við sitja á nýju ári, heldur hyggst það brydda upp á ann- arri nýjung í húsakynnum sínum, léttum veitingarekstri, líkt og tíðkast víða erlendis. Þá er aðeins eftir að óska því til hamingju með hálfrar ald- ar afmælið sem það hélt upp á á árinu, og óska því alls hins besta í framtíð- inni. Laugarásbíó átti einnig afbragðs- gott ár, það besta eftir að nýir eigend- ur yfirtóku reksturinn, og að þeirra mati það stærsta, aðsóknarlega, í ein 15 ár. Regn- bogamenn era einnig ánægðir með sinn hlut, einkum Stjömu- stríð, 1. hluta: Ógnvaldinn, enda varð hún mest sótta mynd ársins. Þá hlaut Lítifl er dásamlegt - La Vita é bella, meiri aðsókn en áður hefur þekkst á mynd frá landi utan hins allsráðandi, enskumælandi heims. Æ algengara verður að gefa út bíómyndir, sem spjara sig ekki vestan hafs, beint á myndband. Þannig að fjölmargai', fomtnilegar myndir fara fyrir ofan garð og neðan. Þá er ástæða til að geta síaukinna vin- sælda DVD-tækninnar, nokkrir titlar seldust í þúsundum eintaka á árinu og bendir allt til þess að diskamir út- rými böndunum fyrr en varir. Enn sem fyrr skara Háskólabíó og Stjömubíó framúr hvað snertir ís- lenskun bíóheita. Bati er greinilegur hjá öðram og vonandi hætta þau með öllu að sniðganga móðurmálið. Islenski kvikmyndagerðarmenn komu á fót Eddu-verðlaununum á ár- inu, sem vonandi festa sig í sessi og verða listgreininni til framdráttar. Fyrsta afhendingin. tókst að mörgu leyti vel til, verið er að sækja á ný mið, listafólkið að kjósa sjálft sig með smá- vægilegri þátttöku almennings. Sjónvarpsefni er með í verðlaunaaf- hendingunni, sem er algjör nauðsyn. Þau byggjast einnig á því að við ger- um a.m.k. eina, frambærilega mynd á ári, sem er því miður ekki einhlítt. Við fengum þó að njóta í það minnsta einnar slíkrar á árinu. Ung- frúin góða og húsið er í flesta staði vænsta mynd og býr yfir þeim töfram að skilja við mann ánægðan. Myndin var ekki gallalaus, frekar en önnur mannanna verk, enda ekkert áhlaupsverk að flytja smásögu Nó- belskáldsins yfir á fllmu. Það tókst Guðnýju Halldórsdóttur að mörgu leyti, hún leikstýrh' af röggsemi, um- búðirnar óaðfinnanlegar og leikhóp- urinn bestur af öllu. Hrafn Gunn- laugsson sótti á gömul mið fyrri alda í Myrkrahöfðingjanum: Höktir nokkuð í troðnum kynlífsþönkum, sem hefðu að ósekju mátt vera færri, og áhersl- an á sóðaskapinn minni. Þó er það leikur viðvaninganna sem er mynd- inni mest til vansa. Engu að síður kraftmikil á köflum, bæði sýnir Hrafns og kvikmyndataka Ara Krist- inssonar og Hilmir Snær er næstum því of góður í aðalhlutverkinu. Hrafn er á uppleið, þó nýjasta afkvæmið standi ekki jafnfætis hans bestu verk- um (Hrafninn flýgur, Oðalfeðranna). Sjónvarpsstöðvamar buðu upp á nokkrar, eftirminnilegai' íslenskar myndfr, eins og Litla bróðh• í norðri, lundalífsmynd Páls Steingi'ímssonar og Frá Islandi, þar sem Guðjón Arn- grímsson fór á kostum í sannsögu- legri, hádramatískri heilmildarmynd- argerð um bönd Islendinga í Vesturheimi við land feðra sinna. Bækur á íslensku um kvikmyndir, hvorki kvikmyndasaga né -fræði, hafa hreinlega ekki verið til staðar hjá bóka- og kvikmyndaþjóðinni (!), að ekki sé talað um verk rituð af Islend- ingum. Úr þessu hefur verið bætt með Heimi kvikmyndanna, þúsund síðna verki, sem Guðni Elísson rit- stýrir af röggsemi. F ékk til liðs við sig rúmlega sjö tugi penna og úr varð mikið rit, sem við fyrstu sýn virðist hið fróðlegasta og fjölþættasta, eilítið bókmenntalegt, en ætti að bæta þann mikla skort sem verið hefur á slíku efni. Þær næst bestu Annars staðar í blaðinu er að flnna lista yfír þær 10 myndir sem ég valdi bestar á ái'inu 1999. Aldrei þessu vant var úr þokkalega breiðum hópi að velja, svo flokkur þeirra næst bestu er í stærra lagi. Þær myndir sem náðu ekki alla leið inn í hóp útvaldra vora Hilary og Jackie, eftfr Anand Tucker, hin hádramatíska Ice Storm, eftir tævanska leikstjórann Ang Lee, sem að þessu sinni setur sig jafn vel inn í bandarískt þjóðfélag á áttunda áratugnum og líf yfirstéttanna á Eng- landi á 19. öld Jane Austen í Vonum og væntingum (95). Stórleikarinn Edward Norton bar uppi American History X, dökka og ofbeldisfulla þjóðlífsmynd að vestan, sem einnig naut fleiri góðleikara. Úr austri, nánar tiltekið frá Irlandi, kom hin undur skemmtilega og hlýja Afl vekja Ned - Waking Ned, sem segir af rosknum heiðursmönnum (dásamlega túlkuðum af Ian Bannen og David Kelly), sem falla um síðir fyrir freistingum heimsins. Allt aust- an frá Nýja-Sjálandi kom þrælmögn- uð framhaldsmynd, Eitt sinn stríðs- menn 2 - What Become Of the Broken Hearted!, prýdd ógnvekjandi KRIPALU-YOCA JAI CHI POWER-YOCA [——l IfWi &yrjendur og framhald Eyes Wide Shut, önnur mynd sem beðið var með óþreyju. Enda lokakafli Stanleys Kubrick (1928-99), eins mesta kvik- myndasnillings sögunnar, en var slakari en flest það sem á undan var gengið á löngum ferli fárra úrvalsverka. nálægð Temuera Morrison. Ef ég hefði ekki valið hana eina af bestu myndum ársins, hefði Limbo, nýjasta verk Johns Sayles, eins snjallasta kvikmyndagerðaimanns samtímans, öragglega lent í þessum hópi. Mér tókst því miður ekki að sjá hana á árinu en naut hinsvegar Manna með byssur, bestu myndar fyrri kvikmyndahátíðar, og við það að stjaka Ungfrúnnigóðu útaf listanum. Astfanginn Shakespeare - Shake- speare In Love, hlaut slangur af Ósk- uram, enda ein þeirra bresku bún- ingamynda sem Akademían virðist svo veik fyrir. Að mörgu leyti vönduð og vel gerð en fleira er matur en feitt ket. Frá Evrópu komu flefri gæða- myndir, eins og Augasteinninn þinn eftir Traeba, annar Spánveiji, Carlos Saura, átti hina heillandi Tango á kvikmyndahátíðinni. Fucldn Amál, frá Svíum, Karakter frá Hollandi og okkar eigin Myrkrahöfðingi eiga einnig heima í þessum félagsskap. Arlington Road var ein besta spennumynd ársins, með óvenju raunsæjum endi af Hollywoodmynd að vera, vel skrifuð, gerð og leikin. Ekki síst af hinni hæfileikaríku Joan Cusack, sem alltof sjaldan sleppur úr gamanmyndahelsinu. Hágrátandi Robert De Niro gerði Analyze This að nokkurri skemmtun, leikhópurinn var fínn í Bowfinger, og handritið líka. Þotuliðið - Celebrity átti sín augnablik, þó Allen geri oftast betur. Frá Disney kom Pöddulíf og góðlát- legt fjölskyldugrín að apamanninum Tai-zan. Annað ofuimenni, Sean Connery, lyfti Entrapment upp á æðra plan, ásamt kynbombunni Zetu- Jones. October Sky var óvenju vönd- uð og vel gerð mynd um drauma smá- bæjarstráka um betra líf en í bræðsl- unni hans Bubba. Rushmore og EdTV vora vægast sagt óvenjulegar og langt yfir meðallagi. Mel Gibson var kröftugur prímus mótor í Payback, stóðst þó ekki samanburð við sinn fæga forvera, Point Blank, með sjálfum Lee Marvin í sínu mann- skæðasta djöflamergsformi. Mikið til vonbrigði Sem fyrr segir settu vonbrigði mark sitt á árið 99. Hver mistökin ráku önnur í öllum stærðar- og verð- flokkum. Þau verstu vora Stjörnu- stríðsmyndin, sem var í sjálfu sér ekki vond skemmtun en ekkert í lík- ingu við það stórvirki sem hundrað milljóna vongóðra aðdáenda höfðu beðið eftir síðan 1983. Sagan sjálf brást og persónusköpunin. Langur kafli fór í dapran eltingaleik, sem minnti óþægilega á venjulegan tölvu- leik. Enn átakanlegri var lokakaflinn hans Kubricks. Það grillti aðeins á stöku stað í handbragð gamla meista- rans í Eyes Wide Shut, líkt og í mögn- uðu atriði í kynsvallsathöfn, þar sem kallari keyrir staf sinn taktfast í gólfið undir undai-legu tuldri. Lýsingin var eitthvað broguð, samtöl engan veginn í takt við tímann (einkum Kidmans og ílagarans), og hjónakomin, Craise og Kidman, réðu tæpast við hlutverk sín. Mikið veður út af litlu var sett í gang í sambandi við kynningu á The Blair Witch Project, lítilfjörlegri B- hrollvekju sem sérfræðingar kalla auglýsingaafrek aldarinnar. Blankir framleiðendurnir gerðu hana fyrir smámynt, auglýstu lymskulega á net- inu og þessi 200 þúsund dala smá- mynd kemur til með að taka inn þá upphæð þúsundfalda. Unglingamir vestra keyptu áróðurinn hráan, héldu að saga um þrjú ungmenni, sem halda upp í óbyggðir til að rannsaka gamlar sagnir og nýjar af nornadjöfli á Nýja- Englandi, væri sönn. Myndin var í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.