Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 43 Myntbandalag við N or ður-Ameríku? LÍTIÐ hefur verið hugað að þeim mögu- leika, að Islendingar taki uppmyntsam- vinnu við Norður-Am- eríku. Slík hugsun særir líklega sjálfsvit- und landsmanna sem Evrópubúa, en samt eru Islendingar hik- andi við að taka þátt í samrunaferlinu í Evr- ópu. Evrópusamband- ið er í huga margra of afskiptasamt um inn- anlandshagi til þess að ísland geti gengið í faðm þess. Evran stendur þó aðeins aðildarríkjum ESB til boða og við það situr. En ef litið er vestur hillir undir marga möguleika. Ameríka er að verða eitt efnahagssvæði með dollar sem mynteiningu. Með því að tengjast þessu ferli þyrftu íslendingar ekki að fórna fullveldi eða fiskimiðum og gætu uppskorið svipaðan ef ekki drýgri ávinning en fylgir evrunni. Hér er þó ekki sagt að snúa eigi baki við Evrópu, en evrópskir við- skiptasamningar og amerískur gjaldmiðill gæti verið heppileg leið fyrir Islendinga að nýta landfræði- lega stöðu sína. Mikilvægi Ameríku Helsti vaxtarbrodd- urinn í íslenskum út- flutningi er sala á þjónustu sem hefur vaxið um 52% frá 1994 til 1998 og er nú þriðj- ungur af heildarút- flutningi. Hér átt við tekjur af erlendum ferðamönnum, sam- göngum, en einnig sölu á tækni og hug- viti. Bandaríkin gegna lykilhlutverki fyrir þessi viðskipti, en árið 1998 voru um 44% af þjónustuviðskiptum íslands við N- Ameríku, en aðeins 21% við evru- svæðið. Þetta sýnir að Bandaríkin eru í fararbroddi í tölvu- og tækni- greinum, hvort sem um er að ræða rannsóknir, sölu eða fjármögnun. Evrópa vegur þyngra í vöruútflutn- ingi, en um 36% af vöruviðskiptum landsins er við evrusvæðið en að- eins 13% við N-Ameríku. Hins veg- ar er um 75-80% af vöruútflutningi landsins sjávarafurðir og flestir fiskistofnar eru fullnýttir. Islensk fisksölusamtök eru ennfremur stórir markaðsaðilar með langa reynslu í því að dreifa markaðs- og Gjaldmiðill Islendingar þyrftu ekki að fórna fullveldi eða fískimiðum, segir Ás- geir Jónsson, og gætu uppskorið svipaðan ef ekki drýgri ávinning en fylgir evrunni, gengisáhættu. Sameiginleg mynt skiptir því mestu fyrir þjónustuvið- skipti þar sem álagning er lágt hlutfall af veltu og aðrir kostnaðar- liðir, s.s. flutningskostnaður og toll- ar, eru hverfandi. Síðustu ár hefur innflutningur aukist mun hraðar en útflutningur hérlendis og afleiðing- in er gríðarlegur viðskiptahalli. Mikil þörf er á nýsköpun í útflutn- ingi til þess að snúa þessu við og mestu möguleikarnir liggja í þjón- ustuviðskiptum þar sem fjarlægðir skipta minna máli. Því verki veldur dollarinn mun betur en evran. Austur og vestur Leiðin að evrunni liggur í gegn- um ESB. Með aðild fengju íslend- ingar að leggja hönd á stýri hvað varðar málefni Evrópu, en verða jafnframt að játast undir stjórn ESB í mikilvægum málaflokkum. Gagnrýnendur hafa bent á að vegna smæðar landsins yrðu áhrif Islands næsta lit.il, en áhrif Evrópu hér býsna mikil. Af fenginni reynslu er ljóst að samningum við Hvar vildirðu veikjast? Ásgeir Jónsson ESB fylgja ávallt einhverjar til- slakanir (mútugreiðslur öðru nafni) til S-Evrópuríkja, hvort sem um er að ræða veiðiheimildir eða greiðsl- ur í þróunarsjóði. Vandamálið í hnotskurn er að myntbandalag Evrópu er byggt á pólitískum for- sendum sem gætu skapað vandræði fyrir íslendinga. ESB-aðild gæti t.d orðið til þess að flytja inn nokk- ur af vandamálum Evrópu, s.s. háa skatta, reglugerðafargan og höft á vinnumarkaði, auk þess að stefna mikilvægum málum í hættu, s.s. yf- irráðum yfir fiskimiðum. Þessu er öfugt farið vestan meg- in við Atlantshaf. Bandaríkjamenn, eins og Bretar, eru fulltrúar hinnar engilsaxnesku hefðar í viðskipta- samstarfi sem einblínir ekki á mið- stýringu, samræmingu og annað slíkt. I myntsamstarfi þurfa íslend- ingar aðeins tvennt, hlutdeild af myntsláttuhagnaði og stofnun í lík- ingu við seðlabanka sem getur tryggt öryggi íslenskra fjármála- stofnana. Þetta gætu Bandaríkja- menn vel gefið eftir án mikilla heilabrota, sérstaklega ef þeir munu ganga til svipaðra samninga við nágranna sína í suðri. Ameríska efnahagssvæðið Ameríka frá toppi til táar er að verða eitt viðskiptasvæði. Þessi þróun hefur fylgt efnahagsumbót- um í S-Ameríku þar sem ekki leng- ur er litið á erlend viðskipti og fjár- festingar sem anga af heimsvalda- stefnu. NAFTA er þekktasta dæm- ið um þetta, en verslun hefur einnig aukist innan S-Ameríku sem Mercosur fríverslunarsvæðið sýnir. Myntbandalag mun síðan fylgja í humáttina á eftir. Stjórnmálamenn í S-Ameríku huga nú að því í alvöru að taka upp dollar og í reynd fer stór hluti af innanlandsviðskiptum þessara ríkja fram í dollurum. Myntbandalag er heldur ekki mjög fjarri löngunum Bandaríkjamanna sem vilja ekki að gengisfellingar trufli viðskipti eða fjárfestingar milli þjóðanna. Samstarf við Bandaríkin Bandaríkin og ísland eiga að baki mjög farsælt stjórnmála- samstarf. Milli þessara landa hafa verið gerðir samningar sem hafa* verið Islendingum mjög hagstæðir. Þess er skemmst að minnast að Bandaríkjamenn létu landsmönn- um í té Marshall aðstoð, sem var þó aðeins ætluð þjóðum sem höfðu orðið illa úti í heimsstyrjöldinni. Það er öfugt sem gerist austan megin við Atlantshafið, en lands- menn hafa ávallt þurft að kaupa sér aðgang að evrópsku samstarfi og mörkuðum. Næsti liður í samruna- ferli ESB mun snúast um sameigin- leg varnarmál sem mun leiða til þess að bandarískur herafli hverfur frá Evrópu og NATO verður laus- - ara í reipunum. Þýðing útvarða eins og herstöðvarinnar í Keflavík mun þar með aukast. Jafnvel þótt ísland gengi í ESB þá hljóta varnir landsins að vera í höndum Banda- ríkjanna, sem er ráðandi flota- og flugveldi á Atlantshafi. Varnar- samvinna mun því áfram gefa orð- um íslendinga þunga í Washington og auðvelda farsæla myntsam- vinnu. Margir kostir Bæði evran og dollar fela í sér marga aðra kosti, s.s. lægri vexti, en hér hefur aðeins verið fjallað um muninn á milli þeirra. Bandaríkin skipta höfuðmáli fyrir þjónustuút- flutning landsins og því gæti dolla- rinn skilað meiri ábata en evran í myntsamstarfi. Þá skiptir einnig máli að myntsamstarf um dollar krefst minni tilslakana, hvort sem rætt er um framsal á fullveldi, fiski- miðum eða beinar greiðslur. Niður- staðan gæti verið sú að hagsmun- um Islendinga sé best borgið með evrópskum viðskiptasamningum sem tryggja vöruviðskipti, en jafn- framt með amerísku myntbanda- lagi sem styður þjónustuviðskipti. Höfundur er hagfræðingur. UNDANFARIÐ hafa staðið yfir miklar umræður á Alþingi um kostnaðinn sem til fell- ur þegar fólk veikist. Hafa þung orð verið látin falla í hita leiksins en ekki að sama skapi alltaf vel ígrunduð. Þess vegna langar mig til að segja ykkur stutta sögu. Fyrir alllöngu velt- um við hjónin því fyrir okkur að flytjast til út- landa en af ástæðum sem skipta ekki máli í þessu sambandi hugð- umst við setjast að vestan hafs. Til allrar hamingju varð ekkert úr þeirri fyrirætlan okkar. Öryggi fyrir sjúka Fyrir nokkrum árum lá við að ég gæti mig hvergi hreyft vegna þess Lækningakostnaður Hér er heilbrigðiskerfíð sameign þjóðarinnar, hér fá allir sambærilega þjónustu, segir Lilja E. Torp, og hér eru menn ekki dregnir í dilka eftir efnhag, aldri eða stöðu. að hnén á mér voru ónýt. Eg fékk ný hné og gat farið allra minna ferða í framhaldinu. Ég gat meira að segja hjólað um landið mitt fagra eftir að hafa fengið bót meina minna. Það var þá sem ég fór að hugsa um hve mikil Guðs blessun það væri að búa við jafn öruggt heilbrigðjskerfi og við höfum öll byggt upp á íslandi. Heilbrigðiskerfið er það sem við eigum öll sameiginlegt og til þess höfum við öll lagt drjúgan skerf af því sem við leggjum hvert og eitt til samfélagsins til svo aftur að fá öll þá góðu þjónustu sem hér er veitt. Það var lán í óláni að ég skyldi verða veik á Islandi en ekki í Vest- urheimi. Sennilega hefði ég getað fengið álíka þjónustu þar, en sá böggull fylgdi þá sennilegast skammrifi að við hjónin hefðum þá þurft að gjalda fyrir þjónustuna meira en við hefðum með góðu móti getað. Fyrir nokkru greindist ég svo með þann sjúkdóm sem al- varlegastur er talinn á okkar tímum og erfið- astur að sigrast á. Við hjónin ákváðum að taka einn dag í einu og gera eins gott úr tímanum og okkur væri frekast unnt. A okkar aldri vildum við reyna að eiga eins margar ánægjustundir og hægt væri. Framúrskarandi þjónusta Enn á ný segi ég: Það er lán í óláni að verða einmitt veik á íslandi og njóta þeirrar góðu þjónustu sem hér er boðið upp á. Ég er í strangri með- ferð og nýt umönnunar sem er sér- staklega góð og það sem er kannski mest um vert er það að þeir sem eru í mínum sporum fá sömu góðu þjón- ustuna. Þjónustan er meira að segja svo góð að ég fæ lyfin mín send heim og alla þá aðstoð heima sem ég þarf, mér að kostnaðarlausu. Mig langaði til að minna þá á þetta sem tala hvað hæst um mikinn kostnað við heilbrigðiskerfið án þess að hafa í huga það sem hlýtur alltaf að skipta mestu máli en það er að við fáum góða þjónustu, við sem þurfum á henni að halda. Heilbrigðismálaráðherrann spurði einu sinni fyrir nokkrum ár- um á Alþingi hvar fólk vildi helst vera, yrði það veikt. Mitt svar er á Islandi. Hér er heilbrigðiskerfið sameign þjóðarinnar, hér fá allir sambærilega þjónustu og hér eru menn ekki dregnir í dilka eftir efn- hag, aldri eða stöðu. Höfundur er fóstra. FYRIR rúmu ári kvað Hæstiréttur upp dóm í svonefndu kvóta- máli. Samkvæmt hon- um samræmist gildandi kvótakerfi í sjávarút- vegi ekki mannrétt- indaákvæðum stjórnar- skrárinnar og er því ólöglegt. Nú hefur Hér- aðsdómur Vestfjarða með tilvísun í þennan dóm Hæstaréttar sýknað útgerðarmann og skipstjóra báts, sem ákærðir voru fyrir að hafa haldið skipi sínu til veiða án þess að hafa kvóta. Eftir þessu er sjómönnum án kvóta refsilaust að draga fisk úr sjó, þar til nýjar reglur hafa verið settar, sem samrýmast betur mannréttindaákvæðum stjóm- arskrárinnar. íslensk stjórnvöld brugðust við kvótadómi Hæstaréttar á sínum tíma með útúrsnúningi. Þau héldu því fram að dómurinn snerist um veiði- leyfi en ekki kvóta. í framhaldi af því voru lagabreytingar gerðar, sem snertu að litlu eða engu leyti niður- stöður Hæstaréttar og hrófluðu ekki við sjálfu kvótakerfinu. Það ætti að vera yfir deilur hafið að kvótadómurinn snýst um veiði- heimildir. Um það getur hver læs maður sannfærst með því að renna augum yfir forsendur dómsins og þarf ekki lögfræðiþekkingu til. Hug- takið veiðiheimild er skilgreint í 7. gr. fiskveiðistjórnunarlaga og merk- ir það sem í daglegu tali er kallað kvóti. I dómnum eru talin nokkur meginskilyrði þess að fiskveiði- stjórnunarkefið samrýmist ákvæð- um stjórnarskrár um jafnrétti þegn- anna. Ríkisvaldinu er þannig talið heimilt að ákveða heildarkvóta í ein- stakar fisktegundir í verndunar- skyni. Þá er því ennfremur heimilt að áliti réttarins að úthluta kvóta á ein- stök skip þegar sérstök nauðsyn krefur, en þó aðeins tímabundið. Það er hér sem hnífurinn stendur í kúnni. Varan- leg ráðstöfun kvóta á einstök skip er sam- kvæmt áliti Hæstarétt- ar andstæð stjórnar- skrá. Þessi niðurstaða er augljós og skýr í dómi Hæstaréttar, enda beindist útúrsn- úningur stjórnvalda ekki beinlínis að þessu, heldur því hvemig Hæstiréttur tilfærði lagaákvæði í forsend- um sínum. Um það leyti sem kvótadómur var upp kveðinn byggðust samkeppnis- Dómur Dómstólar landsins, segir Finnur Torfí Stefánsson, hafa forðað stjórnvöldum frá þeirri sögulegu hneisu að setja menn í fangelsi fyrir að ganga á forréttindi kvótagreifa. hömlur fiskveiðistjórnunarlaga á tveimur meginstoðum, veiðileyfi og kvóta. Skip varð að hafa hvort- tveggja til þess að mega sækja sjó. Aðeins skip með veiðileyfi gat fengið kvóta. Nú er hvergi tekið fram í lög- unum að kvótaeigendur skuli hafa varanlegan rétt til úthlutaðs kvóta. Þvert á móti er sagt að fiskimiðin séu sameign þjóðarinnar. Varanleiki kvótaeignai'innar byggðist í fram- kvæmd annars vegar á 5. gr. 2. mgr. laganna þar sem heimilað er að flytja veiðileyfi af einu skipi á annað og 11. gr. þar sem leyft er, með tilvísun í nefnda 5. gr. 2. mgr., að flytja kvóta milli skipa. Hæstiréttur taldi 5. gr. andstæða stjórnarskránni að því leyti sem hún mismunaði mönnum um úthlutun kvóta. Svar stjómvalda við þessu var að kippa á brott ákvæð- •** unum um veiðileyfi, en láta ákvæðin um meðferð kvótans halda sér. Laga- framkvæmd var síðan haldið óbreyttri eins og ekkert hefði í skor- ist. Hinn nýfallni dómur Héraðsdóms Vestfjarða sýnir að dómstólar lands- ins fallast ekki á þessa tilburði stjórnvalda. Haft hefur verið eftir sjávarútvegsráðherra í fjölmiðlum að dóminum verði áfrýjað. Nú er það sem betur fer ekki á valdi sjávarút- vegsráðherra að áfrýja refsimálum. Ríkissaksóknari fer með það vald. Verði það niðurstaða hans að áfrýja málinu þarf hins vegar ekki að efast um að Hæstiréttur staðfesti hann. Enginn þarf að ganga þess dulinn að niðurstöður dómstóla í málum þess- um eru lögfræðilega réttar. Kvóta- kerfið er einokunarkerfi og í eðli sínu fyllilega sambærilegt við einokunar- verslun Dana hér fyrr á öldum, þar sem þjóðinni var skipt upp á milli kaupmanna sem höfðu einkarétt á verslun hver við sinn hluta. Áður en stjórnvöld taka næstu skref í kvóta- málum væri þeim hollt að lesa í ís- landsklukku Halldórs Laxness um vist Jóns Hreggviðssonar í svarthol- inu á Bessastöðum. Þar voru sam- fangar hans menn, sem höfðu unnið sér það til sakar að skerða kvótarétt-** indi danskra kaupmanna. Dómstólar landsins hafa nú forðað íslenskum stjórnvöldum frá þeirri sögulegu hneisu að setja menn í fangelsi fyrir að ganga á forréttindi íslenskra kvótagreifa. Höfundur er lögfræðingur. Lilja E. Torp Auðunsdóttir Kvótakerfið hrunið Finnur Torfi Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.