Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Flugleiðahótel sækir um lóð og vill byggja á Akureyri Hugmyndir um að 50-100 herbergja KARI Kárason, framkvæmdastjóri Flugleiðahótela, segir félagið hafa áhuga á því að reisa 50-100 her- bergja hótel á Ákureyri en áætlaður kostnaður við slíka íramkvæmd er 350-700 milljónir króna. Flugleiða- hótel sóttu um lóð í miðbæ Akureyr- ar og var umsóknin til umræðu í bæj- arráði í vikunni og var bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu. Flugleiðahótel, sem er dótturfélag Flugleiða, er stærsta hótelfyrirtæki landsins, með 22 hótel í rekstri yfir sumartímann og þar af 7 heilsárshót- el. Kári sagði framundan að ræða við bæjaryfirvöld en ekki væri raunhæft að ætla að félagið hæfi rekstur hótels á Akureyri fyrr en í fyrsta lagi vorið 2001. „Við erum ekki með rekstur heilsárs hótels á Akureyri en þetta er mjög spennandi markaður sem við höfum áhuga á að koma inn á. Við höfum lýst yfir vilja til þess að ræða hlutina í samhengi við hugmyndir um byggingu menningar- og eða tónlistarhúss en erum ekki að sækja um neina sérstaka lóð,“ sagði Kári. Rætt hefur verið um að byggja svokallað menningarhús á uppfyll- ingunni sunnan Strandgötu og aust- an Glerárgötu og þar er frekast möguleiki á að byggja stórt í mið- bænum. Kári sagði ráðgert að reisa hótel byggja hótel í svipuðum gæðaflokki og Hótel Esja og Hótel Loftleiðir. „Við myndum koma inn á markaðinn af miklu afli, sem stærsta hótelfyrir- tæki landsins og auk þess með stórt markaðsbatterí. Við ætlum ekki bara að höggva í þann markað sem fyrir er á Akureyri, heldur stefna að því að stækka hann enn frekar en það er Ijóst að samkeppnin verður erfið fyrst í stað,“ sagði Kári. Sýning í Galleríi + MYNDLISTARSÝNING Hólmfríð- ar Harðardóttur í Galleríi +, Brekkugötu 35 á Akureyri, verður opin laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-17 og aðra daga eftir samkomu- lagi. Fjölmenntvar við sýningaropn- unina 29. desember. Petta er fyrsta einkasýning listakonunnar á íslandi, en hún er Akureyringur búsett og starfandi í New York. Hólmfríður hóf listnám við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands, lauk BFA-prófi frá Háskólanum í Iowa og MFA frá Maryland Institute College of Art í Baltimore. Hún hefur haldið einka- sýningar í Bandaríkjunum_ og tekið þátt í samsýningum þar. A sýning- unni í Galleríi + eru listaverk unnin með blandaðri tækni, m.a. skúlptúr- ar, lágmyndir og ljósmyndir. Morgunblaðið/Krisyán Stúfur með ungan dreng í fanginu, sem fékk m.a. að máta jólasveinahúfu hans. Morgunblaðið/Kristján Siggi sæti fékk óvænta heimsókn upp á svið og hann sést hér ræða við tröll sem gerði tilraun til að stela senunni. Jólin kvödd á þrettándagleði AKUREYRINGAR kvöddu jólin með hefð- bundnum hætti á árlegri þrettándagleði íþróttafélagsins Þórs í fyrrakvöld, í fal- legu en nokkuð köldu veðri. Um 1.000 manns mættu á félagssvæði Þórs við Ham- ar, þar sem ýmislegt var gert til skemmt- unar og þá aðallega fyrir yngsta fólkið. Jólasveinarnir héldu til fjalla eftir að hafa heilsað upp á gesti og tekið lagið með börnunum. Álfakóngur og álfadrottning fóru fyrir hópi ýmissa furðuvera, Kór Glerárkirkju söng og einnig Lára Ey- mundsdóttir. Kveikt var í brennu og flug- eldum skotið á Ioft. Mesta athygli hjá yngsta fólkinu vakti þó heimsókn þeirra Sigga sæta og hanans úr Latabæ, sem sungu og léku fyrir börnin og með þeim. Heimsókn þessara gesta að sunnan vakti mikla athygli enda þekkja flest íslensk börn íbúa Latabæjar mjög vel. Námstefna um áhrif veik inda foreldra á börn Héraðsdómur Norðurlands eystra Fjölgun gjald- þrotamála NOKKRU fleiri gjaldþróta- mál bárust til Héraðsdóms Norðurlands eystra á nýliðnu ári en árið á undan. Alls bár- ust dómnum 74 gjaldþrotamál til umfjöllunar á síðasta ári en þau voru 56 árið þar á undan. Af þeim 74 beiðnum sem bárust voru felldir 30 gjaldþrotaúrskurðir, en þeir voru 28 árið þar á undan. Fleiri mál Mun fleiri mál bárust Hér- aðsdómi Norðurlands eystra á nýliðnu ári en árið á undan, þau voru 804 árið 1998 en fjölgaði í 1.045 á síðasta ári. Einkamál voru í meirihluta þeirra mála sem dómnum bárust, alls 523 á nýliðnu ári á móti 384 árið þar á undan. Þá voru opinber mál samtals 382 á liðnu ári, en þau voru 204 árið á undan. Sektarboðs- málum fjölgaði umtalsvert milli áranna 1998 og 1999, eða úr 27 í 116. Nefna má að að- fararbeiðnum fækkað mjög milli ára, eða úr 96 í 10. NÁMSTEFNA á vegum Krabba- meinsfélags Akureyrar og nágrenn- is um þau áhrif sem börn verða fyrir þegar foreldrar þeirra veikjast al- varlega verður haldin í samkomusal Menntaskólans á Akureyri, Hólum í dag laugardaginn 8. janúar, og hefst hún kl. 10 árdegis. Yfirskrift nám- stefnunnar er: „Mamma, pabbi, hvað er að?“. Námstefnan er einkum ætluð leik- og grunnskólakennurum og starfsfólki þessara skóla og einnig foreldrum. Um 150 þátttakendur hafa þegar skráð sig á námstefnuna, SKRIFAÐ hefur verið undir samn- ing milli Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Ferðamálafélags Eyjafjarðar um útgáfu ráðstefnu- handbókar fyrir Eyjafjörð, en um er að ræða endurgerð handbókar sem kynnir valkosti til funda, ráðstefnu- og hvataferða á Eyjafjarðarsvæðinu. Átælað er að ráðstefnuhandbókin komi út um miðjan næsta mánuð og verður henni fylgt eftir með skipu- lagðri markaðssókn hjá skilgreind- um markhópum en m.a. verður gert sérstakt átak í kynningu þessa þátt- en tilgangur hennar er að fjalla um þær aðstæður sem skapast við al- varleg veikindi, andlát og önnur erf- ið áföll sem þeir sem umgangast börn þurfa oft að standa frammi fyr- ir, en nauðsynlegt er að sinna þess- um aðstæðum af kunnáttu og þekk- ingu. Að lokinni setningu flytur Kristj- án Kristjánsson prófessor í heim- speki við Háskólann á Akureyri fyr- irlestur um tilfinningar bama, Rúnar Andrason sálfræðingur á FSA fjallar um unga aðstandendur og Guðrún Alda Harðardóttir, lekt- ar ferðaþjónustunnar á Ejjafjarðar- svæðinu á Netinu. Bókin verður gef- in út á íslensku og ensku og dreift bæði hér á landi og í útlöndum, m.a. um umboðsskrifstofur Flugleiða. Kostnaði við útgáfu bókarinnar verður mætt með auglýsingum, styrkjum og framlagi frá Atvinnu- þróunarfélagi Eyjafjarðar. Gerður hefur verið samningur við Sjónar- mið-almannatengsl um að vinna að auglýsingasöfnun og efnisöflun fyrir bókina auk þess að annast eftirfylgni og hafa umsjón með dreifmgu. or við kennaradeild Háskólans á Ak- ureyri, flytur erindi sem nefnist: „Sjá-skilja-styðja“. Þrjú erindi verða einnig flutt að loknu matarhléi, Margrét Héðins- dóttir skólahjúkrunarfræðingur og Hafsteinn Karlsson skólastjóri Sel- ásskóla flytja erindi sem nefnist „Skóli sem veit og skilur gerir gæfu- muninn“, Elísabet Hjörleifsdóttir hjúkrunarfræðingur fjallar um ungl- inga og krabbamein og hugmyndir barna um dauðann og loks ræðir Jónína L. Þorsteinsdóttir sóknar- prestur á Akureyri um börn og sorg. Tómas Guðmundsson hjá Sjónar- miði sagði ráðstefnur vænlegan kost í uppbyggingu ferðaþjónustu, en ráðstefnur væru oftast haldnar utan hefðbundins háannatíma ferðaþjón- ustunnar hér á landi auk þess sem ráðstefnugestir hefðu gjarnan rýmri fjárráð en gengur og gerist meðal al- mennra ferðamanna. Tómas benti á að á vegum hins op- inbera væri mikið um ráðstefnu- og fundahald og væri eftir nokkru að slægjast yrði hægt að ná broti af því norður yfir heiðar. Sjávarútvegs- deild Háskolans á Akureyri Tíu ára afmæli TÍU ár eru um þessar mundir liðin frá því sjávarútvegsdeild Háskól- ans á Akureyri var stofnuð og í til- efni af því verður opið hús hjá deildinni í Oddfellowhúsinu við Sjafnarstíg í dag, laugardaginn 8. janúar, frá kl. 14 til 16. Þar munu sjávarútvegsfræðing- ar, útskrifaðir frá Háskólanum á Akureyri, í stuttum erindum kynna störf sín og skoðanir á nám- inu sem og ræða um þróun sjávar- útvegs. Allir þeir sem áhuga hafa á að kynna sér starfsemi deildar- innar eru velkomnir. Sérstök afmælisveisla verður svo haldin í íþróttahöllinni á Akur- eyri um kvöldið en þar verða flutt stutt ávörp. Veislustjóri verður Pétur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Fiskifélags Islands, en hátíð- arræðu flytur Kristinn H. Gunn- arsson alþingismaður. Kirkjustarf - sjá bls. 64 Ráðstefnuhandbók fyrir Eyjafjörð gefín út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.