Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 53 Þú bentir mér yfir byggðar hring, þar brosti við dýrðin allt í kring og fjörðurinn bláöldum búni Eg hefi þekkt marga háa sál, ég hefi lært bækur og tungumál ogsetiðvið listalindir. En enginn kenndi mér eins og þú hið eilífa og stúra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir. (Matthías Jochumsson.) Elsku amma. Eg þakka þér fyrir þær fallegu og dýnriætu minningar sem munu lifa áfram í hjarta mínu. Guð geymi þig. Þín Hildur Guðný. Reykurinn liðast upp í loftið frá gamla torfbænum og leitai' niður í Garðkofalágina norður af bænum. Sunnan við bæinn situr lítil stúlka og reytir blöð baldursbráa sem hún hendir í straum bæjarlækjarins. Hún er að hugsa til foreldra sinna og systkina sem eru handan heiðarinn- ar upp af bænum. Hún hafði komið hingað í Auðnir til stuttrar dvalar rúmlega ársgömul, en örlögin hög- uðu því þannig að hún ílengdist hjá afa og ömmu. Hér er líka fóstra hennar og móðursystir, Guðný, sem er henni sérstaklega góð, eins og reyndar allir aðrir á heimilinu. Sámt saknar hún oft systkina sinna, og vantar jafnaldra til að leika sér við. Oft koma þó elstu bræður hennar, Hrólfur, Jöggi og Þormóður, til lengri dvalar í Auðnir. Þeir eru þarna tímunum saman, og teljast þá vinnumenn hjá afa eða Bensa. Hlut- verk sitt taka þeir svo alvarlega að það lifír með þeim sem eitt merkileg- asta starfsframlag lífs þeirra. Svo eru líka frændsystkin hennar á Þverá og í Árhvammi sem hún leikur sér mikið við. Hún hlustar eftir ár- niði Laxár við hraunkambinn fyrir neðan bæinn, og hugur hennar fylgir straumnum norður þröngan dalinn. Hún ann þessari litlu en fallegu sveit sem á síðari hluta 19. aldar varð svo samofin Islandssögunni. A þessari stundu er hugurinn þó alls ekki bundinn við spunavélar Magnúsar á Halldórsstöðum, stofnun Kaupfélags Þingeyinga á næsta bæ, Þverá, eða litlu lindina yrir utan Auðnir, „lind- ina“ sem ömmusystir hennar Unnur (skáldkonan Hulda) færði þjóðinni til varðveislu. Þaðan af síður er hún þess meðvitandi að niðjar þeirra frumkvöðla sem komu saman á Þverá fimmtíu árum áður verði mest samofnir í hennar eigin afkomend- um. Nei, hún lifir í líðandi tíma og telur að samkomuhúsið og lestrarfé- lagsbækurnar í holtinu norður af bænum séu eitthvað sjálfsagt sem finnist í hverri fámennri sveit á ísl- andi. Sveitungar hennar hafa um áraraðir alist upp við mikinn bóklest- ur, bæði á móðurmálinu og erlendum tungum. Þannig hafa þeir náð góðum árangri í sjálfsmenntun. Þarna í dalnum á hún líka eftir að kynnast Lissý á Halldórsstöðum, skosku + Baldur Jósef Jós- efsson fæddist í Keflavík hinn 27. maí 1963. Hann lést í bílslysi 30. desember síðastliðinn og fór útför lians fram frá Keflavíkurkirkju 7. janúar. Það er erftitt til þess að hugsa að þegar ég kvaddi þig í Grindavík áður en þú lagðir af stað í þessa örlagaríku ferð að það hafi verið hinsta kveðjustundin. Við sem ætluðum að hittast á nýársnótt og nú sit ég hér og skrifa kveðjuorðin til þín. Elsku vinur, þú varst ekki nema 36 ára gamall og í blóma lífsins. Ekki get ég hugsað til þess að fá ekki að hitta þig aftur eða hlusta á alla brandarana sem þú áttir alltaf nóg söngkonunni sem syngur eins og lævirki. Hún hrífst af söngnum og tileinkar sér hann. Sá grunnm- menningar sem þessi litla stúlka byggði sér í uppvextinum á Auðnum átti eftir að nýtast henni farsællega í lífmu. En árin líða og fljótlega eftir fermingu leitar hún síns fyrra heim- ilis hjá foreldrum og systkinum handan heiðarinnar. Það var oft glatt á hjalla í litla húsinu á Ökrum á þess- um árum, kannski stundum meira en góðu hófi gegndi ef stærð hýbýlanna er höfð í huga. Systkinin urðu níu og oft erfitt að koma öllum fyrir í 60 fm húsi þannig að rúmt væri. Endur- minningar okkar frá þessum árum eru samt ljúfar og segja okkur að þama hafi ekkert skort, því æsku- þrengslanna nutum við öll svo vel saman að milli okkar hefur aldrei skugga á borið. Hildur var glaðvær og hrókur alls fagnaðar í öllum fé- lagsskap. Á næstu árum leitaði hún sér hússtjórnarmenntunar í Hús- mæðraskólanum á Laugum auk þess sem hún vann ýmsa vinnu utan heim- ilisins. En sumarið 1953 vitjaði henn- ar förunautur lífsins. Hún réðst sem kaupakona til Jóns Gauta Pétursson- ar á Gautlöndum í Mývatnssveit. Á Gautlöndum var mjög fjölmennt menningarheimili og búið stórt. Þarna voru dætumar Ásgerður, Ragnhildur og Sigga, auk bóndason- arins Böðvars. Hildur og Böðvar felldu hugi saman og opinberuðu trúlofun sína um haustið. Hér verða þáttaskil í minningunum. Frá þessu hausti verður Hildar varla svo getið að Böðvars sé ekki minnst, svo sam- tvinnað varð líf þeirra. Heimili þeirra á Gautlöndum varð heimili fé- lagsmála og menningar, en þó fyrst og fremst einstakrar hlýju og gest- risni. Það varð oft á stundum athvarf þeirra sem minna máttu sín, eða orð- ið hafði fótaskortur á lífsgöngunni. Ættbogar beggja vom stórir og gestkomur tíðar. Lifandi áhugi hjón- anna fyrir ættfræði, menningu og listum, en ekki síður fyrir persónu- legum högum hvers og eins, gerði það að verkum að ótrúlega stór hluti þjóðarinnar telur sig eiga eitthvað að sækja í Gautlönd, og leggur gjarnan lykýu á leið sína til þess. Við lítum stolt til hluta Hildar í þessu verki. Af yfirveguðu æðruleysi og með góðri aðstoð Jóhönnu, fóstm Böðvars, tók hún við stjórn þessa stóra heimilis og óx með hverju verki. Hún ávann sér ekki aðeins traust og virðingu heim- ilisfólksins, heldur líka sveitunganna og annarra samferðamanna sinna. Það var því mikið áfall þegar erfiður sjúkdómur vitjaði hennar fyrir nokkmm ámm. Böðvar minn, þér þökkum við henni samfylgdina og einstaka umhyggju í erfiðu veikinda- stríði. Þó að við hefðum mátt velja hefðum við ekki getað kosið okkur betri mág. Við færum þér, sonum ykkar og fjölskyldum þeirra innileg- ar samúðarkveðjur. Megi minning hennar verða okkur öllum jafn björt og lífshlaup þessarar mætu systur okkar. Kveðja frá systkinum. af. Það verður tómlegt í þj óðhátíðartj aldinu þegar Balli Jobb verð- ur ekki að tromma á skeiðarnar. Við Balli vorum æskuvinir í Höfnunum, þar til við skildumst að árið 1974 þegar ég fluttist til Vestmanna- eyja. Leiðir okkar lágu saman aftur árið 1987 þegar ég leitaði þig uppi sem ég er mjög þakklátur fyrir. Eftir það höfum við átt margar skemmtilegar stundir saman, sem ég mun alltaf geyma í hjarta mínu, minningar um góðan vin. Elsku Lúlla, Jenný, Ketill, Ella Sigga, Sveina og Guðjón. Guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg. Þinn vinur Valgeir Valgeirsson. + Helga Kristins- dóttir fæddist á Dallandi í Húsavík- eystri 25. maí 1947. Hún lést á heimili sínu 28. desember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Kristinn Þorsteinsson, f. 8.6. 1914, d. 23.2.1997, og Sveinbjörg Sveins- dóttir, f. 5.2. 1916. Systkini Helgu eru: Sveinn, f. 1941; Ingi- bjöm, f. 1942; Skúli, f. 1943; Óskar, f. 1944; Sigfús, f. 1957, og Þorgerður og Þorbjörg, f. 1960. Elsku mamma. Missir okkar allra er mikill, ekki síst litlu ömmustrákanna sem ávallt voru velkomnir hvernig sem á stóð, lasleiki, þreyta og annríki kom ekki í veg fyrir að þú sinntir þeim eftir bestu getu. Enda taldirðu það ekki eftir þér að leggja eitthvað á þig ef þú sást þér færi á að gera ættingjum eða vinum eitthvað gott. En það voru ekki aðeins menn, heldur einnig málleysingjar sem nutu umhyggju þinnar. Ohætt er að fullyrða að dýrin áttu ætíð stóran þátt í lífi þínu, allt frá bernsku til æviloka, enda lengst af líf þitt og yndi að sinna þeim. Því miður er því svo farið að lífið er ekki ein alls herjar sæluvist og víst er að margar voru þær brattar brekkurnar sem fyrir þér urðu á lífsleiðinni. Það er því einlæg von okkar og trú að þín bíði auðveldari og betri vist annars staðar. Guð varðveiti sál þína og styrki aðstandendur í sorg sinni. Vertu alltaf hress í huga, hvað sem kann að mæta þér. Lát ei sorg né böl þig buga, baggi margra þyngri er. Vertu sanngjam, vertu mildur, vægðu þeim sem mót þér braut. Bið þinn guð um hreinna hjarta, hjálp í lífsins vanda og þraut. Treystu þvi að þér á herðar, þyngri byrði ei varpað er. En þú hefur afl að bera, orka blundar enn í þér. Þerraðu kinnar þess sem grætur, þvoðu kaun hins særða manns. Sendu inn í sérhvert hjarta, sólargeisla kærleikans. Inga, Víðir og íjölskyldur. Vegir Guðs eru órannsakanlegir og það sannaðist enn einu sinni er mér barst andlátsfregn Helgu Kristinsdóttur nágrannakonu minn- ar í Víðinesi. Dimmur skuggi leggst skyndilega yfir lítið samfélag sem á þessum árstíma bíður venjulega með óþreyju hækkandi sólar og lengri daga. En nú er engin gleði heldur sorg í huga fólksins sem sér á eftir góðum nágranna og ástvini. Það mun hafa verið fyrir um það bil 16 árum er ég sá Helgu fyrst, þá nýkominn sem skólapiltur hingað að Hólum. Það var þó ekki fyrr en ég hóf störf sem ráðsmaður við skóla- búið á Hólum nokkrum árum síðar að kynni okkar fóru að aukast, enda samskiptin tíð þar sem maðurinn hennar, hann Siggi, var lengi fjár- maður við skólabúið. Helga tók mér stráklingnum strax afar vel og allan þann tíma er leiðir okkar lágu sam- an féll aldrei skuggi þar á. í fram- komu var hún hrein og bein og lítið gefin fyi'ir málþóf en kaus að láta verkin tala. Að mörgu leyti lýsa þessar línur úr ljóði Davíðs Stefánssonar lífs- hlaupi Helgu vel: Hún fer að engu óð eröllummönnumgóð ogvinnurverksínhljóð. Sumir skrifa í öskuna öll sín bestu ljóð. Og Helga vann svo sannarlega mikið. Alla daga sást hún að og unni Eiginmaður Helgu er Sigurður Guðmun- dsson, f. 1947. Börn þeirra eru Ingibjörg, f. 1973, og Víðir, f. 1976. Maki Ingibjargar er Páll Ómar Jóhannes- son og synir þeirra eru Aron Smári, f. 1996, og Sindri Snær, f. 1998. Maki Víðis er Eyrún Berta Guðmundsdóttir og sonur þeirra er Nökkvi Már, f. 1997. Útför Helgu fer fram frá Sauðárkrók- skirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. sér sjaldan hvíldar hvort heldur var við úti- eða innistörf. Hún var af gamla skólanum hvað heimilishald og heimaöflun varðaði, nýtin og sjálfbjarga með flest það sem til féll, verkaði fisk, ræktaði kartöflur og grænmeti, reykti kjöt, strokkaði smjör, gerði skyr og svona mætti lengi telja. Við minnumst hnaus- þykka rjómans og bláberjanna sem boðið var upp á síðsumars og var eins konar þjóðarréttur í Víðinesi og hvergi fékkst betra og heitara kaffi því enn var hellt upp á með gamla laginu, ekkert staðið vélasull. Helga barst aldrei mikið á í lífinu, var heimakær og lítið fyrir manna- mót og eftir áratuga veru í Víðinesi var Helga orðin rótgróin í Hjaltadal þótt minningar um æskustöðvarnar á Borgarfirði eystri kölluðu fram blik í augun ef um var rætt. Sem ung kona vann hún nokkuð í fiski fyrir austan og svo aftur síð- ustu árin hjá Hólalaxi hf. hér í daln- um. Þar kom berlega fram sú sam- viskusemi og dugnaður sem henni var áskapaður og fylgdi henni alla tíð. En fyrst og fremst var Helga búkona. Skepnurnar og búskapur- inn voru henni allt og henni þótti vænt um dýrin sín enda bar hirðing þeirra eigendum sínum gott vitni. Hún var glögg á fé og gjörþekkti hvem einstakling í hjörðinni og gat nánast sagt sögu hverrar kindar sem á var bent. Sporin í kringum kindurnar haust og vor voru líka mörg og oft var Helga þreytuleg á þeim árstímum. Helga og Siggi áttu barnaláni að fagna og voru svo heppin að bæði Víðir og Inga völdu sér og sínum búsetu í nágrenninu svo bamabörn- in, sem Helga sá ekki sólina fyrir, gátu reglulega heimsótt ömmu og afa í sveitina og skottast með þeim í kringum skepnurnar. Fyrir þau er missirinn sárastur og eftir stendur skarð sem aldrei verður fyllt. Elsku Siggi, Inga, Víðir og fjöl- skyldur. Við Laufey sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur í sorginni. Gunnar Rögnvaldsson, Hólum. Elsku Helga mín, það er erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur fyrir fullt og allt. Söknuður minn er sár er ég hugsa til þess að ég muni ekki framar geta heimsótt ykkur Sigga í Víðines og notið gestrisni ykkar og vináttu. Við höfum fylgst með hvort öðm í gegnum árin, með heimsóknum eða þá í gegnum síma. Ég þakka indæla dagstund sem ég átti með ykkur hjónum á grasa- fjalli síðastliðið sumar, ekki datt mér í hug að það væri mín síðasta heimsókn til ykkar. Þarna á öræfun- um brugðum við gamla fólkið á leik og auðvitað hafðir þú tekið með nesti, því þú varst alltaf með hugann við að láta mönnum og málleysingj- um líða vel. Einnig minnist ég hve Siggi var fljótur til að segja já við beiðni þinni um að koma með okkur á grasafjall þótt hann hafi verið að vinna í heyi mestan hluta nætur. Ég minnist þín þegar þú varst lítil stelpa sívinnandi og hjálpsöm og leist auðvitað upp til þessara fjög- urra stóru, stundum tillitslausu bræðra sem allir voru eldri en þú. Okkur fannst bara eðlilegt að þú BALDUR JÓSEF JÓSEFSSON HELGA KRISTINSDÓTTIR burstaðir skóna okkar er við hugð- umst bregða okkur á ball. Líklega gleymdum við sem eldri vorum hvað þú varst miklu yngri. Hræddur er^ ég um, Helga mín, að þú hafir gleymt litlu stelpunni er þú varst orðin fullorðin kona og látið sam- ferðafólkið ganga fyrir. Eitt sinn sem oftar kom ég til ykkar en þá bjugguð þið með tengdaforeldrum þínum. Víðir mun hafa verið á fyrsta ári, með maga- verki og grét einkum á nóttunni vegna þeirra. Þá hafðir þú farið með hann út til að hann vekti ekki fólkið í húsinu. Þú þurftir ekki að sofa. En mikið vinnuálag, vanlíðan og svartnætti slekkur auðveldlega ljós- ið í viðkvæmu hjarta, vertu sæl syst-< ir mín góð. Elsku Inga, Palli, Víðir og Eyrún ásamt litlu drengjunum ykkar, þið misstuð mest að missa mömmu og ömmu. Mamma mín og systkini, Fjóla og Mundi, ég votta ykkur sam- úð mína. Sveinn Kristinsson. Helga í Víðinesi er dáin. Mig langar til að minnast þessar- ar eljusömu vinkonu minnar með ör- fáum orðum. Ég kynntist Helgu fyr- ir rúmlega sex árum, þá var hún í óða önn að taka upp kartöflur, ég notaði tækifærið til að vera í návist þessarar konu og læra af henni, húp^, rninnti mig sumpart á móður mína sem er einstök kona eins og Helga var. Það eru ekki margar konur í dag sem kunna jafn mikið fyrir sér í matjurtarækt eins og Helga kunni og sótti ég óspart í fróðleikssmiðju hennar sem hún opnaði fúslega fyrir mér. Helga reyndist mér og minni fjöl- skyldu afskaplega vel, ef hún átti eitthvað aflögu eða vissi af einhveiju hagstæðu hringdi hún umsvifalaust til mín og lét mig vita, því hún vissi að oft er margt um manninn á mínofcf heimili. Helgu féll afar sjaldan verk úr hendi og undi sér hreinlega ekki nema að hún hefði nóg fyrir stafni, en átti það til að gera sér lífið óþarf- lega erfitt og bera sig eins og hún væri með allar heimsins áhyggjur á herðunum, en það var heldur ekki svo fjarri sanni því hún mátti hvergi aumt sjá og sérstaklega ekki hjá konum, fyrir þeim bar hún mikla virðingu og hafði óbilandi trú á kvenfólki. Það var mikill húmor í Helgu sem ekki allir fengu að kynnast en hún hleypti uppá yfirborðið á hárréttum augnablikum, meinhæðin gat hún verið og fyrir því fékk maðurimj^, minn að finna ef henni fannst hann ekki nógu duglegur að hjálpa mér, og hafði ég mikið gaman af. Helgu fannst að konan ætti að vera heima með börnunum sínum með eina kú, nokkrar hænur og fá- einar kindur og með matjurtarækt- inni væri heimilinu borgið. Þó svo að henni hafi þótt þetta ákjósanlegast þá var hún stolt af konum sem fet- uðu mennta- eða framabrautina og sjálf vann hún utan heimilis með búskapnum. Þessi einstaka kona var mjög stolt af börnum sínum, þeim Ingu og Víði, og óspar á hrósyrðin um þau. Ég á eftir að sakna Helgu ósegj- anlega og vildi óska að við hefðum átt fleiri stundir saman. * Ég bið algóðan Guð að geyma hana Helgu mína og veit að nú líður henni vel. Elsku Siggi, Inga og Víðir, Guð gefi ykkur og ykkar fjölskyldum styrk í ykkar miklu sorg. Erna Rós Hafsteinsdóttir og fjölskylda, Ásgarði eystri, Viðvíkursveit, Skagafirði. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-* ingur fylgi útprentuninni. Auðveldust cfr- móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Pað eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.2GAjj^. slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar^ nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.