Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ástkær móðir okkar, + LYDIA PÁLSDÓTTIR, er látin. Einar Guðmundsson, Yngvi Guðmundsson, Auður Guðmundsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Egill Guðmundsson. t Elskulegur faðir okkar og bróðir, KARL VALGARÐSSON, lést laugardaginn 18. desember. Jarðarförin hefur farið fram. Fyrir hönd aðstandenda, Belinda Karlsdóttir, Þorfinnur K. Karlsson og systkini hins látna. t ÁSMUNDUR BJARNASON, Suðurgötu 25, Akranesi, lést á heimili sínu laugardaginn 1. janúar sl. Útförin verður gerð frá Akraneskirkju þriðjudaginn 11. janúar kl. 14.00. Börn, tengdabörn og fjölskyldur. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ERNU ÞORKELSDÓTTUR, Eiðsvallagötu 7B, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynning- ar á Akureyri og lyfjadeildar FSA fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Friðrik Guðbjartsson, dætur, tengdasynir og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför hjartkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU JAKOBSDÓTTUR frá Reykjarfirði, áðurtil heimilis á Seljalandsvegi 64a, ísafirði. Jóna V. Kristjánsdóttir, Þrúður Kristjánsdóttir, Fjóla G. Kristjánsdóttir, Laufey E. Kristjánsdóttir, Freyja Kristjánsdóttir Nörgaard, Guðjón A. Kristjánsson, Matthildur H. Kristjánsdóttir, Jakob K. Kristjánsson, Anna K. Kristjánsdóttir, Guðmundur H. Ingólfsson, Sturla Þórðarson, Valdimar Nilsen, Keld Nörgaard, Barbara Kristjánsson, Guðmundur Kr. Kristjánsson, Þorgerður Halldórsdóttir, Einar Hreinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför eiginmanns míns, föður, fóstur- föður, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR ÞORLÁKSSONAR, frá Vík í Grindavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Víðihlíðar og Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur. Ragna Fossádai, Ragnheiður H. Sævarsdóttir, Þórhildur A. Magnúsdóttir, Hrafnhildur Magnúsdóttir og fjölskyldur. ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR + Anna Guðmunds- dóttir fæddist á Syðra-Lóni, Langa- nesi, 23. apríl 1914. Hún iést á heimili sínu 24. desember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Langholtskirkju 4. janúar. Aðfaranótt aðfanga- dags lést Anna Guð- mundsdóttir, frænka mín. Við andlátsfrétt hennar streyma minn- ingar fram í hugann. Hugurinn reik- ar fjörutíu og fimm ár aftur í tímann. A fógrum haustdegi síðla í septem- ber 1954, kom sá er þessar línur ritar til starfa í Kaupfélaginu hjá Eiríki. Eg hafði komið vorið áður með skipi, sem stóð stutt við og þá var sama góða veðrið. Mér varð hugsað til þess þá, hvort veður væru alltaf svona góð á Þingeyri ,hef reyndar komist að því að veðurfar er sér- staklega gott hér. Þessi koma mín varð mér örlagarík, því að hér á ég ennþá heima. Ég var svo einstak- lega heppinn og lán- samur að mega búa á heimili Önnu og Eiríks fyrstu misserin, komst ég fljótt að því, að þar var gott að eiga heima. Þar ríkti gleði og ham- ingja. Yngstu börnin voru þá ung að árum og eldri bömin flest ennþá heima. Skap- aðist fljótt vinátta með mér og þessu unga frændfólki, sem aldrei hefur rofnað. Anna ólst upp í stórum systkina- hópi á Syðra-Lóni. Foreldrar henn- ar, Herborg Friðriksdóttir og Guð- mundur Vilhjálmsson, voru dæmi- gerðir fulltrúar aldamótakynslóðar- + Faðir okkar, KJARTAN RAGNARS, Bólstaðarhlíð 15, er látinn. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. janúar. Athöfnin hefst kl. 13.30. Áslaug Ragnars, Bergljót Kjartansdóttir, Hildur Kjartansdóttir, Kjartan Ragnars, Ragna Ragnars. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma, SIGURRÓS GUÐBJARTSDÓTTIR, Hrafnistu, Laugarási, sem lést sunnudaginn 2. janúar, verður jarð- sungin frá Áskirkju í Reykjavík, mánudaginn 10. janúar, kl. 13.30. Erla Steinsdóttir, Helgi Sigvaldason, Kristín Steinsdóttir, Hjálmar Guðbjörnsson, Valgerður Steinsdóttir, Magnús Tryggvason, Ingibjörg Steinsdóttir, Kristján Björnsson, Svanhvít Hallgrímsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu ok- kur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, SIGRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR, Hóli, Fáskrúðsfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar og hjúkrunarheimilinu Upp- sölum, Fáskrúðsfirði fyrir frábæra umönnun. Guð blessi ykkur öll. Margrét Aronsdóttir, Árni Guðmundsson, Stefanía Aronsdóttir, Lars Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, MARGRJETAR GRÍMSDÓTTUR, áður til heimilis á Laugavegi 70, Reykjavík. Sérstakar þakkir til lækna, hjúkrunar- og starfsfólks. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Víglundsson. innar. Gestkvæmt var mjög á heimilinu og þar ríkti mikill myndar- bragur. Sama er að segja um heimili Önnu og Eiríks, þar ríkti myndar- skajmr og rausn á glæsilegu heimili. Arið 1932 komu þau hjónin Eirík- ur og Anna ásamt þeirra fyrsta barni til Þingeyrar. Hafði Eiríkur tekist á hendur kaupfélagsstjórastarf í Kaupfélagi Dýrfirðinga, sem hann og stjórnaði til ársins 1960. Sam- göngur voru með öðrum hætti í þá daga. Komu þau með skipi og sótti Valdimar Kristinsson á Núpi þau á báti út í mynni Dýrafjarðar. Hófst þá merkur kafli í sögu Kaupfélags Dýrfirðinga. Varð kaupfélagsstjóra- starfið alhliða uppbygging í hérað- inu. Ekki átti Kaupfélagið hús fyrir kaupfélagsstjórann. Eitt af fyrstu verkum þeirra hjóna var að byggja hús fyrir heimili sitt. Þetta hús átti eftir að verða nokkurskonar miðstöð Dýrafjarðar. Þangað komu menn víða að og voru mál rædd og skoðuð. Skoðanaskipti voru hispurlaus án drunga eða lognmollu. Húsbóndan- um var tamt að koma með leifturs- nöggar athugasemdir og var þá beinskeyttur vel. Þeir sem þekktu Eirík og muna, vita að þar fór enginn meðalmaður. Hann var skapríkur eldhugi, fljót- huga stundum og sást lítt fyrir ef skjótt þurfti að bregða við. Anna þekkti vel skaphöfn bónda síns og kunni að lægja öldur fyndist henni þær rísa full hátt. Segja má að Eirík- ur hafi verið fáum mönnum líkur, á það hið sama við um Önnu Guð- mundsdóttur, slíkt fólk er minnis- stætt og gefur lífinu aukið gildi. Þau hjón komu ung í Dýrafjörð. Þar áttu þau sín bestu ár. Börnin fæddust eitt af öðru og komust á legg. Eiríkur var mikill umsvifamað- ur og naut stuðnings og styrks konu sinnar. Svo margs er að minnast, að ekki verður nema fátt eitt talið í stuttri grein. Eftir að Eiríkur var kominn á þing 1952, varð ennþá gestkvæmara á heimilinu. Sást ekki á húsmóðurinni, að henni þætti það í neinu miður. Mætti gestunum sama hlýjan og rausnarskapurinn svo og léttleiki í samræðum. Upp úr 1960 fluttu þau hjón til Reykjavíkur að Glaðheimum 20. Oft var ferð heitið þangað og allt- af sama hlýjan og gleðin sem mætti manni. Ég veit að frænku minni fannst mikið til Dýrafjarðar koma og fólks- ins þar og hugurinn reikaði oft til fjarðarins fagra. Einhveri’a hluta vegna kom hún ekki oft í heimsókn hingað vestur eftir að þau fluttu. Hitt er víst að hún naut þeiira fáu ferða. Mikilhæf kona er gengin á vit feðra sinna. Hún var traust sem bjarg. Það var mikið ríkidæmi að eiga vináttu hennar. Ég er þakklátur fyrir allar stundir sem ég hef átt með henni og fjölskyldunni. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur Ingvarsson. Skilafrest- ur minn- ingar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (éða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fostudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.