Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 39
rD MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 39 lands, segir ný fjarskiptalög á sviði fjarskipta Norska lestafyrirtækið NSB sætir gagnrýni eftir lestaslysið Sagt hafa sett hagnað ofar öryggi Liðsmaður björgunarsveitar kveikir á kerti við minningarathöfn sem fór fram í kirkju í Rena í gær til að minnast 18 manna sem fórust í lestaslysinu. ipta- sem istu í iium samræma fjölskylduábyrgð því að standa sig sem allra best í starfi hjá fyrirtækinu. Avinningur fyrirtækisins er stóraukin framleiðni og ánægðari starfsmenn," sagði Þórarinn. Hann sagði að þetta væri fyllilega framkvæmanlegt fyrir önnur fyrir- tæki. Kostnaður ætti ekki að standa í veginum, því þó verðið fyrir ADSL- tengingar væri nú nokkuð hátt ætti það að fara hratt lækkandi í samræmi við það hvernig Símanum tækist að svara eftirspurninni, en hún væri mjög mikil. Aðspurður hvort Landssíminn sem fyrrum ríkisfyrirtæki sé í stakk búinn til þess að standa sig í samkeppni á markaði segist hann telja að svo sé. Endurskipulagning fyrir- tækisins hafi náð til allra sviða og deilda. Menn hafi sett sér meðvituð markmið og ábyrgð hafi með mark- vissum hætti verið dreift innan fyrirtækisins. „Við nálgumst okkar starfsmenn undir kjörorðinu „Frumkvæði er dyggð“ og hvetjum mjög til þess. Við sjáum þetta fyrir- tæki ekki fyrir okkur sem einn stóran risa heldur miklu frekar sem fjölda minni eininga sem hver um sig hefur markmið og heimildir til þess að sækja fram. Við höfum líka skilgreint það þannig fyrir okkur að við séum ekki sjálf í öllum tilvikum best til þess fallin að ná markmiðum okkar um að þjónusta okkar viðskiptavini á sem ódýrastan og bestan máta. Þess vegna höfum við leitað eftir samstarfi við ij_ önnur fyrirtæki og við höfum fjárfest í öðrum fyrirtækjum. Ég get vel séð það fyrir mér að við gerum meira af því á næstunni, þannig að einstaka þáttum sem ekki tilheyra kjarnastarf- semi Símans verði sinnt í sjálfstæðum félögum sem við ýmist eigum ein eða með öðrurn," sagði hann ennfremur. Aðspm’ður segir hann að það sé bæði tímabært og nauðsynlegt fyrir Landssímann að hann verði einka- væddur, eins og mikið hefur verið í umræðunni. „Fyrirtækið á orðið í samkeppni á öllum sínum meginstarf- sviðum og mér finnst að við þær að- stæður sé það óheppilegt að eini eig- andinn að fyrirtækinu sé ríkisvaldið. Þetta er rekstur sem alls staðar ann- ars staðar í Evrópu er annaðhvort búið að einkavæða eða taka stefnu- markandi ákvai’ðanir um að það skuli gert og það er engin sérstaða hér hjá okkur í því efni. Það er hins vegar stjómmálamannanna að taka ákvarð- anir um eignarhald Símans og ég vona að það verði fljótlega,“ segir Þórarinn. Hann segir jafnframt að búast megi við frekari lækkunum á símaþjónustu á næstunni, einkum til útlanda. „Það er ekkert launungarmál að hjá Lands- símanum eins og hjá öllum þjóðsíma- félögunum í Evrópu var verðlagning á þjónustunni ekki ákveðin út frá kostn- aðarlegum forsendum heldur út frá pólitískum markmiðum. Þau markmið fólu það í sér að staðarsímtöl voru mjög ódýr og fastagjöld voru mjög lág, en tekjurnar voru teknar inn á millilanda- og langlínusímtölum. Breytingamar sem samkeppnin og samkeppnisreglur Evrópska efna- hagssvæðisins hafa leitt til hafa falið i sér að verð á einstaka þjónustuþáttum verður að endurspegla tilkostnað. Það þýðir að fastagjöld hafa hvarvetna hækkað, en langlínu- og millilanda- samtöl hafa lækkað. Það hefur þegar gerst hér með því að Island er orðið að einu gjaldsvæði og sama hefur verið að gerast og á eftir að gerast í enn rík- ari mæli hvað varðar símtöl til út- landa. Þetta er alþjóðleg þróun sem mikilvægt er að Islendingar taki þátt í og Síminn hefur fullan ásetning til þess. Ég sé líka fyrir mér að kostnað- ur við gagnaflutning hvers konar eigi eftir að lækka. Þar er núna orðin mjög öflug samkeppni milli mismunandi tæknileiða, þannig að einokunarstaða fastanetsins er ekki lengur fyrir hendi. Við erum hins vegar stöðugt á höttunum eftir nýjum tæknilausnum til þess að auka afkastagetu í kerfun- um okkar og við erum þess fullviss að Síminn er og verður samkeppnishæf- ur við alla aðra keppinauta okkar á þessum markaði, hvort sem það er með örbylgjusendingum eða með öðr- um hætti,“ sagði Þórarinn. Stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða Hann sagði að Síminn væri stórt fyrirtæki á íslenskan mælikvarða og honum væru takmörk sett hvað varð- aði það sem hann mætti gera. Sam- keppnisyfirvöld hefðu afar vakandi auga með honum og það væri til dæm- is skýringin á því að Landssíminn hefði ekki átt frumkvæðið að því að bjóða fría alnetstengingu, því sam- keppnisyfirvöld hefðu trúlega stöðvað það. „En við trúum því að við höfum sömu heimildir og önnur evrópsk símafyrirtæki til að svara samkeppni. Það erum við að gera og við ætlum að veita okkar viðskiptamönnum betri þjónustu en þeir eiga kost á hjá öðr- um,“ sagði Þórarinn. Hann bætir við aðspurð- ur um ný lög um fjarskipti, sem samþykkt voru á Al- þingi fyrir jól, að þau setji starfsemi á sviði fjarskipta eðlilegan ramma. Þau opni íslenskan fjarskiptamarkað á við það sem mest gerist annars staðar, en Síminn telji að það sé eðlilegt. „Við lítum þannig á að okkar viðskiptamenn eigi kröfu á því að geta valið. Við höfum engan áhuga á því að hafa viðskiptamenn bara af því að þeir eigi engra annarra kosta völ. Við viljum halda okkai’ við- skiptamönnum af því að þeir finna að þeir fá bestu þjónustuna á sanngjörn- ustu verði hjá okkur, þannig að við er- um mjög sátt við það samkeppnisum- hverfi sem lagt er upp með í lögunum," sagði Þórarinn að lokum. Ásta. Reuters, AP, AFP. JÓRGUNARSVEITIR hóf- ust í gær handa við að fjar- lægja 100 tonna eimreið og vagna af brautarsporinu í Ásta þar sem tvær farþegalestir rák- ust samari á þriðjudag. Norska járn- brautaeftirlitið gagnrýndi í gær ör- yggisbúnað brautarsporsins og sagði hann byggjast á „handvirku og gam- aldags merkjakerfi“. Eftirlitsstofnun- in bætti við að samkvæmt núgildandi reglum gæti hún ekki heimilað jám- brautir með slíkt öryggiskerfi. Norska lestafyrirtækið, NSB, sem er ríkisrekið, hefur sætt harðri gagn- rýni í norskum fjölmiðlum eftir slysið á þriðjudag og fram hafa komið á- sakanir um að öryggismál þess séu í ólestri. Norska járnbrautastofnunin (JBV) tók undir þessa gagnrýni í gær og sakaði fyrirtækið um að hafa sett fjárhagslega hagsmuni ofar öryggi lesta á járnbrautarleiðinni þar sem slysið varð. Átján lik hafa fundist Leitarsveitir höfðu í gær fundið átján lík í lestunum og töldu að eitt lík til viðbótar væri enn í brunarústun- um. Líkin sem fundist hafa eru svo illa brunnin að erfitt er að bera kennsl á þau. Vísindamenn rannsóknarlög- reglunnar í Ósló hafa safnað saman DNA-sýnum úr ættingjum þeirra sem saknað er til að bera þau saman við sýni úr líkunum. Leitinni hefur miðað mjög hægt vegna erfiðra aðstæðna. Sérfræðing- ar hafa aðstoðað við leitina og notað skeiðar til að leita að hugsanlegum líkamsleifum. „Þetta er næstum eins og fornleifauppgröftur," sagði lög- regluforingi sem stjórnar leitinni. 100 tonna eimreið fjarlægð Kranar voru notaðir í gær til að fjarlægja 100 tonna eimreið sem lagð- ist á hliðina í árekstrinum. Einnig var stefnt að því að fjarlægja þrjá vagna sem hafa verið tæmdir. „Við vinnum við að fjarlægja stóra og þunga hluti. Þess vegna þurfum við alltaf að tryggja að starfsliðið slasist ekki við vinnuna. En eins og er virðist þetta ætla að ganga greið- lega,“ sagði Ove Osgjelten, sem stjórnar björgunarsveitunum. Ættingjar þeirra sem fórust í slys- inu söfnuðust saman á slysstaðnum í gærmorgun og fylgdust með starfi bj örgunarsveitanna. Síðar um daginn fór fram minning- arathöfn í kirkju í Ámot að viðstödd- um Haraldi konungi, Sonju drottn- ingu og Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra. Farþegalestirnar rákust saman á um 90 km hraða á klst. við Ásta-stöð- ina, nokkra km norðan við Elverum. Önnur lestin var á norðurleið frá Hamar til Rena en hin var hraðlest á leiðinni frá Þrándheimi til Óslóar. Talið er að lestin frá Hamar hafi ekið framhjá rauðum ljósum af einhverj- um ástæðum og farið inn á brautar- spor hraðlestarinnar nokkrum mínút- um áður en áreksturinn varð. Eldfim efni í sætunum Rafknúnar lestir eru notaðar á ílestum járnbrautarleiðum Noregs en farþegalestirnar sem rákust saman við Ásta voru báðar knúnar dísilvél- um. Olía dreifðist því um lestarvagn- ana við áreksturinn. Þrír eldar bloss- uðu upp í lestunum og loguðu í fjórar klukkustundir. Rannsóknarmennirnir hafa skýrt frá því að í sætum beggja lestanna hafi verið mjög eldfim efni og sam- kvæmt núgildandi reglum sé bannað að setja sæti með slík efni í norskar járnbrautarlestir. Lestafyrirtækinu hefur þó ekki verið gert að fjarlægja sætin úr eldri lestum sem eru enn í notkun. Eldurinn í lestunum varð svo mikill að ógjörningur var fyrir björgunar- og slökkviliðsmenn að bjarga farþeg- um sem voru fastir í lestunum. Norska dagblaðið Verdens Gang sagði í gær að björgunarmenn hefðu sprautað morfíni í nokkra farþega til að lina þjáningar þeirra áður en þeir urðu eldinum að bráð. „Hitinn var svo mikill að jafnvel björgunarmenn í slökkviliðsbúning- um urðu að gefast upp,“ hafði blaðið eftir Ola Gjpra, lækni sem var kallað- ur út vegna slyssins. „Rétt áður en ég kom þangað urðu þeir að hætta að reyna að bjarga manni sem þeir gátu talað við. Þeim tókst að gefa verkjalyf í gegnum gluggann. Það var það besta sem þeir gátu gert.“ Öryggiskerfið úrelt Sverre Quale, framkvæmdastjóri norska járnbrautaeftirlitsins, sagði í gær að öryggiskerfi járnbrautarinnar milli Þrándheims og Hamar, Roros- brautarinnar, hefði ekki verið sam- þykkt ef hún hefði verið lögð sam- kvæmt núgildandi reglum. „Öryggi Rpros-brautarinnar bygg- ist á handvirku og gamaldags merkja- kerfi,“ sagði Quale. „Við samþykkjum ekki slík kerfi lengur." Öryggiskerfi Rpros-brautarinnar byggist á umferðarljósum við teina- mótin sem eiga að sýna hvort óhætt sé að fara inn brautarsporið. Ef lest er þegar á brautarsporinu eru um- ferðarljósin rauð og komi lest úr gagnstæðri átt að teinamótunum á hún þá að bíða. Norskir lestarstjórar segja að ör- yggi þessa merkjakerfis hafi minnkað á síðustu árum vegna þess að margar litlar lestarstöðvar Rorosbrautarinn- ar séu ekki lengur mannaðar starfs- fólki. Þeir hafa því ákveðið að neita að aka lestum á Roros-brautinni þar til nýju öryggiskerfi hefur verið komið þar upp. Talin hafa afstýrt tveimur slysum í fyrra Talið er að áreksturinn á þriðjudag hafi orðið vegna þess að önnur lestin, sú sem var á norðurleið, hafi ekið framhjá rauðu ljósi á teinamótum við lestarstöð í Rustad. Rannsóknar- menn segjast ekki hafa fundið neitt sem bendi til þess að ljósin hafi verið biluð, þannig að lestarstjórinn hljóti að hafa virt þau að vettugi af ein- hverjum ástæðum eða ekki séð þau. Quale sagði að ef farið væri eftir umferðarljósunum þyrftu þau ekki að vera óöruggari en nýju öryggiskerfin sem byggjast á tölvutækni. Ráðgert hafði verið að koma upp slíku kerfi á Rpros-brautinni síðar á árinu. Hringdu „líklega" í ranga lest Nýju öryggiskerfin gera umferðar- stjórum, sem fylgjast með ferðum lesta úr stjórnstöðvum í nálægum bæjum, kleift að stöðva þær þegar hætta er á árekstri. Norsk dagblöð segja að slíkur stöðvunarbúnaður hafi hugsanlega afstýrt að minnsta kosti tveimur lestaslysum á síðasta ári. Flestar járnbrautarlestir Noregs eru búnar sérstökum talstöðvum en lestirnar sem rákust saman á þriðju- dag þurftu að reiða sig á farsíma. Norskir fjölmiðlar segja að umferð- arstjórar í Hamar hafi gert sér grein fyrir hættunni á árekstri nokkrum mínútum áður en slysið varð en ekki náð sambandi við lestarstjórana þar sem þeir hafi ekki haft réttar upp- lýsingar um símanúmer þeirra. Norska blaðið Dagbladet sagði í gær að umferðarstjóramir hefðu viður- kennt að hafa „líklega“ hringt í lest sem ekki var í notkun. Norskir fjölmiðlar segja að um- ferðarstjórarnir hafi ekki náð sam- bandi við lestarstjórana vegna þess að þeir hafi þurft að styðjast við úr- elta lista yfir farsímanúmer norsku lestanna. Álgengt sé að símamir séu færðh’ á milli lesta og því séu listarn- ir sjaldan réttir. Quale sagði að umferðarstjórarnir gætu ekki reitt sig á farsíma við þessar aðstæður. „Þeir ættu ekki að vera liður í öryggiskerfinu,“ sagði hann. „NSB vildi spara“ Harry Korslund, talsmaður Járn- brautastofnunarinnar (JBV), sem heyrir undir samgönguráðuneytið og hefur yfimmsjón með skipulagningu • og uppbyggingu norska lestakerfis- ins, gagnrýndi í gær ríkislestafyrir- tækið NSB og sagði það hafa sett fjárhagslega hagsmuni ofar öryggi lestanna. „Það leikur enginn vafi á því að NSB vildi spara með því að draga það að endurnýja Rpros-braut- ina,“ sagði Korslund. „NSB hefur dregið þetta til að vernda eigin hagn- að meðan alls staðar annarsstaðar í lestarkerfinu hefur verið komið upp sjálfvirkum öryggisbúnaði.“ Skýrslur um öryggismálin verði gerðar opinberar Oddvard Nilsen, formaður sam- göngunefndar norska þingsins, krafðist þess í gær að samgöngu- ráðuneytið birti skýrslur frá norska járnbrautaeftirlitinu þar sem bent er á ýmsar brotalamir í öryggismálum lestarkerfisins. „Ég tel að engin ástæða sé til að halda þessum skýrslum leyndum," sagði Nilsen. „Ef stjórnin gerir þær ekki opinberar þá tökum við þetta mál upp á þinginu." Verdens Gang sagði í gær að sam- gönguráðuneytið hefði hafnað beiðni blaðsins og fleiri norskra fjölmiðla um að fá skýrslumar um öryggismál lestanna. Ráðuneytið hefði fært þau rök fyrir ákvörðun sinni að NSB væri ■ fyrirtæki og því undanþegið ákvæð- um laga um upplýsingaskyldu stjórn- valda. Nilsen teluj’ hins vegar að ráðu- neytið túlki ekki lögin rétt. „NSB er einokunarfyrirtæki, þess vegna er ekki um samkeppni að ræða. Þess vegna er engin þörf fyrir leynd.“ Eiga kröfu á að geta valið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.