Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 8. JANIJAR 2000 MARGMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ Fartölva fyr- ir almenning kosta framúrstefnulega fartölvu fyrirtækisins, iBook. Eftir að Steve Jobs tók við stjórn- inni að nýju hjá Apple hefur fyi'ir- tækinu gengið flest í haginn. Jobs hefur tekið djarfar ákvarðanir og náð að snúa samfelldri niðurlæg- ingu upp í þægilegan hagnað og náð að treysta rekstur fyrirtækis- ins. Ekki er minnst um vert, að Jobs hefur tekist að gera Apple að frumkvöðli, að þessu sinni í hönnun. Besta sönnun þess er, hve PC-framleið- endur stæla útlit og frá- gang iMakkanna og svo ný fartölva, iBook, sem skarar fram- úr í notendavænleik og verði. Jobs kom Apple aftur á kortið með iMökkunum og G3-tölvun- um og í kjölfarið biðu menn spenntir eftir væntanlegri far- tölvu fyrir almenning, eins og hún var kölluð manna á milli á Netinu. Margir höfðu það fyrir satt að vélin sú yrði mikið bylting- arapparat og þó ekki hafi geggjuðustu spádómar manna gengið eftir er tölvan nýja, iBook býsna nýstárleg, all frá- brugðin hefðbundnum fartölvum, línur ávalar og litir sterkan en menn eiga að venjast líkt og i- Makkinn. Aftan á tölvunni er síðan handfang, sem er frábær hug- mynd, því fyrir vikið er mun þægi- legra að bera hana með sér. I tölvunni er 300 MHz PowerPC örgjörvi með 512K biðminni á 66 MHz gagnabraut. 32 MB innra minni fylgir tölvunni, sem er í minna lagi, en hægt er að bæta við allt að 128 MB. Skjárinn, sem er active-matrix kristalsskjár, er rúmar 12", en skjákortið 4 MB ATI Rage. Upplausnin getur mest orðið 800x600 í 24 bita lit. Á tölvunni er USB-tengi, tengi íyi’ir heyrnartól, innbyggt 56K mótald og Ethernet- tengi. Harður diskur er 3,2 gíga- bæti og frekar hávær. Vélin er ekki ýkja fljót að ræsa sig en hún fer í hvíldarham um leið og henni er lokað eða sjálfkrafa eft- ir fyrirfram ákveðinn tíma. í þeim ham eyðir hún nánast engum straumi og er bráðfljót að ræsa sig aftur sé ýtt á ræsihnapp. I lokinu er lítið ljós sem breytir reglubund- ið um styrk sé tölvan í biðham. Raf- hlöður duga furðu lengi og er ekki ástæða til að rengja þá staðhæf- ingu Apple-manna að hægt sé að nota vélina í sex tíma samfleytt sem getur orðið talsvert lengri tími ef menn skipuleggja vinnu sína vel. Þess má til gamans geta að fyrir- myndarfrágangur er á raftengjum Hönnun iBókarinnar er glæsileg. og rafmagnssnúran er dregin upp í lokað kefli svo hún sé ekki að flækj- ast fyrir. Lyklaborðið er prýðilegt til skrifta, en svörun í því er ekki nema miðlungi góð og tók tíma að venjast gormahljóðinu. Á vélinni sem reynd var, var ekki íslenskt hnappaborð, þ.e. hnapparnir sjálf- ir, en íslenskt stýrikerfí var vitan- lega á henni. Það kemur þó ekki að sök, rati menn um lyklaborð, en ekki veit ég hvort hægt verður að fá hálfgagnsæja hnappa með ís- lensku letri, eða hvort menn muni einfaldlega líma íslenska stafl á hnappana. Eðlilega er engin mús við vélina, en i hennar stað er mjög góður snertireitur, með stórum smellihnappi neðanvið. Hægt er að fá við tölvuna þráð- laust tengi, AirPort. Þó ekki hafi tölvan verið reynd með slíku tengi virtist auðvelt að koma því fyrir því lyklaborðinu er einfaldlega lyft upp. Tölvunni fylgir íslenskt stýri- kerfi og hugbúnaðurinn Apple- Works sem býður meðal annars upp á töflureikni og ritvinnslu. Á vélinni er samskonar geisladrif og á iMakkanum, 24 hraða ferða- geisladrif og í sjálfu sér ekkert sér- staklega traustbyggt, en það kem- ur varla svo mjög að sök. Helstu umkvartanir sem heyrst hafa um vélina er að hún hefur fáa stækkunarmöguleika, en ekki þyk- ir mér það skipta svo miklu máli; þeir sem vilja meira afl, stærra skjákort og þar fram eftir götunum kaupa sér einfaldlega PowerBook, iBook er allt annars eðlis og ætluð fyrir aðra notkun. Annað sem menn hafa kvartað yfir er útlitið og einn sem sá vélina sagðist ekki geta unnið á vél sem ekki væri hægt að taka alvarlega. Þá við- kvæmni verður hver og einn að eiga við sjálfan sig, en ekkert þótti mér að útlitinu; vélin er bráðvel hönnuð og þægileg í alla staði. Full þung reyndar til að vera með hana á þvælingi en þægilegt vinnutól fyrir bréfa-, skýrslu- og greina- skrif, hægt er að keyra á henni all- an hefðbundinn hugbúnað, töflu- reikna, glæruforrit og ámóta. Verðið ætti svo ekki að spilla íyrii-, 149.900. Apple hefur sent frá sér all nýstárlegar tölvur og jaðarbúnað á undan- förnum misserum. Árni Matthíasson tók til Utsala asettum so a Opið í dag laugardag kl. 10-17 sunnudag kl. 13-17 Raðgreiöslur □? húsgögn Ármúla 44 sími 553 2035 800 MHz útspil ÖLLUM að óvörum náði AMD frumkvæði í örgjörvaframleiðslu fyrir PC-samhæfðar tölvur af Int- el-risanum og heldur því forskoti enn. Á fimmtudag sýndi AMD 800 MHz örgjörva og um leið tölvu sem keyrði GHz-örgjörva. Ekki er langt síðan það var mál manna að engin leið væri að etja kappi við Intel, en segja má að AMD hafi komið séð og sigrað með Athlon-gerð örgjörva síns og svo komið að fjölmargir tölvu- framleiðendur hyggjast bjóða Athlon-örgjörva sem valkost í tölvum sínum. Á sýningu í Las Vegas á miðvikudag kynnti AMD 800 MHz gerð Athlon, sem er með sömu tiftíðni og öflugasti Pentium III-örgjörvi Intel, en mælingar sýna að AMD-örgjörv- inn er nokkuð hraðvirkari. Við sama tækifæri sýndi fyrirtækið PC-samhæfða tölvu sem keyrði Athlon-örgjörva á 1 GHz, eða 1.000 MHz. Utan um örgjörvann var sérstakur kælibúnaður sem kældi hann niður í 40 gráðu frost en með því móti mátti skrúfa upp hraðann. IBM og Compaq hafa lýst þeirri ætlan sinni að bjóða AMD Athlon-örgjörva með tölvum sín- um og einnig mun Hewlett- Packard bjóða fartölvur með AMD K6-2-örgjörvum. Gateway ætlar einnig að selja tölvur með AMD-örgjörvum, en í yfirlýs- ingu fyrirtækisins kom fram að það hefur tapað fimmtán til tutt- ugu milljörðum króna á því að Intel gat ekki staðið við samn- inga um framleiðslu á Celeron- og Pentium III-örgjörvum. ÍS'15 FJÁRFESTINGASJÓÐUR ÚTBOÐ EININGA f SJÓÐDEILD FJÁRFESTINGASJÓÐS BÚNAÐARBANKANS HF. ÍS-15 Fjárfestingasjóður Búnaðarbankans hf. var stofnaður í desember 1999 og yfirtók þá rekstur og efnahag Fjárfestingasjóðs Búnaðarbankans miðað við 1. október 1999, en sjóðurinn var stofnaður þann 10. júlí 1998. Fjárfestingasjóður Búnaðarbankans hf. er deildaskiptur, en hefur frá upphafi einungis rekið eina sjóðdeild, ÍS-15. Markmið sjóðdeildarinnar er að fjárfesta í hlutabréfum hlutafélaga sem skráð eru eða líklegt er að skráð verði á Verðbréfaþingi fslands hf. Fjárfestingar skulu takmarkast við hlutabréf útgefin af hlutafélögum sem hafa dreifða eignaraðild og tryggan endursölumarkað og sem líkleg eru að mati Búnaðarbanka íslands hf. til að skila sjóðdeildinni góðri ávöxtun og áhættudreifingu. Tilgangur útboðsins er að afla sjóðdeild félagsins fjár með útgáfu eininga til fjárfestinga f framseljanlegum verðbréfum samkvæmt fjárfestingastefnu félagsins í samræmi við samþykktir og tilgang þess. Fjárhæð útboðsins og útboðstími er óákveðinn, þar eð Fjárfestingasjóði Búnaðarbankans hf. er heimilt samkvæmt samþykktum sínum að gefa út einingar í sjóðdeild félagsins hvenær sem er og án takmarkana. Því verður um stöðuga útgáfu, sölu og innlausn eininga að ræða. Útboðið er ekki almennt, heldur ætlað fagfjárfestum, hvort heldur sem er einstaklingum eða lögaðilum. Lágmarksfjárfesting er kr. 2.000.000 að söluverði. Sölugengi endurspeglar verðmæti eigna sjóðdeildarinnar á hverjum tíma og getur breyst á sölutímabilinu í takt við breyttar markaðsaðstæður. Innifalið í sölugengi er þóknun söluaðila. Söluaðilar eru Búnaðarbankinn Verðbréf og útibú Búnaðarbanka íslands hf. Umsjón með útboðinu hefur Búnaðarbankinn Verðbréf, Austurstræti 5, 3. hæð, Reykjavík. Stjóm Verðbréfaþings fslands hf. hefur samþykkt skráningu eininga Fjárfestingasjóðs Búnaðarbankans hf. og verður formleg skráning þeirra þann 12. janúar 2000. Skráningarlýsing og önnur gögn um Fjárfestingasjóð Búnaðarbankans hf. liggja frammi hjá Búnaðarbanka fslands hf. BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF - byggir i trauiti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.