Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 59 Leko með forystu1 gegn Khalifman + Daniel Ragnars- son fæddist á Eg- ilsstöðum 30. júlí 1982. Hann lést hinn 3. janúar síðastlið- inn. Móðir hans er Guðlaug Erla Vil- hjálmsdóttir garð- yrkjumaður, f. 29.8. 1956. Sambýlismað- ur hennar er Daníel Gunnarsson stýri- maður, f. 9.4. 1952. Börn þeirra eru Jónatan Hrafn, f. 12.5.1992, og Sara, f. 20.9. 1993. Faðir Daníels er Ragnar Ragnarsson, f. 12.1. 1954. Sambýliskona hans er Guðrún Birna Smáradóttir, f. 21.3. 1963. Börn þeirra eru Perla Dís, f. 28.6.1985, og Guðrún fda, f. 15.9. 1991. Fyrir átti Ragnar Al- freð Ragnar, f. 21.1.1973. Útför Daníels fer fram frá Eg- ilsstaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Himneski faðir, við lútum í auð- mýkt vilja þínum. Viska þín er meiri en okkar, þú skilur að við berum harm í hjarta og hve mikil sorg okkar er. Við þráum snertingu horfinnar handar og hljóm þeirrar raddar sem þögnuð er. Þú ert miskunnsamur og góður, þú munt hugga okkar særðu hjörtu. Við þökkum þér fyrir son þinn Jesú Rrist sem gaf okkur vonina um að við munum finna ástvin okkar á himnum, þar sem aðskilnaður er ekki lengrn- tÚ. Þerra tárin af augum okkar. Þakka þér drottinn, íyrir þinn djúpa skilning á fátæklegum mennskum hjörtum okkar og fyrir stuðning þinn. Amen. Þinn, pabbi. Elsku Daníel. Nú þegai- þú ert far- inn þá er auðveldara fyrir mig að sjá að ég hefði átt að hafa meira sam- band. Ég bið til Guðs að varðveita sálu þína og gefa mér tækifæri til að hitta þig aftur við betri aðstæður, elsku Daníel minn, og ég veit að Jesú mun halda í höndina á þér og leiða þig til eilífs lífs í himnarfld og ég leyfi mér að vita að nú líði þér betur, bróðir minn. Þótt við höfum ekki þekkst mfldð gerði ég mér alla tíð vonir og vænt- ingar um að fá að kynnast þér betur, stóri myndarlegi bróðir minn. Við hringdum í sumar og ætluðum að biðja þig að heimsækja okkur, en þú varst á Halló Akureyri og ekki nokkur leið að ná í þig. Og núna fyrir jólin hringdum við, en amma þín og mamma sögðu að þú værir að jólast- ússast niðri í bæ. Mig langaði svo að hitta þig. Ég man sumarið fyrir 2 árum þeg- ar ég dvaldist á sveitabæ nálægt Eg- ilsstöðum og þú komst í 12 ára afmæl- ið mitt og borðaðir allar hráu og vondu kökumar sem ég var svo „dug- leg“ að baka sjálf og þú varst svo feiminn að ég vissi ekki hvert þú ætl- aðir. Þú gafst mér 2.000 kr. í afmælis- gjöf. Og ég var svo stolt af að eiga stóran bróður. Nokkur skiptin síðan ég var 3 ára í Kópavogi höfum við hist, kæri bróðir, - sitja minning- amar fastar í sorg- mæddu hjarta mínu. Nú sit ég hér kl. 3.10 um sama leyti og mamma og pabbi sögðu mér að þú værir dáinn eða dag- inn eftir og langar sem fyrr að tala við þig. Æ, elsku Daníel, ég vil bara að þú vitir að mér þótti afar vænt um þig- Erla, Daníel og litlu systkini - pabbi okkar og systkinin hin biðjum algóðan Guð um styrk og stuðning í sorginni. Elsku Daníel, Guð blessi þig. Gjörðu líf mitt hljótt í þessum heimi hjálpa mér að lifa einum þér. Auðmýktveit mér. Gef að líf mitt geymi glætu, þegar dimmt hjá mönnum er. Með þig við hlið um dauðans dal ei daprast skal minn hugur. Við sprota þin og styrkan staf ég styrkist, vaknar dugur. (Höf. ókunnur.) Þín systir. Perla Dís. Elsku drengurinn minn, ég vil þakka þér fyrir okkar samverustund- ir og kveðja þig með þessum orðum: Ó, faðir, gjör mig lítið ljós um lífs míns stutta skeið til hjálpar hveijum hal og drós semhefurvillstafleið. Ó, faðir, gjör mig blómstur blítt sembrosiröllumót og kvíðalaust við kalt og hlýtt erkyrrtásinnirót Ó, faðir, gjör mig ljúflings lag semlífgai’hugogsál og vekur sól og sumardag ensvæfirstormogbál. (Mattías Joch.) Amma á Eyvindará. Elsku Daníel, það tekur okkur sárt að þurfa að kveðja þig svo alltof fljótt. Litli krullhærði frændi okkar sem var að breytast í myndarlegan ungan mann sem velti lífinu og tilverunni mikið fyrir sér. Þú varst duglegur þegar þú tókst þér eitthvað fyrir hendur, t.d. við gróðursetningu hér á vorin en það hefði verið gaman að sjá þig dafna og þroskast eins og skógur- inn mun halda áfram að gera. Dugn- aður þinn kom nú síðast í ljós þegar þið frændurnir hlóðuð áramóta- brennuna hér á Eyvindará. Okkur grunaði ekki að þessar stundir væru þær síðustu og við vildum óska að við hefðum getað faðmað þig og sagt þér hvað okkur þótti vænt um þig. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkertbresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðirmigaðvötnum, þar sem ég mun næðist njóta. (Úr23. Davíðssálmi.) Megi ljósið lýsa þér á leiðarenda og færa þér birtu og yl, kæri frændi. Þínar frænkur, Agnes Brá og Eyrún Huld. Þín blóm voru horfin, ein eittvar eftir, yfir það hrundu tárin mín - munablóm hvítt Það var minning þín. (Hulda.) Elsku Daníel. Það er sárt til þess að hugsa að fá ekki tækifæri til að hitta þig aftur, að dvöl þinni meðal okkar sé lokið. Við þökkum þér innilega fyrir samveruna sem var þó svo hræðilega stutt, við þökkum fyrir minningamar sem ei verða frá okkur teknar þó að blóm þitt sé fölnað. Guð varðveiti þig og lýsi þér veginn á vit nýs lífs og nýrra tækifæra. Guð styrki einnig Erlu, Daníel, Jónatan og Söru sem misst hafa svo mikið og sakna þín sárast. Vertu sæll elsku frændi Kveðja Bóas, Hulda, Margrét, Her- borg, Hjálmar, Selja og fjöl- skyldur. Elsku Daníel minn. Er ég vaknaði upp við þessar fréttir átti ég erfitt með að trúa þeim og sætta mig við þær en ég komst að því að lífið er ekki bara leikur. Mér hefur alltaf þótt vænt um þig og eftir allt sem við vor- um búnir að gera saman var ég farinn að líta á þig sem nokkurs konar stóra bróðui'. En ég á eitt sem hverfur aldrei og það eru minningarnar. Þú varst duglegur við það sem þú tókst þér fyrir hendur og ég leit upp til þín fyrir það. Minning þín mun lifa í hjarta mínu alla ævi. Þinn frændi, Andri Reyr. Elsku Daníel. Nú þegar þú ert farinn situr efst í huga okkar á þessari sorgarstundu útskrift okkar úr grunnskólanum. Utskriftin var síðasta stundin sem við öll vorum saman, langflest vorum við búin að vera saman síðan við hófum skólagöngu. Innst inni vissum við að þetta yrði okkar síðasta stund saman sem samrýndur hópur. Sú reyndist einmitt raunin, því stuttu seinna héld- um við öll hvert í sína áttina. En það sem við áttum síst von á var að tveim- ur árum síðar yrðum við í þessum sporum og værum að skrifa minning- argrein um eitt okkar. Erfitt er að trúa og sætta sig við staðreyndir lífs- ins og þá tilhugsun að við munum aldrei sjást framar. Eftii- þessar sorg- arfréttir áttum við þó alltaf von á að hitta, sjá og tala við þig. Þessu var ekki hægt að trúa, ekki fyrr en við minningarathöfnina, þá fyrst varð raunveruleikinn áþreifanlegur. Við munum alltaf minnast þín sem prakkarans okkar en þú gast samt aldrei leynt því hvað þú varst góður og gáfaður strákur. I augum okkar stelpnanna varstu alltaf hetjan sem bjargaði okkur úr klóm vondu strák- anna. Við eigum allar góðu minningamar um þig. Við munum aldrei gleyma þér og þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Að lokum viljum við votta fjöl- skyldu þinni og ástvinum okkar dýpstu samúð og vonum að þau muni sjá Ijósið í myrkrinu á þessum erfiðu tímum. Við viljum tileinka þér, Daní- el, þetta ljóð og með því kveðjum við þig í hinsta sinn. Kallið erkomið, kominernústundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimirkveðja vininnsinnlátna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margseraðminnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir Hðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Guðfríður, Magna, Sunna og Valborg. SKAK Búdapesl KHALIFMAN - LEKO, SEX SKÁKA EINVÍGI 3.-9. jan. 2000 ATHYGLISVERT sex skáka einvígi stendm- nú yfir í Búdapest milli þeirra Alexanders Khalifman, heims- meistara FIDE, og ungverska stór- meistarans Peters Leko. Þegar ein- vígið er hálfnað er Leko með eins vinnings forystu og hefur tvo vinn- inga gegn einum. Khalifman, sem er 32 ára og 26. stigahæsti skákmaður heims, sigraði síðastliðið sumar á heimsmeistaramótinu í Las Vegas. Hann er annálaður byijanasérfræð- ingur og einnig er endataflskunnátt- an með því besta sem gerist meðal Rússa. Þess má geta, að hann tefldi hér á landi á heimsbikarmótinu 1991 og stóð sig vel, lenti í 3.-5. sæti. Ung- verski stórmeistarinn Peter Leko hefm- fyrir löngu getið sér gott orð í skáklistinni. Þótt hann sé aðeins tví- tugur að aldri er hann nú áttundi stigahæsti skákmaður heims. Leko hefur stöðubaráttuskákstfl og eins er byi’janakunnáttan einstök í sinni röð. I annarri skákinni í einvíginu valdi Khaliftnan sjaldgæft afbrigði í Siki- leyjarvöm sem hefur ekkert sérstakt orð á sér. Leko nær frumkvæðinu, en spurningin er: Nær svartur að veij- ast? Hvítt: Peter Leko Svart: Alexander Khalifman Sikileyjarvörn [B42] l.e4 c5 2.Rf3 e6 3.d4 cxd4 4.Rxd4 a6 5.Bd3 Rc6 Mun algengara er 5...Dc7 6. Rxc6 dxc6 í frægri einvígiskák, þeirri sjöundu, milli Fischers og Petrosians um réttinn til að skora á heims- meistarann í Buenos Aires 1971, var framhaldið 6...bxc6 7.0-0 d5 8.c4! Rf6 9.exd5 cxd5 lO.exdö exd5 U.Rc3 Be7 12.Da4+! Dd7 og eftir 13.Hel! náði Fischer undirtökunum og sigraði í 34 leikjum. Síðan þá hefur þessi leikmáti ekki átt upp á pallborðið hjá stór- meisturum! 7. Rd2 e5 Opnar fyrir hvítreitabiskupinn. 8. Rc4 Rf6 9.0-0 Línur hafa skýrst og ljóst er, að hvítur hefur frumkvæðið. Bæði er hann á undan í liðskipan og eins hefur svartur peðaveikleika á drottningar- væng. Reyndar kemur það nokkuð á óvart að Khalifman skuli ekki velja hvassari byijun, þar sem Leko þykir frekar vera stöðubaráttuskákmaður en sóknarskákmaður. Auðvitað gekk ekki 9.Rxe5 vegna 9...Da5+. 9.. .Dc7 Nýr leikur í stöðunni. í skákinni A. Adorjan - A Miles, Amsterdam 1978, varð framhaldið 9...Bg4 10-Del Rd7 ll.f4 Bc5+ 12.Khl exf4 13.Bxf4 0-0 14.e5 Bh5 15.e6 Rf6 16.Bg5 Be7 17. Dh4 b5 18.Re5 Dd5 19.Bxf6 Bxf6 20.Dxh5 g6 21.Rd7! og svartur gafst upp 10.Bd2 Önnur áætlun er 10.Be3 Rd7 11.a4 b5 12.Rd2, en Leko ætlar riddaran- um hlutverk á e3. 10.. .Bg4 ll.Del b5 12.Re3 12. Ba5 leiðir ekki til neins, því eftir 12.. .Db8 13.Rb6 Ha7 verður ridda- rinn strandaglópur á b6. 12.. .Bc5! Tíminn er mikilvægur. Eftir 12.. .Be6 13.a4 næði svartur ekki að tengja hrókana. 13. Rxg4 Rxg4 14.De2 Rfíi Khalifman hefur rétt nokkuð úr kútnum, en hvítur heldur þó ennþá frumkvæðinu. Möguleikar hvits liggja í því að brjóta upp peðastöðu svarts á drottningarvæng með a4 og c4. 15.b4 Bb6 16.c4 Bd4 17.Hacl Dd6 18. Bc2! Biskupinn stefnir á b3. Ef 18.Hc2 þá kemur 18...Hd8 með hótuninni Bxf2. 18.. .0.0 19.Bb3 Hfd8 20.Hc2 Hvítur fer sér að engu óðslega. 20.. .Hd7 21.Hfcl Hc7 22.g3 h6 23.Kg2 Þótt ekki sé mikið að gerast í stöð- unni er alltaf erfitt að vera varnarað- ilinn og hafa litla möguleika á að sækja, við þekkjum það úr boltanum! 23...Hac8 24.a4 De6! Ef 24...bxa4 kemur 25.c5! og svo Bxa4. 25.axb5 axb5 26.Dd3 bxc4 27.Hxc4 Dd7 28.Be3 28.. .Bxe3? Eftir frækilega vörn missir Khal- ifman af leið sem hefði tryggt honum jafnt tafl: 28...c5!! 29.bxc5 (eftir 29.Bxd4 cxd4 stendur svartur síst lakar) 29...Bxc5 30.Dxd7 Rxd7 31.Ba4 Rb6! 32.Hxc5 Hxc5 33.Hxc5 Hxc5 34.Bxc5 Rxa4 með hnífjafnri stöðu. 29.Dxe3 De7 30.Ba4 Svartur getur ekki varið c6-peðið til lengdar. 30.. .11b8 31.Dc3 Hcb7 32.Hbl c5 33.Hxc5 Rxe4 34.Hc8+ Kh7 35.Bc2 f5 36.DÍ3! Vinningsleikurinn. Lok skákarinn- ar teflir ungverski stórmeistarinn af nákvæmni. 36...Hxc8 37.Dxf5+ g6 38.Dxc8 Rf6 39.Dc3 Hb6 40.Dc5 Dxc5 41.bxc5 Hxbl 42.Bxbl Kg7 43.KÍ3 Kf7 44.c6 Re8 45.Ke3 Rf6 Ef 45...g5 46.Ke4 Ke6 47.Ba2+ Kd6 48.KÍ5 Kxc6 getur hvítur valið milli vinningsleikjanna 49.Kg6 og 49.Kxe5Kd750.Kf5 46.Be4 Re8 47.Kd3 Rc7 48.Kc4 g5 49.Bf5 h5 50.Kc5 Ke7 51.f3 h4 52.Bd7 og FIDE-heimsmeistarinn gafst upp, því eftir 52...hxg3 53.hxg3 Kd8 54.Kd6 eru honum allar bjargir bannaðar 1-0 Hörður Garðarsson sigrar á atkvöldi Urslit á fyrsta atkvöldi nýs árs urðu sem hér segir: Hörður Garðarsson 5VÍ/6 v. 2. EgillÞórðarson5v. 3. -6. Frímann Benediktsson, Öm Ragnar- sson, Hilmar Þorsteinsson og Vigfús Ó. Vig- fússon 3‘/2V. 7.-8. Halldór Garðarsson og Lárus H. Bjamason3v. o.s.frv. Skákstjóri var Vigfús Ó. Vigfússon. Næsta atkvöld verður haldið mánudaginn 7. febrúar kl. 20. Skákþing Reykjavíkur Skákþátturinn minnir á að Skák- þing Reykjavfloir hefst á sunnudag- inn kl. 14. Þetta er fyrsta kappskák- mótið á nýja árinu. Skákþingið verður reiknað til alþjóðlegra skák- stiga. Skákmenn eru hvattir til að taka þátt í mótinu, en tekið er á móti skráningum með tölvupósti: tr@simnet.is, í síma 5681690 og á faxi 5884113. Fullorðinsmót á mánudag Áttunda fullorðinsmót Hellis verð- ur haldið mánudaginn 10. janúai’ kl. 20. Teflt verður í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1 í Mjódd. Tefldar verða sjö skákir eftir Monrad-kerfi með tíu mínútna umhugsunartíma. Daði Örn Jónsson, Hannes Hlífar Stefánsson. Þökkum auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU GUÐNÝJAR LAXDAL, Hólmgarði 3, Reykjavík. Ríkharð Laxdal, Helga Kristinsdóttir, Rannveig Laxdal, Helgi Jóhannsson, Anna Laxdal Agnarsdóttir, Óli Viðar Thorstensen, Magnús Agnarsson, Bjarnveig Ingimarsdóttir, Agnar l'var Agnarsson, Kristín Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR DANIEL RA GNARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.