Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Jákvætt námskeið um ERLENT hjónaband og sambúð í Portúgal er tekið við formennsku í ráðherraráði ESB I Iaínaríj ardarkirkj 11 Ný námskeið að hefjast. Leiðbeinendur séra Þórhallur Heimisson og séra Guðný Hallgrímsdóttir. Skráning alla daga á skrifstofutíma í síma 555 1295. AP Jaime Gama, utanríkisráðherra Portúgals (í miðju), er hér í félagi við Robin Cook, utanríkisráðherra Bret- lands, og Javier Solana, æðsta talsmanni Evrdpusambandsins (ESB) í utanríkismálum, á fundi ESB-ráðamanna í Lissabon síðastliðinn fimmtudag. Á fundinum var fjallað um samciginlcga utanríkis- og öryggismálastefnu sambandsins, sem efnt var til í tilefni af ESB-formennskuskiptunum. FLEIRI LÓÐIR í ÁSLANDI Hafnarfjarðarbær auglýsir lausar til umsóknar lóðir við Kríuás og Gauksás í 2. áfanga Áslands lóð fyrir einbýlishús lóðir fyrir parhús lóðir fyrir raðhús lóðir fyrir fjögurra íbúða fjölbýlishús lóðir fyrir tólf íbúða fjölbýlishús J Lóðirnar verða afhentar í júlí 2000 Umsóknareyðublöð fást afhent á skrifstofu umhverfis- og tæknisviðs, Strandgötu 6, 3. hæð. Þau verður einnig hægt að nálgast á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar. Umsóknum skal skila á sama stað í síðasta lagi mánudaginn 31. janúar 2000 kl. 15.30. Frekari upplýsingar um byggingarsvæðið og skilmála, auk ýmissa uppdrátta og mynda af svæðinu, fást hjá umhverfis- og tæknisviði og á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar, en slóðin er www.hafnarfjordur.is. Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði Ný ríkjaráðstefna framundan Lissabon, Brussel. AFP. P0RTÚGAL tók um áramótin við formennskunni í ráðherraráði Evrópusambandsins (ESB) af Finn- landi. Meðal verkefna á hálfs árs for- mennskuáætlun Portúgals er að halda nýja ríkjaráðstefnu um um- bætur á stofnanakerfi sambandsins og ákvarðanatöku, sem nauðsynleg- ar eru áður en fleiri aðildarríki fá inngöngu. Af þessu tilefni greindi á fimmtu- daginn Francisco Seixas da Costa, Evrópumálaráðherra Portúgals, frá því að portúgalska ríkisstjómin hygðist til undirbúnings ríkjaráð- stefnunni halda skipulagða samráðs- fundi aðildarríkjanna síðustu þrjár vikumar áður en ríkjaráðstefnan verður sett hinn 14. febrúar. „Þetta er mín eigin þúsaldarlota, nema hvað hún varir bara í þrjár vik- ur,“ sagði Seixas, með tilvísun til nýjustu lotunnar í viðræðum um aukið frelsi í heimsviðskiptum, sem áform gera ráð fyrir að taki þrjú ár en brösulega gekk að hrinda af HÓTEL- OG GISTIHÚSAEIGENDUR Hótel-innréttingar, -stólar, -rúm. Hótel-gluggatjöld og -rúmteppi. Hótel-ráðstefnustólar og -borð Getum enn afhent allt í hótel- eða gistiherbergið fyrir vorið Vcíur chí. Skólavörðustíg 25 - sími 5522980 - Fax 5522981 Sérverslun með hótelvörur í 10 ár evrópa^ stokkunum á ráðstefnu í Seattle í Bandaríkjunum í desember. Stefnt er að því að þessari nýjustu ríkjaráðstefnu ESB verði lokið fyrir árslok 2000. Þá munu aðildarríkin, sem nú em 15 en gætu fljótlega orð- ið langt yfir 20, hafa tvö ár til að full- gilda niðurstöðuna. „Það er augljóst að okkur mun ekki takast að ljúka ríkjaráðstefn- unni áður en formennskumisseri okkar lýkur í júní, en okkur langar að minnsta kosti að ná því að skil- greina nokkur svið þar sem mögu- legt væri að ná samkomulagi," sagði Seixas. Stefnir að öðrum kosti í „ákvarðanastíflu" Án þess að ná samkomulagi um þessar nauðsynlegu breytingar - sem meðal annars snúast um að tak- marka fjölda meðlima framkvæmda- stjórnarinnar og auka notkun at- kvæðagreiðslna með auknum meirihluta á kostnað neitunarvalds þeirra á hinum ýmsu sviðum, væri fyrirsjáanlegt að „stækkað“ Evrópu- samband yrði ófært um að taka ákvarðanir með viðunandi skilvir- kum hætti. Hve mikil áhrif neitunarvald ein- stakra aðildairíkja getur haft sýndi sig vel á leiðtogafundinum í Helsinki í desember, þar sem metnaðarfull áform um samræmdar aðgerðir ESB-ríkjanna gegn svokallaðri „skaðlegri skattasamkeppni" strönduðu á harðri andstöðu Breta, sem með því að beita neitunarvald- inu stóðu vörð um hagsmuni evru- skuldabréfamarkaðarins í Lundún- um. Nú er það orðið hlutverk Portúg- ala að halda áfram að reyna að ná málamiðlun í málinu. Eflt hernaðarsamstarf og kjötdeilumál í formennskutíð Portúgals verða ennfremur fyrstu skrefin stigin í átt að stofnun evrópskrar viðbragðsher- sveitar með um 50.000 liðsmenn, sem ætlunin er að ESB-ríkin geti beitt til að stilla til friðar eða að sinna friðargæzluverkefnum með skömmum fyrirvara á stöðum sem Bandaríkjamenn, forysturíki Atl- antshafsbandalagsins (NATO) vill ekki endilega blanda sér í. Á Helsinki-fundinum var ákveðið að setja þessa hersveit á stofn, og að hún skyldi verða tilbúin til að taka til starfa árið 2003, samkvæmt skipun- um í gegn um nýja hernaðarlega skipanakeðju sem í grófum dráttum hefur skipanakeðju bandaríska varnarmálaráðuneytisins að fyrir- mynd. Hin óleysta deila um útflutning nautakjöts frá Bretlandi mun áfram verða ofarlega á dagskrá ESB í for- mennskutíð Portúgals. Frönsk stjórnvöld, og reyndar þýzk einnig, hafa enn ekki viljað framfylgja úr- skurði framkvæmdastjórnar ESB frá því í ágúst sl. um afléttingu banns við nautakjötsútflutningi frá Bretlandi, en það bann var sett árið 1996 vegna hættunnar á að fólk smitaðist af heilarýrnunarsjúk- dómnum Creutzfeldt-Jakobs við að neyta kjöts af kúariðusýktum naut- gripum. Framkvæmdastjórnin og franska stjórnin hafa stefnt hverri annarri fyrir Evrópudómstólinn vegna málsins. Hvert stefnir? Lagadeilan um kjötbannið og togstreitan um brezka „neiið“ við skattasamræmingaráformunum eru annars aðeins nýjustu dæmin um mál, sem vekja menn mjög til um- hugsunar um hvert stefni með hæfni Evrópusambandsins til sameigin- legrar ákvarðanatöku, þegar það á með 15 aðildarríki í svo miklum erf- iðleikum með að útklá innbyrðis ágreining, með tilliti til þess að innan fáiTa ára er reiknað með að aðildar- ríkin verði orðin 25 eða jafnvel fleiri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.