Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ______________________________LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 51 MINNINGAR á því hvað hún væri smart í nýrri buxnadragt. Kom þá á daginn að dragtina hafði hún saumað fjörutíu árum áður. Mínar bestu stundir með Önnu átti ég þegar við sátum tvær einar í Hvassaleitinu og spjölluðum saman, enda gafst þá betra næði en þegar margt var um manninn. Gátum við þá rabbað tímunum saman og oftar en ekki var hún að segja mér frá liðn- um tímum, uppvextinum í Goðdal eða árunum á Tjamargötunni. Það var svo gaman að heyra hana segja frá, því hún hafði svo ákveðnar skoð- anir á mönnum og málefnum og sagði þær umbúðalaust. Við fórum oft í göngutúra saman og var sér- staklega gaman að ganga með henni um Grasagarðinn á sólríkum degi þar sem hún kunni svo góð skil á plöntunum og hafði svo mikla unun af að virða fyrir sér fallegan garðinn. Ég get ekki látið hjá h'ða að minn- ast á hana Friðbjörgu sonardóttur Rósu, systur Önnu. Eg held að allir sem til þekktu beri þakklæti í huga til Friðbjargar fyrir að vera Önnu stoð og stytta síðasta árið hennar. Anna hélt heimili fram á síðasta dag, eða þar til hún var lögð inn á sjúkra- hús núna í desember. Tæplega 92 ára náði hún að ganga frá öllum jóla- gjöfum, setja ljósaseríu á svalirnar og baka smákökurnar fyrir jólin. Önnu tókst svo sannarlega að halda reisn sinni fram til hins síðasta eins og hún hafði alltaf óskað sér. Ég kveð Önnu vinkonu mína með söknuði. María Guðfinnsdóttir. Elsku Anna mín. Nú ert þú horfin okkur - í bili - þú, sem áttir alltaf að vera til. Eftir stöndum við hnípin og drúpum höfði. Þú, með allri þinni hógværð og hljóðleika, varst svo stór þáttur í tilveru okkar og vitund. Þú komst í hús afa míns og ömmu í Tjamargötuna og þjónaðir þar sem hjálparstúlka í átta ár, þegar ég var aðeins fárra ára gömul. Frá þeim tíma hefur þú verið partur af fjöl- skyldunni, sem þú hélst þinni gullnu tryggð við. I afa húsi byrja mínar minningar um þig. Minningarnar byrja, þegar ég sem lítið stúlkubam var send með rútunni eins og pakki úr sveitinni minni til nokkurra daga dvalar í afa húsi, eins og það hús var kallað, ekki aðeins af okkur börnunum, heldur öllum í fjölskyldunni, sem um það hús töluðu. Á endastöðinni í Reykja- vík varst það oftast þú, sem tókst á móti mér og leiddir mig heim til afa og ömmu. Mér þótti vænt um þig frá upphafi. Þú sýndir mér virðingu, komst fram við mig sem fullorðna; I þinni nærvem dafnaði ég og óx . Ég varð stór. Þú varst sjálf svo stór. Allt í kring um þig var svo ömggt. Sú til- finning mín í þinn garð hefur fylgt mér eftir alla tíð frá þessum bernskuárum mínum. Þú færðir mér morgunverð í rúmið - mér smástelp- unni - eins og öllum öðmm íbúum hússins, að þeirra tíma sið. Hjá þér fékk ég rúgbrauð með sykri og Reykjavíkur brauð (fransbrauð) með rúsínum. Að þessu höfum við báðar brosað í áratugi. Þú kallaðir mig Ljósið í afahúsi. Það yljaði þá og mun gera um ókomna tíð. Þú varst hljóð kona, Anna mín, það fór ekki mikið fyrir þér. Samt hafðir þú fast- mótaðar skoðanir á mönnum og mál- efnum. í þinni nærveru var hægt að nota glettin, hress og kjarnmikil orð, sem allaf er gaman, skoðunum sín- um til áréttingar. Þú gerðir óspart grín að sjálfri þér, en talaðir með virðingu um aðra eða þagðir ella. Það er háttur hins sterka. - Þú barst ekki síður virðingu fyrir sjálfri þér. Varla gekk yfir sá óveðursdagur, að þú ekki færir í þína skyldugöngu- ferð, andlegri og líkamlegri heilsu þinni til góðs. En svo kom, að líkami þinn brást - tími þinn var kominn. Við erum víst ekki eilíf, nema í minn- ingunni. Ég þakka þér fyrir allt, Anna mín, og þá hlýju, sem ég ber í brjósti til þín. Far í friði. Þín vinkona Marta María. Tíminn rennur sitt skeið. Það kemur óhjákvæmilega að kveðju- stund. Vorið 1940 kom ég í fyrsta sinn til Reykjavíkur vestan frá Bol- ungarvík og þá til að þreyta próf inn í Kvennaskólann í Reykjavík. Ég stóð á tröppunum við Tjarnargötu 26 klædd síðbuxum og úlpu, veður- barin eftir sjóvolkið. Biskupinn Jón Helgason frændi minn tók á móti mér með sinni rótgrónu kímni. „Vel- kominn vertu, en ég átti ekki von á dúðuðum strák.“ Inni var mér fagn- að af biskupsfrúnni, sem var dönsk, dætrunum þremum og svo fröken Önnu, eins og þau ávörpuðu hana húshjálpina, sem fúslega hafði boð- ist til að taka mig sem herbergisfél- aga. Þannig kom ég inn í fjölskyld- una og frá þeirri stundu og æ síðan höfum við Anna verið perluvinkon- ur. Biskupsheimilið var mikið menn- ingarheimili þar sem Anna naut virðingar fjölskyldunnar enda var hún sögufróð, hógvær og skarp- greind. Ég minnist þess að biskup- inn beindi oft orðum sínum til henn- ar þegar lærðir menn sátu við kaffiborðið og ræddu saman, eink- um þegar íslendingasögur bar á góma. „Hvað segir svo fröken Anna um þetta?“ Anna hafði óvepju gott minni og gat vitnað skýrt í það sem hún hafði lesið. Anna hafði sjálf staðið í sömu sporum og ég, á sömu tröppum, komin fáum árum áður vestan af fjörðum, kynnti sig svo sem hún sjálf sagði frá: „Hér er ég, kann ekk- ert, veit ekkert og skil ekkert.“ Þannig var hennar sjálfskynning. Hún hafði þó notið farkennslu í sveitinni sinni og hún hafði sótt garðyrkjunámskeið hjá Ragnari Ás- geirssyni á Laugarvatni, áður enn hún kom í Tjarnargötuna og var það henni mikið sælusumar. Anna las mikið og mundi vel það sem hún las og hún bjó yfir festu í skoðunum. Sérstakur andblær var á heimilinu og þar nutu allir virðingar. Á langri lífsleið féll aldrei skuggi á vináttu okkar Önnu. Hún var traust- ur vinur vina sinna en var skapföst. Við hjónin dáðum dugnað hennar og kjark. Við deildum með henni gleði- stundum en líka örðugleikum og sorgarstundum. Erfiðast var henni áfallið mikla í mars 1948 er æskuheimilið hennar í Goðdal í Bjamarfirði varð undir snjóflóði og olli sex ættingjum henn- ar fjörtjóni og lamaði bróður hennar sem einn komst lífs af. Lán var að þrjú af börnum Goðdalshjóna voru fjarri heimilli við nám. Þá hvarf Ánna til okkar Haraldar og bjó hjá okkur um tíma. En þegar mest á reyndi sýndi hún mestan styrkinn og það var Önnu eðlislægt. Þessi eðlisgreind og kjarkurinn kom henni oft vel. Hún átti eftir að ganga í gegnum margar sjúkrahús- legur en heilsugæslan skilaði henni alltaf aftur í hið notalega heimili sem hún hafði búið sér. Þar iðkaði hún^ handiðnir sínar, m.a. það að sauma og stífa kraga fyrir alla presta lands- ins, en það hafði hún lært í biskups- húsi af Þórhildi Helgason. Eftir að dvöl Önnu í Tjamargötu lauk gerðist hún iðjufélagi og vann á saumastofum til starfsloka og eign- aðist þar góðar vinkonur. Á síðari ámm þurfti Anna oft að leita sér lækninga og var jafnan mjög þakklát fyrir þá umhyggju sem hún naut bæði á sjúkrahúsum og við heimaaðstoð. í sjúkrasögu Önnu var ekki ein báran stök en nú hefur sú síðasta riðið yfir. Við Haraldur minnumst mætrar vinkonu okkar og sendum ættingj- um og vinum hennar hugheilar sam' -* úðarkveðjur. Halldóra Einarsdóttir. + Hulda Kolbrún Finnbogadóttir fæddist í Hafnarfirði 10. september 1940. Hún lést á líknar- deild Landspítalans 27. desember síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 6. jan- úar. Og jólin komu, Hulda okkar svona mikið veik, fann alltaf til, og við gátum ekkert gert nema bara beðið og vonað. Á þriðja degi jóla fór svo fallega sálin hennar inn í Ijóssins heim sem umvefur hana eins og hún gerði við okkur öll, alltaf. Boðin og búin hvenær sem var. Við elskuðum hana öll og söknum elsku Huldu okk- ar. Núersálþínrós í rósagarði Guðs kysstafenglum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir, aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti. (Ragnh.P.Ófeigsd.) Elsku vinur okkar, Davíð, Svein- björg og fjölskylda, Guð gefi ykkur styrk á sorgarstundu. Einar, Rúna Margrét, Þorvarður og Finnbogi. Við íyrr- og núverandi Lághylt- ingar eyddum ófáum kvöldstundun- um á unglingsárum okkar, fyrir um 15-20 árum, heima hjá Huldu og Davíð á „áttunni“ eins og við kölluð- um húsið þeirra. Þá kynntumst við Huldu mjög vel. Hún var mjög ósér- hlífin manneskja, vinnusöm, sérstak- lega samviskusöm og nákvæm að eðlisfari. Umfram allt var hún góð- mennskan uppmáluð og með ein- dæmum hlátimnild. Það var ekki annað hægt en að smitast af glað- værum hlátri hennar og tárin trill- uðu niður kinnar hennar í mestu rok- unum. Á þessum mörgu kvöldstundum, of mörgu hefur þeim hjónum líklega oft fundist, var grunnurinn lagður að tryggð og vináttu sem varað hefur æ síðan. Já, og grunnur lagður að óbilandi íþróttaáhuga okkar, sér í lagi á handknatt- leik og hafa störf okkar síðan beint eða óbeint óneitanlega tengst hon- um. Hulda hafði brenn- andi áhuga á hand- knattleik, spilaði hann á sínum yngri árum og vann svo í sjálfboða- vinnu í tengslum við hann öll sín fullorðinsár við hlið mánns síns, Davíðs B. Sigurðssonar hjá Aftureldingu. Boltastærðin fór reyndar minnkandi hin seinni ár er áhugi fyrir að slá í golfkúlu vaknaði. Hún fékk sem sagt golfbakteríuna, eins og margur, og náði góðum árangri í íþróttinni á stuttum tíma. Bóndi hennar varð að gjöra svo vel að játa sig sigraðan í samanburði við hana á golfvellinum. Eins og áður sagði var Hulda ein- staklega ósérhlífin kona og unni sér sjaldan hvíldar. Það eru ófáir keppn- isbúningar handknattleiksliða UMFA og landsliðs íslands í hand- knattleik sem farið hafa í gegnum hendur hennar. Þvegnir, stroknir og brotnir saman af ýtrustu nákvæmni og samviskusemi. Við undruðumst oft hvað hún lagði mikið á sig í þeim efnum. Oft var þröng á þingi í stof- unni þar sem búningarnir voru hafð- ir til þerris eða lágu samanbrotnir í bunkum á stólum og sófum. Við buð- um alltof sjaldan fram aðstoð okkar en þegar það gerðist vorum við undir ströngu gæðaeftirliti hjá Huldu þeg- ar við gengum frá þeim í töskumar. Hulda var sérstaklega bamgóð og hafa barnabörn hennar notið góðs af gæsku og gjafmildi hennar. Hún vann alla tíð mikið með bömum m.a. í Tjaldanesi, í leikskólum sveitarinn- ar og síðustu árin í íþróttamiðstöð- inni að Varmá. Við þremenningarnir fóram ekki varhluta af góðmennsku hennar. Löngum stundum var eytt við kaffi- spjall við eldhúsborðið á áttunni. Þá var oft viðkvæðið hjá henni, eins og mörgum íslenskum húsmæðram er tamt, að hún ætti bara ekkert til með kaffinu. Hún hafði varla sleppt orð- inu er hún galdraði fram veitingar að hætti hússins. Rækjusalatið marg- rómaða, tertur af öllum stærðum og gerðum og heimalagaði vanillu- rjómaísinn sem hentaði við öll tæki- færi, ekki bara á tyllidögum. Enn minnumst við skemmtilegrar kvöld- stundar, daginn fyrir Partille-ferð 1982 með UMFA, þegar við keppt- umst við að taka upp rabarbara og skera hann niður til frystingar. Þá var Hulda í essinu sínu og lék á als oddi með tilheyrandi hláturmildi. Fyrir tæpum tveimur áram greindist Hulda með illkynja krabbamein og hófst þá þrotlaus barátta við þann allt of algenga sjúk- dóm sem sjaldan gaf henni grið. Þeg- ar stund gafst milli stríða nýtti hún timann vel, skellti sér m.a. í golf þeg- ar færi gafst og skrapp til Gauta- borgar sl. sumar í heimsókn til vin- konu sinnar ásamt dóttursyni sínum. Að berjast við krabbamein er ekki aðeins líkamleg þolraun heldur og andleg og félagsleg, bæði fyrir þann sem veikur er og fjölskyldu hans. Margur óskar sér þess að vísinda- menn heimsins fari að sameina krafta sína í leit að lækningu þessa skæða og óútreiknanlega sjúkdóms í stað þess að keppa hver við annan í þeirri erfiðu leit. Hulda stóð ekki ein í baráttunni. Davíð, Sveinbjörg, Svanur, Kolbrún, Davíð og Magnea ömmustelpan studdu eins vel við hana og þeim var unnt auk þess sem fjölskylda hennar og vinir sem hún hafði kynnst m.a. á æskuáram og í gegnum handboltann vora henni ómetanlegur bakhjarl. En mótstaða hennar og baráttuþrek fór þverrandi í vikunni fyrir jól og á þriðja í jólum kvaddi hún þennan heim. Við og fjölskyldur okkar vottum fjölskyldu Huldu innilega samúð okkar. Megi góðar minningar um þessa dugnaðarkonu styrkja ykkur og hækkand sól smám saman létta af ykkur dofanum og sorginni sem fylg- ir missi hennar. „Veittu mér kraft, ó, Guð, til þess að sjá ei- lífðina í hverri rós; komandi dag í hveijum blómknúppi; vorkomuna í sérhveiju snjó- fóli; að fyrirheit regnbogans brosi við mér í sérhveiju stormviðri!" (VirginiaWuerfel.) Guð geymi Huldu okkar. Ivar, Kristín og Svava Ýr. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Senda má grein- ar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.Í8) — vinsam- legast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasfðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 mið- að við meðallínubil og hæfilega lfnulengd - eða 2.200 slög. HULDA KOLBRUN FINNBOGADÓTTIR GUÐMUNDUR ÞÓRARINN BJARNASON + Guðmundur Þórarinn Bjarna- son fæddist 19. maí 1933. Hann lést 24. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Kópavogs- kirkju 30. desember. Við fráfall Guð- mundar Bjarnasonar eram við einn einu sinni minnt á það hversu bilið milli lífs og dauða er stutt. í hugann koma góðar minningar um einstakan eljumann er var sístarfandi og sérstaklega hjálpfús drengskaparmaður. Guð- mundur Bjarnason rak um langt árabil vélsmiðju og varð kunnur af dugnaði sínum og hagleik. Við sem nú kveðjum hann með nokkram orðum voram svo heppnir að fá inni með starfsemi okkar í iðnaðarhús- næði hans á Hafnarbraut 1, nú Bryggjuvör 3, Kópavogi, þegar við fluttum fyrirtæki okk- ar, Gæðabaksur ehf., í stærra húsnæði fyrir nokkrum árum. Þá hófust kynni sem leiddu til vináttu. Guð- mund höfðum við að vísu þekkt nokkuð áð- ur. Guðmundur var okkur innan handar við lagfæringar á hús- næðinu og stækkun síðar. Ekki þurfti að gera skriflega samn- inga um hlutina, loforð hans stóðust ávallt. Hann kom við daglega og gaf okkur góð ráð við ýmsumr vanda og gladdist með okkur þegar vel gekk. I minningunni mun nafn hans ávallt skipa heiðurssess. Við sendum börnum hans og aðstand- endum öðrum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Fágætur dreng- skaparmaður er kvaddur. Vilhjálmur Þorláksson, Valdimar H. Hilmarsson, Þorsteinn Guðbjörnsson. Skilafrestur minningargreiim EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útranninn eða eftir að útför hef- ur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Æskilegt er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun- um sjálfum. Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Grein- arhöfundar eru beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.