Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Erfðafræði Fullyrt að genin í konum rústi hjónaböndum. Börn Eymasýkingar taldar að hluta tO arfgengar. Læknisfræði Þáttaskil í vændum í líf- færaígræðslum? Heilsurækt Teygjuæfingar sagðar al- gjör tímasóun. Búið eftir fjögur ár? Reuters Hjónabandssælan vill reynast skammvinn Fjögur ár í GRÁI fiðringurinn heyrir sögunni til. Það er bundið í genin að sambúð fólks endist ekki lengur en í fjögur ár, samkvæmt niðurstöðum rann- sóknar þekkts mannfræðings. Rannsóknin hefur staðið í rúm fimmtán ár og farið fram í 62 lönd- um. Mannfræðingurinn, Helen Fis- her, greindi frá niðurstöðum sínum á dögunum. Hún segir að flestar konur séu reiðubúnar til að yfirgefa menn sína fljótlega eftir brúðkaupið, að því er The Sunday Times greindi frá. Genin kveða á um að börn, feðr- uð af mörgum mönnum, eigi meiri afkomumöguleika því þau hafi fjöl- breyttari hæfileika, að sögn Fis- hers. Efnaþurrð Fisher er prófessor í mannfræði við Rutgersháskóla í Bandaríkjun- um. Hún sagði þetta útskýra hvers vegna konur ættu frumkvæðið að flestum hjónaskilnuðum. Fjögurra ára mynstur væri innbyggt í til- hugalífið, hjónabandið, framhjáhald og skilnað. genunum? „Efnin í heilanum sem gera að verkum að maður verður ástfang- inn eru uppurin eftir 36 mánuði, og það tekur yfirleitt eitt ár í viðbót fyrir fólk að átta sig á þessu, líta í kringum sig og koma sér burt. Þetta ætti ekki að koma á óvart, eiginlega engin önnur spendýr hanga saman lengur en í fjögur ár,“ sagði Fisher. Fisher er skilin. Hún heldur því fram að menningarleg skilyrðing hafi valdið falskri lengd á hjóna- bandinu. „Aukið efnahagslegt sjálf- stæði kvenna mun sjá til þess að genin sigra,“ sagði hún. Hún heldur því ekki fram að ástin kulni á fjór- um árum og viðurkennir að í mörg- um tilfellum sé fólk hamingjusam- lega gift til æviloka. Breskir vísindamenn eru fullir efasemda um rannsókn Fishers. „Tengslin á milli gena og einhvers tiltekins menningarbundins hátt- ernis eru óljós. Fyrir einni öld hefði verið hægt að halda því fram að það væri bundið í genin að hjónaband entist lengi,“ sagði Steve Jones, sérfræðingur í erfðarannsóknum. íslenskur lyfjafræðingur vinnur að þróun lyfs gegn lystarstoli „FER VONANDIA MARK- AÐ INNAN FÁRRA ÁRA“ Morgunblaðið/Porkell Margar ástæður eru fyrir því að fólk missir matarlystina og í mörgum til- vikum eru þær tengdar einu hormóni, MSH-hormóninu, segir Helgi Schiöth. VONIR standa til þess að innan fárra ára verði sett á markað nýtt lyf sem eykur matarlyst þeirra sem þjást af lystarleysi m.a. vegna lystar- stols. Islenskur lyfjafræðing- ur, dr. Helgi Schiöth, sem búið hefur í Svíþjóð undan- farin 8 ár, hefur rannsakað ákveðna staði í heilanum sem stjóma matarlyst og tekið þátt í að þróa ný lyf sem gætu aukið matarlyst eða dregið úr henni. Hann segir, að enn sem komið er sé engin sértæk lyfjafræðileg meðferð til við lystarstoli og að hingað til hafi geðlyf verið notuð við sjúk- dómnum, sem og öðrum át- röskunarsjúkdómum, oftmeð litlum árangri en þó nokkrum aukaverkunum. Sem stendur er verið að rannsaka áhrif efna, sem Helgi og félagar þróuðu, á dýr og lofa þær góðu, að hans sögn. 10 milljónir dollara „Hormónið, MSH eða melano- cyte stimulating hormon, stjómar matarlystinni og ef komið er í veg fyrir virkni þess í tilraunadýrum, verða dýrin mjög feit. Þau missa aftur á móti matarlystina ef virkni þess er örvuð,“ segir Helgi. Helgi hefur rannsakað hormónið og viðtaka þeirra, svokallaða MC- viðtaka, sem em m.a. í heilanum, í nokkur ár og fjallaði doktorsritgerð hans, sem hann lauk við fyrir rúm- um tveimur áram, um þetta efni. Hann starfar að rannsóknum við háskólann í Uppsölum. Hann hefur hlotið nokki’a veglega styrki á und- anfömum áram, sem hafa gert hon- um mögulegt að stofna sinn eigin rannsóknarhóp og vinna áfram að leitinni að nýjum lyfjum, sem verka á viðtakana og þá aðallega á þann sem stjómar matarlyst, MC4. Auk þess heíúr hann stofnað fyrirtæki, Melacure Therapeutics AB, ásamt öðram, þar sem m.a. er unnið að því að finna þessi nýju lyf. Fyrir skömmu lögðu fjárfestar 10 milljón dollara áhættufé í íyrirtækið, sem Helgi segir, að birti góða mynd af þeirri trú, sem menn hafa á rann- sóknunum. „Við geram okkur vel grein fyrir því að það er löng leið á milli hug- myndanna okkar og nýrra lyfja. Við vitum vel hvaða vandamál era á leið- inni. Markmið fyrirtækisins er ekki að sjá um sjálfa framleiðsluna á lyfj- um heldur að þróa ný lyf og selja stærri lyfjafyrirtækjum aðgang að hugmyndunum og í samvinnu við þau að koma þeim á markað.“ Mikill áhugi er á MSH-hormón- inu og viðtökum þess, segir Helgi, og á hann gott samstarf við rann- sóknarhópa víða um heim, m.a. í Þýskalandi, Ítalíu, Bandaríkjunum, Brasilíu og Argentínu. Þá era rannsóknir á efnum, sem tengjast viðtökunum, stundaðar í Eystrasaltslöndunum en þar hafa öflugar lyfjarannsóknir lengi verið stundaðar, að sögn Helga. Vonir um að ný bólgulyf fínnist innan tíðar „Nú þegar hafa fundist fimm mis- munandi viðtakar sem hormónið tengist. Flest ef ekki öll af 10 stærstu lyfjafyrirtækjunum í heim- inum era að rannskaka þessa við- taka og núna nýlega ákváðu for- svarsmenn bandaríska lyfjafyrir- tækisins Merck að 80 efnafræðingar hjá fyrirtækinu skyldu hefja rann- sóknir á viðtakanum sem stjómar matarlyst þ.e.a.s. á MC4.“ Sjálfur segist Helgi hafa mestan áhuga á að finna lyf sem auka mat- arlyst og hafa rannsóknir hans fyrst og fremst beinst að því. „Margar ástæður era fyrir því að fólk missir matarlystina og í mörgum tilvikum era þær tengdar MSH-hormóninu,“ segir hann og bætir við að fyrirtæk- ið sé komið með einkaleyfi á DNA- bútnum sem geymir upplýsingam- ar um gerð hormónaviðtakans og á fjölmörgum efnum sem bindast honum. Innan fyrirtækisins er einnig ver- ið að rannsaka annan MC-viðtaka en sá hefur áhiif á bólgusvöran. Segir Helgi að vonir séu bundnar við að ný og sértæk lyf finnist sem hafi virkni gegn bólgum en hafi hvorki aukaverkanir bólgueyðandi steralyfa né þeirra bólgulyfja sem erta magaslímhúðina. Afbrigðileg kynhneigð GYLFIÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Afbrigðileg kynhneigð, einkum til bama, hefúr verið í um- ræðunni undanfarið. Hverjar era helstu tegundir þess konar hneigðar og hvernig er reynt að lækna þær? Svar: Margt af því sem áður var talið afbrigðilegt eða sjúklegt í kyn- hegðun manna er nú litið öðrum augum, einkum þó samkynhneigð. Þó era ýmsar tegundir kynhneigða sjúklegar að svo miklu leyti sem þær valda viðkomandi einstaklingi vanlíðan og sérstaklega ef það veld- ur öðrum skaða. Á það ekki síst við ef fómarlömb þeirra era böm. Barnagimd (paedophilia) er sú kynhneigð, sem telst hvað al- varlegust. Sá sem er haldinn þessari hneigð hefur um lengri tíma sterka kynferðislega hugaróra og tilraunir til kynmaka við bam, sem ekki hef- ur náð kynþroska. Venjulega er miðað við að bamið sé innan ferm- ingar og gerandinn a.m.k. 16 ára og fimm ára munur hið minnsta sé á milli þeirra. Oftast eru það karl- menn sem eru gerendur en þolend- ur geta verið af báðum kynjum. Þeir sem haldnir eru bamagirnd era oft getulausir og hafa mikla van- metakennd vegna þess, en kvíða þeirra léttir í návist bama og sterk kynhneigð til þeirra vaknar. Blætisdýrkun (fetishism) er kyn- hneigð til dauðra hluta, sem oft tengjast hinu kyninu kynferðislega, t.d. nærföt kvenna, þó ekki á sama hátt og hjá klæðskiptingum, sem fá kynferðislega örvun við að klæðast fötum af því tagi. Hlutimir sem vekja kynörvun geta verið af ýmsu tagi og hafa venjulega einhverja Erfiðleikar táknræna þýðingu fyrir viðkom- andi. Hann fær kynferðislega örvun eða fúllnægingu við að snerta þá, lykta af þeim eða gæla við þá og beitir gjarnan sjálfsfróun um leið. Sá sem haldinn er sýnihneigð (exhibitionism) fær kynferðislega örvun við að fletta sig klæðum og bera kynfæri sín fyrir framan ókunnugt fólk. Undii' vissum kring- umstæðum telst þetta eðlilegt eink- um hjá konum sem stunda nektar- dans og sýnihneigð sem afbrigðileg kynhegðun og glæpur er fyrst og fremst bundin við karla, sem leitast við að sýna sig einum eða fáum ein- staklingum á almannafæri eða á af- viknum stöðum. Þeir sem haldnir era sýnihneigð af þessu tagi era oft- ast feimnir og einrænir einstakling- ar, sem eiga í erfiðleikum með fé- lagsleg og kynferðisleg tengsl. Nuddárátta (frotteurism) er það að fá kynferðislega örvun við að snerta eða nudda sér utan í aðra persónu á móti vilja hennar. Gægjuhneigð (voyeurism) er sterk hneigð til að horfa á aðra per- sónu nakta, að afklæðast eða í kyn- mökum. Þessi hneigð verður eink- um afbrigðileg og glæpsamleg ef viðkomandi liggur á gægjum úr launsátri. Sáleflisfræðingar hafa skýrt þessa hneigð þannig að við- komandi komist í yfirburðastöðu og líti niður á fórnarlambið sem í sak- leysi sínu er granlaust um hlutverk sitt. Að sumu leyti eigi þetta skylt við sadisma. Atferlisfræðingar telja gægjuhneigð heilbrigða og eðlilega að vissu marki, en verði afbrigðileg, ef þetta er eina leiðin til þess að ná kynferðislegri örvun eða fullnæg- ingu. Kvalalosti (sadism) og sjálfspísla- hneigð (masochism) heyra einnig undir kynlífsraskanir af þessu tagi. I fyrrnefnda tilvikinu snúast kyn- ferðislegir hugarórar og athafnir gerandans um það að valda fórnar- lambinu andlegum og líkamlegum þjáningum og niðurlægja það á all- an hátt. I síðamefnda tilvikinu fær viðkomandi kynferðislega örvun við að láta meiða sig eða niðurlægja. í báðum þessum hneigðum tengjast árásarhneigð og kynhvöt og vitna um óleysta togstreitu á milli þess- ara tveggja meginhvata. Nokkrar fleiri tegundir afbrigði- legra kynhneigða era vel þekktar, eins og t.d. nágirnd (necrophilia), þegar lík vekja kynferðislega örvun, dýragirnd (zoophilia), þegar dýr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.