Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 64
MO&GUNBLAÐIÐ i 64 LAUGARDÁGUR 8. JANÚAR 2000 KIRKJUSTARF ÍDAG AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14 á morgun, sunnudaginn 9. janúar. Morgunsöngur í kirkjunni kl. 9 á þriðjudag, 11. janúar. Mömmu- morgun í Safnaðarheimili á miðviku- dag írá kl. 10 til 12. Allir verðandi og núverandi foreldrar velkomnir. -/elina Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473 HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli á morgun, sunnudag kl. 11, bæn kl. 16.30 sama dag, almenn sam- koma kl. 17 og unglingasamkoma kl. 20 um kvöldið. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. Krakkaklúbbur fyrir 6-10 ára á fimmtudag kl. 17.30 og fyrir 11 til 12 ára á föstudag kl. 17.30. Flóamarkaðurinn verður opnaður næsta föstudag, 14. janúar og er hann opinn frá kl. 10 till 18. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Nám- skeið um fjármál sem Halldór Lár- usson sér um í dag, laugardag frá kl. 10 til 16. Brauðsbrotning kl. 20 um kvöldið. Sunnudagaskóli fjölskyld- unnar á morgun, sunnudag k. 11.30. Kennsla íyrir alla aldurshópa. Hall- dór Lárusson predikar. Hann er for- stöðumaður Hvítasunnukirkjunnar í Bandaríkjunum. Hann mun einnig predika á vakningasamkomu á sunnudag kl. 16.30. Mikill og líflegur söngur og fyrirbænaþjónusta. KAÞÓSLKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í kirkjunni við Eyr- arlandsveg 26. Blöndubakki - 4ra herb. íb. Til sölu er mjög falleg 112,6 fm íbúð á 2. hæð ásamt herb. í kjallara. 3 svefnherb., parket, þvottaherb. í íb. Mikið útsýni. Verð 10,5 millj. Upplýsingar gefur: Agnar Gústafsson hrl., Eiríksgötu 4, s. 551 2600 og 552 1750. Sölusýning Skúlagata 44 laugardag og sunnudag h. « w m h m Wwm w mr m Wy|ar cylæsiibndir Byggingaraðili er Byggingafélagið Viðar ehf. i // ■ Q I 'K ii í i [ □ pd L v\ :x □ n ffl r - :d □ _ k □ x : 3] CB r = ma :: 1 □ x : 0] [0 r = Œla _Z = uffl : ih ffl EB r = □□ :: nffl : ffl CH r g z 7 uffl : ih ffl LH r = CSn • 3 D0] : d LB r = CSn : affi : i ■ 1 incii 1 1 II II | Til sýnis og sölu eru: 4ra herbergja ca 95 fm Óvenju bjartar og fallegar endaíbúðir á fyrstu, annarri og þriðju hæð. íbúðirnar eru til afhendingar nú þegar fullbún- ar án gólfefna. Verð ca 12,4 millj. „Penthouse"-íb. ca 145 fm og 155 fm Óviðjafnanlegar „penthouse“-íbúðir á áttundu og níundu hæð. Stórglæsilegt útsýni. íbúðirnar skilast tilbúnar undir tréverk eða lengra komnar skv. óskum kaupanda. Verð frá 17,9 millj. í dag (laugardag) og á morgun (sunnudag) milli kl. 13 og 16 verður sölumaður vor á staðnum. Brynjólfur Jónsson fasteignasala, sími 511 1555. VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fróðleg um- fjöllun í NÝÚTGEFNUM endur- minningum Olafs Ólafs- sonar, fyrrverandi land- læknis, er útskýrt glögg- lega hversu mikilvægt það er að íslenskir embættis- menn haldi vöku sinni gagnvart framleiðendum og sölumönnum nýrra lyfja, til þess annars vegar að tryggja gæði þeirra lyfja sem hleypt er á mark- aðinn og hins vegar til að halda kostnaði sjúklinga og ríkissjóðs í lágmarki. Nefnd eru fróðleg dæmi úr íslenskum veruleika sem áður voru fáum kunn. Bent er á að læknar þurfi fag- lega leiðsögn og aðhald að ofan þegar ný lyf eru ann- ars vegar, til mótvægis við upplýsingaflóðið frá lyfja- framleiðendum til þeirra. Frásagnir Ólafs af árs- fundum Alþjóða heilbrigð- ismálastofnunarinnar í Genf vekja spumingar um hvort það geti svarað kostnaði að senda marga íslenska fulltrúa á slíkar samkomur, hvort embætt- ismennirnir búi sig nógu vel undir ferðirnar, hvort þeir noti tímann og aðstöð- una nógu vel tii að afla sér nýrrar þekkingar og hug- mynda í þágu þjóðarinnar, og loks hvort þeir reyni að leggja eitthvað af mörkum þarna til þjóða sem standa verr að vígi en Islendingar. Athyglisverðar, en stund- um ónotalegar, eru frá- sagnir af því sem leynist undir yfirborðinu í al- þjóðasamstarfinu, sagðar af embættismanni sem býsna vel þekkir til eftir hálfs þriðja áratugs kynni af þessum vettvangi. Lyfin og utanlandsferðir embættismanna eru kost- aðar af almannafé og koma því öllum skattgreiðendum við. Líklega eru fáir þeirra skoðunar, aðrir en ritdóm- ari í Morgunblaðinu, sem fjallaði um endurminning- ar Ólafs iandlæknis 30. nóvember síðastliðinn, að þetta efni sé sérhæft og þreytandi nema fyrir þá sem hafa sérstakan áhuga á heilbrigðiskerfinu og ekki til þess fallið að halda lesendum vakandi. Þvert á móti finnst mörgum, sem lesið hafa bók Olafs, um- fjöllun hans, t.d. um al- þjóðasamstarfið og gæða- eftirlit stjórnvalda, vera áhugaverð og vekjandi lesning. I endurminning- unum fjallar fyrrverandi landlæknir um margt fleira á sinn hispurslausa hátt, svo sem um meðferð- ina á öldruðum, óhefð- bundnar lækningar, má- lefni fanga og al- mannavamir. I þeim texta eru einnig mörg verðug umhugsunarefni fyrir alla. Skattborgari. Þakklæti til 11-11 SIGRÍÐUR hafði sam- band við Velvakanda og langaði að koma á fram- færi þakklæti til verslun- arinnar 11-11 við Hlemm. Hún hafði farið þangað um hádegi dag einn fyrir stuttu og tínt í körfu þær vörur sem hún vildi fá heimsendar. Venjan er sú að vörurnar berist til við- komandi milli kl. 17-19, en einhver dráttur varð á því þennan dag. Hún hafði samband við verslunina um kl. 21 um kvöldið og hálftíma síðar voru vör- urnar komnar, ásamt blómvendi og afsökunar- beiðni. Hún var ákaflega ánægð með þessa þjónustu og sendir starfsfólkinu sín- ar bestu kveðjur. Tapaó/fundiö Giftingarhringur týndist KVENGIFTINGAR- HRINGUR týndist í októ- ber síðastliðnum. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Ingi- gerði i síma 557 4053. Nokia 3210 týndist PURPURARAUÐUR/ vínrauður Nokia 3210 gsm-sími týndist á ára- mótadansleiknum í Laug- ardalshöll. Skilvís finnandi vinsamlegast hringi í síma 587 3438 eða 696 0298. Gullhringur með bláum steini týndist GULLHRINGUR með bláum steini týndist 22. desember sl. annað hvort við Hjarðarhaga, Kirkju- teig eða bílastæði Kringl- unnar. Upplýsingar hjá Maríu í síma 561 3125. Svört kápa og peysa týndust SVÖRT kápa og svört, hneppt peysa týndust á kaffihúsinu Cirkus á gam- lárskvöld. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 6974023. Dýrahald Kisan mfn er týnd KISAN mín er týnd. Hún týndist 17. desember sl. frá Setbergi í Hafnar- firði. Hún er frekar loðin, hvít með gráum flekkjum. Hún er ómerkt. Upplýs- ingar hjá Þórunni í síma 565 4171. SKÁK lliii.sjún Margcir Pétursson SVARTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp í sviss- nesku deildakeppninni í ár. Þýski stórmeistarinn Lot- har Vogt var með hvítt, en heimamaðurinn Fabrice Li- ardet hafði svart og átti leik. 14. - Rf3+! 15. gxf3 - Dxh3 16. Dxe4 - Bh2+ 17. Khl - h5 18. f4 - Bxf4+ 19. Kgl - Bh2+ 20. Khl - Bd6+ 21. Kgl - Hh6! 22. f4 - f5 23. Dd3 - Hg6+ 24. Kf2 - Hg2+ 25. Kel - Dh4+ og hvítur gafst upp, því mátið blasir við. Skákþing Reykjavíkur 2000 hefst á morgun, sunnudag- inn 9. janúar. Skráning hjá Taflfélagi Reykjavikur. Sjá einnig heimasíðu TR: http://www.simnet.is/tr Taflfélag Reykjavikur á ald- arafmæli í ár. Ættum við ekki að fara út að skemmta okkur í kvöld ... ég meina hvort í sínu lagi? Víkverji skrifar... YÍKVERJI varð hálfpartinn utan- veltu nú um áramótin og bar einkum tvennt til: í fyrsta lagi tók hann mark á veðurfræðingunum, sem fullyrtu að ekki yrði „skotveður“ á gamlárskvöld, og keypti því enga flugelda, aldrei þessu vant. í öðru lagi var hann orðinn svo hvekktur á harðvítugum deilum um „aldamótin" að hann hafði ekki geð í sér að fagna því neitt sérstaklega þegar árið 2000 gekk í garð, enda höfðu lærðir menn leitt að því rök að það væri ekkert merkilegt við þessi tímamót og Vík- verji hefur alltaf borið djúpa virðingu fyrir menntun og lærdómi, ekki síst speki sem á rætur langt aftur í aldir. Þegar upp er staðið er Víkverji af- ar sáttur við að hafa tekið mark á veðurfræðingunum, jafnvel þótt þeir hafi haft rangt fyrir sér að þessu sinni. Þannig sparaði hann sér um- talsverða fjárhæð sem annars hefði fuðrað upp á tiyllingsbáli neyslufyll- irísins. Þess í stað stóð Víkveiji á svölum sínum um áramótin og horfði með fyrirlitningu á nágranna sína brenna upp tugum þúsunda króna á örskammri stundu og fagna í óvenju miklum æsingi áramótum, sem sam- kvæmt hinni fomu talnaspeki voru ekkert merkileg í sjálfu sér. Það var líka með blendnum tilfinn- ingum sem Víkverji fylgdist með því á CNN- og Sky-fréttastofunum, hvernig milljónir manna um gjörvaUa heimsbyggðina fognuðu þessum tímamótum með óvenju glæsilegum hætti og í þeim fréttaskotum var ým- ist talað um „upphaf nýrrar aldar“, „aldamót" eða „árþúsundaskipti“, hver svo sem munurinn er á því. Gat verið að fólk alls staðar annars staðar en á íslandi væri svona illa að sér í tölfræðinni, eða hafði það einfaldlega ákveðið upp á sitt einsdæmi að „gefa skít“ í hin fomu fræði og halda upp á „aldamótin“ í upphafi ársins 2000, hvað sem raulaði og tautaði? XXX I* MORGUNBLAÐINU á gamlárs- dag vitnaði Vikverji í aldamóta- manninn Björn Jónsson, ritstjóra Isafoldar, sem skrifaði grein í blað sitt 6. janúar árið 1900 undir yfir- skriftinni „Aldamótavillan“ þar sem hann fjallar um þessa „hjákátlegu villu og óskiljanlegu í vomm augum, íslendinga, sem býsna algeng er í öðmm löndum, bæði með lærðum og leikum, að láta 19. öldina enda á árinu 1899 og 20. öldina því vera byrjaða nú,“ eins og ritstjórinn orðar það. Síðar í greininni getur Bjöm þess, að yfirstjórnarráð þýska ríkisins hafi beinh'nis úrskurðað, að árið 1900 skuli teljast upphaf 20. aldarinnar. Þetta, ásamt útsendinum CNN- og Sky-sjónvarpsstöðvanna á nýársnótt, vakti Víkverja til umhugsunar um hvort aldamótadeilan væri ef til vill einangruð við íslendinga, meistara þrætubókarlistarinnar? Og Víkveiji varð ekki síður klumsa þegar hann á yfirreið sinni um „Veraldarvefinn", rakst á grein frá einni helstu frétta- stofu heims, AFP, undir yfirskrift- inni: „Hvers vegna öldin endar núna“. í greininni er reynt að leiða rök að því að munkurinn Dionysius Exiguus, sem kirkjuyfirvöld í Róm fengu til að ákvarða nýtt tímatal á sjöttu öld eftir Krist, hafi í raun og sannleika gert nokkur alvarleg mis- tök í útreikningum sínum. I grein AFP-fréttastofunnar er munkurinn nefndur „Dennis litli“ (Denis the Short) og þar segir að grandvallarmistök hans hafi verið í því fólgin að hann sleppti tölunni 0, sem upphafstölu fyrsta ársins, þar sem hugtakið „núll“ var ekki til í ar- abískri tölfræði á þeim tíma. Þessa villu beri nútímamönnum, sem eigi að vita betur, að leiðrétta, segir greinar- höfundur og kallar þá sem ekki em á sama máli bókstafstrúarmenn og „smásmygla“ (pedants). Ymislegt fleira er tínt til, sem ekki er unnt að fara nánar út í hér. Vík- verji vildi aðeins benda á þetta, mönnum til umhugsunar, og leggur áherslu á að með því er hann ekki að taka afstöðu til málsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.