Morgunblaðið - 08.01.2000, Page 64

Morgunblaðið - 08.01.2000, Page 64
MO&GUNBLAÐIÐ i 64 LAUGARDÁGUR 8. JANÚAR 2000 KIRKJUSTARF ÍDAG AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14 á morgun, sunnudaginn 9. janúar. Morgunsöngur í kirkjunni kl. 9 á þriðjudag, 11. janúar. Mömmu- morgun í Safnaðarheimili á miðviku- dag írá kl. 10 til 12. Allir verðandi og núverandi foreldrar velkomnir. -/elina Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473 HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli á morgun, sunnudag kl. 11, bæn kl. 16.30 sama dag, almenn sam- koma kl. 17 og unglingasamkoma kl. 20 um kvöldið. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. Krakkaklúbbur fyrir 6-10 ára á fimmtudag kl. 17.30 og fyrir 11 til 12 ára á föstudag kl. 17.30. Flóamarkaðurinn verður opnaður næsta föstudag, 14. janúar og er hann opinn frá kl. 10 till 18. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Nám- skeið um fjármál sem Halldór Lár- usson sér um í dag, laugardag frá kl. 10 til 16. Brauðsbrotning kl. 20 um kvöldið. Sunnudagaskóli fjölskyld- unnar á morgun, sunnudag k. 11.30. Kennsla íyrir alla aldurshópa. Hall- dór Lárusson predikar. Hann er for- stöðumaður Hvítasunnukirkjunnar í Bandaríkjunum. Hann mun einnig predika á vakningasamkomu á sunnudag kl. 16.30. Mikill og líflegur söngur og fyrirbænaþjónusta. KAÞÓSLKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í kirkjunni við Eyr- arlandsveg 26. Blöndubakki - 4ra herb. íb. Til sölu er mjög falleg 112,6 fm íbúð á 2. hæð ásamt herb. í kjallara. 3 svefnherb., parket, þvottaherb. í íb. Mikið útsýni. Verð 10,5 millj. Upplýsingar gefur: Agnar Gústafsson hrl., Eiríksgötu 4, s. 551 2600 og 552 1750. Sölusýning Skúlagata 44 laugardag og sunnudag h. « w m h m Wwm w mr m Wy|ar cylæsiibndir Byggingaraðili er Byggingafélagið Viðar ehf. i // ■ Q I 'K ii í i [ □ pd L v\ :x □ n ffl r - :d □ _ k □ x : 3] CB r = ma :: 1 □ x : 0] [0 r = Œla _Z = uffl : ih ffl EB r = □□ :: nffl : ffl CH r g z 7 uffl : ih ffl LH r = CSn • 3 D0] : d LB r = CSn : affi : i ■ 1 incii 1 1 II II | Til sýnis og sölu eru: 4ra herbergja ca 95 fm Óvenju bjartar og fallegar endaíbúðir á fyrstu, annarri og þriðju hæð. íbúðirnar eru til afhendingar nú þegar fullbún- ar án gólfefna. Verð ca 12,4 millj. „Penthouse"-íb. ca 145 fm og 155 fm Óviðjafnanlegar „penthouse“-íbúðir á áttundu og níundu hæð. Stórglæsilegt útsýni. íbúðirnar skilast tilbúnar undir tréverk eða lengra komnar skv. óskum kaupanda. Verð frá 17,9 millj. í dag (laugardag) og á morgun (sunnudag) milli kl. 13 og 16 verður sölumaður vor á staðnum. Brynjólfur Jónsson fasteignasala, sími 511 1555. VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fróðleg um- fjöllun í NÝÚTGEFNUM endur- minningum Olafs Ólafs- sonar, fyrrverandi land- læknis, er útskýrt glögg- lega hversu mikilvægt það er að íslenskir embættis- menn haldi vöku sinni gagnvart framleiðendum og sölumönnum nýrra lyfja, til þess annars vegar að tryggja gæði þeirra lyfja sem hleypt er á mark- aðinn og hins vegar til að halda kostnaði sjúklinga og ríkissjóðs í lágmarki. Nefnd eru fróðleg dæmi úr íslenskum veruleika sem áður voru fáum kunn. Bent er á að læknar þurfi fag- lega leiðsögn og aðhald að ofan þegar ný lyf eru ann- ars vegar, til mótvægis við upplýsingaflóðið frá lyfja- framleiðendum til þeirra. Frásagnir Ólafs af árs- fundum Alþjóða heilbrigð- ismálastofnunarinnar í Genf vekja spumingar um hvort það geti svarað kostnaði að senda marga íslenska fulltrúa á slíkar samkomur, hvort embætt- ismennirnir búi sig nógu vel undir ferðirnar, hvort þeir noti tímann og aðstöð- una nógu vel tii að afla sér nýrrar þekkingar og hug- mynda í þágu þjóðarinnar, og loks hvort þeir reyni að leggja eitthvað af mörkum þarna til þjóða sem standa verr að vígi en Islendingar. Athyglisverðar, en stund- um ónotalegar, eru frá- sagnir af því sem leynist undir yfirborðinu í al- þjóðasamstarfinu, sagðar af embættismanni sem býsna vel þekkir til eftir hálfs þriðja áratugs kynni af þessum vettvangi. Lyfin og utanlandsferðir embættismanna eru kost- aðar af almannafé og koma því öllum skattgreiðendum við. Líklega eru fáir þeirra skoðunar, aðrir en ritdóm- ari í Morgunblaðinu, sem fjallaði um endurminning- ar Ólafs iandlæknis 30. nóvember síðastliðinn, að þetta efni sé sérhæft og þreytandi nema fyrir þá sem hafa sérstakan áhuga á heilbrigðiskerfinu og ekki til þess fallið að halda lesendum vakandi. Þvert á móti finnst mörgum, sem lesið hafa bók Olafs, um- fjöllun hans, t.d. um al- þjóðasamstarfið og gæða- eftirlit stjórnvalda, vera áhugaverð og vekjandi lesning. I endurminning- unum fjallar fyrrverandi landlæknir um margt fleira á sinn hispurslausa hátt, svo sem um meðferð- ina á öldruðum, óhefð- bundnar lækningar, má- lefni fanga og al- mannavamir. I þeim texta eru einnig mörg verðug umhugsunarefni fyrir alla. Skattborgari. Þakklæti til 11-11 SIGRÍÐUR hafði sam- band við Velvakanda og langaði að koma á fram- færi þakklæti til verslun- arinnar 11-11 við Hlemm. Hún hafði farið þangað um hádegi dag einn fyrir stuttu og tínt í körfu þær vörur sem hún vildi fá heimsendar. Venjan er sú að vörurnar berist til við- komandi milli kl. 17-19, en einhver dráttur varð á því þennan dag. Hún hafði samband við verslunina um kl. 21 um kvöldið og hálftíma síðar voru vör- urnar komnar, ásamt blómvendi og afsökunar- beiðni. Hún var ákaflega ánægð með þessa þjónustu og sendir starfsfólkinu sín- ar bestu kveðjur. Tapaó/fundiö Giftingarhringur týndist KVENGIFTINGAR- HRINGUR týndist í októ- ber síðastliðnum. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Ingi- gerði i síma 557 4053. Nokia 3210 týndist PURPURARAUÐUR/ vínrauður Nokia 3210 gsm-sími týndist á ára- mótadansleiknum í Laug- ardalshöll. Skilvís finnandi vinsamlegast hringi í síma 587 3438 eða 696 0298. Gullhringur með bláum steini týndist GULLHRINGUR með bláum steini týndist 22. desember sl. annað hvort við Hjarðarhaga, Kirkju- teig eða bílastæði Kringl- unnar. Upplýsingar hjá Maríu í síma 561 3125. Svört kápa og peysa týndust SVÖRT kápa og svört, hneppt peysa týndust á kaffihúsinu Cirkus á gam- lárskvöld. Finnandi vin- samlegast hringi í síma 6974023. Dýrahald Kisan mfn er týnd KISAN mín er týnd. Hún týndist 17. desember sl. frá Setbergi í Hafnar- firði. Hún er frekar loðin, hvít með gráum flekkjum. Hún er ómerkt. Upplýs- ingar hjá Þórunni í síma 565 4171. SKÁK lliii.sjún Margcir Pétursson SVARTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp í sviss- nesku deildakeppninni í ár. Þýski stórmeistarinn Lot- har Vogt var með hvítt, en heimamaðurinn Fabrice Li- ardet hafði svart og átti leik. 14. - Rf3+! 15. gxf3 - Dxh3 16. Dxe4 - Bh2+ 17. Khl - h5 18. f4 - Bxf4+ 19. Kgl - Bh2+ 20. Khl - Bd6+ 21. Kgl - Hh6! 22. f4 - f5 23. Dd3 - Hg6+ 24. Kf2 - Hg2+ 25. Kel - Dh4+ og hvítur gafst upp, því mátið blasir við. Skákþing Reykjavíkur 2000 hefst á morgun, sunnudag- inn 9. janúar. Skráning hjá Taflfélagi Reykjavikur. Sjá einnig heimasíðu TR: http://www.simnet.is/tr Taflfélag Reykjavikur á ald- arafmæli í ár. Ættum við ekki að fara út að skemmta okkur í kvöld ... ég meina hvort í sínu lagi? Víkverji skrifar... YÍKVERJI varð hálfpartinn utan- veltu nú um áramótin og bar einkum tvennt til: í fyrsta lagi tók hann mark á veðurfræðingunum, sem fullyrtu að ekki yrði „skotveður“ á gamlárskvöld, og keypti því enga flugelda, aldrei þessu vant. í öðru lagi var hann orðinn svo hvekktur á harðvítugum deilum um „aldamótin" að hann hafði ekki geð í sér að fagna því neitt sérstaklega þegar árið 2000 gekk í garð, enda höfðu lærðir menn leitt að því rök að það væri ekkert merkilegt við þessi tímamót og Vík- verji hefur alltaf borið djúpa virðingu fyrir menntun og lærdómi, ekki síst speki sem á rætur langt aftur í aldir. Þegar upp er staðið er Víkverji af- ar sáttur við að hafa tekið mark á veðurfræðingunum, jafnvel þótt þeir hafi haft rangt fyrir sér að þessu sinni. Þannig sparaði hann sér um- talsverða fjárhæð sem annars hefði fuðrað upp á tiyllingsbáli neyslufyll- irísins. Þess í stað stóð Víkveiji á svölum sínum um áramótin og horfði með fyrirlitningu á nágranna sína brenna upp tugum þúsunda króna á örskammri stundu og fagna í óvenju miklum æsingi áramótum, sem sam- kvæmt hinni fomu talnaspeki voru ekkert merkileg í sjálfu sér. Það var líka með blendnum tilfinn- ingum sem Víkverji fylgdist með því á CNN- og Sky-fréttastofunum, hvernig milljónir manna um gjörvaUa heimsbyggðina fognuðu þessum tímamótum með óvenju glæsilegum hætti og í þeim fréttaskotum var ým- ist talað um „upphaf nýrrar aldar“, „aldamót" eða „árþúsundaskipti“, hver svo sem munurinn er á því. Gat verið að fólk alls staðar annars staðar en á íslandi væri svona illa að sér í tölfræðinni, eða hafði það einfaldlega ákveðið upp á sitt einsdæmi að „gefa skít“ í hin fomu fræði og halda upp á „aldamótin“ í upphafi ársins 2000, hvað sem raulaði og tautaði? XXX I* MORGUNBLAÐINU á gamlárs- dag vitnaði Vikverji í aldamóta- manninn Björn Jónsson, ritstjóra Isafoldar, sem skrifaði grein í blað sitt 6. janúar árið 1900 undir yfir- skriftinni „Aldamótavillan“ þar sem hann fjallar um þessa „hjákátlegu villu og óskiljanlegu í vomm augum, íslendinga, sem býsna algeng er í öðmm löndum, bæði með lærðum og leikum, að láta 19. öldina enda á árinu 1899 og 20. öldina því vera byrjaða nú,“ eins og ritstjórinn orðar það. Síðar í greininni getur Bjöm þess, að yfirstjórnarráð þýska ríkisins hafi beinh'nis úrskurðað, að árið 1900 skuli teljast upphaf 20. aldarinnar. Þetta, ásamt útsendinum CNN- og Sky-sjónvarpsstöðvanna á nýársnótt, vakti Víkverja til umhugsunar um hvort aldamótadeilan væri ef til vill einangruð við íslendinga, meistara þrætubókarlistarinnar? Og Víkveiji varð ekki síður klumsa þegar hann á yfirreið sinni um „Veraldarvefinn", rakst á grein frá einni helstu frétta- stofu heims, AFP, undir yfirskrift- inni: „Hvers vegna öldin endar núna“. í greininni er reynt að leiða rök að því að munkurinn Dionysius Exiguus, sem kirkjuyfirvöld í Róm fengu til að ákvarða nýtt tímatal á sjöttu öld eftir Krist, hafi í raun og sannleika gert nokkur alvarleg mis- tök í útreikningum sínum. I grein AFP-fréttastofunnar er munkurinn nefndur „Dennis litli“ (Denis the Short) og þar segir að grandvallarmistök hans hafi verið í því fólgin að hann sleppti tölunni 0, sem upphafstölu fyrsta ársins, þar sem hugtakið „núll“ var ekki til í ar- abískri tölfræði á þeim tíma. Þessa villu beri nútímamönnum, sem eigi að vita betur, að leiðrétta, segir greinar- höfundur og kallar þá sem ekki em á sama máli bókstafstrúarmenn og „smásmygla“ (pedants). Ymislegt fleira er tínt til, sem ekki er unnt að fara nánar út í hér. Vík- verji vildi aðeins benda á þetta, mönnum til umhugsunar, og leggur áherslu á að með því er hann ekki að taka afstöðu til málsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.