Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.01.2000, Blaðsíða 16
16 LAUGARD AGUR 8. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 171.519 íbúar á höf- uðborffarsvæðinu ÍBÚAR sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu voru samtals 171.519 hinn 1. des- ember sl. íbúar á landinu öllu voru 278.702. íbúar Reykjavíkur voru 1. desember 109.795 og hafði fjölgað um 1.433 frá árinu 1998. 53.853 karlar bjuggu þá í borginni en 55.942 konur. Síðastliðinn áratug hefur Reykvíkingum fjölgað um 13.068 manns. Nágranna- sveitarfélögin Næstfjölmennasta sveitar- félag höfuðborgarsvæðisins er Kópavogur, Þar bjuggu 1. desember sl. 22.568 manns, 11.149 karlar og 11.419 kon- ur. í Garðabæ voru íbúar 7.927, 3.988 karlar og 3.939 konur. I Hafnarfirði voru íbúar 19.136, 9.498 karlar og 9.638 konur, í Bessastaða- hreppi voru íbúar 1.434, 737 karlar en 697 konur. í Mos- fellsbæ voru 5.999 íbúar, 2.984 karlar og 3.015 konur. Á Seltjarnarnesi voru íbúar 4.660, 2.318 karlar en 2.342 konur. Fjölmennustu göturnar Fjölmennasta gata Reykja- víkur er nú eins og undanfar- in ár Hraunbær. Þar voru íbúar 2.351 hinn 1. desember. Aðrar götur í borginni með fleiri en 600 íbúa eru: Klepps- vegur (1.591), Vesturberg (1.292), Háaleitisbraut (1.268), Langholtsvegur (996), Fannafold (940), Hringbraut (832), Álíheimar (807), Loga- fold (769), Hvassaleiti (765), Bólstaðarhlíð (764), Frosta- fold (754), Flúðasel (677), Engjasel (675), Flétturimi (625), Laufrimi (612), Safa- mýri (608) og Hátún (601). íbúar á höfuðborgarsvæðinu (l.des. 1999) 628 Kjalames (116 Reykjavfk) 5.000—Fjöldiibúa 67 ára og eldri 21 -66ára 0-20 ára 33,3* —Hlutfall aldurshóps 33í« V. V 4.660 105 Reykjavík 19.136 14.248 ---- 16.274 Seltjamarnes 107 Reykjavík 11,7« 22,9. 104 Reykjavík 9.266 ; 12.264 25,5» 41,8, 1.807 101 Reykjavík 103 Reykjavík 108 Reykjavík 12.656 9.375 m Reykjavík oJ •V 8,11 Mosfellsbær / hreppur Fámennustu göturnar 49 götur í borginni hafa 10 íbúa eða færri. Áberandi eru þar götur í miðborginni, í iðn- aðar- og verslunarhverfum og í götum í jaðri skipulagðra svæða. 10 íbúar eru við Skildinga- tanga og Armúla, 9 búa við Bolholt, Arnargötu, Reykja- veg, Klifveg, Vaglasel og við Hofsbraut á Kjalarnesi. Átta búa við Bröttugötu, Kirkjutorg og Skógarsel. íbúar eru sjö við Höfðatún, Engjaveg og Fossvogsveg. Sex búa í Hafnarstræti, við Skeljatanga, Bústaðablett, Vatnsmýrarveg og Holtaveg. Fischersund hefur fimm íbúa eins og Kirkjugarðsstíg- ur, Skógarhlíð, Skothúsvegur og Stjörnugróf. Við Ljósuvík eru 4 íbúar, eins og við Hrannarstíg, Vegamótastíg og Mýrargötu. Við Borgar- tún, Stekkjarbakka, Furu- grund og Víkurgrund á Kjal- arnesi eru þrír íbúar. Tveir búa við Eldshöfða, Hitaveituveg, Lyngháls, Hólmasel, Vatnasel og Jafna- sel. Einn býr við Ánanaust, Súðarvog, Faxafen, Lágmúla, Breiðholtsveg, Árbæjarblett, Stangarhyl, Smálandabraut og Suðurlandsbraut við Rauðavatn. Þá eru tveir íbúar skráðir í Viðey. Ofangreint kemur fram í upplýsingum frá Hagstofu Is- lands. Félags- aðstoð hækkuð um 3,6% Laun æðstu stjói'nenda taki mið af launavísitölu opinberra starfsmanna Hafnarfjördur TILLAGA um nýja viðmiðun launa bæjarstjóra- og fram- kvæmdastjórasviða var sam- þykkt á bæjarráðsfundi í Hafnarfirði í vikunni. I tiilög- unni felst að breytingar á grunnlaunum æðstu stjóm- enda taki mið af launavísitölu opinberra starfsmanna í stað þess að hún taki mið af þing- fararkaupi. Magnús Gunnarsson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði, segir þessa tillögu koma fram vegna þess að þegar þingfararkaup hafi hækkað um 34% í maí á síðasta ári hafi æðstu embætt- ismenn bæjarins afsalað sér þeirri hækkun og þá hafi kom- ið fram í greinargerð að laun þeiixa skyldu haldast óbreytt þar til annað yrði ákveðið. I greinargerðinni var einnig tekið fram að á umliðnum ár- um hefði ekki verið samsvörun á milli hækkunar á launum op- inberra starfsmanna og hækk- unar á þingfararkaupi og því þætti eðlilegt að miða breyt- ingar á launum æðstu stjóm- enda Hafnarfjarðarbæjar við almennar breytingar á launum opinberra starfsmanna. Sú vísitala hefúr hækkað um 1,65%, írá því í maí á síðasta ári og það er því sú hækkun sem æðstu embættismenn Hafnarfjarðar fá nú. „Fyrst og fremst er verið að forðast þessi miklu stökk og reyna að samræma hlutina miðað við það sem gerist á al- mennum vinnumarkaði meðal opinberra starfsmanna," segir Magnús. Landgræðslusjóður selur lóð sína og hús við Skógarhlíð Reykjavík VIÐMIÐUNARUPPHÆÐ- IR vegna félagsþjónustu, sem Reykjavíkurborg veitir, hækkuðu um 3,6% um ára- mót. Viðmiðunarupphæð að- stoðar til einstaklinga hækk- ar úr kr. 58.044 í kr. 60.136 og fyrir hjón úr kr. 104.480 í kr. 108.231. Að sögn Láru Björnsdótt- ur, félagsmálastjóra Reykja- víkurborgar, svarar hækk- unin nú til hækkunar vísitölu neysluverðs frá maí-desem- ber 1999. Viðmiðunarupp- hæðin hækkaði síðast 1. maí um 6,2% og var sú hækkun í takt við vísitöluhækkunina frá 1995 en upphæðin hafði ekki breyst frá því ári. Árið 1998 nam félagsað- stoð borgarinnar 558 millj- ónum króna en Lára segir að aðstoðin hafi numið tæpum 530 milljónum á nýliðnu ári. Spá ársins 2000 gerir ráð fyrir um 530 m.kr., að teknu tilliti til hækkunarinnar nú. Lára segir að lækkun þess- ara útgjalda haldist í hendur við bætt atvinnuástand í borginni. Reykjavík STEFNT er að því að koma upp nýrri lágreistri íbúða- byggð við Skógarhlíð 38 í Reykjavík, á lóð sem Land- græðslusjóður seldi nýverið. Fyrirtækið JVS keypti lóðina, ásamt húsi Landgræðslusjóðs og stendur til að fjarlægja hús- ið og hefja þar uppbyggingu. Breyta þarf deiliskipulagi áður en framkvæmdir geta hafist, en núna er svæðið skil- greint sem stofnanasvæði og hefur verið lagt fram erindi til Stefnt að íbúða- byggð borgarskipulags um deili- skipulagsbreytingu þar sem það verði skilgreint sem íbúða- svæði. Að sögn Jóns Vals Smára- sonar, annars eiganda JVS, sóttust margir eftir því að kaupa lóðina og var kaupverð á endanum mun hærra en það verð sem sett var í upphafi, en hvorki hann né forsvarsmenn Landgræðslusjóðs vilja gefa upp hvert verðið var. Jón Valur segir svæðið hafa marga kosti og að það sé tilval- ið fyrir íbúðabyggð. „Þetta er með fallegri byggingasvæðum í Reykjavík og ef eitthvað vantar í Reykjavík þá er það íbúðabyggð. Þetta svæði er þama niðri við sjóinn, göngu- stígur rétt hjá sem nær frá Seltjamarnesi upp í Heiðmörk auk þess sem er rólegt þarna, skjólsælt og mikil veðurblíða." Morgunblaðið/Ásdís Skipt um baðhús í N authólsvík Nauthólsvík TIL stendur að rífa gamla baðhúsið í Nauthólsvík og byggja þar nýja bað- og snyrtiaðstöðu. Utboð við framkvæmdir fer fram á næstu dögum og er gert ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið í vor. Með vorinu verður einnig byrjað að dæla heitu vatni út í Nauthólsvíkina og verður fengið til þess yfirfallsvatn frá Hitaveitu Reykjavíkur. Stefnt er að því að halda hitastigi sjávar við 20°C þeg- ar aðstæður leyfa. Jóliann Pálsson garðyrkju- stjóri hefur umsjón með upp- byggingu svæðisins og segist bjartsýnn á framkvæmdirn- ar. „Ég er viss um að þetta verður mikið sótt, því í fyrra var engin aðstaða en á góð- viðrisdögum kom samt fólk þangað svo þúsundum skipti.“ Stjórn SVR braut rétt áheyrnarfulltrúa Reykjavík BORGARLÖGMAÐUR telur að meirihluti stjórnar Strætisvagna Reykjavíkur hafi brotið rétt á áheyrnar- fulltrúa starfsmanna á stjórnarfundum þegar hon- um var meinað að leggja fram bókun vegna umræðu um öryggismál strætis- vagnaflotans og viðbrögð stjórnenda fyrirtækisins við opinberum ummælum öryggistrúnaðarmanna starfsmanna um öryggis- málin. Á stjórnarfundi þann 6. desember síðastliðinn lagði Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, fram svör við fimm spurningum fulltrúa sjálf- stæðismanna í stjórninni. Annars vegar snerust þær um viðhaldsmál strætis- vagna. Öryggistrúnaðar- mennirnir tveir höfðu hald- ið fram í blaðaviðtali, sem tekið var vegna bréfs, sem öryggistrúnaðarmennirnir höfðu sent stjóm SVR, Vinnueftirliti ríkisins og lögreglustjóra, að viðhalds- mál væru óviðunandi að því leyti að þrír vagnar hefðu verið settir út í akstur með ýmist biluð stýri eða bilað- ar bremsur. Hins vegar svaraði for- stjórinn spurningum um hvort rétt væri að vegna blaðaviðtalsins hafi örygg- istrúnaðarmönnum verið hótað brottrekstri eða á- minningu ef þeir drægju ekki til baka ummæli sín og um réttarstöðu öryggis- trúnaðarmanna. í svörunum kemur fram að meðalaldur strætis- vagna sé 10,5-11 ár og að forstjóri telji viðhaldsmál í lagi en í umfangsmikilli starfsemi geti orðið mistök, sem séu fátíð. Engin dæmi séu um slys vegna bilunar í öryggis- búnaði. í þeim dæmum sem nefnd hafi verið hafi verið um að ræða eðlilegt slit á stýri en mistök hvað varðar þann bíl sem var með bil- aða hemla. Spurningu um hvort brottrekstri hafi ver- ið hótað er svarað á þann veg að ekki hafi verið tekin akvörðun um viðbrögð við málsmeðferð öryggistrún- aðíirmanna. Neitað um að Ieggja fram bókun I fundargerð fundarins kemur fram að að loknum umræðum um þessar spurningar og svör for- stjóra hafi Marías Sveins- son, áheyrnarfulltrúi starfs- manna, óskað eftir að leggja fram bókun. Þar mótmælti hann harðlega þeim vinnu- brögðum forstjóra að hóta öryggistrúnaðarmönnum brottrekstri íyrir það eitt að sinna störfum sínum. Það sé alvarlegt ef aíleiðingar hót- unarinnai- verði til þess að öryggistrúnaðarmenn þori ekki að sinna störfum sínum af kostgæfni og alúð eins og áður. Helgi Pétursson, formað- ur stjórnarinnar, úrskurð- aði að bókunin ætti ekki er- indi á fundinn og meirihluti stjómar var sammála þeim úi-skurði. Minnihlutinn mótmælti þeirri afgreiðslu með bókun. Marías kærði neitun meirihlutans til borgarlög- manns. Hann hefur nú kom- ist að þeirri niðurstöðu að brotinn hafi verið réttur á áheymarfulltrúanum, með því að neita honum um rétt til að bóka. I áliti Hjörleifs Kvaran borgarlögmanns segir að bókun Maríasar hafi fjallað um mál sem var á dagskrá fundarins. Samkvæmt sam- þykkt um stjóm SVR eigi starfsmenn rétt á að kjósa áheyrnarfulltrúa til setu á stjómarfundum með mál- frelsi og tillögurétt. „I þessu felst einnig rétt- ur fulltrúans til bókunar. Almennt hefur verið litið svo á að fulltrúar starfs- manna í stjórnum borgar- stofnana og -fyrirtækja hafi sama rétt til tillöguflutnings og bókunar og stjómar- menn. Bókun sú sem Marí- as lagði fram varðaði mál sem var til umfjöllunar á fundinum og átti hann tví- mælalaust rétt á að bókun hans yrði færð í fundar- gerð,“ segir borgarlögmað- ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.