Morgunblaðið - 08.01.2000, Side 76
Netþjónar
og tölvur
J COMPACL
Er búið að leysa
málið? Er lausnin
föst í kerfínu?
Það er dýrt að láta starfsfólkið bíða!
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF 3M0,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJmBLIS, AKUREYRI: KA UPANGSSTRÆTII
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Snjóflóð féll á snjótroðara á skíðasvæðinu í Oddsskarði í gærkvöld
Komst
ómeidd-
ur út um
glugga
troðara
SNJÓFLÓÐ féll á skíðasvæðinu í
Oddsskarði milli Eskifjarðar og
Neskaupstaðar um kvöldmatar-
leytið í gær og færði snjótroðara
að verulegu leyti í kaf. Stefán
Einar Kristjánsson, sem var við
störf í snjótroðaranum, sakaði
ekki og komst hann af eigin
rammleik út um glugga á snjó-
troðaranum.
„Við vorum að ýta smámagni af
snjó ofan við endastöðina. Ég var
að snúa við þegar ég fann óvenju-
lega hreyfingu á troðaranum og
leit til hliðar og sá snjóflóðið
skríða af stað. Það skreið mjög
rólega niður. Ég náði að bakka lít-
illega en þá fylltust beltin af snjó
og ég komst ekki lengra. Þetta
var bara smávegis sjokk en það er
búið,“ sagði Stefán í samtali við
Morgunblaðið í gærkvöldi en
hann var þá í óða önn að moka
snjótroðarann upp úr snjónum.
Að hans sögn urðu litlar sem eng-
ar skemmdir á snjótroðaranum.
Snjóflóðið féll skammt frá nýrri
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Snjótroðarinn fór nánast allur á kaf í snjóflóðinu eins og sjá má á myndinni. Unnið var hörðum höndum við
að moka snjótroðarann upp úr flóðinu í gærkvöldi.
barnalyftu en verið var að troða
barnabrekkuna þegar það féll.
Fór flóðið þó ekki á lyftustaurana.
Ekki var búið að meta stærð
snjóflóðsins í gærkvöldi vegna
myrkurs en að sögn lögreglu má
áætla að það hafi sennilega verið
um 30-40 metra breitt.
Fyrirhugað var að opna skíða-
svæðið á morgun en af því verður
ekki, samkvæmt upplýsingum
umsjónarmanns skíðasvæðisins.
Búast má
við frekari
lækkunum
á síma-
þjónustu
ÞÓRARINN V. Þórarinsson, for-
stjóri Landssímans hf., segir að
búast megi við frekari Iækkunum á
símaþjónustu á næstunni, einkum til
útlanda.
„Breytingarnar sem samkeppnin
og samkeppnisreglur Evrópska
efnahagssvæðisins hafa leitt til hafa
falið í sér að verð á einstaka þjón-
ustuþáttum verða að endurspegla til-
kostnað. Það þýðir að fastagjöld hafa
hvarvetna hækkað, en langlínu- og
millilandasamtöl hafa lækkað. Það
hefur gerst hér með því að ísland er
orðið að einu gjaldsvæði og sama
hefur verið að gerast og á eftir að
gerast í enn ríkari mæli hvað varðar
símtöl til útlanda. Þetta er alþjóðleg
þróun sem mikilvægt er að íslend-
ingar taki þátt í og Landsíminn hefur
fullan ásetning til þess,“ segir Þórar-
inn m.a. í viðtali við Morgunblaðið.
Hann segir einnig að það sé bæði
tímabært og nauðsynlegt að Lands-
síminn verði einkavæddur.
Þá kemur fram í viðtalinu að
Landssíminn muni fljótlega kynna
viðskiptavinum sínum nýjan hug-
búnað frá Netverki, sem gefi færi á
a.m.k. sexföldun á flutningshraða
textaskjala í GSM-kerfinu.
■ Eina/38
Morgunblaðið/Júlíus
Lögregla lokaði Framnesvegi og götum í nágrenninu í gærkvöld.
Viðbúnaður lögreglu
LOGREGLAN í Reykjavík hafði
talsverðan viðbúnað í vesturbæ
Reykjavíkur í gærkvöldi, þar sem
maður kom í hús við Framnesveg
g sagði fólki sem þar var statt, að
ann væri vopnaður.
Fólkið hringdi á lögregluna, sem
lokaði götum í nágrenni hússins og
voru menn úr sérsveit hennar í
viðbragðsstöðu á vettvangi í ör-
yggisskyni. Nokkru eftir að lög-
reglan kom á staðinn, upp úr
klukkan 21, kom fólkið út úr íbúð-
inni og hélt maðurinn þá einn til
þar.
Lögreglunni tókst að yfirbuga
manninn um kl. 22.30 og var hann
færður á lögreglustöð til yfir-
heyrslu. Hann var undir áhrifum
áfengis en reyndist óvopnaður.
HEKLA
-íforffstu á nýrri öld !
A
MITSUBISHI
demantar í umferb
MITSUBISHI
=)JE
Mikil loðnuveiði
út af Austfjörðum
„Nú er gaman og loðnulykt
um allan bæ,“ segir útgerðar-
sljðri á Eskifírði
Morgunblaðið/Helgi
Sveinn Brimir Björnsson kyndari í loðnubræðslu
Hraðfrystihúss Eskifjarðar.
VEL horfir með vetrarloðnuvertíð-
ina og fá loðnuskipin nú góðan afla
úti fyrir Austfjörðum. Mikið sést af
loðnu á miðunum og þykir hún mun
stærri en fékkst á vetrarvertíðinni í
fyrra.
Hjálmai' Vilhjálmsson, fiskifræð-
ingur Hafrannsóknarstofnunar, er
nú um borð í loðnuskipinu Víkingi
AK á loðnumiðunum. Hann segir
loðnuna mun betri en í fyrra og betur
horfi með vertíðina en oft áður.
„Loðnan í fyrra var óvenju rýr. Núna
virðist þetta vera eðlileg hrygningar-
loðna. Við sjáum talsvert mikið af
loðnu allt frá Reyðarfjarðardýpi
norður að Glettingi. Hinsvegai- er
erfitt að meta hversu mikil loðna er
hér á ferðinni en það hlýtur að skipta
einhverjum hundruðum þúsunda
tonna. Það sem mér fannst mest um
vert var hvað torfumar voru þéttar
og fallegar en það höfum við ekki séð
í mörg ár.“
Hjálmar segir hrognafyllinguna í
loðnunni um 6% og líklega um það bil
tvær vikur í að loðnan haldi upp á
landgrunnið. Hann segir að líklega
haldi hún sig á svipuðum slóðum um
sinn og þá verði væntanlega hægt að
veiða mikið. Hún gæti einnig farið
sunnar í hlýjan sjó og þá dreifi hún
sér vanalega.
Hólmaborg SU landaði 2.200 tonn-
um af góðri loðnu á Eskifirði í gær og
er þetta næstmesti
afli sem um getur hjá
íslensku loðnuskipi
en Hólmaborg á met-
ið, um 2.600 tonn, frá
því í fyrra. Loðnu-
skipum hefur fjölgað
stöðugt á miðunum
íyrir austan eftir því
sem liðið hefur á vik-
una og hefur veiði
verið góð undan-
farna daga en bræla
hefur að vísu sett strik í reikninginn.
„Nú er gaman og loðnulykt um all-
an bæ,“ segir Emil Thorarensen, út-
gerðarstjóri hjá Hraðfrystihúsi
Eskiijarðar. Hólmaborg fékk loðn-
una í flottroll í Norðfjarðardýpi, um
55 mílur út af Seley. „Þetta er óska-
byrjun og vonum framar," segir Em-
il, en Guðrún Þorkelsdóttir SU land-
aði 290 tonnum á Eskifirði í
gærmorgun. „Það hefur ekki verið
mikil veiði í nót vegna veðurs en skip-
stjórnarmenn á Guðrúnu eru
bjartsýnir."
Loðnufrysting er í fullum gangi á
Eskifirði en megnið af loðnunni fer
samt í bræðslu. Að sögn Emils eru
um 60% loðnunnar hængar og fara
um 45 stykki af hængum í kílóið en
um 66 stykki af hrygnunni. „Þegar
gengur svona vel er mjög gaman og
þetta virkar sem vítamínsprauta á
allt bæjarfélagið," segir Emil. „Þetta
er eins og síldarstemmningin þegar
hún var upp á sitt besta.“
600 tonn í nót í
tveimur köstum
VOdngur AK fékk 600 tonn í nótina
í tveimur köstum, fyrst 400 tonn og
svo 200 tonn, og landaði í Neskaup-
stað í gær. „Það er ótíð að angra okk-
ur og við fengum bara tækifæri til að
kasta tvisvar," segir Sveinn ísaks-
son, skipstjóri á Víkingi, en eftir sól-
arhring í brælu á miðunum gat hann
loks kastað í tvo tíma. „Svo var aftur
komin bræla en við lönduðum 550
tonnum í frystingu og afganginum í
gúanó.“
Nótabátamir Grindvíkingur og
Birtingur voru líka á miðunum en
auk þess voru Þorsteinn EA, Börkur
NK og Beitir NK á svipuðum slóðum.